Morgunblaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 11
ingjar og fleiri bætast við eru þátt- takendur við Úlfljótsvatn frá hálfs árs til að nálgast 100 ára. Víkingar, mýrarbolti og gönguferðir Yfirskrift mótsins í ár er ævin- týrið heldur áfram sem vísar til 100 ára sögu skátastarfsins og þess upp- gangs sem orðið hefur í starfinu á undanförnum árum. Fjögur dag- skráþemu ráða ríkjum á mótinu og hafa sérstök torg verið sett upp í tengslum við þau. Í torginu Álfar og tröll fara krakkarnir í gönguferðir allt frá klukkutíma upp í sólarhring, hjólaferðir og fleira. Í Orku jarðar eru íþróttir í fyrirrúmi og fleira til að fá útrás fyrir orkuna innra með sér auk þess sem horft er til orku jarðar og vísinda. Innan þessa torgs hefur mýrarbolti slegið í gegn og klifur- turninn sem skátar hafa klifið ótal sinnum. Í Á víkingaslóð kynna krakkarnir sér lifnaðarhætti forfeðra okkar og hafa eldað lambaskrokkana yfir eldi auk þess að vinna með ull, leður og tré. Fjórða torgið kallast Leiktu þitt lag og þar gefast tækifæri til að syngja, dansa og hanna föt svo fátt eitt sé nefnt. Kallast þemun vel á við þá hugmynd í skátastarfi að það sé fjölbreytt og að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölskyldubúðir fyrir alla „Margt er í boði innan skáta- starfsins og fólk getur valið sína leið í gegnum starfið. Fyrst og fremst er þetta frábær félagsskapur og mjög fræðandi starf. Útilegurnar og kvöld- vökurnar krydda síðan starfið og á móti sem þessu gefst frábært tæki- færi fyrir áhugasama að koma og heimsækja okkur til að kynna sér starfið,“ segir Gunnlaugur Bragi. En fjölskyldubúðirnar eru opnar fyrir alla og verður á stóra sviðinu útiball á föstudagskvöldið þar sem Ingó og Veðurguðirnir halda uppi fjörinu. Laugardagurinn verður helgaður 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar en um kvöldið verður hátíðar kvöld- vaka og slit í framhaldinu. Friðarþing og sýningar Saga skátastarfsins hefur varð- veist vel og er nú sýning á skáta- munum á Árbæjarsafninu og ljós- mynda- og minjasýning í Ljósafossstöð nálægt Úlfljótsvatni. Þá kemur fyrra bindi sögu um skát- ana á Íslandi sem nær til 1941 þegar skátar fengu svæðið á Úlfljótsvatni. „Það er búið að draga fram ótrú- legustu hluti og við búum vel að því að eiga safnara í okkar röðum sem hafa haldið þessu til haga,“ segir Gunnlaugur Bragi. Þá er framundan hjá skátunum skátaveröld í Hljómskálagarðinum á menningarnótt og alþjóðlegt friðar- þing í Hörpu um miðjan október með erlendum gestafyrirlesurum frá ýmsum löndum. Morgunblaðið/Eggert Vatnsbyssuslagur Þessir ungu menn ákváðu að kæla sig niður og vopnast vatnsbyssum. Fjör Þessi hópur var á röltinu og eflaust á leið að gera eitthvað skemmtilegt enda nóg um að vera. Matarröð Glaðar Kópastúlkur. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 w w w . o p t i c a l s t u d i o . i sNÝTT RAY-BAN FOLDING AVIATOR TE G :L IN D B E R G SP IR IT TEG: RAY•BAN OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.