Morgunblaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 DAGSKRÁ Laugardagur 28. júlí Rokktónleikar á túninu við kirkjuna frá klukkan 13 – 17. Fram koma: Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur, Bubbi Morthens, Helgi Björns og Reiðmenn vindanna. Kynnir Dóri DNA. Sunnudagur 29. júlí Hátíðarmessa kl. 14.00. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir predikar. Séra Önundur S. Björnsson sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Einsöngur Maríanna Másdóttir, selló Uelle Hahndorf, orgel Guðjón Halldór Óskarsson, Kirkjukór Breiðabólstaðarsóknar syngur. Að lokinni messu er boðið í kirkjukaffi í hlöðunni á Breiðabólstað. Knattspyrnufélag Rangæinga annast veitingasölu á útihátíðinni. Aðgangur ókeypis á öll hátíðarhöldin. Allir hjartanlega velkomnir. Næg tjaldstæði við Kaffi Langbrók í Fljótshlíð. Sóknarnefnd Breiðabólstaðarsóknar. Útitónleikar og hátíðarmessa á Breiðabólstað í Fljótshlíð 28. og 29. júlí Aksturstími frá Reykjavík er ein og hálf klukkustund. 100 ára afmælishátíð Breiðabólstaðarkirkju Kirkjan & fólkið Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur.Dóri DNA. Bubbi Morthens. Helgi Björns. Frú Agnes M. Sigurðardóttir. Séra Önundur S. Björnsson. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Núverandi fyrirkomulag á íbúðalána- markaði, þar sem opinberir aðilar eru umsvifamestir, veikir eignasafn ann- arra lánveitanda á markaði og eykur ennfremur þann kostnað sem fellur á ríkið vegna þeirrar áhættu sem stafar af lágu eiginfjárhlutfalli Íbúðalána- sjóðs, undanþágu sjóðsins frá flestum opinberum gjöldum og lágri arðsemi þess fjár sem er bundið í sjóðnum. Af þeim sökum er það mat Samtaka fjár- málafyrirtækja (SFF) að engin rök standi „til þess að ríkið þurfi að ann- ast almenn íbúðalán í einu ríkasta landi heims,“ og benda samtökin einnig á að eigendaábyrgð ríkisins á Íbúðalánasjóði sé „verulega íþyngj- andi fyrir lánshæfismat ríkissjóðs“. Þetta kemur fram í umsögn sam- takanna, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, og var nýverið send til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins vegna skýrslu ráðherra til Alþingis um framtíðarskipan fjármálakerfis- ins sem var birt fyrr á þessu ári. Í um- sögn SFF er vakin athygli á því að út- lán Íbúðalánasjóðs til heimila nema um 560 milljörðum króna og lán líf- eyrissjóða um 170 milljörðum. Sam- tals nema útlán þessara aðila meira en 50% af öllum útlánum til heimila. Það er mat samtakanna að „æskilegt“ sé að dregið verði úr þeirri „skugga- bankastarfsemi sem felst í beinum lánveitingum lífeyrissjóða“. Í því samhengi er vísað til þess að sjóðirnir eru „ekki háðir reglum sem gilda um lánastarfsemi fjármálafyrirtækja, svo sem varðandi eiginfé eða lána- reglur, og reynslan sýnir að þeir hafa takmarkaða burði eða aðstöðu til að glíma við skuldaerfiðleika lántak- enda“. Skiptar skoðanir eru á meðal aðildarfyrirtækja SFF hvort þörf sé á aðskilnaði viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Þau fyrirtæki sem skilgreina sig sem fjár- festingarbanka mæla með slíkum að- skilnaði og benda á að undir núver- andi fyrirkomulagi njóti viðskiptabankar forskots umfram aðra aðila á markaði þar sem fjár- mögnunarkostnaður þeirra er lægri. Viðskiptabankarnir telja aftur á móti óráðlegt að taka slíkt skref þar sem „fullur aðskilnaður hefði í för með sér alvarlega fákeppni á sviði fjárfesting- arbankastarfsemi“. Vinnur gegn markmiði sínu Að sama skapi hafa samtökin efa- semdir um að rétt sé að koma á fót sérstöku fjármálastöðugleikaráði og telja ástæðu til að kanna hvort það kynni að „auka flækjustigið enn frek- ar og torvelda fremur en hjálpa til við stórar ákvarðanir þegar hætta steðj- ar að fjármálakerfinu“. Því telur SFF, í ljósi þess að eitt meginhlut- verk slíks ráðs á að vera að tryggja betri samtöl milli FME og Seðla- bankans, hvort ekki sé nærtækara að skoða sameiningu þessara stofnana til að ná því markmiði. SFF geldur sömuleiðis varhug við því að núverandi lagaákvæði um for- gang innstæðna haldist óbreytt þar sem slíkur forgangur gerir það að verkum að nánast ómögulegt verður fyrir íslenskar innlánsstofnanir að sækja sér lánsfé til endurfjármögn- unar með útgáfu hefðbundinna ótryggðra skuldabréfa. „Þetta ákvæði mun því að óbreyttu torvelda erlenda lánsfjármögnun íslenskra út- flutningsfyrirtækja sem þurfa á slíku lánsfé að halda. SFF segir líklegt að viðbrögðin við þessu verði aukin út- gáfa sérvarinna skuldabréfa – en sjá má merki slíkrar þróunar nú þegar á fjármálamarkaði – sem aftur getur leitt til þess að eignir bankastofnana verði að stórum hluta fráteknar við þrot. „Þannig kann forgangur inn- stæðna að vinna gegn markmiði sínu,“ segir í umsögn samtakanna. Ríkið á helming útlána til heimila Ríkið umsvifamest á íbúðalánamarkaði Útlán til heimila Aðrar innlánastofnanir Landsbankinn Íbúðalánasjóður Ýmis lánafyrirtæki LÍN Lífeyrissjóðir 10% 11% 5% 40% 10% 24% Heimild: Seðlabankinn, Íbúðalánasjóður og LÍN.  SFF segja engin rök fyrir því að ríkið annist íbúðalán í einu ríkasta landi heims  ÍLS íþyngjandi fyrir lánsmat ríkisins  Efast um stofnun fjármálastöðugleikaráðs  Frekar að sameina FME og SÍ Að mati Samtaka fjármálafyrir- tækja er núverandi stærð og um- fang FME komið umfram þau mörk sem eðlilegt getur talist. Í umsögn samtakanna segir að mikilvægt sé að „átta sig á því að aldrei verður komið í veg fyrir fjármálaáföll, þ.e. þrot einstakra fjármálafyrirtækja, frekar en annarra fyrirtækja. Starf- semi fjármálaeftirlits getur ekki haft slíkt markmið.“ SFF leggst ennfremur gegn því sem fram kemur í skýrslu fjár- málaráðherra um að starf FME „þurfi að vera matskenndara“ og horfa meira til efnislegra þátta við mat á áhættu í fjármálakerfinu í stað formlegra lagaákvæða. „Mats- kennd afstaða FME til einstakra mál gerir mjög miklar kröfur til hæfis starfsmanna. [...] Að fenginni reynslu er óvíst hvort hægt sé að manna FME“ þannig að hægt verði að ná sátt um slíkar aðferðir. Fjármálaáföll óhjákvæmileg NÚVERANDI UMFANG FME KOMIÐ UMFRAM EÐLILEG MÖRK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.