Monitor - 02.08.2012, Blaðsíða 8

Monitor - 02.08.2012, Blaðsíða 8
8 MONITOR FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 Á sgeir Orri Ásgeirsson er 22 ára karl- maður sem hefur gaman af því að spila tölvuleiki og horfa á fótbolta. Hann er einnig hluti af þríeykinu Stop Wait Go sem hefur í samstarfi við fjölmargt íslenskt tónlistarfólk sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum á undanförnum árum. Ásamt Ásgeiri skipa þríeykið Pálmi Ragnar, bróðir Ásgeirs, og Sæþór Kristjánsson. „Þetta byrjaði með því að Steindi hringdi í mig þegar hann var að byrja með þættina á Stöð 2,“ segir Ásgeir en lesendur kannast efl aust við kauða úr myndbandinu við smellinn Geðveikt fínn gaur. „Kannski væri ég bara ræsisrotta í dag ef Steindi hefði ekki komið til mín,“ segir Ásgeir hlæjandi en í framhaldi af innkomu hans og Stop Wait Go í Steindann okkar buðust teyminu ýmis verkefni. Á haustmánuðum fara félagarnir á vit ævintýranna í Los Angeles þar sem þeir eru með umboðsmann og segist Ásgeir spenntur að taka áhættuna. „Tækifærið virðist vera núna ef við viljum gera eitthvað úr þessu.“ Hafi ð þið bræðurnir alltaf haft áhuga á að semja tónlist? Í rauninni byrjuðum við á þessu þegar við vorum svona tíu ára gamlir. Þá vorum við miklir rokkarar, kenndum sjálfum okkur á gítar, stofnuðum þungarokkhljómsveit og ég veit ekki hvað og hvað. Þannig að við höfum alltaf verið að semja tónlist og eiginlega alltaf saman svo við þekkjum vel hvor inn á annan þegar kemur að lagasmíð- um. Myndir þú segja að þið væruð hinir íslensku Liam og Noel Gallagher? Við höfum reyndar ekki verið í hljómsveit saman eða jú reyndar, þannig að kannski má bara segja það. Við erum samt ekki með svona dólgslæti eins og þeir. Það væri kannski málið að byrja á því bara núna í þessu viðtali og skjóta aðeins á Pálma. Hann er nú meira fífl ið. (Hlær) Hefur þú stundað tónlistarnám? Nei, ekki að neinu ráði en ég hef farið í svona 20 gítartíma yfi r ævina. Ég hef aðallega kennt mér sjálfur með því að pikka upp lög og hljóma. Ég veit til dæmis ekkert hvað neinir hljómar heita og það er oft mjög vandræðalegt, til dæmis í útilegum þegar einhver biður mig um að spila eitthvað þá get ég það alls ekki. Ég get ekkert fylgt söng- bókum. Ok, ég lýg því kannski að ég kunni enga hljóma en yfi rleitt geri ég bara það sem mér fi nnst passa best. Hvað varð um harðkjarnapönksveitina Hopeless Regret þar sem þú lékst á gítar? Það kom upp ákveðinn ágreiningur innan hljómsveit- arinnar. (Hlær) Nei, ég segi svona. Við tókum þátt í Músíktilraunum þegar ég var svona 13 ára og komumst ekki áfram á úrslitakvöldið þannig að út frá því hættum við að æfa og byrjuðum í öðru. Það er reyndar gaman að segja frá því að Hopeless Regret gerði eina plötu og það var enginn annar en Ólafur Arnalds sem tók upp plötuna. Þá var hann nefnilega mjög virkur í harðkjarnasenunni hér á landi og nýbyrjaður að fi kta í þessum fi ðlum. Við erum kannski ekki þeir einu sem höfum þroskast upp úr harðkjarnarokkinu. Af hverju ákvað hjólabrettatöffari í rokk- hljómsveit að fara í Verzló eftir 10. bekk? Ég veit það ekki alveg. Mamma, pabbi og systir mín höfðu öll farið í MH og sögðust hata að vera þar. Allir vinir mínir fóru líka í Verzló og það lá beinast við. Svo var Pálmi líka í Verzló og hafði komist inn í Nemó á fyrsta árinu sem gerði þetta allt saman mjög spennandi. Maður vildi auðvitað taka þátt í þessu eins og hann. Nú tókst þú þátt í nær öllu félagslífi í Verzló eins og til dæmis Nemendamótinu og grínþáttunum 12:00. Hvað fannst þér skemmtilegast? Mér fannst skemmtilegast í 12:00 og fann mig vel þar. Ég myndi aldrei kalla mig einhvern leikara en mér fannst virkilega gaman að gera þessa þætti. Það situr enn í mér að geta ekki gert svona þætti lengur því manni er enn að detta fyndnir sketsar í hug sem væri gaman að framkvæma. Hvernig myndaðist StopWaitGo teymið? Það myndaðist eiginlega út frá hip hop-hljómsveit- inni Kicks! sem ég var í með vinum mínum. Ég, Sæji og Eysteinn vinur okkar höfðum lengi verið að leika okkur í hljómsveit í grunnskóla og þegar ég byrjaði í Verzló samdi ég lagið Því fer sem fer. Lagið er um fyrrverandi kærustuna mína og textinn kannski frekar ljótur en það varð ágætlega vinsælt í skólanum, meira að segja svo vinsælt að mér var boðið að setja það í spilun á FM957. Ég gerði það ekkert því fyrrverandi kærastan var náttúrlega brjáluð út í mig og bannaði að lagið færi í spilun. Síðan kom einhver þáverandi kærasti hennar og ætlaði að lemja mig fyrir að hafa samið lagið, mjög mikið barnadrama í gangi á þessum tíma sem er fyndið að hugsa til núna. En Kicks! myndaðist sem sagt þegar Henrik bættist í hópinn og bað okkur að taka þátt í söngkeppninni Vælinu með sér. Í framhaldinu fórum við að gera eigið efni og gáfum út nokkur lög. Ég hélt áfram að gera einhverja takta sem er reyndar það sem mér fi nnst skemmtilegast við þetta allt saman. Meira að segja þegar ég var í rokkhljómsveitinni gerði ég takta því mér fannst svo pirrandi að geta ekki heyrt lögin sem ég var að semja fyrr en á æfi ngum þannig að ég keypti tónlistarforrit og byrjaði að þreifa fyrir mér á því sviði. Oft fór ég heim úr skólanum og var langt fram á kvöld að gera þetta og einhvern veginn small þetta alveg án þess að ég vissi hvort ég myndi gera eitthvað við þetta seinna. Þegar við stofnuðum svo StopWaitGo, undir þessu Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is „Engin leið að snúa við“ „Það sem gerir mann virkan í þessu er að setja sig í ákveðinn karakter,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, tónlistarmað- ur. Monitor ræddi við Ásgeir um Stop Wait Go, Steinda, framtíðina og fyrrverandi kærustur. Síðan kom einhver þáverandi kærasti hennar og ætlaði að lemja mig fyrir að hafa samið lagið.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.