Monitor - 02.08.2012, Blaðsíða 10
10 MONITOR FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012
Hvað er annars á döfi nni hjá StopWaitGo?
Við erum að vinna með Friðriki Dór að nýrri plötu
hans, svo viljum við koma lögum á næstu plötu hjá Páli
Óskari og erum mikið að vinna með auglýsingastofum.
Það er mjög margt á leiðinni sem við höfum verið með
puttana í og svo erum við mikið að senda lög út til um-
boðsmannsins. Það virkar þannig að við fáum lista af
listamönnum sem eru að leita sér að lögum og lýsingu
á því sem þeir vilja. Svo reynum við eftir bestu getu að
svara þeim kröfum, sem er erfi tt að svara frá Íslandi, og
vonum að okkar lag nái inn hjá einhverju stóru nafni.
Umboðsmaðurinn okkar segir sjálfur að hann nenni
ekki að vera að vesenast í einhverjum smálöxum og
á listanum eru alveg mjög stór nöfn sem okkur fi nnst
oft yfi rþyrmandi. Um leið og múrinn er rofi nn öðlast
maður traust í bransanum en þangað til erum við
með nokkur minni verkefni á okkar könnu.
Lifi r þú alfarið á tónlist eins og staðan er í dag?
Já, það mætti segja það. Þetta er ekkert auðvelt og við
fórum út til Los Angeles í fyrra til að þreifa fyrir okkur,
sjá hvaða möguleika við hefðum. Þar kynntumst við
umboðsmanni sem hafði mikinn áhuga á okkur og er
að sjá um pródúsera á borð við Jukebox sem gerði Whip
My Hair með Willow Smith. Okkur fannst samt
mjög ótrúlegt að vera boðinn samningur
eftir að hafa verið úti í þrjár vikur.
Nú erum við búnir að vera að
vinna fyrir hann í heilt ár við að
koma okkur á framfæri og á
meðan taka að okkur íslensk
verkefni til að safna pening
fyrir útlandaferðinni. Maður
harkar bara í þessu.
Hefur þig lengi dreymt
um að starfa við tónlist á
erlendum vettvangi?
Tækifærið virðist vera
núna ef við viljum gera
eitthvað úr þessu og
við verðum að taka
þessa áhættu. Við
erum náttúrlega
að missa af öllum
félögunum sem eru
í skóla og að gera
eitthvað sem ber
öruggan árangur.
Það sem hvetur
mann áfram er að
vita að maður á
alveg sjens miðað
við ýmislegt af
sorpi sem er í
gangi í útvarpinu.
Það sem er svo
skemmtilegt við
Íslendinga er að
núna segja allir
að maður sé að
fara til Los Ang-
eles að meika
það. Þessi frasi
er svo fyndinn.
Við erum að fara
út til að vinna og
munum aldrei vera
neitt í sviðsljósinu.
Við erum gaurarnir
á bak við tjöldin.
Auðvitað viljum
við vinna okkur upp
metorðastigann, Siggi
gjaldkeri vill alltaf kom-
ast í þjónustufulltrúann
á endanum.
Hvað fi nnst þér um hina íslensku tónlistarsenu?
Hún hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið.
Svona þegar fólk fór að uppgötva kraftana sem búa í
tónlistarforritum. Sérstaklega er mikill uppgangur í
hip hop-senunni með listamönnum á borð við Gabríel,
Emmsjé Gauta og Úlfi Úlfi og pródúserum eins og Basic
B og Redd Lights. Það er mjög gaman að sjá þessa þróun
og ég vil meina að Friðrik Dór eigi að stórum hluta heið-
urinn að þessu. Hann opnaði dyrnar og gerði Íslendinga
móttækilegri fyrir þessari tónlistartegund. Ísland hefur
alltaf verið svo „artí“- og „indie“-
sinnað land.
Nýlega settir þú
mynd af blóðugum
höndum þínum
á Instagram
og sagðist
hafa verið
krossfestur.
Hvað gerðist
eiginlega?
Þetta var eig-
inlega mjög
asnalegt at-
vik. Ég var að hjóla, lenti í sandi og fl aug af hjólinu.
Þetta lúkkaði svolítið eins og ég væri krossfestur eða
sárin það er að segja.
Vinir þínir segja þig latan að eðlisfari. Hafa þeir
eitthvað til síns máls?
Já, kannski á einhvern hátt. Ég er latur þegar kemur
að einhverju sem ég hef ekki áhuga á. Ég hef mikinn
metnað fyrir því sem skiptir mig máli en lagði til dæmis
ekki mikið í námið í Verzló. Í kjölfarið var ég einmitt
rekinn úr dagskólanum sem var mjög erfi tt fyrir mig
af því að mér fannst ég ekki eiga það skilið. Á þessum
tíma hafði ég líka verið í smá-persónulegri krísu og
ekki alveg tilbúinn í svona dæmi. Síðan bráðlega eftir
þetta kom Steindalagið út og satt best að segja hafði
það mjög mikla þýðingu fyrir mig akkúrat á þessum
tímapunkti. Kannski væri ég bara ræsisrotta í dag ef
Steindi hefði ekki komið til mín.
Hvar sérðu sjálfan þig eftir fi mm ár?
Ég vil vera kominn með meiri festu í lífi nu og því sem
ég er að gera í dag. Vonandi verð ég að semja tónlist og
framfl eyta mér á því, hvort sem það er í Bandaríkjunum
eða annars staðar. Maður vill bara gera eins og allir
aðrir, afl a sér tekna og lifa lífi nu.
Kæmi til greina að starfa við eitthvað annað en
tónlist?
Já, algjörlega. Ég sé bara til hvernig þetta gengur og
ef allt fer til fjandans þá fer ég bara í skóla eða reyni
að komast inn í þáttagerð eða eitthvað slíkt. Við
bræðurnir reyndum nú að blanda þessu saman
í fyrra þegar við unnum hjá FM957 í Villta
Vestrinu en það reyndist vera alltof
mikil vinna.
Heimildir Monitors herma að þú
sért fær teiknari og hafi r jafnvel
áhuga á arkitektúr. Er eitthvað
til í því?
Já, það gæti reyndar alveg
gerst. Fjölskyldan mín er
mikið á listræna sviðinu
svo það er kannski eðli-
legt að ég hafi leiðst út
í þann geira líka. Systir
mín er fatahönnuður,
móðursystir mín er
ljósmyndarinn Anna
Pálma og starfar í New
York og bróðir ömmu
minnar er einmitt
arkítekt sem hefur
teiknað fjöldann all-
an af húsum, meðal
annars einhver
glæsihús á Arnar-
nesinu. Skyldmenn-
in og velgengni
þeirra gefa manni
hvatningu.
Ef þú ættir að teikna
mynd núna, hvað
myndir þú teikna?
Kannski þennan lunda
bara? (Tekur upp Lunda
Pysjuson, fyrrverandi
forsíðufyrirsætu Monitor)
ÁSGEIR
Á 30 SEKÚNDUM
Fyrstu sex:
100490.
Uppáhaldsmatur:
Jólamaturinn
sem er einhver
mömmuuppskrift
að svínakjöti í
sinnepssósu.
Uppáhaldsstaður
í heiminum: Verður maður ekki
að segja stúdíóið?
Uppáhaldstónlistarmaður: Þeir
eru margir en ef ég þarf að
velja einn þá er það Kanye West
þar sem hann er bæði góður
fl ytjandi og pródúser.
Lag í uppáhaldi þessa dagana:
Spectrum-remixið sem Calvin
Harris gerði fyrir Florence &
The Machine.
Æskufyrirmynd: Ég held ég
verði að segja Slipknot.
Auðvitað viljum
við vinna okkur
upp metorðastigann, Siggi
gjaldkeri vill alltaf komast
í þjónustu fulltrúann á
endanu m
Kannski væri ég bara
ræsisrotta í dag ef
Steindi hefði ekki komið til mín.