Monitor - 02.08.2012, Blaðsíða 9

Monitor - 02.08.2012, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 MONITOR ð SíÝasta sem ég... Síðasta borg sem ég heimsótti fyrir utan landsteinana: London sem ég heimsótti í desember með góðum vinum mínum og kærustu. Síðasti veitinga-staÝur sem ég borðaði á: Ábyggilega Vegamót þar sem ég fæ mér oftar en ekki Louisiana-kjúklinga- strimlana. Síðasta bíómynd sem ég horfði á: Ég horfði á mynd í gær sem heitir 30 Days Of Night, vampírumynd með Josh Hartnett sem var mjög spes. Síðasta húsverk sem ég innti af hendi: Í gær hjálpaði ég litlu frænku minni að bera trjákofa upp í tré sem var mjög skemmtilegt enda langaði mig lengi í svona sjálfur. Síðasta skipti sem ég sagði einhverjum að mér þætti vænt um hann: Það hlýtur að hafa verið við kærustuna bara mjög nýlega, annars er ég ekki að standa mig. nafni sem Eysteinn vinur minn á heiðurinn að, þá einhvern veginn dró hann sig í hlé og var ekki alveg eins áhugasamur um þetta og við hinir. Er ákveðin verkaskipting innan hópsins? Já, það mætti segja það. Við Pálmi semjum lagið fyrir viðkomandi listamann, gerum taktinn við það og pródúserum. Svo látum við Sæja fá afraksturinn og hann sér um tæknilegu hliðina, að láta þetta allt saman hljóma vel. Við reynum að vinna þetta á skrifstofutíma allir saman í stúdíóinu en oft fer þetta út í einhverja vitleysu og næturvinnu. Stund- um vinnum við reyndar hver á sínum staðnum og þá erum við Pálmi kannski heima og Sæi í stúdíóinu. Þannig komumst við yfi r sem mest efni á skemmst- um tíma. Hvenær ákváðuð þið að taka þetta alla leið og byrja að vinna með öðrum tónlistarmönnum? Þetta byrjaði með því að Steindi hringdi í mig þegar hann var að byrja með þættina á Stöð 2. Hann biður mig að gera lag með sér eftir að hafa séð 12:00- þættina sem enduðu alltaf á tónlistarmyndbandi. Steindi vildi gera eitthvað svipað í sínum þáttum, stela hugmyndinni, og ég féllst á að vera með. (Hlær) Hann tók skýrt fram að hann vildi nota „autotune“- popplag og úr varð Geðveikt fínn gaur sem kom vel út. Vinsældir lagsins komu mér í opna skjöldu því ég vissi ekkert hversu stórt batterí þetta yrði. En fyrir það höfðum við verið að vinna eitthvað með Friðriki Dór og Erp (Keyrumettígang) og Nylon-stelpunum sem voru komnar með plötusamning í Bandaríkjun- um, svo það gerðist mjög margt á stuttum tíma og engin leið að snúa við í rauninni. Þú hefur samið fjölmörg lög fyrir hann síðan og ber þar helst að nefna Djamm í kvöld sem sló rækilega í gegn á síðasta ári. Ert þú einhvers konar vél þegar kemur að lagasmíðum? Nei, alls ekki. Það sem gerir mann virkan í þessu er að setja sig í ákveðinn karakter. Ég ólst upp sem algjör rokkari en set mig bara í einhvern hip hop-gír og þreifa mig áfram. Þegar ég er til dæmis að vinna fyrir Pál Óskar hlusta ég á lögin hans og hugsa hvernig lög ég myndi semja í þessum stíl. Hvað virkar fyrir hann? Munurinn á pródúserum og fl ytj- endum er að við getum sett okkur í hvaða karakter sem er. Flytjandinn er kannski með ákveðna ímynd og tónlistarstíl í gangi. Atvinnumöguleikarnir eru fl eiri hjá pródúserum vegna þessa. Það er oft sagt að popptónlist sé öll eins en það er einmitt oft vegna þess að fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir að stundum eru bara einn eða tveir menn á bak við öll þessi lög. Menn sem vita hvað virkar og gera þar af leiðandi alltaf það sama eða svipað. Hvernig efni hefur þú verið að semja fyrir nýju þáttaröðina? Eru fl eiri smellir á leiðinni? Fyrsta myndbandið og lagið verða vonandi stór. Myndbandið er að minnsta kosti tryllt og lagið er teknósturl- un. Ég vil eiginlega ekki gefa upp mikið meira en það verður forvitnilegt að sjá hvernig fólk tekur í þetta. Umboðsmaðurinn okkar segir sjálfur að hann nenni ekki að vera að vesenast í einhverjum smálöxum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.