Morgunblaðið - 05.09.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.2012, Blaðsíða 1
ÍSHOKKÍ Kristján Jónsson kris@mbl.is Dennis Hedström, landsliðs- markvörður í íshokkíi, mun spila í Frakklandi næsta vetur. Dennis tjáði Morgunblaðinu í gær að hann hefði gert eins árs samning við lið í úthverfi Parísar. Liðið heitir Evry og leikur í 2. deildinni sem er þriðja efsta deildin í Frakklandi. Liðið hefur barist um að komast upp í næstefstu deild síðustu árin og þangað er stefnan sett á þessu tímabili. Frakkland er A-þjóð á HM landsliða og þar eru 17 þúsund iðkendur í íshokkíi. „Ég stóð frammi fyrir nokkuð erf- iðri ákvörðun. Annars vegar að spila með góðu liði í Frakklandi eða að þiggja mjög spennandi starf í Stokk- hólmi og spila þá með neðrideild- arliði í Svíþjóð. Ég valdi ævintýra- mennskuna í þetta skiptið,“ sagði Dennis í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann spilaði í efstu deild í Austurríki í fyrra og hefur einnig spilað í efstu deild í Ungverjalandi. Þá hefur Dennis leikið á Íslandi og í Svíþjóð þar sem hann er uppalinn. „Þegar tilboðið kom frá Frakklandi fannst mér ekki hægt að neita því. Mér gefst nú tækifæri til að spila jafnvel betra íshokkí en í Austurríki. Í liðinu eru mikil gæði og það spilar mjög hratt.“ Dennis er 24 ára gamall og hefur spilað 23 A-landsleiki fyrir Ísland. Bróðir hans, Robin, er einnig lyk- ilmaður í landsliðinu en móðir þeirra, Kristín Hallbergsdóttir Hedström, er frá Vestmannaeyjum. Dennis til Frakklands  Landsliðsmarkvörðurinn færir sig um set  Gott lið sem ætlar upp um deild Varið Dennis Hedström á vaktinni í marki Íslands í Laugardalnum í apríl. Morgunblaðið/Golli MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2012 íþróttir Fótbolti Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnumanna, er leikmaður 18. umferðar í Pepsi-deildinni en hann átti afar góðan leik þegar Stjarnan sigraði Val, 2:0 4 Íþróttir mbl.is Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Bandaríkjanna þar sem hann verður til skoð- unar hjá banda- ríska liðinu- Seattle Sounders sem leikur í MLS-deildinni þar í landi. Þetta kom fram á knatt- spyrnuvefsíðunni 433.is í gær en þar sagði að Eiður mundi æfa með liðinu næstu daga. Eiður er án liðs eftir að hafa losað sig undan samn- ingi hjá gríska liðinu AEK í sumar. Ég er bara að fara að skoða að- stæður. Ég æfi þarna í nokkra daga og sé hvernig mér líst á þetta allt,“ sagði Eiður við 433.is. sport@mbl.is Eiður skoðar hjá Seattle Sounders Eiður Smári Guðjohnsen Alfreð Finn- bogason, lands- liðsmaður í knattspyrnu og nýjasti leik- maður hollenska úrvalsdeild- arliðsins Hee- renveen, var val- inn leikmaður 4. umferðar í hol- lensku úrvals- deildinni af hollenska netmiðlinum voetbal fyrir frammistöðu sína með Heerenveen um síðustu helgi. Al- freð stimplaði sig þá með glæsibrag inn í hollensku deildina með því að skora bæði mörk sinna manna í 2:2 jafntefli gegn meisturum Ajax. gummih@mbl.is Alfreð valinn sá besti Alfreð Finnbogason Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Sigurstund Fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir og Kayle Grimsley fögnuðu innilega fyrsta Íslandsmeistaratitli Þórs/KA í gærkvöldi. HK/Víkingur og Þróttur tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrvalsdeild kvenna í knatt- spyrnu. HK/ Víkingur hafði betur á móti Fjölni í Grafarvogi, 2:1, í síðari umspils- leiknum og vann samanlagt 4:3. Karen Sturludóttir skoraði fyrra markið snemma leiks og Rakel Lind Ragnarsdóttir bætti öðru marki við skömmu fyrir leikslok. Fjölnir minnk- aði muninn í uppbótartíma leiksins. Í Laugardalnum vann Þróttur öruggan sigur á Fram, 4:0, og vann samanlagt 7:0. Margrét María Hólm- arsdóttir skoraði þrjú marka Þrótt- ara í leiknum. gummih@mbl.is HK/Víkingur og Þróttur upp Rakel Lind Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.