Morgunblaðið - 05.09.2012, Qupperneq 2
Íslandsmeistarar 2012 Lið Þórs/KA kom mörgum á óvart í sumar og vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sannfærandi hætti þegar einni umferð er enn ólokið
Á AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Akureyringar fögnuðu 150 ára afmæli
bæjarins í vikunni sem leið og í gær var
aftur mikil gleðistund í höfuðstað Norð-
urlands: Kvennalið Þórs/KA varð Ís-
landsmeistari í knattspyrnu í fyrsta
skipti.
Um 1.200 manns urðu vitni að glæsi-
legum sigri Akureyrarliðsins á Selfyss-
ingum, 9:0, í næstsíðustu umferð Ís-
landsmótsins og það var viðeigandi að
flugeldum var skotið á loft þegar Arna
Sif Ásgrímsdóttir, tvítugur fyrirliði
meistaraliðsins, tók við Íslandsbik-
arnum úr hendi Geirs Þorsteinssonar,
formanns KSÍ, að leiklokum.
„Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég veit
eiginlega ekkert hvað ég á að segja! En
þetta er það skemmtilegasta sem ég hef
gert á minni stuttu ævi,“ sagði Arna við
Morgunblaðið fljótlega eftir að hún
hampaði bikarnum.
Akureyrarliðinu var ekki spáð vel-
gengni fyrir sumarið. „Ég held að eng-
inn hafi haft trú á okkur, nema við sjálf-
ar. Við fengum líka fullt af leiðinlegum
umsögnum í sumar þannig að við höfum
þaggað niður í mjög mörgum. Það er
ótrúlega skemmtilegt! Það var talað um
að enginn skildi af hverju við værum efst-
ar í deildinni en ekkert lið vinnur svona
deild á heppninni einni saman. Besta liðið
vinur alltaf á endanum. Og við unnum 9:0
í dag; það hljóta allir að skilja það,“ sagði
Arna og brosti breitt.
Vart þarf að taka fram að sigur norð-
anstúlkna var feikilega öruggur. Töl-
urnar tala sínu máli. Gestirnir fengu þó
þokkaleg færi til að skora, en boltinn
hrökk í tvígang í tréverk Þórs/KA auk
þess sem Chantel Nicole Jones var vel
vakandi í markinu.
Þór/KA hafði fengið þrjú afbragðs færi
áður en Bandaríkjamaðurinn Tahnai
Annis braut ísinn með marki á 29. mín-
útu. Kayle Grimsley, landa hennar, lagði
upp markið eins og tvö önnur í leiknum.
Sandra María Jessen, sem stökk fram í
sviðsljósið með eftirminnilegum hætti í
sumar – á fyrsta ári í meistaraflokki – og
Katrín Ásbjörnsdóttir gerðu báðar þrjú
mörk í gær. Hin sænska Rebecca John-
son skoraði einu sinni og eitt var sjálfs-
mark eftir skot Grimsley.
Fyrst og fremst má þakka mjög
sterkri liðsheild Íslandsmeistaratitil
norðanstúlkna. Töluverðar breytingar
urðu á liðinu frá því í fyrra en þjálf-
urunum, Jóhanni Kristni Gunnarssyni og
aðstoðarmanni hans, Siguróla Kristjáns-
syni, tókst að púsla saman afar öflugu
liði. Rétt er að benda á að nú, þegar ein
umferð er eftir og Íslandsmeistaratitill-
inn þegar í höfn hefur liðið skorað flest
mörk allra og fengið fæst á sig. Marka-
talan er 51:15. Ekki er það síst eft-
irtektarvert þegar haft er í huga að
vörnin er að flestu leyti breytt frá því í
fyrra. Miðverðirnir eru báðir nýir –
Arna Sif og Aldís Marta Sigurðardóttir,
sem er aðeins 19 ára og að leika fyrsta
tímabilið með meistaraflokki, stóðu
vaktina í miðju varnarinnar og léku
gríðarlega vel. Þar fyrir aftan var svo
Chantel Nicole Jones, sem hefur verið
frábær í markinu. Bakverðirnir ungu,
Gígja Valgerður Harðardóttir og Lára
Einarsdóttir, hafa sótt mjög í sig veðrið;
Lára er raunar miðjumaður að upplagi
og landsliðsmaður í unglingaflokki.
Miðjumennirnir öflugu Karen Nóadótt-
ir og Tahnai Annis eru í lykilhlutverki;
Þórhildur Ólafsdóttir var á miðjunni
með þeim framan af sumri en Svíinn
Rebecca Johnson meira eftir því sem
leið á og frammi var hið stórhættulega
þríeyki Sandra María Jessen, Katrín
Ásbjörnsdóttir og Kayle Grimsley. Frá-
bær liðsheild. Ástæða er til að óska Ak-
ureyringum sérstaklega til hamingju
með þennan fyrsta Íslandsmeistaratitil
í kvennaflokki.
Akureyrsk flugeldas
ing innan vallar og u
Leikmenn Þórs/KA færðu Akureyringum Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í afm
Margt er líkt
með skyldum:
» Karen Nóadóttir, leikma
Þórs/KA, er dóttir gömlu
kempunnar Nóa Björnsson
sem lék um árabil með Þór
» Sandra María Jessen er
systurdóttir Júlíusar Trygg
sonar, leikjahæsta Þórsara
efstu deild.
» Aldís Marta Sigurðardót
er dóttir varnarjaxlsins Sig
urðar Lárussonar, sem lék
ÍBA, Þór og ÍA. Bræður hen
eru því landsliðsmennirnir
us Orri og Kristján.
» Ásbjörn Björnsson, sem
með KA og KR, er faðir Kat
ínar Ásbjörnsdóttur.
» Tvær dætur Harðar Ben
ýssonar, fyrrverandi leikma
Völsungs, eru í hópnum hjá
Þór/KA; Gígja Valgerður í b
unarliðinu og Arna Benný k
inn á.
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2012
Pepsi-deild kvenna
Úrvalsdeildin, 17. umferð:
Þór/KA – Selfoss ..................................... 9:0
Sandra María Jessen 35., 38., 77., Katrín
Ásbjörnsdóttir 68., 71., 83., Tahnai Annis
29., Rebecca Johnson 49., Þóra Margrét
Ólafsdóttir 61. (sjálfsmark).
KR – Afturelding ..................................... 0:4
Carla Lee 14., Lára Kristín Pedersen 28.,
Sigríður Þóra Birgisdóttir 37., Furtuna Ve-
laj 62.
Valur – Breiðablik................................... 0:4
Björk Gunnarsdóttir 56., Fanndís Friðriks-
dóttir 57., Ingibjörg Sigurðardóttir 88.,
Ásta Eir Árnadóttir 90.
Stjarnan – ÍBV ......................................... 1:3
Harpa Þorsteinsdóttir 56. – Sigríður Lára
Garðarsdóttir 15., Shaneka Gordon 19.,
Kristín Erna Sigurlásdóttir 60.
Staðan:
Þór/KA 17 13 3 1 51:15 42
ÍBV 17 11 2 4 50:22 35
Stjarnan 17 11 2 4 49:22 35
Valur 17 9 3 5 44:26 30
Breiðablik 17 8 4 5 40:21 28
FH 17 5 3 9 26:46 18
Selfoss 17 4 4 9 29:73 16
Afturelding 17 4 3 10 18:38 15
Fylkir 17 3 3 11 22:42 12
KR 17 1 5 11 17:41 8
Markahæstar:
Sandra María Jessen, Þór/KA ................. 16
Elín Metta Jensen, Val ............................. 16
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni.......... 14
Shaneka Jodian Gordon, ÍBV .................. 12
Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki ............... 11
1. deild kvenna
Úrslitakeppni, síðari leikir um sæti í úr-
valsdeildinni:
Fjölnir – HK/Víkingur............................. 1:2
HK/Víkingur vann samanlagt 4:3
Fram – Þróttur R. .................................... 0:4
Þróttur vann samanlagt 7:0
HK/Víkingur og Þróttur leika í Pepsi-
deildinni á næstu leiktíð.
1. deild karla
Haukar – KA ............................................ 0:2
Hallgrímur Mar Steingrímsson 68., Jóhann
Helgason 79.
Staðan:
Þór 19 13 2 4 37:20 41
Víkingur Ó. 19 11 2 6 28:18 35
KA 20 9 5 6 34:26 32
Haukar 20 8 6 6 21:22 30
Fjölnir 19 7 8 4 38:21 29
Þróttur R. 19 7 6 6 25:24 27
Víkingur R. 19 6 6 7 27:27 24
Tindastóll 19 7 3 9 31:33 24
BÍ/Bolungarvík 19 5 7 7 25:34 22
Höttur 19 5 6 8 26:34 21
Leiknir R. 19 3 7 9 26:33 16
ÍR 19 4 2 13 18:44 14
3. deild karla
8-liða úrslit, síðari leikir:
Huginn – Ægir.......................................... 1:1
Ægir vann samanlagt 2:1
Víðir – Leiknir F....................................... 2:1
Samanlagt 3:3. Leiknir hafði betur í víta-
keppni, 7:6
Magni – Kári ............................................. 3:3
Magni vann samanlagt 7:6
Sindri – ÍH .............................................. 43:1
Sindri vann samanlagt 9:1
Úrslitaeinvígin tvö um sæti í 2. deild:
Magni – Ægir
Sindri – Leiknir F.
Danmörk
Bikarkeppnin:
Svendborg – Silkeborg ........................... 0:2
Bjarni Þór Viðarsson sat allan tímann á
varamannabekk Silkeborg.
KNATTSPYRNA
Þýskaland
Magdeburg – Hamburg ...................... 28:29
Björgvin Páll Gústavsson leikur í marki
Magdeburg.
Staðan:
Wetzlar 2 2 0 0 61:52 4
Hamburg 3 2 0 1 84:80 4
N-Lübbecke 2 2 0 0 68:57 4
Füchse Berlin 2 2 0 0 58:47 4
RN Löwen 2 2 0 0 56:48 4
Magdeburg 3 2 0 1 95:79 4
Kiel 1 1 0 0 34:25 2
Flensburg 1 1 0 0 40:20 2
Göppingen 2 1 0 1 58:58 2
H.Burgdorf 2 1 0 1 53:56 2
Gummersbach 2 1 0 1 56:61 2
Melsungen 2 0 1 1 46:49 1
Grosswallstadt 2 0 1 1 42:52 1
Balingen 2 0 0 2 46:53 0
Lemgo 2 0 0 2 57:65 0
Minden 2 0 0 2 52:60 0
Neuhausen 2 0 0 2 46:64 0
Essen 2 0 0 2 46:72 0
HANDBOLTI
KNATTSPYRNA
1. deild karla:
Vilhjálmsvöllur: Höttur – Tindastóll .. 17.00
Í KVÖLD!