Morgunblaðið - 13.09.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.2012, Blaðsíða 4
4 finnur.is 13. september 2012 Þeir sem þekkja til heims hátísk- unnar vita sem er að Betsey Johnson er einn litríkasti og líf- legasti persónuleikinn sem þar lifir og hrærist. Ekki einasta er hönnun hennar oftar en ekki hressilega neonlituð og sniðin með allra galsafengnasta móti, heldur lýkur Johnson hverri tískusýningu á því að taka myndarlegt handahlaup um pallana, í stað þess að hneigja sig feimnislega fyrir við- stöddum eins og flestir hátísku- hönnuðir láta nægja. Sýning henn- ar í fyrradag á tískuvikunni í New York stóð undir væntingum hvað líf og liti varðar, þó stíll- inn sé sjálfsagt ekki allra. Brjálað stuð hjá Betsey Johnson AFP Neon, glimmer og gleði Neon, glimmer og vöfflur í hári. Stíll Betsey Johnson í hnotskurn. Hver önnur en Cyndi Lauper hæfir til að taka lagið á tískusýn- ingu Betsey Johnson?! Betsey er þekkt fyrir líflega fram- komu í lok sýninga sinna, og lét sig ekki muna um að skella sér í splitt, 69 ára og aldrei hressari. AFP Bjartir litir eru ær og kýr Betsey J. Sundföt fyrir næsta sumar, sam- kvæmt forskrift frá Betsey Johnson. AFP Það stefnir í lífsgleði og glys, vor og sumar 2013! Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti kom fyrst fram á sjónarsviðið í vor í sjónvarps- þættinum Hljómskálanum. Núna er hann að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu, Dýrð í dauðaþögn, og heldur af því tilefni í stutt tónleikaferðalag. Á föstudag verður Ásgeir á Græna hattinum, á sunnudag á Félagsheimilinu Hvammstanga og loks á Faktory á þriðjudag. Finnur sló á þráðinn og fékk að heyra hvernig vikan gekk fyrir sig hjá Ásgeiri. Mánudagur: Vaknaði seint. Ekkert til að borða. Beið eftir hljómsveitaræfingu. Spilaði á gítar. Fór á hljómsveitaræfingu kl 19:00. Það gekk vel. Þriðjudagur: Vaknaði seint. Hlustunarp- artíið í kvöld ! Fékk mér samloku. Kíkti á gmail. Diskurinn minn kom til landsins. Það var gaman. Mætti svolítið seint í hlustunarpartýið. Stappað af fólki. Mjög gaman. Miðvikudagur: Vaknaði ekki seint. Konan veik. Letidagur. Horfði á sjónvarpið. Mikið hóstað og mikið gaman. Fimmtudagur: Vaknaði. Ég veikur. Konan ennþá veik. Letidagur líka. Átti að vera að kenna. Gat það ekki vegna veikinda. Föstudagur: Vaknaði. Drakk te. Spilaði á háskólatorgi. Sem var liður í kynningu fyrir októberfest. Fór í smá- hundagöngu með tíkinni minni. Hafði það gott. Konan og ég reyndum að afveikjast. Laugardagur: Vaknaði held ég. Drakk te. Spilaði í Kringlunni fyrir Arion banka. Fór á Hamborgarasmiðjuna með góðu liði. Það var gott. Fór á The Lovely Lion æfingu uppí ungmennahúsi Kópa- vogs. Þar æfðum við stíft. Sofn- aði. Vaknaði. Spilaði í afmæli Jóns Arnórs körfuboltahetju. Fór svo í Kringluna og spilaði með The Lovely Lion (var svolít- ið seinn). Fengum okkur svo Dominos. Sunnudagur: Vaknaði seint. Fékk mér afganga af Dominos. Tók því frekar rólega. Fannst gaman að heyra að einhverjum sem var búinn að kaupa plötuna mína hafi líkað vel við hana. Slógum forsölumet átón- list.is. nú fer að styttast í útgáfu- tónleika! ai@mbl.is VIKA Í LÍFI ÁSGEIRS TRAUSTA EINARSSONAR Kvef, leti og hlustunarpartí ’V́aknaði. Ég veikur. Kon- an ennþá veik. Letidag- ur líka. Átti að vera að kenna. Gat það ekki. Morgunblaðið/Styrmir Kári Skalli • Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 - 23 MJÓLKURÍS GAMLI ÍSINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.