Morgunblaðið - 13.09.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.2012, Blaðsíða 12
fasteignir Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950. Húsið, sem var hergagnageymsla breska setuliðsins, er hannað af Guðjóni Samúelssyni. H raunrennslið stöðvaðist hér örfáa metra frá svo ekki munaði miklu að húsið yrði eyðingaröfl- unum að bráð. Eftir eldgosið árið 1973 var hér vikur yfir öllu og gjarnan náði hann hálfan annan til tvo metra upp á veggi húsa. Því þurfti að taka til hendi við endurreisn og uppbyggingu og nú er þetta orðinn virkilega fal- legur staður,“ segir Sigurður Högni Hauksson bifvélavirki sem býr við Vestmannabraut í Eyjum. Siggi í Vatnsdal Sigurður og Margrét Brands- dóttir búa í húsi númer sex við Vestmannabrautina og það er lægsta talan. Hús með enn lægri númeratölum stóðu ofar og fóru undir elfi hrauns í hinu miklu náttúruhamförum fyrir bráðum fjörutíu árum. Eyjamaður í húð og hár, segir Sigurður Högni spurður um ætt- boga sinn og rætur. Hann ólst upp í húsinu Vatnsdal við Landa- götu. Er í daglegu tali Eyjamanna gjarnan tengdur því húsi. Margir kannast við Sigga í Vatnsdal. Breytir þá engu að hann sé löngu fluttur að Jaðri, eins og húsið á Vestmannabraut 6 er nefnt. 106 ára hús „Þetta hús á sér merkilega sögu,“ segir Sigurður Högni. Það var Matthías Finnbogason sem byggði húsið árið 1906 og í kjall- ara þess var fyrsta vélaverk- stæðið í Eyjum sett á laggirnar. Margs þurfti við þegar vél- bátavæðing Eyjaflotans hófst og vélamenn höfðu því nóg að starfa. „Reyndar gekk þessi starfsemi Matthíasar ekki sem skyldi og þegar í vörðurnar rak er mér sagt að enginn hafi geta orðið honum að liði. Reksturinn fjaraði því út, en eftir stendur þó sú staðreynd að hér í kjallaranum er upphaf merkrar atvinnustarfsemi í Eyjum,“ segir Sigurður Högni sem hefur endurbætt húsið góða mikið í áranna rás. Skipt um gólf, klæðningar, lagnaverk og annað. Að því leyti er það á margan hátt sem nýtt þótt byggt sé fyrir 106 árum. Marar í hálfu kafi Í kverk í hraunbrún að baki Jaðars sést í rústir hússins Blát- inds. Húsið, sem fór að mestu undir hraun í gosinu 1973, marar í hálfu kafi, þar sem stofuglugg- inn og hluti af þaki gægjast fram. Margir gera sér erindi til að skoða þessar sögulegu minjar. „Það eru ekki ýkja mörg ár síð- an stígur var lagður að húsinu. Áður klöngraðist fólk hér yfir allt, einhvern tíma stoppaði rúta hér fyrir utan og heill hópur fór í gegnum garðinn hjá okkur. Ég var ekkert kátur með það. Setti því upp girðingu sem tálmaði umferð, sem varð til þess að lagður var göngustígur að Blát- indi,“ segir Sigurður sem bætir við að býsna skjólsælt sé undir hraunbrún. Þannig hafi skapast skilyrði til skógræktar og þar dafni nú t.d. víðir og greni. „Oftast er alveg lygnt hérna. Það er helst að eitthvað blási hér í norðvestanátt.“ Hús yfir hamingjuna Vestmannabrautin liggur frá austri til vesturs nánast þvert í gegnum kaupstaðinn á Heimaey. Elstu húsin eru um aldargömul en þau sem eru vestast eru mörg byggð á árabilinu 1915 til 1930. Sigurður segir þetta í sam- hengi við mikla fólksfjölgun í Eyj- um á þeim árum; með stærri og burðugri bátum hafi atvinnulíf í bænum komist vel á skrið. Landburður af fiski í aflahrot- um á vetrarvertíð hafi sömuleiðis kallað á vinnufúsar hendur fólks sem gjarnan settist að í Eyjum, stofnaði þar fjölskyldu og byggði sér hús. Þannig er líka lífsins gangur. Fólk byggir hús yfir ham- ingju sína og byggðin á Vest- mannabraut er góður vitn- isburður um það – og tímans þunga nið. sbs@mbl.is Búa á Jarðri við jaðar hraunsins í Vestmannaeyjum Húsin byggð yfir hamingjuna Ve st m an na br au t Vestmannaeyjabær N Hlíðarvegur Strandvegur Heimagata Kirkjuvegur Skólavegur Heiðarvegur Fa xa st íg u r H ás te in sv eg u r Ve st u rv eg u r M ið st ræ ti S tr an d ve g u r Brimhól abraut Tangagata Garðavegur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dyggð þykir að rækta garðinn sinn eins og þau Sigurður Högni Hauksson og Margrét Brandsdóttir sem búa við Vestmannabraut í Eyjum hafa gert. » Búa í húsi númer sex við Vest- mannabrautina og það er lægsta talan. Hús með enn lægri númeratölum stóðu ofar og fóru undir elfi hrauns í hinu miklu náttúruhamförum fyrir bráðum fjörutíu árum. Blátindur er hálft undir hrauni. Rústirnar eru mikið aðdráttarafl ferðamanna en þeim er gengt milli húsa efst á Vestmannabrautinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.