Morgunblaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Eggert
Efstir Heiðar Helguson segir að væntingar séu gerðar til Cardiff um að liðið
fari upp í úrvalsdeildina og það hefur byrjað tímabilið mjög vel.
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íþróttamaður ársins 2011, Heiðar
Helguson frá Dalvík, er óðum að
stimpla sig inn á nýjum vinnustað
hjá Cardiff City sem situr nú í efsta
sæti ensku B-deildarinnar. Þangað
fór Heiðar í sumar frá úrvalsdeild-
arliðinu QPR og gerðist samherji
Arons Gunnarssonar. Heiðar er far-
inn að setja mark sitt á liðið og skor-
aði tvívegis um síðustu helgi þegar
Cardiff sigraði Ipswich Town, uppá-
haldslið Gunnars á Völlum, 2:1 á úti-
velli.
„Við erum efstir og ætlum að
reyna að halda okkur þar sem
lengst. Við erum með hörkumann-
skap og fyrir var spurningin að-
allega sú hversu fljótt þetta myndi
smella saman hjá okkur,“ sagði
Heiðar þegar Morgunblaðið sló á
þráðinn til hans.
Löng leið eftir í úrvalsdeildina
Cardiff hefur komist í umspil um
sæti í úrvalsdeildinni síðustu árin en
hefur ekki tekist að komast alla leið.
Heiðar segir að ætlast sé til þess að
liðið blandi sér einnig í þá baráttu að
þessu sinni.
„Ég held að það séu væntingar um
það að við verðum á meðal efstu lið-
anna. Með þann mannskap sem við
erum með þá eigum við alla vega að
geta verið í baráttunni um að komast
upp. Hvort sem okkur tekst að fara
upp eða ekki. Það verður bara að
koma í ljós enda er löng leið eftir eða
36 leikir. Það eru vissulega vænt-
ingar gerðar til okkar og við verðum
að standa undir þeim.“
Vann áður með stjóranum
Heiðar býr að mikilli reynslu í
ensku knattspyrnunni eins og menn
þekkja og átti ekki erfitt með að að-
lagast nýju liði. „Ég kann mjög vel
við mig hérna. Ég kannaðist auðvit-
að við marga af þessum strákum þar
sem ég hef annaðhvort spilað með
þeim eða á móti undanfarin ár. Það
er því ekki eins og maður sé að
hoppa inn í hóp hjá ókunnugum. Auk
þess þekki ég Malky Mackay (knatt-
spyrnustjórann) og hef unnið með
honum áður. Það gerði hlutina auð-
veldari,“ benti Heiðar á en hann lék
áður undir stjórn Mackays hjá Wat-
ford.
Heiðar er 35 ára gamall en segist
vera ágætlega á sig kominn um þess-
ar mundir þó undirbúningstímabilið
hafi ekki verið neitt sérstakt að hans
sögn. „Líkaminn er eins góður og
hann kemur til með að vera. Það tók
mig smátíma að koma mér af stað á
þessu tímabili. Undir-
búningstímabilið hjá QPR var ekk-
ert spes og þar missti ég úr æfingar.
Ég hef spilað alla leikina og mér hef-
ur gengið upp og ofan. Ég hef verið
mjög sáttur við undanfarna þrjá til
fjóra leiki. Ég þarf bara að halda
mér heilum og í formi sem lengst,“
sagði Heiðar sem hefur skorað þrjú
mörk í deildaleikjunum tíu sem bún-
ir eru.
Ákveðinn í að flytja heim
Heiðar gerði eins árs samning við
Cardiff og segir velgengni liðsins
ekki hafa áhrif á þá ákvörðun sína að
flytja heim í vor. „Það er alveg
ákveðið og ég kem heim í maí,“ sagði
Heiðar og reiknar ekki með því að
það breytist þó svo að Cardiff takist
að fara upp í úrvalsdeildina.
Aron vinsæll hjá Cardiff
Heiðar segir samherja sinn Aron
Einar Gunnarsson standa sig vel hjá
Cardiff. „Hann er rosalega vel liðinn
hérna og stendur sig mjög vel. Hann
er mjög vinsæll í leikmannahópnum.
Hann er á sínu öðru ári hérna og hef-
ur spilað mjög vel það sem af er
tímabilinu. Hann er mótorinn á miðj-
unni og það er afskaplega gott að
hafa hann þar,“ sagði Heiðar Helgu-
son ennfremur við Morgunblaðið.
„Ekki eins og að hoppa inn
í hóp með ókunnugum“
Heiðar Helguson byrjaður að láta til sín taka hjá Cardiff Liðið situr á toppi
ensku B-deildarinnar Aron er mótorinn á miðjunni hjá velska liðinu
FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012
ÍÞRÓTTIR
Albanía Fótboltalandsliðið býr sig undir leikinn í Tirana á morgun. Aron Gunnarsson fyrirliði segir að
íslensku leikmennirnir séu staðráðnir í að gera betur en á Kýpur og sýna úr hverju þeir séu gerðir 4
Íþróttir
mbl.is
Viktor Bjarki
Arnarsson, leik-
maður KR, á nú í
viðræðum við
nokkur félög en
samningur hans
við Vesturbæj-
arfélagið rennur
út í byrjun næstu
viku. Viktor, sem
er uppalinn Vík-
ingur og var val-
inn besti leikmaður Íslandsmótsins
2006, hefur leikið með KR undan-
farin ár eftir að hann kom heim úr
atvinnumennsku.
„Ég er bara að spjalla við menn.
Þetta er á rólegu stigi hjá mér. Ég
er í viðræðum við KR og önnur lið
og ég er bara að skoða mína stöðu.
Það er mikið af fundum og maður
er mikið í símanum. Ég verð vænt-
anlega búinn að ganga frá mínum
málum fyrir mánaðamótin,“ sagði
Viktor við Morgunblaðið í gær.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er Stjarnan líklegasti
áfangastaður hins 29 ára gamla
Viktors Bjarka en Logi Ólafsson,
sem tók við liði Stjörnunnar í fyrra-
dag, er afar hrifinn af Viktori og
fékk hann til KR 2008.
Viktor Bjarki er nokkuð eftir-
sóttur en Fylkir og Víkingur R., tvö
lið sem hann hefur áður spilað með,
eru á meðal þeirra liða sem eru
mjög áhugasöm um að landa miðju-
manninum. tomas@mbl.is
Viktor á
leiðinni í
Stjörnuna?
Viktor Bjarki
Arnarsson
Freyr Alexand-
ersson og Davíð
Snorri Jónasson
hafa verið ráðnir
þjálfarar 1.
deildar liðs
Leiknis úr
Reykjavík í
knattspyrnu en
þetta var til-
kynnt í gær.
Freyr er þrí-
tugur og lék áður með Leikni en
hefur starfað hjá Val síðustu árin,
sem aðstoðarþjálfari og síðan að-
alþjálfari meistaraflokks kvenna og
síðan sem aðstoðarþjálfari meist-
araflokks karla.
Davíð Snorri er 25 ára gamall og
hefur þjálfað yngri flokka hjá
Leikni undanfarin ár. Þá stýrði
hann Leiknisliðinu í þremur síðustu
umferðum 1. deildar í haust, ásamt
Gunnari Einarssyni, eftir að Willum
Þór Þórssyni var sagt upp störfum
hjá félaginu.
Leiknir slapp naumlega við fall
úr 1. deildinni í haust, annað árið í
röð, og bjargaði sér á mjög góðum
endaspretti eins og í fyrra.
vs@mbl.is
Freyr og
Davíð þjálfa
Leiknisliðið
Freyr
Alexandersson
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Mér finnst þetta vera mjög spennandi starf. Það
er náttúrlega fullt af sterkum leikmönnum í Val
og ég held að þar sé hægt að byggja upp alveg
þrælgott lið. Öll aðstaða er hin besta og ég er
mjög spenntur fyrir þessu verkefni,“ sagði Magn-
ús Gylfason, nýráðinn þjálfari karlaliðs Vals í
knattspyrnu, þegar Morgunblaðið ræddi við hann
í gær.
Magnús var ráðinn til næstu þriggja ára en
hann stýrði ÍBV á nýafstöðu tímabili. Magnús
sagði þó upp störfum hjá ÍBV í september en þá
var liðið í 2. sæti deildarinnar. Magnús segist hafa
getað hugsað sér að taka sér frí frá þjálfuninni en
Valsmenn hafi talið hann á að taka starfið að sér.
„Ég get alveg viðurkennt það að ég var alveg á
báðum áttum um hvort ég ætlaði að fara aftur að
þjálfa. En þetta var bara matreitt ofan í mig þann-
ig að ég varð mjög spenntur. Við gengum frá
þessu á síðustu dögum og ég tel að það séu góð
tækifæri á Hlíðarenda til að gera góða hluti. Fyr-
ir það fyrsta er þetta sigursælasta íþróttafélag
landsins þó að ekki hafi gengið allt of vel í fótbolt-
anum síðustu ár,“ sagði Magnús.
Valsmenn ætla sér að styrkja liðið
Spurður um hvort hann hafi fengið skilaboð frá
stjórnendum Vals um hvert skuli stefna á næsta
tímabili sagði Magnús það hafa verið rætt vel og
vandlega. „Væntingarnar eru náttúrlega alltaf
miklar hjá hverju einasta félagi. Maður sest oft
niður með stjórnarmönnum og þá segja þeir eitt
og meina annað. Í þessu tilviki höfum við farið yf-
ir það vel og vandlega. Við ætlum að styrkja liðið.
Ef við miðum við að okkur takist að styrkja það
eins og við ætlum þá held ég að þetta geti orðið
mjög spennandi næsta sumar. Ég get samt ekki
farið að tala um einhverjar væntingar núna, og
held ekki að stjórnarmennirnir treysti sér í það
heldur, þar sem liðið hafnaði í 8. sæti í sumar. Við
erum ennþá bara með það lið í höndunum og
verðum að sjá hvaða breytingar við náum að
gera,“ sagði Magnús við Morgunblaðið í gær.
Magnús var á báðum áttum
Hafði hugsað sér að
fara í frí en samdi við Val
Morgunblaðið/Golli
Valur Magnús Gylfason telur vera tækifæri til að
gera góða hluti á Hlíðarenda næstu árin.