Morgunblaðið - 11.10.2012, Page 2
Á ÁSVÖLLUM
Stefán Stefánsson
ste@mbl.is
„Við ákváðum að koma og sýna hvað í
okkur býr í fráköstum og öllu en ég
hef ekki oft tekið svona mörg frá-
köst,“ sagði Hildur Björg Kjart-
ansdóttir frá Stykkishólmi sem fór á
kostum á Ásvöllum í gærkvöldi þegar
Snæfell vann Hauka 68:59 í efstu deild
kvenna í körfubolta. Hildur Björg,
sem er að verða átján ára á sínu þriðja
tímabili í efstu deild, tók 19 fráköst og
gerði 16 stig, einu minna en Hildur
Sigurðardóttir.
Eftir tiltölulega jafna byrjun seig
Snæfell fram úr með því að skipta um
gír og hafði sex stiga forskot í hálfleik.
Það kom hinsvegar fyrir lítið því
fyrstu sjö mínútur þriðja leikhluta liðu
án þess að liðinu tækist að skora en
þeim til lukku tókst Haukakonum að-
eins á ná sér í 9 stig á meðan.
„Við hikum aðeins á móti svæð-
isvörninni hjá Haukum og vorum eitt-
hvað óöruggar eða hvað sem það var
en svo small þetta hjá okkur, við byrj-
uðum að stöðva Haukaliðið í vörninni
og þá kom upp baráttan hjá okkur.
Við fórum ekkert á taugum þó að við
værum aðeins undir, það skiptir engu
máli enda vorum við sex stigum yfir í
hálfleik og í körfubolta tekur enga
stund að vinna það upp,“ bætti Hildur
við.
Snæfellskonur léku án Kieraah
Marlow, sem þurfti að fara heim af
persónulegum ástæðum en mun koma
til baka, sem hugnast Hildi Björgu.
Ætluðum að standa saman
„Það verður gaman þegar hún kem-
ur aftur en í þessum leik ætluðum við
að spila sem lið og standa saman svo
þetta var algjör liðssigur. Það er talað
um að við séum með fámennan hóp en
við vildum sýna hvað við getum.“ Auk
Hildanna tveggja var Alda Leif Jóns-
dóttir drjúg, hitti að vísu aðeins úr
einu af þremur skotum í teignum en
tveimur af þremur þriggja stiga skot-
um sínum og átti 7 stoðsendingar auk
þess að verja fjögur skot. Helga Hjör-
dís Björgvinsdóttir tók 11 fráköst.
Hjá Haukum skoruðu Margrét
Rósa Hálfdánardóttir og Siarre Evans
sitt hvor 17 stigin en sú síðarnefnda
tók alls 16 fráköst.
Snæfellskonur hafa farið á kostum í
undirbúningsmótunum í vor, unnu
meðal annars Lengjubikarinn og
lögðu síðan Íslands- og bikarmeistara
Njarðvíkur að velli í keppninni meist-
arar meistaranna en í þann leik fór
Snæfell því liðið tapaði gegn Njarðvík
í bikarúrslitum í fyrra. „Við ætlum
bara að komast eins langt og við get-
um, förum auðvitað í alla leiki til að
sigra. Ég get ekki sagt til um hvort
við vinnum, mótið er nýbyrjað og
maður veit aldrei hvað gerist en við
vonumst auðvitað til þess,“ sagði Hild-
ur Björg.
Njarðvík í basli með Grindavík
Íslands- og bikarmeistarar Njarð-
víkur lentu í basli í Grindavík en sigr-
uðu 70:65 á endasprettinum. Um miðj-
an fjórða leikhluta hafði Grindavík
naumt forskot en átti ekki svar við
reynslunni í lokin. Munaði mikið um
Lele Hardy sem gerði 28 stig og tók
22 fráköst en hjá Grindavík var Del-
lena Criner með 19 stig en 6 fráköst.
Í Vesturbænum áttu Keflvíkingar
ekki í miklum vandræðum með KR,
það var aðeins fyrstu mínúturnar að
Vesturbæingar héldu í við gestina
sem unnu 76:54 eftir að hafa slakað á
þegar leið á leikinn.
Valskonur sóttu Fjölni heim í Graf-
arvoginn og jafnt var fram í þriðja
leikhluta en þá seig Hlíðarendaliðið
fram úr í 76:53 sigri. Brittney Jones
gerði 29 stig fyrir Fjölni og tók 7 frá-
köst en hjá Val gerði Alberta Auguste
20 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir 17.
Morgunblaðið/Kristinn
Öflug Hildur Björg Kjartansdóttir horfir í átt að körfu Haukanna en Auður Íris Ólafsdóttir reynir að stöðva hana.
Hildur Björg með 19
fráköst fyrir Snæfell
Íslands- og bikarmeistarar Njarðvíkur í basli í Grindavík
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
Miðvörðurinn Ólafur Örn Bjarna-
son er hættur hjá Grindavík en
hann gerði starfslokasamning við
félagið í síðustu viku. Ólafur ætlar
sér að flytja á höfuðborgarsvæðið
en það hefur staðið til í nokkurn
tíma.
„Það hefur staðið til í allt sumar
en maður hefði kannski skoðað mál-
ið ef við hefðum haldið okkur uppi,“
segir Ólafur Örn, sem er 37 ára
gamall, en ætlar sér að halda áfram
að spila fótbolta. „Það er planið
allavega. Svo kemur bara í ljós hvað
gerist,“ segir Ólafur Örn sem getur
rætt við öll lið þar sem hann er laus
allra mála hjá Grindavík.
Ólafur Örn segist ekki mikið hafa
spáð í framtíð sína en hann hefur
frekar áhuga á að spila en að þjálfa
til að byrja með og helst ekki gera
það saman eins og hann gerði hjá
Grindavík í eitt og hálft sumar.
„Ég er ekkert búinn að pæla í
þessu. Ég er opinn fyrir öllu. Ann-
aðhvort spila ég í eitt til tvö ár og
fer svo út í þjálfun eða fer beint í að
þjálfa. Það kemur bara í ljós. Ég vil
helst ekki gera hvorttveggja,“ segir
Ólafur Örn sem hefur aðeins leikið
með Grindavík hér á landi.
Hann er annar leikjahæsti leik-
maður Grindavíkur í efstu deild frá
upphafi með 174 leiki fyrir félagið.
Þá lék hann í hálft sjöunda ár með
Brann í norsku úrvalsdeildinni og
þegar hann kvaddi félagið á miðju
tímabili 2010 var hann leikjahæsti
erlendi leikmaðurinn í sögu þess
með 151 deildaleik þar í landi. Ólaf-
ur lék áður í tvö ár með Malmö í
sænsku úrvalsdeildinni. Hann spil-
aði 27 landsleiki á sínum tíma en
dró sig í hlé frá landsliðinu í árs-
byrjun 2008.
Farinn Ólafur Örn Bjarnason kveður
heimaslóðirnar í Grindavík.
Helst ekki vera spilandi þjálfari aftur
N1-deild karla
Úrvalsdeildin, 4. umferð:
Afturelding – Haukar .......................... 22:27
Staðan:
Haukar 4 3 1 0 108:92 7
Akureyri 3 2 1 0 83:69 5
HK 3 2 1 0 75:68 5
FH 3 1 1 1 72:74 3
Valur 3 1 0 2 71:74 2
Fram 3 1 0 2 76:83 2
ÍR 3 1 0 2 75:85 2
Afturelding 4 0 0 4 90:105 0
Þýskaland
A-DEILD:
Minden – Hamburg ............................. 22:34
Vignir Svavarsson skoraði 4 mörk fyrir
Minden.
Grosswallstadt – Füchse Berlín ........ 18:25
Sverre Jakobsson skoraði ekki fyrir
Grosswallstadt. Rúnar Kárason er frá
keppni vegna meiðsla.
Dagur Sigurðsson þjálfar Füchse.
Staða efstu liða:
Füchse Berlin 9 7 2 0 266:233 16
RN Löwen 7 7 0 0 202:173 14
Kiel 6 5 1 0 205:157 11
Hamburg 7 5 1 1 208:184 11
Wetzlar 7 4 1 2 203:195 9
N-Lübbecke 7 4 0 3 208:194 8
Flensburg 6 3 2 1 191:153 8
Magdeburg 7 4 0 3 219:201 8
H.Burgdorf 7 3 1 3 198:206 7
Danmörk
A-DEILD KARLA:
Nordsjælland – Bjerringb.-Silkeb..... 26:35
Guðmundur Árni Ólafsson skoraði eitt
mark fyrir Bjerringbro-Silkeborg.
Mors-Thy – Tvis Holstebro ................ 27:29
Einar Ingi Hrafnsson skoraði 4 mörk
fyrir Mors-Thy.
KIF Kolding – Viborg ......................... 27:21
Orri Freyr Gíslason skoraði eitt mark
fyrir Viborg. Óskar Bjarni Óskarsson þjálf-
ar liðið.
A-DEILD KVENNA:
Tvis Holstebro – Skive........................ 38:25
Rut Jónsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Tvis
Holstebroen, Þórey Rósa Stefánsdóttir og
Auður Jónsdóttir ekkert.
Noregur
A-DEILD KARLA:
Drammen – Elverum .......................... 38:34
Sigurður Ari Stefánsson skoraði 4 mörk
fyrir Elverum.
A-DEILD KVENNA:
Levanger – Glassverket ..................... 27:20
Nína Björk Arnfinnsdóttir skoraði eitt
mark fyrir Levanger en Ramune Petar-
skyte er frá vegna meiðsla.
Svíþjóð
A-DEILD KARLA:
Hammarby – Guif ................................ 27:27
Elvar Friðriksson skoraði 7 mörk fyrir
Hammarby.
Heimir Óli Heimisson skoraði 4 mörk
fyrir Guif og Haukur Andrésson 2. Kristján
Andrésson þjálfar liðið.
Kristianstad – HK Malmö................... 29:21
Ólafur A. Guðmundsson skoraði 4 mörk
fyrir Kristianstad.
HANDBOLTI
KFÍ – Fjölnir 67:95
Ísafjörður, Dominos-deild karla.
Gangur leiksins: 7:4, 16:11, 20:21, 27:30,
29:34, 31:43, 31:43, 36:50, 39:50, 43:59,
45:64, 46:69, 50:76, 58:82, 61:90, 67:95.
KFÍ: Chris Miller-Williams 20/15 fráköst,
B.H. Spencer 15/8 fráköst, Mirko Stefán
Virijevic 11/6 fráköst, Stefán Diegó Garcia
7, Pance Ilievski 7, Jón Hrafn Baldvinsson
5/5 fráköst, Guðmundur Guðmundsson 2.
Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.
Fjölnir: Árni Ragnarsson 22/12 fráköst,
Chris Matthews 15/9 fráköst, Tómas Heið-
ar Tómasson 13, Arnþór F. Guðmundsson
12/6 fráköst, Sylverster Spicer 11/5 fráköst,
Björgvin H. Ríkharðsson 9/5 fráköst, Elvar
Sigurðsson 5, Gunnar Ólafsson 4, Friðrik
Karlsson 2, Jón Sverrisson 2/6 fráköst.
Fráköst: 36 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Davíð Kr. Hreiðarsson, Halldór
Geir Jensson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.
Áhorfendur: 100.
Staðan:
Fjölnir 2 2 0 188:157 4
Snæfell 1 1 0 96:77 2
Grindavík 1 1 0 95:80 2
Stjarnan 1 1 0 90:79 2
Njarðvík 1 1 0 84:82 2
KFÍ 2 1 1 162:189 2
Skallagrímur 1 0 1 94:95 0
Þór Þ 1 0 1 82:84 0
KR 1 0 1 90:93 0
Tindastóll 1 0 1 79:90 0
Keflavík 1 0 1 80:95 0
ÍR 1 0 1 77:96 0
Haukar – Snæfell 59:68
Schenker-höllin, Dominos-deild kvenna.
Gangur leiksins: 7:4, 11:12, 14:19, 19:20,
22:28, 23:32, 27:39, 35:41, 38:41, 42:41,
46:44, 50:51, 50:54, 55:56, 55:59, 59:68.
Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir
17/8 fráköst, Siarre Evans 17/16 fráköst,
Dagbjört Samúelsdóttir 11, Jóhanna Björk
Sveinsdóttir 8/9 fráköst, Gunnhildur Gunn-
arsdóttir 6/4 fráköst/5 stolnir.
Fráköst: 24 í vörn, 14 í sókn.
Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 17/7 frá-
köst, Hildur B. Kjartansdóttir 16/19 frá-
köst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnars-
dóttir 14/6 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir
12/9 fráköst/7 stoðs./6 stolnir/4 varin skot,
Helga H. Björgvinsdóttir 9/11 fráköst.
Fráköst: 32 í vörn, 20 í sókn.
Grindavík – Njarðvík 65:70
Gangur leiksins: 4:6, 6:11, 12:19, 14:21,
16:27, 24:29, 29:31, 31:35, 35:36, 40:38,
44:43, 46:48, 55:54, 59:61, 65:70.
Grindavík: Dellena Criner 19/6 fráköst/6
stoðsendingar, Berglind Anna Magnús-
dóttir 16/4 fráköst, Helga Rut Hallgríms-
dóttir 12/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir
10/7 fráköst/7 stolnir, Sandra Ýr Grétars-
dóttir 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2,
Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/8 fráköst.
Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.
Njarðvík: Lele Hardy 28/22 fráköst/6 stoð-
sendingar, Ína María Einarsdóttir 11, Ingi-
björg Elva Vilbergsdóttir 8/5 fráköst, Ey-
rún Líf Sigurðardóttir 8, Salbjörg
Sævarsdóttir 6/13 fráköst/3 varin skot,
Erna Hákonardóttir 5, Guðlaug Björt Júl-
íusdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.
Fráköst: 36 í vörn, 13 í sókn.
Fjölnir – Valur 53:76
Gangur leiksins: 2:5, 5:7, 8:9, 11:16, 19:21,
21:25, 29:29, 32:30, 35:33, 35:36, 35:38,
40:46, 40:50, 51:59, 53:68, 53:76.
Fjölnir: Britney Jones 29/7 fráköst, Berg-
dís Ragnarsdóttir 9/6 fráköst, Birna Ei-
ríksdóttir 4/4 fráköst, Fanney Lind Guð-
mundsdóttir 4/9 fráköst, Erla Sif
Kristinsdóttir 3, Heiðrún H. Ríkharðsdótt-
ir 3/9 fráköst, Hrund Jóhannsd. 1/8 fráköst.
Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn.
Valur: Alberta Auguste 20/10 fráköst/5
stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir
17/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/7
fráköst/5 stoðs., Þórunn Bjarnadóttir 10/8
fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 6, Krist-
ín Óladóttir 3, Elsa Rún Karlsdóttir 2,
Ragna M. Brynjarsdóttir 2/4 fráköst,
Ragnheiður Benónýsdóttir 2/8 fráköst.
Fráköst: 24 í vörn, 22 í sókn.
KR – Keflavík 54:76
Gangur leiksins: 4:4, 8:7, 8:14, 10:24, 16:29,
18:35, 18:43, 26:47, 29:50, 33:50, 36:56,
38:62, 42:67, 42:74, 47:74, 54:76.
KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15/6 frá-
köst, Björg Guðrún Einarsdóttir 11, Pa-
techia Hartman 9, Helga Einarsdóttir 8/8
fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 6/11
fráköst/5 stolnir, Kristbjörg Pálsdóttir 3,
Anna María Ævarsdóttir 2/5 fráköst.
Fráköst: 20 í vörn, 14 í sókn.
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 17/5 frá-
köst/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 15/
15 fráköst, Jessica Ann Jenkins 13, Birna I.
Valgarðsdóttir 9, Ingunn Kristínardóttir 8,
Bryndís Guðmundsdóttir 6, Bríet Sif Hin-
riksdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3.
Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.
Staðan:
Keflavík 3 3 0 242:163 6
Snæfell 3 3 0 211:166 6
Valur 3 2 1 194:162 4
Njarðvík 3 2 1 201:188 4
Haukar 3 1 2 181:204 2
KR 3 1 2 161:197 2
Fjölnir 3 0 3 175:229 0
Grindavík 3 0 3 163:219 0
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, N1-deildin:
Austurberg: ÍR – FH ........................... 19.30
Vodafone-höllin: Valur – Fram ................ 20
Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin:
Framhús: Fram – Fylkir .......................... 18
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Grindavík: Grindavík – Snæfell........... 19.15
Ásgarður: Stjarnan – Keflavík............ 19.15
DHL-höllin: KR – Tindastóll............... 19.15
Borgarnes: Skallagrímur – Njarðvík . 19.15
1. deild karla:
Egilsstaðir: Höttur – Þór Ak............... 18.30
Í KVÖLD!