Morgunblaðið - 20.10.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.10.2012, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2012 HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Fyrirfram held ég að möguleikar lið- anna séu jafnir. Mér finnst svolítið erfitt að bera Tertnes-liðið saman við deildina hér heima því norska úrvals- deildin er mun sterkari. Þar af leið- andi held ég að bæði lið renni svolítið blint í sjóninn og geti ekki metið möguleika sína fyrr en að loknum fyrri leiknum,“ segir Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður norska úr- valsdeildarliðsins í handknattleik Tertnes, sem í dag og á morgun mætir Fram í tveimur leikjum í annarri um- ferð EHF-keppninnar í handknatt- leik. Báðir leikirnir fara fram á heima- velli Fram í Safamýri. Flautað verður til leiks í dag klukkan 15.45 en klukk- an 16 á morgun. „Ég þekki Fram-liðið ágætlega eft- ir að hafa spilað margoft við það á síð- ustu árum en aðrir leikmenn Tertnes þekkja ekki eins mikið til liðsins. Þessi óvissa gerir leikina fyrir vikið mjög spennandi,“ segir Hildigunnur sem gekk til liðs við Tertnes í Bergen í sumar eftir að hafa leikið með Val hér heima um langt skeið en hún lék einnig með Fram þegar hún var yngri. Leikið lengi saman Hildigunnur segir leikmenn Tert- nes hafa leikið lengi saman. Hún sé eini nýi leikmaðurinn í hópnum frá síðasta keppnistímabili. Á síðustu leiktíð varð Tertnes í 5. sæti í norsku úrvalsdeildinni, sem margir telja þá bestu í Evrópu, enda er norska lands- liðið heims-, Evrópu- og ólympíu- meistari í handknattleik kvenna. Einn leikmaður Tertnes var i lands- liðinu á æfingamóti í Danmörku í byrjun þessa mánaðar og einn var í B-landsliðinu sem mætti íslenska landsliðinu í tvígang fyrir hálfum mánuði. Tertnes er sem stendur í 5. sæti deildarinnar, hefur unnið þrjá leiki en tapað tveimur viðureignum þegar fimm umferðir eru að baki. „Við leikum hraðan sóknarleik og erum með fínan varnarleik. Mikið er lagt upp úr að nýta styrkleika hvers leikmanns,“ segir Hildigunnur. „Við teljum möguleika á að komast áfram ekki minnka við að spila báða leikina hér á landi,“ segir Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Tertnes í Nor- egi. Hraður sóknarleikur „Við höfum búið okkur mjög vel und- ir þess leiki við Tertnes,“ segir Stella Sigurðardóttir, einn leikmanna Fram og landsliðskona. „Við höfum skoðað upptöku af þremur leikjum Tertnesl- iðsins frá í haust og þekkjum því nokk- uð vel til andstæðingsins. Leikmenn eru snöggir og vel spilandi. Sókn- arleikur liðsins er hraður og mikið er um að reynt sé að opna vörn andstæð- inganna. Ekki virðist mikið um að skot- ið sé á markið fyrir utan punktalínu. Einnig eru leikmenn Tertnes snöggir fram í hraðaupphlaupum. Það þýðir að við verðum að leika agaðan sóknarleik til að koma sem mest í veg fyrir að við fáum mikið af hraðaupphlaupum á okk- ur,“ segir Stella sem vonast til að Fram-liði eigi einhver tromp uppi í erminni sem geti komið á óvart. „Það er alveg ljóst að við verðum að ná tveimur góðum leikjum til þess að eiga möguleika og ég tel alveg víst að við höfum getuna til þess að veita Tertnes verðuga keppni,“ segir Stella. „Við verðum að spila agaða leiki og nýta vel breiddina í leikmannahópi okkar. Um leið verðum við að stjórna hraðanum eins og kostur er á,“ segir Stella Sigurðardóttir. Leikmenn standa straum af kostnaði við þátttöku Fram-liðið stendur að mestu leyti undir kostnaði við þátttökuna í Evr- ópukeppninni nú eins og undanfarin ár. Stella segir leikmenn hafa unnið hörðum höndum við ýmsa fjáröflun síðustu mánuði til þess að standa straum af kostnaði við Evrópukeppn- ina. „Síðan vonumst við eftir að fá sem flesta áhorfendur á leikina um helgina, bæði til þess að skapa stemn- ingu og til að styðja við okkur fjár- hagslega. Það verður flottur handbolti í Framhúsinu um helgina, því getum við lofað,“ sagði Stella Sigurðardóttir, stórskytta Fram-liðsins og landsliðs- kona. Morgunblaðið/Golli Reynd Stella Sigurðardóttir er einn leikreyndasti leikmaður Fram. Óvissan eykur spennu  Fram glímir við Tertnes frá Noregi í dag og á morgun  Hildigunnur Einarsdóttir spilar með Tertnes og telur möguleikana ekki minni þótt báðir leikir séu hér á landi Morgunblaðið/Eggert Á línu Hildigunnur Einarsdóttir, fyrrverandi Valsari, leikur með Tertnes. Noregur Rosenborg – Sandnes Ulf ....................... 2:0  Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan tímann fyrir Sandnes en Arnór Ingvi Traustason og Óskar Örn Hauksson léku síðasta stundarfjórðunginn. England B-deild: Sheffield Wednesday – Leeds................. 1:1 Þýskaland A-deild: Hoffenheim – Greuter Fürth .................. 3:3 B-deild: Bochum – Hertha Berlín ........................ 0:2  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann fyrir Bochum. Danmörk Nordsjælland – Silkeborg ...................... 3:0  Bjarni Þór Viðarsson lék fyrstu 82 mín- úturnar fyrir Silkeborg. Austurríki B-deild: Austria Lustenau – Horn........................ 4:1  Helgi Kolviðsson þjálfar Austria sem er efst í deildinni og ósigrað á tímabilinu. KNATTSPYRNA Þór Þ. – Grindavík 92:83 Þorlákshöfn, Dominos-deild karla: Gangur leiksins: Gangur leiksins: 6:2, 11:4, 13:10, 20:12, 26:12, 32:24, 34:29, 42:34, 53:40, 58:47, 65:53, 71:62, 71:68, 73:72, 80:77, 92:83. Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 26/4 frá- köst/9 stoðsendingar, Robert Diggs 25/17 fráköst/3 varin skot, Guðmundur Jónsson 15/6 fráköst, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/7 fráköst, Darrell Flake 7/9 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 3. Fráköst: 37 í vörn, 10 í sókn. Grindavík: Aaron Broussard 27, Jóhann Árni Ólafsson 17/8 fráköst, Sigurður Gunn- ar Þorsteinsson 13/8 fráköst, Samuel Zegl- inski 9/6 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 7/6 fráköst, Davíð Ingi Bustion 6/5 fráköst, Ómar Örn Sæv- arsson 4/9 fráköst. Fráköst: 33 í vörn, 12 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Björgvin Rúnarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson. Tindastóll – KFÍ 83:86 Sauðárkrókur, Dominos-deild karla: Gangur leiksins: Gangur leiksins: 7:2, 15:10, 21:18, 25:23, 35:29, 40:31, 40:37, 46:39, 51:42, 56:46, 61:51, 67:60, 71:70, 76:77, 78:81, 83:86. Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 16/12 fráköst, George Valentine 16/12 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 14, Þröstur Leó Jóhannsson 13/6 stoðsendingar, Isaac Des- hon Miles 9/9 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 7, Svavar Atli Birgisson 4, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Hreinn Gunnar Birg- isson 2. Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn. KFÍ: Momcilo Latinovic 28/7 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 21/10 fráköst, Brad- ford Harry Spencer 15/5 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 13/9 fráköst/5 stoðsend- ingar, Christopher Miller-Williams 4/6 frá- köst, Pance Ilievski 3, Stefán Diegó Garcia 2. Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jón Guðmundsson, Einar Þór Skarphéð- insson. Staðan: Fjölnir 3 2 1 258:248 4 Skallagrímur 3 2 1 262:239 4 Þór Þ 3 2 1 269:259 4 Snæfell 3 2 1 308:281 4 Grindavík 3 2 1 288:274 4 KFÍ 3 2 1 248:272 4 KR 3 2 1 265:245 4 Stjarnan 3 2 1 285:272 4 ÍR 3 1 2 251:271 2 Njarðvík 3 1 2 238:241 2 Keflavík 3 0 3 246:281 0 Tindastóll 3 0 3 231:266 0 1. deild karla Hamar – Haukar .................................. 82:76 ÍA – Höttur ........................................... 73:89 Þór Ak. – FSu ....................................... 78:67 Staðan: Valur 2 2 0 185:141 4 Hamar 2 2 0 173:135 4 Höttur 2 2 0 189:154 4 Haukar 2 1 1 173:161 2 Þór A. 2 1 1 159:167 2 Breiðablik 2 0 1 157:165 1 ÍA 2 0 1 148:164 1 FSU 2 0 2 146:175 0 Augnablik 1 0 1 59:91 0 Reynir S. 1 0 1 59:95 0 Svíþjóð Nässjö – Norrköping........................... 71:76  Pavel Ermolinskij skoraði 9 stig fyrir Norrköping. KÖRFUBOLTI Birgi Leifi Haf- þórssyni, at- vinnukylfingi úr GKG, tókst að komast áfram á 2. stig úrtökumót- anna fyrir PGA- mótaröðina í golfi þegar hann hafn- aði í 16. sæti á úr- tökumóti sem lauk í Madison í Mississipi í Bandaríkjunum í gær. Birgir Leifur lék lokahringinn á 69 höggum eða einu höggi undir pari vallarins og endaði á samtals þrem- ur höggum undir pari. Hann lék fyrsta hringinn á 69 höggum, annan á 71 höggi, þriðja hringinn á 68 höggum og lokahringinn á 69 högg- um svo Skagamaðurinn snjalli spil- aði jafnt og gott golf sem gefur hon- um vonandi gott sjálfstraust fyrir framhaldið. Birgir var meðal þeirra fyrstu sem luku keppni í gær og útlitið var ekki gott hjá honum að komast áfram en það fór svo að lokum að hann komst naumlega áfram. Birgir lék 10 holur á pari. Hann fékk fjóra fugla og þrjá skolla á lokahringnum. gummih@mbl.is Birgir Leifur komst áfram Birgir Leifur Hafþórsson Chris Kirkland, markvörður Shef- field Wednesday, var sleginn niður af stuðningsmanni Leeds sem slapp inn á völlinn í leik lið- anna í ensku B- deildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld sem fram fór á Hills- borough-vellinum í Sheffield. Leikurinn endaði, 1:1, en atvikið setti ljótan svip á viðureignina. Leeds var að fagna jöfnunarmarki sínu þegar stuðningsmaðurinn hljóp inn á völlinn og sló Kirkland niður með báðum höndum. „Ég skammast mín niður í tær. Þetta var til háborinnar skammar. Ég er ekki stoltur af því að vera stjóri Leeds á svona stundu,“ sagði Neil Warnock, knattspyrnustjóri Leeds, við frétta- menn eftir leikinn. „Stuðningsmenn okkar voru frábær- ir í kvöld en við vorum með einn fávita. Mér þykir það afskaplega leitt,“ sagði Warnock. Leeds hefur 18 stig í 6. sæti deild- arinnar en Wednesday er með 9 stig í 22. sæti. sport@mbl.is Chris Kirkland sleginn niður Chris Kirkland

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.