Morgunblaðið - 20.10.2012, Page 1

Morgunblaðið - 20.10.2012, Page 1
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2012 ÍÞRÓTTIR Úkraína Kvennalandsliðið í fótbolta mætir Úkraínu í Sevastopol í dag í fyrri umspilsleiknum um sæti á EM í Svíþjóð. Ætla ekki að treysta á heimaleikinn heldur ná góðum úrslitum við góðar aðstæður í dag. 4 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Eggert Góð Þorgerður Anna Atladóttir lék vel með Val í gær og skoraði 8 mörk. HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Þetta var bara frábær sigur liðs- heildarinnar en við verðum að halda okkur niðri á jörðinni. Það er hálf- leikur í einvíginu en við ætlum okk- ur svo sannarlega að komast áfram,“ sagði Þorgerður Anna Atla- dóttir, stórskytta Íslands- og bik- armeistara Vals í handknattleik, eft- ir sigur á Valencia, 27:22, í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð EHF- keppninnar í Valencia á Spáni í gær. Liðin mætast aftur í dag á sama stað. Þjöppuðum okkur saman „Við vissum í rauninni ekkert hvað við vorum að fara út í en við þjöppuðum okkur vel saman og hitt- um á góðan leik. Við urðum fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Hrafn- hildur meiddist á ökkla og gat ekk- ert spilað meira. Það urðu því aðrir leikmenn að stíga upp og ég myndi segja að við hefðum haft þetta á frá- bærri liðsheild og samstöðu,“ sagði Þorgerður Anna, sem var marka- hæst í Valsliðinu með 8 mörk. Óvíst er hvort Hrafnhildur Skúla- dóttir getur tekið þátt í leiknum í dag en allt verður gert til að reyna að koma henni í leikhæft stand enda Hrafnhildur mikilvægur hlekkur í frábæru liði Vals. Að sögn Þorgerðar byrjaði Val- encia betur en smátt og smátt náði Valur tökum á leiknum. Liðin komst yfir eftir 10 mínútna leik og hafði yfir eftir fyrri hálfleikinn, 13:11. Í seinni hálfleik hélt Valur undirtök- unum í leiknum og vann að lokum með fimm marka mun. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum ekki búnar að vinna þetta einvígi. Þetta er svolítið snúin staða en verðum að vera áfram á tánum og berjast eins og ljón. Það er hugur í okkur og ég veit að hver einasti leikmaður mun gefa allt sem hann á í seinni leiknum,“ sagði Þorgerður Anna. Þjálfarinn fékk góða afmælisgjöf Segja má að Þorgerður og stöllur hennar hafi gefið þjálfara sínum, Stefáni Arnarsyni, góða afmælisgjöf en gamli fótboltamarkvörðurinn fagnaði 49 ára afmælisdegi sínum í gær. „Við gáfum Stebba góða afmæl- isgjöf en stóra gjöfin kemur á morg- un (í dag). Þá ætlum við að gera út um einvígið,“ sagði Þorgerður. Takist Valskonum að slá spænska liðið út bíða þeirra leikir við rúm- enska liðið H.C. Zalau í 3. umferð- inni. Mörk Vals: Þorgerður Anna Atla- dóttir 8, Karólína Lárusdóttir 6, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Re- bekka Skúladóttir 3, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 2, Hrafnhild- ur Skúladóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Íris Ásta Péturs- dóttir 1. Sigur liðsheildarinnar  Valskonur lögðu Valencia í fyrri viðureigninni í EHF-keppninni með fimm marka mun  Hrafnhildur meiddist og óvíst með þátttöku hennar í dag Landsliðsmarkverðirnir Þóra B. Helgadóttir og Guðbjörg Gunn- arsdóttir eru tilnefndar sem tveir af fjórum bestu markvörðum sænsku úrvalsdeildarinnar fyrir lokahóf sænska knattspyrnu- sambandsins í næsta mánuði. Þóra, sem ver mark meistaranna í Malmö, og Guðbjörg, sem er fyr- irliði og markvörður Djurgården, keppa þar við sænsku landsliðs- markverðina Hedvig Lindahl hjá Kristianstad og Kristin Hamm- arström hjá Gautaborg en ein af þessum fjórum verður heiðruð sem markvörður ársins í Svíþjóð. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, er ein af þeim fjórum þjálfurum í deildinni sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins. Þar keppir hún við fjóra karlmenn um titilinn en það eru Peter Moberg hjá Malmö, Thomas Märtensson og Ulf Palmquist sem stýra liði Vittsjö í sameiningu, og Torbjörn Nilsson, gamla landsliðshetju Svía, sem þjálfar lið Gautaborgar. vs@mbl.is Guðbjörg, Þóra og Elísabet tilnefndar Þóra B. Helgadóttir Guðbjörg Gunnarsdóttir Skautafélag Reykjavikur og Jötnar áttust við á íslands- mótinu i íshokkíi á skauta- svellinu í Laugardalnum í gær. Leiknum lauk með sigri Jötna, 6:4, en þeir skoruðu tvö síðustu mörk leiksins eftir að SR hafði komist í 3:2. Þetta var þriðji sigurleikur Jötna í fjórum leikjum á tímabilinu en SR-ingar hafa tvö stig eftir fimm leiki. Efstir eru hins- vegar Bjarnarmenn sem hafa fjórtán stig að loknum fimm leikjum. Jóhann Leifsson var markahæstur í liði Jötnanna með þrjú mörk. gummih@mbl.is Jötnar sterkari í Laugardalnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Barátta Hart barist um pökkinn í leik SR og Jötna í gærkvöld. Selfyssingar gerðu góða ferð í Víkina þegar þeir mættu Vík- ingum í 1. deild karla í hand- knattleik. Víkingar sem voru búnir að vinna alla þrjá leiki sína máttu sætta sig við tap, 25:23, og þar með komst Sel- foss upp að hlið Víkinga á stigatöflunni. Liðin hafa bæði 6 stig en Stjarnan trónir á toppnum með 7 stig. Hlynur Matthíasson var markahæst- ur í liði Víkinga með 5 mörk en hjá Selfyssingum, sem unnu sanngjarnan sigur, var Hörður Gunnar Bjarnason at- kvæðamestur með 9 mörk. gummih@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Selfyssingar stöðvuðu Víkinga Átök Arnar Theodórsson reynir að komast framhjá Ómari V. Helgasyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.