Morgunblaðið - 20.10.2012, Page 4

Morgunblaðið - 20.10.2012, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2012 Það er sannkallaður stórleikur hjá Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Tottenham í há- deginu í dag en þá fá þeir topplið Chelsea í heimsókn á White Hard Lane þar sem liðin etja kappi í ensku úrvalsdeildinni. Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tott- enham, býst við sérstöku andrúmslofti en hann mætir Chelsea nú í fyrsta sinn síðan hann var rekinn úr starfi hjá félaginu snemma á síðasta ári. „Heimavöllur okkar er mjög sérstakur stað- ur að spila á þegar stuðningsmennirnir standa með liðinu. Þegar það gerist þá getur það gert gæfumuninn,“ segir Villas-Boas á vef Totten- ham. Chelsea er taplaust í deildinni en liðið hefur unnið sex leiki og gert eitt jafntefli og hefur fjög- urra stiga forskot í topp- sætinu. „Við búum okkur undir að mæta liði sem hefur gott sjálfstraust, er feikilega sterkt og stöðugt. En okkar lið hefur verið að bæta sig og vonandi tekst okkur að fylgja eftir góðum leik gegn Aston Villa sem var besta frammistaða liðsins á tímabilinu,“ sagði Portú- galinn en Tottenham-liðið er í fimmta sæti, fimm stigum á eftir Chelsea. gummih@mbl.is Stórleikur hjá Gylfa og félögum Gylfi Þór Sigurðsson José Mourinho, þjálfari Spánarmeistara Real Madrid, segir að Barcelona sé ekki lengur viðmið fyrir önnur lið en lærisveinum Mour- inho tókst að skáka Börsungum í baráttunni um Spánarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og Chelsea hampaði Evrópumeistaratitlinum sem flestir voru búnir að spá að Barcelona myndi vinna. „Ég held að sá tími sé kominn þar sem fólk talar minna um Barcelona og menn eru ekki lengur að reyna að líkja eftir því,“ sagði Mo- urinho í viðtali við franska tímaritið France Football. „Af hverju ætti fólk að ræða um Barcelona. Real Madrid er Spánarmeistari og Chelsea er Evrópumeistari,“ sagði Portúgalinn, sem gerði Chelsea tvívegis að Eng- landsmeisturum. „Ég elska það að vinna titla og það gerir Barcelona líka. Barcelona hefur unnið marga titla og mun halda áfram að gera það en við vorum áhrifamiklir á síð- ustu leiktíð og spiluðum glæsilegan fótbolta.“ Madridarliðið hefur ekki byrjað leiktíðina vel en liðið er í fimmta sæti, átta stigum á eft- ir toppliði Barcelona. gummih@mbl.is Barcelona ekki lengur viðmiðið José Mourinho FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Við ætlum okkur ekki að treysta á heimaleikinn og óvissar aðstæður sem þá geta beðið okkar. Hér í Úkraínu eru fínar aðstæður og við hugsum bara um þennan leik, og að vinna hann, en leiðum alveg hjá okkur að við eigum eftir að mæta þeim aftur á Laugardalsvellinum,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knatt- spyrnu, við Morgunblaðið í gær. Íslenska liðið er í Sevastopol, syðstu borg Úkraínu við Svartahaf- ið, og leikur þar í dag fyrri umspils- leik sinn um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Viðureign liðanna hefst klukkan 13 í dag að íslenskum tíma en seinni leikurinn, sem Sigurður Ragnar vill ekki hugsa um eða ræða, er á Laugardalsvellinum næsta fimmtudag. Íslenska liðið hóf lokaundirbún- inginn í Sevastopol í fyrradag og Sigurður segir hann hafa gengið vel. „Já, við höfum æft við mjög góð skilyrði og í góðu veðri, og allir leikmenn okkar eru heilir og til- búnir í slaginn.“ Margrét hefur spilað heila leiki undanfarið Ástand Margrétar Láru Viðars- dóttur kemur yfirleitt fyrst upp í hugann þegar rætt er um hverjar séu heilar heilsu í íslenska landslið- inu, en Sigurður var bjartsýnn á að hún gæti beitt sér af fullum krafti. „Margrét hefur spilað meidd und- anfarin ár og gerir það áfram en hún er á fullu hérna og hefur að undanförnu spilað heila leiki með sínu liði í Svíþjóð svo ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að hún sé alveg tilbúin.“ Sigurður hefur grandskoðað andstæðingana að undanförnu og segir ljóst að Ísland og Úkraína séu mjög áþekk að styrkleika. Tæknilega góðar með afger- andi einstaklinga „Ég er búinn að skoða eina 6-7 leiki liðsins af mynddiskum og við erum búnir að leikgreina það mjög vel. Þetta er gott lið, sérstaklega hvað varðar sóknarleikinn, og við vitum að okkar bíður erfitt verkefni. Þær úkraínsku eru tæknilega góðar og vel spilandi, og eru með tvo til þrjá afgerandi einstaklinga sem við þurfum að hafa góðar gætur á. Da- ryana Apanachenko er mjög öflugur sóknartengiliður sem er að- almarkaskorari liðsins og Vira Dja- tel er öflug á hægri kantinum. Hún getur líka spilað á miðjunni, eins og hún gerði með Zorkij gegn Stjörn- unni, og er mjög sterk þar. Úkraína vann sinn riðil í síðustu undankeppni HM og fór í umspil um sæti þar, og Úkraína komst í loka- keppnina í Finnlandi 2009, alveg eins og við. Þær hafa unnið Finnana tvisvar, síðast núna í lok und- ankeppninnar á útivelli, og við sjáum á þessu að það er hörkulið sem við erum að fara að takast á við. En við horfum á leikinn hérna í Sevastopol og hugsum ekki lengra í bili,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mikill munur á hitastigi Miðað við veðurspána verður 19 stiga hiti, létt gola og sól í Sevastopol þegar leikurinn fer fram í dag. Sam- kvæmt langtímaspá er hinsvegar út- lit fyrir að hitastig í Reykjavík næsta fimmtudag, þegar seinni leikurinn fer fram, verði um frostmark, en reyndar á að byrja að rigna og hlýna þá um kvöldið. Leikirnir tveir fara því fram við allólíkar aðstæður. Hugsum bara um þennan  Fyrri leikur Úkraínu og Íslands um sæti á EM 2013 fer fram í sumri og sól í Sevastopol í dag  Allar heilar og tilbúnar í slaginn, að sögn Sigurðar Ragnars Morgunblaðið/Kristinn Barátta Hallbera Guðný Gísladóttir hefur leikið sem vinstri bakvörður í flestum leikjum ársins. Umspil fyrir EM » Ísland og Úkraína urðu í 2. sæti í sínum riðlum und- ankeppninnar og þurfa því að leika heima og heiman um sæti í lokakeppni EM 2013 sem fram fer í Svíþjóð næsta sum- ar. » Bæði Ísland og Úkraína þreyttu frumraun sína í síð- ustu lokakeppni EM sem fram fór í Finnlandi 2009. » Ísland er í 16. sæti á heims- lista FIFA og í 9. sæti í Evrópu. Úkraína er í 23. sæti hjá FIFA og í 14. sæti í Evrópu. Hannes JónJónsson leikur ekki með Eisenach í dag þegar liðið sækir Hüttenberg heim í þýsku 2. deild- inni í handknatt- leik. Hannes Jón, sem er marka- hæsti leikmaður liðsins á keppn- istímabilinu, veiktist um miðja vikuna og hefur ekki jafnað sig, eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins. Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson er þjálfari Eisenach sem farið hefur vel af stað og er í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig að loknum sjö umferðum.    Jónatan Þór Magnússon hefurjafnað sig af meiðslum í mjöðm og leikur með Kristiansund á morgun þegar liðið fær Kristiansand í heim- sókn í norsku B-deildinni í hand- knattleik. Jónatan hefur ekki getað spilað með Kristiansund í tveimur undangengnum leikjum.    Ný stjórn hef-ur verið skipuð hjá knatt- spyrnudeild Fram en fráfar- andi stjórn sagði öll af sér á dög- unum vegna ágreinings við að- alstjórn félagsins. Hrannar Hall- kelsson er nýr formaður knatt- spyrnudeildar Fram en aðrir stjórn- armenn eru: Brynjar Jóhannesson, Elín Þóra Böðvarsdóttir, Júlíus Guð- mundsson, Lúðvík Þorgeirsson, Sverrir Einarsson og Þórður Krist- leifsson.    Jack Wilshereverður í leik- mannahópi Ars- enal sem mætir Norwich í dag í ensku úrvals- deildinni en hann hefur ekki leikið með aðalliði fé- lagsins í 14 mán- uði. Arsene Wenger knatt- spyrnustjóri ætlar þó að fara farlega með kappann. „Jack hefur lagt hart að sér og gengur vel en við skulum ekki fara fram úr okkur. Það er tvennt í þessu. Í fyrsta lagi er það spurningin um að menn séu tilbúnir að fara í tæklingar eftir að hafa verið svona mikið í meiðslum. Að því leyti er hann 100%. Við verðum jafnvel að halda aftur af honum. Hann fer í hverja tæklingu án þess að hugsa sig um,“ sagði Wenger.    Stuðningsmenn rússneska knatt-spyrnuliðsins Dynamo Moskva eru allt annað en sáttir við gengi liðs- ins en byrjun þess á tímabilinu er sú Versta í sögu félagsins. Í gær létu stuðningsmennirnir óánægju sína bitna á leikmönnum liðsins með því að skjóta til þeirra út litabyssum þeg- ar þeir voru á æfingu. Þetta vakti litla hrifningu hjá leikmönnunum liðsins. Fólk sport@mbl.is Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég tel okkar möguleika góða í þessu einvígi við Úkraínu,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, við Morg- unblaðið í gær en hún var þá ný- komin af æfingu liðsins á keppnisvellinum í Sevastopol þar sem þjóðirnar mætast í dag klukk- an 13. „Við höfum farið yfir leik úkra- ínska liðsins af myndböndum og vitum talsvert um hvernig þær spila. Þar sáum við hvar þeirra veikleikar eru og þá verðum við að nýta okkur,“ sagði Hólmfríður sem er komin í hóp þeirra leik- reyndustu í liðinu með 74 landsleiki og 29 mörk, en hún er næst- markahæst frá upphafi. Liðið hefur dvalið í góðu yfirlæti við Svartahafið undanfarna tvo daga. „Aðstaðan er frábær, hótelið flott, maturinn góður, keppnisvöll- urinn fínn og veðrið líka. Núna er þetta bara undir okkur sjálfum komið, við erum allar klárar í slag- inn og það er góð stemning í hópn- um. Það eina sem kemur til greina í okkar huga er að vinna leikinn, við ætlum ekki að hugsa um að spila uppá einhver mögulega hagstæð úrslit,“ sagði Hólmfríður. Leikurinn í dag, sá fyrri í um- spilinu um sæti í úrslitakeppni Evr- ópumótsins, er fimmta viðureign kvennaliða Íslands og Úkraínu en liðin hafa þó ekki mæst í 12 ár. Þau voru tvisvar í röð saman í riðli í undankeppni stórmóta. Ísland vann einn leik, 3:2 á heimavelli, Úkraína vann 1:0 á heimavelli og 3:2 í Laug- ardalnum, og þá gerðu liðin jafn- tefli, 2:2, í Úkraínu. Verðum að nýta okkur veikleikana  Allt undir okkur sjálfum komið, segir Hólmfríður  Fimmta viðureign þjóðanna Hólmfríður Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.