Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Ólafur AndrésGuðmunds- son skoraði sex mörk og var markahæstur hjá IFK Kristians- stad með sex mörk þegar liðið vann Hammarby í sænsku úrvals- deildinni í handknattleik, 31:21. Elvar Friðriksson skoraði tvö af mörkum Hammarby. Kristiansstad er í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 13 stig að loknum átta leikjum. Lugi er efst með 14 stig. Hammarby situr í sjötta sæti deildarinnar með níu stig.    Nýliðar Þórs í Pepsi-deild karla íknattspyrnu hafa fengið liðs- styrk fyrir átökin á næstu leiktíð en hefur fengið danska sóknarmanninn Mark Tubæk og Bosníumanninn Ed- in Besilja.Tubæk lék hálft tímabil með BÍ/Bolungarvík í sumar þar sem hann skoraði 6 mörk í 11 leikjum en hann er 24 ára gamall. Besilja kemur til Þórsara frá Víkingi Ólafsvík sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú tímabil. Hann er 25 ára gamall, lék 72 leiki með Ólafsvíkingum og skoraði í þeim 18 mörk.    Bjarte Myrhol landsliðsmaðurNorðmanna í handknattleik hef- ur framlengt samning sinn við þýska liðið Rhein-Neckar Löwen sem Guð- mundur Þórður Guðmundsson þjálf- ar. Myrhol er nú samningsbundinn Löwen fram til júní 2014 með mögu- leika á eins árs framlengingu eftir það.    Alþjóðahjól-reiða- sambandið til- kynnti í gær að Tour de France- titlarnir sem Lance Armstrong vann sjö ár í röð frá 1999-2005 flyttust ekki yfir á næstu menn en sigrarnir voru teknir af Armstrong eftir að upp komst um stórfellt lyfja- misferli.    Björn Sieber landsliðsmaðurAusturríkis á skíðum lést í bíl- slysi í Austurríki í gær og bróðir hans slasaðist alvarlega. Sieber var 23 ára gamall og var í austurríska landslið- inu frá árinu 2006. Hann keppti á 18 heimsbikarmótum og náði best 7. sæti á móti í Búlgaríu á síðasta ári. Fólk folk@mbl.is FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Við erum ekki ánægðir með tímabilið hjá okkur. Það voru miklar væntingar gerðar til liðsins fyrir leiktíðina. Það voru keyptir nokkrir góðir leikmenn en því miður hefur þetta ekki náð að smella saman hjá okkur og það er ljóst að við endum einhvers staðar í kring- um miðja deild sem er alls ekki nógu gott,“ sagði Hjörtur Logi Valgarðsson, leikmaður sænska knattspyrnuliðsins IFK Gautaborg, í samtali við Morg- unblaðið. Hjörtur Logi, sem er 24 ára gamall vinstri bakvörður, er að ljúka sinni annarri leiktíð með Gautaborgarliðinu en hann gekk í raðir félagsins frá FH og samdi til fjögurra ára. Hann hefur komið við sögu í 20 af 27 leikjum liðsins í deildinni en þegar þremur umferðum er ólokið er Gautaborg í 8. sæti af 16 liðum. „Það má segja að við höfum misst af lestinni strax í byrjun. Hlutirnir gengu ekki upp og í kjölfarið kom hálfgert stress í mannskapinn og við fórum að breyta um leikaðferð sem virkaði ekki alveg. Við höfum þó náð að landa nokkrum góðum sigrum. Við höfum náð að vinna toppliðin en drullum síðan á okkur á móti slakari liðunum og öll þessi jafntefli við sem höfum gert vega þungt,“ segir Hjörtur Logi. Hef tekið miklum framförum Hjörtur er mjög ánægður með veruna hjá IFK Gautaborg sem er eitt af stóru félögunum í Svíþjóð en liðið hefur 18 sinnum hampað meistaratitl- inum, sá síðasti fór á loft árið 2007. „Ég veit ekki annað en að ég verði hér áfram. Ég er mjög sáttur hérna og er búinn að fá að spila heilmikið. Að- stæður hjá félaginu eru frábærar. Við erum með nýtt æfingasvæði og ég fæ tækifæri til að æfa á hverjum degi við frábærar aðstæður í þessari fallegu og góðu borg sem Gautaborg er. Ég finn að ég er orðinn mun betri fótboltamað- ur eftir að ég kom hingað út. Ég hef tekið miklum framförum,“ sagði Hjört- ur Logi. Vil vera í landsliðinu Hjörtur Logi hefur verið viðloðandi íslenska A-landsliðið undanfarin ár. Hann hefur spilað sjö landsleiki og þann síðasta gegn Frökkum í maí þeg- ar Íslendingar töpuðu, 3:2, í æfinga- leik. Hjörtur hefur hins verið úti í kuld- anum síðustu misserin og var ekki valinn í landsliðshópinn í leikjunum fjórum sem Ísland hefur spilað í und- ankeppni HM. Spurður hvort hann hafi ekki verið svekktur að fá ekki tækifæri í undankeppninni segir Hjörtur: „Jú, því er ekki að leyna að ég er auðvitað gífurlega svekktur yfir því. Ég virði hins vegar val Lars landsliðs- þjálfara en ég mun ótrauður reyna að vinna mér sæti í landsliðinu á nýjan leik og stefni að því að vera með því á nýju ári. Ég vil vera í landsliðinu. Það þýðir ekkert að fara í fýlu heldur verð- ur maður bara að leggja meira á sig,“ segir Hjörtur Logi en þeir eru margir þeirrar skoðunar að hann eigi heima í landsliðinu sem byrjunarliðsmaður í stöðu vinstri bakvarðar. Lars Lag- erbäck hefur hins vegar valið Bjarna Ólaf Eiríksson og Ara Frey Skúlason umfram Hafnfirðinginn. Hjörtur Logi er ekki eini Íslending- urinn í herbúðum IFK Gautaborg því Hjálmar Jónsson er á sínu 11. ári með félaginu og er sá leikmaður sem hefur spilað lengst með liðinu. Hjálmar afinn í hópnum „Hjálmar er afinn í hópnum þrátt fyrir að hann sé bara 32 ára gamall. Hann er gífurlega virtur á meðal stuðningsmanna og allra þeirra sem eru í kringum liðið. Það má segja að hann sé herra Gautaborg,“ segir Hjörtur Logi. Samningur Hjálmars við Gautaborgarliðið rennur út eftir tíma- bilið og segist Hjörtur Logi ekki búast við öðru en að honum verði boðinn nýr samningur. Stefni ótrauður á að vinna sæti í landsliðinu á ný Morgunblaðið/Eggert Vonsvikinn Hjörtur Logi Valgarðsson neitar því ekki að hafa orðið svekktur að verða ekki valinn í landsliðið.  Hjörtur Logi Valgarðsson ánægður í herbúðum sænska liðsins IFK Gautaborg Hjörtur Logi » Hjörtur Logi Valgarðsson er 24 ára. Hann er uppalinn FH- ingur en gerði fjögurra ára samning við IFK Gautaborg fyrir tveimur árum. » Hjörtur Logi hefur leikið sjö leiki með íslenska A- landsliðinu og þá á hann að baki 14 leiki með U21 árs landsliðinu. Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, og lærisveinar hans í austurríska handknattleiksliðinu Breg- enz unnu í gærkvöld HSG Raiffeisen, 29:24, í austurrísku úrvalsdeildinni á heimavelli. Bregenz var tveimur mörkum yfir að lokn- um fyrri hálfleik, 13:11, og var liðið með yf- irhöndina alla viðureignina. Nú er fyrri hluta deildarkeppninnar er lokið er Bregenz-liðið í fjórða sæti með 10 stig eftir níu leiki. Alpla HC Hard er tvímælalaust með besta liðið í deildinni um þessar mundir og fullt hús stiga. Geir tók við þjálfun Bregenz í sumar en Dagur Sigurðsson, núverandi þjálfari Füchse Berlín, þjálfaði Bregenz- liðið með framúrskarandi árangri um fjögurra ára skeið, frá 2003 til 2007. iben@mbl.is Bregenz á sigurbraut Geir Sveinsson Selfoss jafnaði Stjörnuna að stigum í 1. deild karla í handknattleik þegar liðið lagði Fjölni, 27:21, í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi. Hörður Gunnar Bjarnason var markahæstur í Selfoss-liðinu með átta mörk og Einar Pétur Pétursson kom næstur með sex mörk. Jónas Hafsteinsson skoraði átta mörk fyrir Fjölni. Selfoss hefur átta stig eins og Stjarnan eftir fimm umferðir en er með lakari markatölu. Nemanja Malovic skoraði 11 mörk og Grét- ar Eyþórsson 10 þegar ÍBV vann Fylki, 34:26, í Fylkishöllinni. ÍBV er í fjórða sæti með 7 stig eins og Víkingur en hefur lakara markahlutfall. Eyþór Lár- usson og Óðinn Stefánsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Fylki. Þá vann Grótta lið Þróttar, 23:18, á Seltjarnarnesi. iben- @mbl.is Selfoss upp í annað sæti Nemanja Malovic Einhver bið virðist ætla að verða á því að Evr- ópubúar fái að sjá brasilíska undrabarnið Neymar spila í hverri viku því nú hefur lið hans Santos í Brasilíu enn eina ferðina gefið það út að Neymar verði ekki seldur og muni spila hjá Santos þar til samingur hans rennur út árið 2014. Fullyrt hefur verið í spænskum fjölmiðlum að Barcelona sé búið að tryggja sér þjónustu Brasilíumannsins og búið að borga Santos 10 milljónir evra upp í kaupverðið nú þegar. Svo er aftur á móti ekki. „Santos hafnar öllum þeim fréttum að Neymar sé á leið til Barcelona eða nokkurs annars liðs. Það eru engar samningaviðræður í gangi. Hann verður hér til 2014 þegar samningur hans við félagið rennur út,“ segir í tilkynningu Santos. tomas@mbl.is Neymar fer ekki fet Neymar HANDKNATTLEIKUR N1-deild karla: Schenkerhöllin: Haukar – Akureyri .L15.45 N1-deild kvenna: Schenkerhöllin: Haukar – Stjarnan..L13.30 Selfoss: Selfoss – ÍBV ....................... L13.30 Framhús: Fram – Grótta...................L13.30 Kaplakriki: FH – HK .........................L13.30 Varmá: Afturelding – Valur ..............L13.30 UM HELGINA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.