Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 ÍSHOKKÍ Kristján Jónsson kris@mbl.is Bandaríkjamaðurinn David MacIsaac var á dögunum ráðinn landsliðsþjálf- ari karla í íshokkí. MacIsaac kom til Íslands fyrir rúmu ári og tók þá við þjálfun Bjarnarins. Liðið landaði sín- um fyrsta Íslandsmeistaratitli undir hans stjórn síðasta vetur. Í framhald- inu var hann hluti af þjálfarateymi Ís- lands í A-riðli 2. deildar heimsmeist- aramótsins sem fram fór hér á Íslandi. Landsliðsþjálfarinn er spenntur fyrir verkefninu. „Ég varð strax mjög spenntur fyrir þessu enda er þetta gott tækifæri fyrir mig sem þjálfara. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Mac- Isaac þegar Morgunblaðið spjallaði við hann. Starfaði fyrir Flyers MacIsaac kemur frá Boston í Massachusetts og var aðdáandi Bost- on Bruins í NHL-deildinni. Hann var öflugur leikmaður á sínum tíma og lék sem atvinnumaður um langa hríð bæði vestan hafs en einnig í Evrópu. „Ég ólst upp í Boston og gekk í há- skóla í Maine og við urðum há- skólameistarar. Að náminu loknu gerði ég NHL-samning en fór í The American Hockey League og spilaði þar í átta ár. Ég starfaði hjá Phila- delphia Flyers fyrir nokkrum árum og á ennþá hús í Philadelphia. Ég hef því orðið meiri Flyers-aðdáandi með ár- unum,“ sagði MacIsaac en AHL- deildin er eins konar 2. deild í Am- eríku. Hjá Flyers stjórnaði hann þró- un yngri flokka starfsins hjá félaginu. Bandaríkjamaðurinn fór einnig til Evrópu og spilaði sem atvinnumaður á Ítalíu, í Rússlandi og í Danmörku. Hann segir það hafa verið mesta upp- lifun að spila í Rússlandi enda deildin þar afar sterk og hefðin mikil. „Þar spilaði ég á móti leikmönnum eins og Alex Ovechkin og það var klár- lega mikil reynsla. Rússneska deildin er mjög sterk og nú er hún að nálgast NH-deildina á ný eftir að verkbannið skall á í NHL. Ég er ekkert viss um að rússnesku leikmennirnir muni snúa aftur í NHL-deildina þegar verkbann- inu lýkur,“ útskýrði MacIsaac sem þekkir orðið ágætlega til á Íslandi eft- ir eins árs dvöl og hann þekkir lands- liðið frá því á HM í vor. Björninn kom á óvart „Lið Bjarnarins kom mér á óvart síðasta vetur en ég vissi svo sem ekki við hverju ég átti að búast. Þetta er frábrugðið því sem gerist víða annars staðar en strákarnir eru fróðleiks- fúsir. Ég tel að við höfum bætt okkur mikið á síðasta tímabili og á meðan við erum með leikmenn sem eru í framför þá getum við bætt okkur. Hvað lands- liðið varðar þá þekki ég það og þekki einnig vel alla þá leikmenn sem spila hérlendis.“ Ísland er í sterkari riðlinum í 2. deild á HM sem fram fer á hverju ári í íshokkí og er því deildaskipt. Ísland vann tvo leiki í apríl og tapaði þremur en liðið hefur bætt sig jafnt og þétt á þeim stutta tíma sem íslenska lands- liðið hefur verið gert út. Stórt skref gegn Serbíu „5:3 sigurinn á móti Serbíu var stórt skref fyrir liðið. Ég held að staða okk- ar í riðlinum verði svipuð í ár og hún var í fyrra. Flest þessara liða eru ein- göngu með atvinnumenn, en við eigum bara nokkra slíka. Við mætum því leikmönnum sem fá greitt fyrir að spila allt árið en erum með marga stráka sem stunda íþróttina með námi eða vinnu. Það er mjög gott fyrir hokkíið á Íslandi að fá að spila alvöru leiki á móti þetta sterkum þjóðum,“ benti MacIsaac á og hann er með ung- an efnivið í höndunum því meðalaldur íslenska A-landsliðsins er óvenju- lágur. Góður kjarni í landsliðinu „Í landsliðshópnum er góður kjarni af ungum leikmönnum. Auk þess er fullt af ungum leikmönnum að koma upp á Íslandi og eiga þeir án vafa eftir að bæta sig. Við þetta má bæta að margir lykilleikmenn landsliðsins eru ekki gamlir og eiga mörg ár eftir,“ út- skýrði MacIsaac og hann var ánægður með áherslur forvera síns, Danans Olaf Eller. „Ég kunni vel við hans þjálfunar- aðferðir. Hann er skipulagður og mér líkaði margt af því sem hann gerði. Ég mun að sjálfsögðu breyta einhverju en það verða líklega ekki stórkostlegar áherslubreytingar. Mér líkar vel hérna á Íslandi og ég vonast til að geta gert landsliðið betra og lagt mitt af mörkum til þess að íþróttin dafni á Ís- landi,“ sagði landsliðsþjálfarinn David MacIsaac við Morgunblaðið. Spilaði á móti Alex Ovechkin Ljósmynd/Eva Björk Ræður ferðinni David MacIsaac gefur skipanir í leik hjá Birninum.  Nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands kom víða við sem atvinnumaður David MacIsaac » Fertugur Bandaríkjamaður sem er nýráðinn landsliðsþjálf- ari karla í íshokkí. Hann gerði lið Bjarnarins að Íslandsmeist- urum síðasta vetur á sínu fyrsta ári á Íslandi. » Er uppalinn í Boston en fór í háskóla í Maine og varð þar há- skólameistari í NCAA-deildinni sem leikmaður. » Spilaði á móti rússneska heimsmeistaranum Alex Ovechkin í rússnesku deildinni fyrir tæpum áratug en Ovechk- in hefur á síðustu árum verið ein stærsta stjarna NHL- deildarinnar. Einn af úrslitaleikjunum í ensku úr- valsdeildinni á þessu tímabili verður á Stamford Bridge á morgun þegar topplið Chelsea tekur á móti Man- chester United. Chelsea hefur byrjað leiktíðina vel og trónir á toppnum með 22 stig en United er í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Lundúnaliðinu. Chelsea verður án reynslubolt- anna Johns Terry og Franks Lamp- ards. Terry er í leikbanni og Lamp- ard er meiddur og er þetta skarð fyrir skildi hjá Chelsea. United er sem fyrr án Nemanja Vidic og þá er Japinn Shinji Kagawa kominn á sjúkralistann. Liðin hafa mæst 40 sinnum í úr- valsdeildinni og hefur Chelsea unnið 13 leiki en United 12. Manchester- liðinu hefur ekki tekist að fagna sigri á Brúnni í síðustu 10 leikjum. Í fyrra skildu liðin jöfn, 3:3, á Stamford Bridge eftir að Chelsea hafði komist í 3:0. „Það er engin spurning að þetta verður erfiður leikur. Chelsea-liðið er ógnarsterkt og ætlar sér titilinn í ár en við ætlum okkur hann líka,“ sagði Sir Alex Ferguson við fréttamenn í gær.  Annar stór- leikur fer fram á morgun en á Goo- dison Park verður grannaslagur þeg- ar Everton fær Liverpool í heim- sókn. Þetta verður 219. leikur lið- anna við Mersey-ána en í leikjunum til þessa hefur Liverpool unnið 87 leiki, Everton 66 og 67 leikjum hefur lyktað með jafntefli. Marouane Fel- laini og Steven Pienaar verða fjarri góðu gamni í liði Everton og þriðja leikinn í röð gæti Liverpool verið án markvarðarins Pepe Reina sem hef- ur átt við meiðsli að stríða. Everton hefur farið betur af stað en oftast áð- ur en liðið hefur 15 stig í fjórða sæti en Liverpool hefur 9 stig og er í 12. sæti. gummih@mbl.is Einn af úrslitaleikjum leiktíðarinnar Sir Alex Ferguson Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, hefur sett stefnuna á að komast í undanúrslit á heimsmeistara- mótinu sem haldið verður á Spáni í janúar. Wilbek telur lið sitt vera það fjórða besta í heiminum. „Markmið okkar er að komast í undanúrslitin. Við erum með marga góða leikmenn sem og önnur lið en við sáum það á Ólympíuleikunum að Frakkar og Króatar voru með betra lið en við. Spánverjarnir eru líka með hörkulið og þeir verða á heimavelli,“ sagði Ulrik Wilbek í viðtali við sjónvarpsstöðina TV2. Íslendingar leika í riðli með Dönum á heimsmeistara- mótinu og verður riðillinn spilaður í Sevilla. Önnur lið í riðl- inum eru Makedónía, Katar, Rússland og Síle. Besti árangur Dana á heimsmeistaramótinu er annað sætið en þeir hrepptu silfrið á HM í Svíþjóð í fyrra þar sem þeir töpuðu fyrir Frökkum í framlengdum leik, 37:35. gummih@mbl.is Wilbek vill í undanúrslitin Ulrik Wilbek Norska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að fram- lengja ekki samninginn við Eli Landsem, þjálfara kvennalandsliðsins, en undir hennar stjórn tókst Norð- mönnum að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppni Evr- ópumótsins með því að vinna Íslendinga í lokaumferð riðlakeppninnar á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í síðasta mánuði. Landsem hefur stýrt landsliðinu frá árinu 2009 en þá tók hún við starfi Bjarne Berntsens. Landsem segist gjarnan hafa viljað halda áfram og vera með liðið á Evrópumótinu í Svíþjóð en hún telur sig ekki hafa fengið nægilegan stuðning hjá stjórn knatt- spyrnusambandsins. Landsem er 50 ára gömul og lék með nokkrum norskum liðum auk þess að spila 15 landsleiki. Eftir að ferlinum lauk fór hún út í þjálfun og gerði til að mynda Asker tvívegis að norskum meisturum. gummih@mbl.is Landsem hættir með Noreg Eli Landsem Noregur Haugesund – Strömgodset......................2:3  Andrés Már Jóhannesson var ónotaður varamaður í liði Haugesund. Staðan: Rosenborg 26 14 10 2 48:20 52 Strömsgodset 27 15 7 5 56:36 52 Molde 26 16 4 6 45:30 52 Tromsö 25 13 6 6 41:24 45 Brann 26 13 3 10 54:41 42 Viking 26 11 7 8 36:33 40 Vålerenga 26 11 5 10 39:39 38 Haugasund 27 10 7 10 43:38 37 Aalesund 26 8 9 9 34:34 33 Hönefoss 26 7 11 8 28:32 32 Odd Grenland 26 8 7 11 30:39 31 Lilleström 26 6 11 9 35:44 29 Sogndal 26 6 9 11 24:34 27 Fredrikstad 26 7 3 16 36:50 24 Sandnes Ulf 25 5 7 13 30:49 22 Stabæk 26 4 2 20 22:58 14 Danmörk Nordsjælland – Aalborg ...........................1:0 Staðan: København 13 8 5 0 30:13 29 AaB 14 8 2 4 29:14 26 Nordsjælland 14 7 4 3 27:13 25 AGF 13 6 4 3 24:15 22 Randers 13 6 2 5 16:22 20 OB 13 5 4 4 16:18 19 Horsens 13 3 7 3 15:20 16 SønderjyskE 13 4 2 7 18:25 14 Midtjylland 13 3 4 6 18:24 13 Esbjerg 13 2 5 6 12:15 11 Silkeborg 13 3 2 8 11:29 11 Brøndby 13 1 5 7 12:20 8 Svíþjóð Malmö – Djurgården ................................3:1 Staðan: Malmö 28 16 7 5 48:30 55 Häcken 27 16 5 6 63:32 53 Elfsborg 27 16 4 7 42:26 52 AIK 27 14 8 5 37:25 50 Helsingborg 27 11 10 6 45:30 43 Norrköping 27 12 7 8 42:42 43 Djurgården 28 8 12 8 36:38 36 IFK Gautaborg 27 8 12 7 35:38 36 Åtvidaberg 27 9 7 11 45:45 34 Kalmar 27 9 7 11 34:39 34 Mjällby 27 8 9 10 30:34 33 Gefle 27 8 8 11 21:31 32 Syrianska 27 8 5 14 30:43 29 Sundsvall 27 6 10 11 32:38 28 Örebro 27 3 8 16 26:45 17 GAIS 27 1 9 17 21:51 12 Þýskaland Augsburg – Hamburg...............................0:2 Staðan: Bayern M. 8 8 0 0 26:2 24 E.Frankfurt 8 6 1 1 19:11 19 Schalke 8 5 2 1 17:8 17 Hamburger 9 4 1 4 11:11 13 Dortmund 8 3 3 2 18:11 12 Leverkusen 8 3 3 2 13:11 12 Hannover 8 3 2 3 16:13 11 Freiburg 8 3 2 3 13:10 11 Mainz 8 3 2 3 9:10 11 W.Bremen 8 3 1 4 14:13 10 F.Düsseldorf 8 2 4 2 6:8 10 Stuttgart 8 2 3 3 8:14 9 M’gladbach 8 2 3 3 9:16 9 Hoffenheim 8 2 2 4 13:17 8 Nürnberg 8 2 2 4 7:14 8 Augsburg 9 1 3 5 5:13 6 Greuther F. 8 1 2 5 5:14 5 Wolfsburg 8 1 2 5 2:15 5 Belgía Standard Liege – Cercle Brugge ...........2:1  Eiður Smári Guðjohnsen skoraði mark Cercle en hann og Arnar Þór Viðarsson léku allan leikinn fyrir Cercle Brugge. KNATTSPYRNA 1. deild karla Selfoss – Fjölnir ....................................27:21 Grótta – Þróttur ....................................23:18 Fylkir – ÍBV ..........................................26:34 Staðan: Stjarnan 5 3 2 0 143:117 8 Selfoss 5 4 0 1 129:108 8 Víkingur 5 3 1 1 131:116 7 ÍBV 5 3 1 1 156:112 7 Grótta 5 2 0 3 127:125 4 Þróttur 5 2 0 3 113:145 4 Fjölnir 5 0 1 4 119:154 1 Fylkir 5 0 1 4 111:152 1 Þýskaland Grosswallstadt – Minden.....................35:22  Sverre Jakobsson skoraði ekki mark fyr- ir Grosswallstadt.  Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk fyrir Minden Staða efstu liða: RN Löwen 8 8 0 0 234:199 16 Füchse Berlin 9 7 2 0 266:233 16 Kiel 8 7 1 0 278:207 15 Hamburg 8 5 2 1 236:212 12 Wetzlar 9 5 1 3 256:250 11 N-Lübbecke 9 5 0 4 259:249 10 Flensburg 7 4 2 1 224:175 10 Magdeburg 9 5 0 4 271:253 10 HANDBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.