Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Jón Ólafur Jónsson var í miklu stuði þegar Snæfell valtaði yfir KR í DHL-höllinni í Frostaskjóli á fimmtudagskvöldið. Nonni Mæju eins og hann er kallaður í Stykk- ishólmi hefur verið drjúgur í fyrstu leikjunum í Dominos-deildinni. Að þessu sinni datt hann hins vegar í feiknarlegt stuð og hitti úr 12 skot- um af 13 í leiknum. Á opinberum pappírum er Jón Ólafur þó með 100% skotnýtingu en að hans sögn virðist hafa gleymst að setja á leikskýrsluna eitt erfitt þriggja stiga skot sem hann brenndi af seint í leiknum. „Það væri svolítið ljótt að eigna sér þetta því ég veit ekki betur en ég hafi klikkað á einu þriggja stiga skoti rétt áður en ég fór út af,“ sagði Jón Ólafur og var heiðarleikinn uppmálaður þegar Morgunblaðið tók púlsinn á honum í gær. Þó að hann hafi ekki verið með fullkomna skotnýtingu er engu að síður um sérstaklega góða frammi- stöðu að ræða. Í íþróttunum er stundum talað um að fólk komist einstaka sinnum í „zone“ eins og það heitir á lélegri íslensku, þegar nánast allt gengur upp. Jón líkti sinni frammistöðu við það fyrirbæri. Allt opið eftir fyrstu tvö þriggja stiga skotin „Ég man ekki eftir því að hitta svona vel þegar um er að ræða svona mörg skot. Eftir að fyrstu tvö þriggja stiga skotin fóru niður voru hin skotfærin frekar opin. Eftir því sem leið á leikinn fóru KR-ingar að gefa svolítið eftir en við héldum áfram að splundra vörn þeirra. Þá fékk ég opin færi eins og margir aðrir í liðinu og við hittum mjög vel,“ sagði Jón Ólafur sem skoraði 27 stig í leiknum. Hann spilaði eitt keppnistímabil með KR fyrir sex ár- um og þekkir sig ágætlega í Vest- urbænum. „Væntanlega bjóst enginn við þessum úrslitum. Við spiluðum varnarleikinn alvega hrikalega vel alveg frá byrjun. Við slökuðum ekki á í byrjun þriðja leikhluta þegar þeir reyndu að spýta í lófana. Þá gáfum við ennþá meira í. Þá brotn- uðu þeir alveg og eftir það varð þetta frekar auðvelt og þeir gáfu þetta upp á bátinn í síðasta leikhlut- anum,“ sagði Jón Ólafur ennfremur við Morgunblaðið í gær en lokatölur leiksins urðu 104:63 Snæfelli í hag. Hittnin ekki 100 prósent  Jón Ólafur Jónsson viðurkennir að hafa ekki átt fullkominn leik gegn KR  Tölfræðin klikkaði  Hitti úr 12 skotum af 13  KR-ingar brotnuðu alveg Morgunblaðið/Golli Hittinn Jón Ólafur átti frábæran leik gegn KR en ekki fullkominn. Sundsvall Dragons, lið íslensku landsliðsmannanna Hlyns Bærings- sonar og Jakobs Arnar Sigurð- arsonar í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, er á miklu skriði þessa dagana og vann sinn fimmta sigur í sex leikjum í gærkvöldi. Drekarnir frá Sundsvall höfðu þá betur gegn LF Basket, 92:77, og átti Hlynur stórleik. Hann skoraði 26 stig, tók 15 fráköst og gaf sex stoð- sendingar. Jakob Örn bætti svo við þrettán stigum auk þess sem hann tók þrjú fráköst og gaf tvær stoð- sendingar. Peter Öqvist, landsliðs- þjálfari Íslands, er einnig þjálfari Sundsvall og hefur honum tekist að koma liðinu í gang eftir tap í fyrstu umferð deildarinnar. Gærkvöldið var ekki jafngott hjá öðrum landsliðs- manni, Pavel Er- molinskij. Hann þurfti að sætta sig við tap með liði sínu Norrköp- ing Dolphins gegn 08 Stokk- hólmi, 81:68, á útivelli. Pavel skoraði aðeins fjögur stig en var frá- kastahæstur með tíu fráköst. Hann fékk aftur á móti dæmdar á sig tvær tæknivillur og var því rekinn úr hús- inu eins og gerist þegar menn gera sig seka um slíkan verknað. tomas@mbl.is Hlynur óstöðvandi í sigri Sundsvall Hlynur Bæringsson Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Skallagrímsmenn úr Borgarnesi unnu sinn þriðja sigur í röð í Dom- inos-deild karla í körfubolta í gær- kvöldi þegar þeir lögðu ÍR nokkuð örugglega, 80:71, á heimavelli. Eftir að hafa tapað fyrsta leik tímabilsins í nýliðaslag gegn KFÍ í Ísafjarðarbæ hefur Skallagrímur nú unnið þrjá leiki í röð og er ásamt Stjörnunni, Snæfelli, Fjölni og Grindavík með sex stig á toppi deildarinnar. Carlos Medlock skoraði 34 stig fyrir Skallagrímsmenn í gærkvöldi og áfram heldur Páll Axel Vilbergs- son að sanna hversu mikill happa- fengur hann er fyrir nýliðana. Páll Axel skoraði 18 stig í gærkvöldi og tók auk þess fjögur fráköst. ÍR-ingar gerðu heiðarlega tilraun til að saxa á sextán stiga forskot Skallagríms í fjórða leikhlutanum í Borgarnesi í gær og fór Hreggviður Magnússon fyrir sínum mönnum. Breiðhyltingar komust ekki nær en níu stig á endanum en Hreggviður var stigahæstur í liði gestanna með 25 stig og tók þess utan sex fráköst. Eric James Palm skoraði 20 stig. Keflavík vann KFÍ í þess eigin búningum Keflavík er ekki vant því að tapa fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en sú var staðreyndin fyrir gærkvöldið. Þessi árangur hefur eitthvað komið flatt upp á menn í Reykjanesbæ því þeir tóku sig til og gleymdu keppn- isbúningum sínum heima. Þurftu gestirnir að spila í útivallarbúningum KFÍ og því næg auglýsing í boði fyrir styrktaraðila Ísfirðinganna. Það fór þó svo að Keflavík innbyrti sinn fyrsta sigur í deildinni með því að leggja KFÍ í þess eigin búningum, 79:69. Kevin Glitner átti flottan leik fyrir gestina og skoraði 24 stig og tók fimm fráköst. Momcilo Latinovic skoraði 25 stig fyrir KFÍ. Þrír sigrar í röð hjá Skallagrími Morgunblaðið/Árni Sæberg Traustur Páll Axel Vilbergsson hefur spilað vel með nýliðunum.  Keflavík vann í búningum KFÍ Dominosdeild karla KFÍ – Keflavík 69:79 Ísafjörður, úrvalsdeild karla, 26. október 2012. Gangur leiksins: 4:2, 6:14, 13:22, 16:24, 19:26, 23:31, 32:37, 39:43, 44:49, 46:55, 46:62, 49:65, 58:65, 60:67, 63:70, 69:79. KFÍ: Momcilo Latinovic 25, Bradford Harry Spencer 15/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 11/5 fráköst, Pance Ilievski 8/4 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 4/7 fráköst, Óskar Kristjánsson 4, Christopher Miller- Williams 2/5 fráköst. Fráköst: 17 í vörn, 13 í sókn. Keflavík: Kevin Giltner 24/5 fráköst, Mich- ael Graion 18/17 fráköst, Darrel Keith Lewis 15/5 fráköst, Magnús Þór Gunnars- son 9/4 fráköst, Valur Orri Valsson 4/6 frá- köst, Snorri Hrafnkelsson 4, Ragnar Ger- ald Albertsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2/5 fráköst/3 varin skot. Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Rögnvald- ur Hreiðarsson, Jón Bender. Áhorfendur: 100 Skallagrímur – ÍR 80:71 Borgarnes, úrvalsdeild karla, 26. október 2012. Gangur leiksins: 7:5, 10:13, 21:15, 28:19, 33:24, 35:32, 36:32, 39:34, 43:40, 49:44, 57:44, 64:48, 66:53, 66:57, 69:66, 80:71. Skallagrímur: Carlos Medlock 34, Páll Ax- el Vilbergsson 18/4 fráköst, Haminn Quaintance 15/8 fráköst, Davíð Ásgeirsson 5, Trausti Eiríksson 3/6 fráköst, Sigmar Egilsson 3, Orri Jónsson 1/6 fráköst/8 stoð- sendingar, Birgir Þór Sverrisson 1. Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn. ÍR: Hreggviður Magnússon 25/6 fráköst, Eric James Palm 20, Nemanja Sovic 13/6 fráköst, D’Andre Jordan Williams 9/5 frá- köst, Hjalti Friðriksson 2/5 fráköst, Þor- valdur Hauksson 2/10 fráköst. Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn. Dómarar: Jón Guðmundsson, Georg And- ersen, Davíð Tómas Tómasson. Staðan: Skallagrímur 4 3 1 342:310 6 Snæfell 4 3 1 412:344 6 Grindavík 4 3 1 395:355 6 Stjarnan 4 3 1 362:334 6 Fjölnir 4 3 1 333:320 6 Þór Þ 4 2 2 331:336 4 KR 4 2 2 328:349 4 KFÍ 4 2 2 317:351 4 ÍR 4 1 3 322:351 2 Keflavík 4 1 3 325:350 2 Njarðvík 4 1 3 319:348 2 Tindastóll 4 0 4 303:341 0 1. deild karla Reynir S. – Hamar ................................64:91 FSu – ÍA.................................................82:69 Haukar – Þór Akureyri.......................103:84 Breiðablik – Augnablik.........................77:61 Staðan: Hamar 3 3 0 264:199 6 Valur 3 3 0 256:202 6 Haukar 3 2 1 276:245 4 Höttur 3 2 1 250:225 4 Breiðablik 3 2 1 258:234 4 Þór A. 3 1 2 243:270 2 Augnablik 3 1 2 215:250 2 FSU 3 1 2 228:244 2 ÍA 3 0 3 222:263 0 Reynir S. 3 0 3 198:278 0 Svíþjóð LF Basket – Sundsvall .........................77:92  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 13 fyrir Sundsvall og tók þrjú fráköst en Hlynur Bæringsson skoraði 25 stig, tók 16 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Stockholm – Norrköping ....................68:81  Pavel Ermolinskij skoraði fjögur fyrir Norrköping og tók tíu fráköst en var rek- inn úr húsi með tvær tæknivillur. KÖRFUBOLTI Verslunarrými Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Verslunarhillur Verðmerkilistar Gínur Útiskilti Fataslár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.