Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Page 7

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2012 7 Styrkir Jól í London Viljum skipta á íbúð og bíl yfir jól og áramót, helst í vesturbæ Reykjavíkur. Upplýsingar á netfang: gydajonsdottir@hotmail.co.uk eða í síma 00 44 207 366 7034. Auglýsing frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og velferðarráðuneyti Umsóknir um styrki á safnliðum ráðuneyta samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2013 Umsóknarfrestur er til miðnættis 20. nóvember 2012 Á fjárlögum ársins 2012 var fyrirkomulagi við úthlutun styrkja til félaga, samtaka og einstaklinga breytt hvað varðar aðkomu fjárlaganefndar Alþingis. Ákvörðun um framlag til einstakra málaflokka fer þó eftir samþykki Alþingis í fjárlögum 2013. Ráðuneytin munu einungis úthluta styrkjum til verkefna sem falla undir málefnasvið þeirra að svo miklu leyti sem þau falla ekki undir lögbundna sjóði eða samninga, svo sem menningarsamninga eða vaxtarsamn- inga. Því er mikilvægt að umsækjendur kynni sér vel hvaða ráðuneyti ber ábyrgð á þeim málaflokki sem verkefni umsækjanda um styrk fellur undir. Verkefni eru einungis styrkhæf í einu ráðuneyti og áskilja ráðuneyti sér rétt til að færa umsóknir á milli ráðuneyta, falli verkefni betur að málaflokki í öðru ráðuneyti. Mat á umsóknum. Starfshópur metur styrkhæfi umsókna og gildi þeirra fyrir verkefnasvið ráðuneytis almennt. Mat á umsóknum skal einkum byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum eftir því sem við á: a) gildi og mikilvægi verkefnis fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks, b) gildi og mikilvægi fyrir kynningu og markaðssetningu viðkomandi málaflokks, c) að umsækjanda takist að ná þeim markmiðum sem verkefnið miðar að, d) starfsferli og faglegum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda, e) fjárhagsgrundvelli verkefnis og/eða hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki til sama verkefnis. Hafi umsækjandi áður fengið styrk til verkefnis þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd fyrra verk- efnis og ráðstöfun styrkfjárins til að ný umsókn komi til greina eða eins og kveðið er á um í samkomulagi vegna fyrri styrkveitinga. Við mat á umsóknum er starfshópnum heimilt að leita umsagnar fagaðila, gerist þess þörf. Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir eigi síðar en 31. janúar 2013. Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins (http://minarsidur.stjr.is). Nánari upplýsingar má finna á vef viðkomandi ráðuneytis. Verkefni eftir ráðuneytum: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Stuðningur við áhugahópa og faglegt starf Veittir eru styrkir til að styðja við aðila utan ríkisstofnana sem starfa á verkefnasviði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og njóta ekki framlaga á fjárlögum. Velferðarráðuneyti Styrkir til félagasamtaka Veittir eru styrkir til félagasamtaka sem starfa á verkefnasviði ráðuneytisins. Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir til að styðja við ráðgjöf og stuðning félagasamtakanna við umbjóðendur sína. Verkefnastyrkir á sviði velferðarmála Veittir eru styrkir til félagasamtaka vegna verkefna og aðgerða sem falla að verkefnasviði ráðuneytisins Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Verkefnastyrkir á sviði umhverfis- og auðlindamála Veittir eru styrkir til að styðja við verkefni á vegum aðila utan ríkisstofnana sem starfa á verkefnasviði umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Rekstrarstyrkir til frjálsra félagasamtaka Veittir eru rekstrarstyrkir til frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfis- og auðlindamála til að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og til að efla almenna vitund um gildi umhverfis- og náttúruverndar. Mennta- og menningarmálaráðuneyti Styrkir á sviði lista og menningar Veitt eru framlög til félagasamtaka og annarra aðila sem starfa á sviði lista og menningar og hafa ekki aðgang að menningarsamningum eða sjóðum. Styrkir á sviði menningararfs Veitt eru framlög til félagasamtaka og annarra aðila sem starfa að varðveislu menningarminja og hafa ekki aðgang að menningarsamningum eða sjóðum. Styrkir til uppbyggingar landsmótsstaða Veitt eru framlög til að styðja við uppbyggingu á landsmótssvæðum í samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila. Reykjavík, 18. október 2012. * Nýtt í auglýsingu 15330 Röntgentæki fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. Ríkiskaup f.h. Sjúkrahússins á Akureyri óska eftir tilboðum í alstafræn- an röntgenbúnað (e. Digital Radiology system and DR mobile). Nánari upplýs- ingar eru í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikis- kaup.is. Opnunartími tilboða er 21. nóvember 2012 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum. *15311 Veðurmælar á Keflavíkurflugvelli. Ríkiskaup f.h. ISAVIA ohf óska eftir til- boðum í afhendingu, uppsetningu og þjónustu við sjálfvirkt veðurmælikerfi (AWOS) og veðursjár (LIDAR) til mælinga og vöktunar á ýmsum veðurþáttum eins og skýjahæð/skýjahulu og ösku í lofti. Veðurmælikerfið verður staðsett á Kefla- víkurflugvelli með fjartengingu til Veður- stofu Íslands. Veðurmælikerfið skal vera sjálfvirkt kerfi til mælinga, gagnasöfnun- ar, rauntíma úrvinnslu, greiningar og skjávinnslu á öllum veðurþáttum sem máli skipta vegna flugumferðar um Keflavíkurflugvöll. Nánari upplýsingar eru í útboðsgögnum sem verða aðgengi- leg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Opnunartími tilboða er 22. nóvember 2012 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum. 15334 Ræsting á byggingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérstaks saksóknara - leiðrétt. Ríkiskaup, fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu (LRH) og Sérstaks saksóknara, óska eftir tilboðum í ræstingu og hreingern- ingu á byggingum LRH við Hverfisgötu 113, Rauðarárstíg 10, Krókhálsi 5, Grens- ásvegi 9, Flatahrauni 11 Hafnarfirði og Dalvegi 18 Kópavogi, auk bygginga embættis Sérstaks saksóknara að Skúlagötu 17 og 19. Nánari upplýsingar er að finna í útboðslýsingunni sem verður aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is, þriðjudaginn 23. októ- ber 2012. Vettvangsskoðun: Bjóðendum er boðið að skoða aðstæður á verkstað sbr. kafla 1.1.1., með fulltrúa verkkaupa, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Væntanlegir bjóðendur skulu tilkynna komu sína, fyrir kl. 15:00 mánudag- inn 29. október, til Ríkiskaupa í síma: 530-1400 eða netfang: utbod@rikis- kaup.is og fá um leið nánari leiðbeining- ar.Tilboð verða opnuð þann 6. desember 2012 kl. 11:00 í húsnæði Ríkiskaupa. Bjóðendur eru hvattir til að mæta tímanlega, þar sem erfitt getur verið að fá bílastæði í nágrenni við Ríkiskaup. Fyrirtæki til sölu Til sölu er bifreiða- og búvélaverkstæðið Pardus ehf. á Hofsósi. Á verkstæðinu er einnig starfrækt rafmagnsþjónusta. Félagið er í fullum rekstri og vel tækjum búið. Starfsmenn eru 6-8. Nánari upplýsingar hjá Fasteignasölu Sauðárkróks, sími 453 5900. Fyrirtæki Húsnæði erlendis

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.