Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2012 Félagslíf Safnaðarheimili Grensáskirkju Samkoma kl. 17 sunnudag- inn 21. október. Ræðumaður Hermann Bjarnason. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Sunnudag kl. 17.00 Samkoma. Trond Are Schelander talar. Mánudagur kl. 15 Heimilasamband – Allar konur hjartanlega velkomnar. Morgunbæn – alla virka daga kl. 10.30. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6. Kl. 11.00 Haustmót Fíladelfíu. Yfirskrift mótsins er: ,,Viltu meira” og ræðumaður er J. Lee Grady. Kaffi og samfélag eftir samkomuna. Kl. 14.00 Samkoma á ensku hjá Alþjóðakirkjunni. Kl. 18.00 Kvöldsamkoma. Ljúf lofgjörð og prédikun Guðs orðs. Samfélag og spjall eftir sam- komuna. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2013 Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir hér með eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi og/eða rökstuddum ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2013. Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur. Væntanlegir um- sækjendur eru beðnir að haga umsóknum í samræmi við reglur um bæjarlistamann sem liggja frammi á bæjarskrifstofum Seltjarnarness að Austurströnd 2, en þær er einnig að finna á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is Umsóknum og/eða ábendingum skal skila á bæjarskrifstofur Seltjarnarness merktum: ,,Bæjarlistamaður 2013" fyrir 25. nóvember nk. Menningarnefnd Seltjarnarness Menningarnefnd Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Garðar Björg- vinsson, Michael-miðill, Símon Bacon, Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari og auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum upp á einka- tíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rannsóknir og útgáfur, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Auglýsing um sveinspróf í skrúðgarðyrkju Sveinspróf í skrúðgarðyrkju verður haldið í vikunni 19.-23. nóvember 2012 í Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum. Umsóknarfrestur er til 14. nóvember nk. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma. ATH. Greiða skal prófagjald kr. 15.000 áður en próf hefst með áður heimsendum gíróseðli. Upplýsingar og umsóknir Umsóknir skulu sendar til Ágústu Erlingsdóttur, agusta@lbhi.is, sem jafnframt gefur allar nánari upplýsingar um prófið. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur heimild til að fresta prófi ef ekki næst næg þátttaka. Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjum, Ölfusi, 810 Hveragerði. Tilkynningar Bláfáninn var fyrir skömmu dreginn að húni í Bláa lóninu í 10. sinn. Þar á bæ hef- ur fánanum góða verið flaggað árlega frá árinu 2003, en þetta er alþjóðleg viður- kenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Í ár er Bláfánanum flaggað á 3.850 stöðum í 46 löndum. Leikskólabörn frá leikskólanum Króki í Grindavík að- stoðuðu við athöfnina en leikskólinn hef- ur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, sagði við þetta tækifæri að það væri bæði hvetj- andi og ánægjulegt að Bláa lónið, sem væri einn þekktasti staður Íslands, flaggaði Bláfánanum nú í 10. sinn. „Blá- fáninn er útbreiddasta umhverfisviður- kenning sinnar gerðar í heiminum og því víða þekkt vörumerki,“ segir Guð- mundur Ingi. Magnea Guðmundsdóttir, kynningar- stjóri Bláa lónsins hf., segir starfsmenn fyrirtækisins stolta af þessu. „Bláfáninn er hvatning til okkar um að halda áfram á sömu braut og hafa umhverfismál í for- gangi. “ Efla umhverfisvitund Meginmarkmið Bláfánaverkefnisins er bætt umhverfisstjórnun, góð hreinlætis- aðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upp- lýsingum um þjónustu á viðkomandi svæði og slysavarnir. Mikilvægur liður í Bláfánaverkefninu er að efla almenna umhverfisvitund og er það gert með lif- andi fræðslu og upplýsingum um náttúru og viðkvæm svæði á bláfánastöðum. sbs@mbl.is Fá Bláfánann í tíunda sinn  Bláa lónið á beinni braut í umhverfismálum Flaggað Bláfáninn dreginn að hún við samlitt lón með aðstoð leikskólabarna. Ragnhildur Geirs- dóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs hjá Landsbankanum og tekur strax til starfa. Fram- kvæmdastjórar bank- ans eru því sjö, fjórar konur og þrír karlar. Alls sóttu 65 manns um starfið, 52 karlar og 13 konur. Nýverið var tilkynnt um stofnun rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans sem sinna mun rekstri tölvumálum almennt og auk þess sem starfsmenn sviðsins hafa umsjón með fasteignum bankans og fleiri þáttum. Á sviðinu starfa um 350 manns. Jafnframt því að veita forstöðu rekstrar- og upp- lýsingatæknisviði mun Ragnhildur stýra hagræðingarverkefnum sem ganga þvert á bankann og starfsemi hans. Ragnhildur til Landsbanka Ragnhildur Geirsdóttir Sigurhjörtur Sigfús- son hefur verið ráð- inn fjármálastjóri verkfræðistofunnar Mannvits. Hann er löggiltur endurskoð- andi og viðskipta- fræðingur frá Há- skóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sínu sviði. Áður starfaði Sigur- hjörtur hjá Skiptum, móðurfélagi Sím- ans, og þar áður hjá ýmsum stórum fyr- irtækjum. Kona hans er Harpa Maren Sigurgeirsdóttir námsráðgjafi og eiga þau tvö börn. Sigurhjörtur til Mannvits Sigurhjörtur Sigfússon Skrifað hefur verið undir viljayfirlýs- ingu um stofnun Menntamiðju – sam- ráðsvettvangs um skóla- og frístund- astarf. Að samkomulaginu standa menntamálaráðuneytið, Samband ís- lenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Ís- lands, Hug- og félagsvísindasvið Há- skólans á Akureyri og Reykjavíkurborg. „Menntamiðja byggist á þeirri hug- mynd að fólk þurfi að hittast, tala sam- an og deila hugmyndum til að læra og þróast í starfi,“ segir Anna Kristín Sig- urðardóttir lektor og deildarforseti kennaradeildar HÍ. Hugmyndin er, segir hún, að nota tæknina og búa til samfélög á netinu þar sem fólk kemur saman úr ólíkum áttum – svo úr verði suðupottur hug- mynda og þekkingar. Markmið Menntamiðju eru að byggja brýr milli aðila innan skólasamfélags og fagfólks í frístundastarfi með því að skapa vettvang til samstarfs um þróun starfsins. Er ætlunin að þetta verði sem rammi utan um grasrótarstarf á ýmsum sviðum. Fjölmörg torg Þegar hafa á vettvangi skólasam- félagsins verið sett á laggirnar tungu- málatorg, náttúruvísindatorg og sér- kennslutorg sem var opnað nýverið. Fleiri slík eru undirbúningi. Þorbjörg Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri segir tungumálatorgið byggjast á samstarfi fólks, símenntun, upplýsingarmiðlun, námsefnisgerð, kennsluaðferðum og ýmsum verkefnum. Hún segir mikla grósku á tungumálatorginu og kenn- arasamfélög blómstri þar sem fólk tali saman, vinni saman, deili efni og spyrji ráða. sbs@mbl.is Undirritun Fjölmargir koma að starfi Menntamiðjunnar og skrifuðu fulltrúar þeirra stofnana og félagasamtaka undir samninga þar um á dögunum. Verði suðupottur hug- mynda og þekkingar  Menntamiðja vettvangur frístundastarfs Viðburðastaðurinn, verslunin og vinnustofan Flóra á Akureyri verður opnuð á Akureyri í dag. Starfsemin er í gamla kaupfélagshúsinu í Hafnarstræti á Akureyri, en í því húsi var verslunin Frú- in í Hamborg starfrækt síðustu ár. Í til- efni af þessum umbreytingum verða vinnustofu Flóru opnar í dag laugardag frá kl. 15 til 17. Gamla Kaupfélagshúsið á Akureyri hefur því enn á ný fengið nýtt hlutverk, en margvísleg starfsemi hefur verið í húsinu frá því að það var reist af Pönt- unarfélagi Eyfirðinga, sem síðar varð KEA, árið 1898. Og nú er Flóra starf- rækt á tveimur neðri hæðum hússins, en eins og kunnugt er var Flóra áður rekin í suðurhluta Listagilsins á Akureyri. Áhersla á endurnýtingu Með flutningnum var starfsemi Flóru einnig víkkuð út að hluta. Jafnframt því að vera verslun sem leggur áherslu á endurunnar vörur, endurnýtingu og náttúruvörur, ásamt myndlist, tónlist og bókmenntum, hefur Flóra staðið fyrir ýmsum viðburðum svo sem mynd- listasýningum, upplestrum, gjörningum og kvikmyndasýningum. Sex manns verða með vinnustofu í Flóru, fólk sem sinnir fjölbreytilegu skapandi starfi eins og ljósmyndun, saumum, skrifum, fræðistörfum, textíl- þrykki og myndlist. Áherslan í starfinu er endurvinnsla og endurnýting. sbs@mbl.is Fjölbreytni hjá Flóru Akureyri Flóra á fallegum stað í bænum.  Viðburðir, verslun og vinnustofa á Akureyri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.