Morgunblaðið - 12.11.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.11.2012, Qupperneq 1
 Almannavarna- deild ríkislög- reglustjóra hefur hafið vinnu við að- gerðaáætlun vegna komu skemmti- ferðaskipa í Faxa- flóahafnir, að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra. Brýnt er að gera viðbragðs- og aðgerðaáætlun í Reykjavíkurhöfn vegna mögulegra sjóslysa, að mati Júlíusar Vífils Ingvarssonar, borg- arfulltrúa og stjórnarmanns í Faxa- flóahöfnum. »12 Aðgerðaáætlun fyrir Faxaflóahafnirnar M Á N U D A G U R 1 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  265. tölublað  100. árgangur  www.kaupumgull.is Græddu á gulli Kringlunni 3. hæð mán. þri. mið. frá kl. 11.00 til 18.00 Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000 FJÖGUR MYND- BANDSVERK Á SÝNINGU SIGURÐAR KYNLÍF Á MEÐGÖNGU OG EFTIR FÆÐINGU SKAPAR SJÁLFS- MYNDIR MEÐ ORÐUM VANTAR NOKKUÐ UPP Á FRÆÐSLU 10 LJÓÐABÓK OG ÞÝÐINGAR 26FJARLÆGÐ Í KLING&BANG 28 Aðgerðir » Bráðabirgðaákvæði um framlengingu atvinnuleys- isbótaréttar í fjögur ár rennur út í lok þess árs. » Skv. tillögunum stæði þeim sem misst hafa bótaréttinn til boða starfstengd úrræði í sex mánuði. Hólmfríður Gísladóttir Ómar Friðriksson Sveitarfélög og fyrirtæki munu skuldbinda sig til að skapa um 2.200 störf eða starfstengd úrræði fyrir atvinnuleitendur á næsta ári, sam- kvæmt tillögum um aðgerðir vegna atvinnulausra sem missa réttinn til atvinnuleysisbóta eftir áramót. Að- gerðirnar yrðu niðurgreiddar af At- vinnuleysistryggingasjóði en sveit- arfélögunum yrði ætlað að finna störf fyrir helming hópsins og fyr- irtækjum fyrir hinn helminginn. Forsvarsmenn sveitarfélaga funda um tillögurnar á miðvikudag en skv. heimildum Morgunblaðsins hafa sveitarstjórnarmenn nokkrar áhyggjur af þeim fjölda starfa sem þeir þurfa að útvega. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir að ef sam- komulag náist um aðgerðirnar taki gífurleg vinna við. „Það þarf að gera ansi myndar- legt átak til þess að nálgast fyr- irtækin og fá þau til þess að vera með,“ segir Vilhjálmur en enn sé ekki ljóst hvernig framkvæmdinni yrði háttað. Vilhjálmur segir aðgerðirnar nauðsynleg viðbrögð við afmörkuð- um hluta ákveðins vandamáls, þess að störfum hafi ekki verið að fjölga. „Þessi lausn er aðeins hugsuð sem, ef svo má segja, björgunaraðgerð gagnvart þessu fólki, en þetta er ekki hugsað sem einhver varanleg lausn á vanda okkar í atvinnulífinu.“ Uggandi um atvinnusköpun  Fyrirtæki og sveitarfélög útvegi langtímaatvinnulausum á þriðja þúsund störf MÚtvega á störf »16 Morgunblaðið/RAX Stormur Það er ekkert lát á óveðr- unum sem ganga yfir landið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins varaði í gær við mögulegri röskun á skólastarfi yngri barna í dag vegna óveðurs. Vindur verður í hámarki frá kl. 6-12 eða þegar fólk fer til vinnu og skóla. Á höfuðborgarsvæðinu má bú- ast við að hvassast verði í efri byggð- um Reykjavíkur og Kópavogs og í Vallahverfi og Áslandi í Hafnarfirði. Veðurstofan varaði í gær við stormi, meira en 20 m/s, á landinu í nótt og í dag. Vindur í hviðum gæti farið yfir 40 m/s. Þá var búist við mikilli úrkomu suðaustantil á land- inu. Samkvæmt spá Veðurstofunnar átti vindur að fara í SA 15-23 m/s suðvestantil á landinu eftir miðnætt- ið í nótt og 18-28 m/s þar snemma í morgun. Vindur átti að vera suðaust- an 15-23 m/s í öðrum landshlutum. Vind átti að lægja um og eftir hádegi, fyrst suðvestanlands. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varaði við hríð og skafrenningi á fjallvegum norðanlands nú að morgninum og skafrenningi norðan- lands. Hann gerði ráð fyrir vindhvið- um, allt að 35-45 m/s undir Hafnar- fjalli og á Kjalarnesi frá því í nótt og fram eftir morgni. gudni@mbl.is Stormspá í kortunum  Varað við hríð og skafrenningi á fjallvegum fyrir norðan Börn geta oftar en ekki dundað sér úti við svo tímunum skiptir enda ímyndunaraflið ríkulegra en hjá þeim sem eldri eru. Þannig getur það verið hin besta skemmtun að stökkva á milli steina eins og þessi ungi drengur gerði í Læknum í Hafnarfirði í gær, enda aldrei að vita nema næsta ævintýri bíði þegar yfir er komið. Svo lengi sem klæðnaðurinn er hlýr og góður getur ekkert sett leikgleðinni skorður. Næsta ævintýri leitað uppi Morgunblaðið/Kristinn  „Því miður verður að segjast að það horfir ekki vel í þeim samn- ingum,“ segir Gunnar Smári Eg- ilsson, formaður SÁÁ, en ekki hef- ur verið samið milli SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands um al- menna göngudeildarþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Bæjarráð Akureyrar hefur skor- að á SÁÁ að tryggja rekstur starf- semi sinnar á Akureyri. »13 Skorað á SÁÁ að tryggja rekstur Meirihluti þjóðarinnar vill aft- urkalla umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þetta kemur fram í blaði Heimssýnar sem dreift er með Morgunblaðinu í dag. Heimssýn fékk Capacent Gallup til að kanna afstöðu þjóðarinnar til ESB-umsóknarinnar. Svörin sýndu að 53,5% vilja afturkalla umsókn- ina, 36,4% vilja halda henni til streitu og 9,9% voru hlutlaus. Könnunin var gerð á netinu í sept- ember og október 2012. Capacent Gallup spurði sömu spurningar fyrir Heimssýn sumarið 2011. Þá vildi 51% afturkalla um- sóknina og 38,5% voru henni hlynnt. Nýja könnunin sýnir því að þeim fjölgar sem vilja afturkalla ESB-umsóknina. ESB Bilið hefur breikkað milli fylgjenda og andstæðinga umsóknar um aðild að ESB. Þeim fjölgar sem vilja afturkalla ESB-umsóknina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.