Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Erum með allar gerðir af heyrnartækjum - einnig „ósýnileg“ ATH! Myndin sýnir tækin í raunstærð Okkar markmið er að allir landsmenn heyri vel Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Aðsóknarmynstur íslenskra kvik- myndahúsagesta hefur verið að breytast síðustu ár og eru breyting- arnar á marga vegu hagfelldar eig- endum kvikmyndahúsanna. „Fyrir bankahrun sáum við oft miklu meiri sveiflur í aðsókn á milli mánaða. Núna er aðsóknin mun jafnari og skýrist m.a. af því að framan af kreppunni dró úr samkeppninni á afþreyingarmarkaðinum. Þegar stórtónleikar með alþjóðlegum stjörnum voru reglulegt fyrirbæri þá dugði oft ekkert minna en virki- lega góð kvikmynd til að fá eðlileg- an fjölda gesta í kvikmyndahúsin,“ segir Jón Eiríkur Jóhannsson. „Nú hefur samkeppnin aukist á ný, t.d. með tilkomu Hörpunnar, en samt er kvikmyndahúsunum að takast að standa framboðið af sér. Mögulega má leita skýringar í því að okkur tekst að vera mjög framarlega í frumsýningum mynda og erum að sýna á sama tíma og Evrópa eða Bandaríkin.“ Jón er rekstrarstjóri kvikmynda- húsa Senu: Smárabíós og Háskóla- bíós. Hann segir ekki hægt að neita því að á heildina hafi aðsókn dregist saman. „Ef ég man tölurnar rétt varð 3% samdráttur á landsvísu á síðasta ári, mælt í fjölda gesta. Þrátt fyrir allt er þetta viðráðanleg- ur samdráttur og kvikmyndahúsin standa vel að vígi enda ferð á góða kvikmynd ekki dýr leið til að gera sér dagamun, sýna sig og sjá aðra. Að horfa á kvikmynd kallar líka ekki á mikla fyrirhöfn eða tíma, og ef fólk gerir eins og Íslendinga er siður og kemur 10 mínútum of seint á myndina þá þarf ekki að borga barnapíunni nema fyrir örstutta pössun,“ bætir hann við og kímir. Nýju tækin kosta sitt Það leggur aukinn þrýsting á rekstur kvikmyndahúsanna að miklar tækniframfarir hafa orðið í sýningarvélum síðustu árin og krafa iðnaðarins að fjárfest sé í nýj- um og dýrum tækjum. Gamla góða 35 mm filman er nær alveg horfin úr notkun og stafræna tæknin búin að taka yfir. „Í janúar útbjuggum við síðasta salinn okkar með staf- rænni sýningartækni. Til lengri tíma litið á stafræna tæknin að skila hagræðingu en enn er ekki komin reynsla á hver líftími tækj- anna á eftir að verða, og hvort staf- rænu sýningarvélarnar endast jafn- vel og 35 mm vélarnar sem dugðu í tugi ára. Ef eitthvað bilaði í gömlu vélunum þurfti bara að skipta um kúlulegu og allt komst aftur í gang.“ Krafan um endurnýjun sýning- artækja er m.a. drifin áfram af þrí- víddar-æðinu sem gripið hefur Hollywood. Jón segir kvikmynda- hús Senu í dag geta sýnt þrívídd- armyndir í öllum sölum nema ein- um litlum. „Þrívíddarmyndir kalla á aukabúnað sem bætir um 20% ofan á kostnaðinn við stafrænu sýning- arvélarnar. Það verður helst að hafa þrívíddargetu í öllum sölum því annars missum við af mikilvæg- um sveigjanleika í niðurröðun sýn- inga og takmörkum notagildi húss- ins.“ Þrívíddin ein og sér virðist ekki lengur duga til að draga fólk í bíó. Jón segir íslenska kvikmyndahúsa- gesti meðvitaða um að ekki gefa all- ar myndir jafnskemmtilega þrívídd- arupplifun. „Það hefur líka verið stopult framboð af góðum þrívídd- armyndum upp á síðkastið, en á næstunni eigum við von á tveimur stórmyndum í þrívídd, The Hobbit og Life of Pi, og búumst við að þær geri mikla lukku. Ef sagan er góð og myndin sérstaklega tekin með möguleika þrívíddartækninnar í huga þá flykkist fólk í bíó.“ Harðnandi slagur á afþreyingarmarkaði  Jafnari aðsókn að kvikmyndahúsunum nú en eftir hrun  Hafa þurft að fjárfesta í dýrum sýningar- tækjum til að mæta þörfum Hollywood  Fólk flykkist í bíó til að sjá góðar þrívíddarmyndir Morgunblaðið/RAX Slagur „Nú hefur samkeppnin aukist á ný, t.d. með tilkomu Hörpunnar, en samt er kvikmyndahúsunum að takast að standa framboðið af sér,“ segir Jón Eiríkur. Smávægilegur samdráttur í aðsókn átti sér þó stað á síðasta ári. Það er oft ekki fyrr en ferðast er utan að Íslendingar komast að því hvað landið býr að góðum kvikmyndahúsum. Jón Eiríkur segir aðbúnað í ís- lenskum bíóum með besta móti. „Sú fjárfesting sem lögð hefur verið í salina hvílir m.a. á því að Íslendingar eru með duglegustu þjóðum að fara í kvikmyndahús. Þegar við þurfum að kaupa dýran tækjabúnað erlendis furða seljendurnir sig stundum á að verið sé að kaupa svona vandaðan búnað fyrir jafnlítinn markað, en þá bendum við þeim á að hlutfallslega eru Íslendingar miklir kvikmyndaunnendur.“ Íslenskir neytendur gera um leið miklar kröfur og kvikmyndahús sem halda ekki í við þróunina verða hratt undir í samkeppninni. „Þetta er ekki eins og t.d. í kvikmyndahúsunum í miðborg Lundúna þar sem stöðugur straumur er af ferðamönnum sem villast inn á bíósýningar. Þar eru rótgróin kvikmyndahús sem rukka mikið fyrir miðann en bjóða upp á hreint skelfilega sali. Ég heimsótti eitt þessara kvikmyndahúsa fyrir stuttu og var þar t.d. sýnt hvernig stafræna sýningatæknin hafði verið notuð til að breyta örsmárri kaffistofu starfsmanna í sýningarsal. Á öðr- um stað hafði kvennasalerninu verið breytt í lítinn sal.“ Eigum mjög góða bíósali GÓÐ AÐSÓKN LEYFIR FJÁRFESTINGU Í GÆÐUM Forvitnilegt er að skoða hvernig aðsóknin á ólíkar kvikmyndir endurspeglar sálarástand þjóð- arinnar. „Strax eftir hrun virtist greinilegt að fólk leitaði meira í léttar myndir og afþreyingu. Kvikmyndahúsaferðin var leið til að hreinsa hugann og skemmta sér í skjóli fyrir öllu því neikvæða sem var að gerast í samfélaginu,“ segir Jón. „Svo sjáum við fyrirbæri eins og frönsku myndina Intouchables, mjög óvenjulega mynd sem var lítið auglýst en þeim mun meira umtöluð á milli fólks. Þarna varð fólk fyrir einhverri upplifun og varð að deila með öðrum.“ Hvíld frá kreppunni AFÞREYING FYRIR SÁLINA Tæknirisarnir Apple Inc. og HTC Corp hafa grafið stríðsöxina í bili. Fyrirtækin tilkynntu á laug- ardag að þau hefðu náð sam- komulagi um notkun á einka- leyfatækni í farsímum sínum á heimsvísu. Samkomulagið, sem gildir til tíu ára, lýkur deilu sem hófst árið 2010 þegar Apple höfðaði mál á hendur taívanska farsímafram- leiðandanum fyrir meint brot á einkaleyfum. Ekki hefur verið greint frá smáatriðunum í samkomulagi HTC og Apple en ætla má að stórar fjárhæðir komi við sögu. Er skemmst að minnast sigurs Apple í máli gegn Samsung fyrr á árinu, þar sem síðarnefnda fyr- irtækið var skikkað til að reiða af hendi rösklega milljarð dala. Fréttaveita Reuters bendir á að í deilum Apple við aðra fram- leiðendur hafi fyrirtækinu orðið hvað mest ágengt við að trufla aðgang HTC að Bandaríkjamark- aði. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna úrskurðaði seint á síðasta ári að HTC hefði brotið fjögur einkaleyfi Apple og var í kjölfarið lagt bann við sölu á HTC símum í Bandaríkjunum. Hefur reksturinn gengið brösulega hjá HTC upp á síð- kastið en í síðasta mánuði sendi fyrirtækið frá sér áætlun sem hljóðar upp á 14,5% minnkun tekna á fjórða ársfjórðungi. ai@mbl.is Apple og HTC sættast í einkaleyfadeilu AFP Græjur Ætli HTC gangi betur nú þeg- ar deilurnar við Apple eru úr sögunni? Hefð hefur skapast fyrir því í Banda- ríkjunum að ræsa jólasöluna strax á eftir þakkargjörðarhátíðinni. „Svarti föstudagur“, föstudagur eftir þakkargjörðarhátíð, hefur markað upphaf jólavertíðarinnar og reyna verslanir að freista við- skiptavina með veglegum tilboðum. Með hverju árinu hafa tilboðin batn- að og kaupæðið magnast svo að verslanir hafa þurft að glíma við stórar þvögur og jafnvel ofbeldi og upplausn. Árið 2008 lét t.d. starfs- maður verslunar Wal-Mart lífið þeg- ar hann tróðst undir þvögu kaup- óðra viðskiptavina. Hefur verið brugðist við þróun- inni með því, meðal annars, að færa opnunartímann stöðugt aftar. Nú hefur Wal-Mart fært upphaf föstu- dags-æðisins aftur um tvo tíma m.v. síðasta ár, og gilda tilboðin frá kl. 8 að kvöldi fimmtudags. Reuters segir Wal-Mart veðja á blómlega verslun í ár og hefur smásölurisinn birgt sig rækilega upp af raftækjum. Spár hljóða upp á að jólasalan vestanhafs muni aukast um 4,1% milli ára. Sumir hafa gripið til þess ráðs að opna snemma fyrir tilboðs- verð á netinu. Meðlimir í vildar- klúbbi Sears geta þannig verslað með afslætti dagana 18. og 19. nóv- ember. Margar verslanir verða lok- aðar á þakkargjörðardag en opna strax á miðnætti. ai@mbl.is Jólasalan byrjar enn fyrr í ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.