Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 5

Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 5
Formaðurinn Bjarni Benediktsson í 1. sæti. Guðni Einarsson Andri Karl Viðar Guðjónsson Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, telur að sigur sinn í prófkjöri flokks- ins í SV-kjördæmi á laugardag hafi verið afger- andi þótt hann hefði viljað fá meiri stuðning. „Við fáum góðan lista hér í kjördæminu sem er sigurstranglegur. Það fannst mér takast vel,“ sagði Bjarni. „Það er enginn sem ógnar minni stöðu í þessu prófkjöri.“ Hann minnti á að fleiri hefðu sóst eftir því að leiða listann og að að sér hefði verið sótt með stórum orðum. „Ég er mjög ánægð og náði þeim árangri sem að var stefnt,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdótt- ir, alþingismaður, sem fékk 2. sætið. Hún kvaðst telja að listi sjálfstæðismanna í SV-kjördæmi yrði ágætlega sterkur í kosningunum í vor. Ragnheiður taldi víst að þrjú ný nöfn í efstu sjö sætunum, þeirra Vilhjálms Bjarnasonar, Elínar Hirst og Karenar Elísabetar Halldórsdóttur, mundu verða til að styrkja listann. „Ég er harla glaður með þetta, að fá 12% at- kvæða í fyrsta sætið og fá næst flest atkvæði í fyrsta sætið,“ sagði Vilhjálmur Bjarnason lektor sem kom nýr inn og náði 4. sæti í prófkjörinu. Hann kvaðst hvorki hafa verið með kosninga- skrifstofu né hafa skipulagt hringingar í flokks- menn og hafa unnið sjálfur að framboðinu. Kostnaður hans nam um 200.000 kr. „Því er þetta ágætis sigur bæði fyrir mig og lýðræðið,“ sagði Vilhjálmur. „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði Elín Hirst, fjölmiðlakona, sem hreppti 5. sætið í prófkjörinu. Hún kvaðst vera afar sátt við að hafa náð þessum árangri í ljósi þess að hún hefði verið að hasla sér völl á nýjum vett- vangi. Elín vann sjálf að framboði sínu og naut góðrar aðstoðar fjölskyldu sinnar. „Kosninga- baráttan var ekki dýr þannig að ég er ekki skuldum vafin,“ sagði Elín. Hún sagði að sér lit- ist vel á listann. „Það er gott að fá þarna inn nýtt fólk í bland við reynsluboltana, það ætti að höfða til kjósenda.“ Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Bjarni sé enn að glíma við „arfleifð hrunsins“. Vilhjálmur Bjarnason er sigurvegari prófkjörsins, að mati Stefaníu. Skv. heimildum Morgunblaðsins varð Bryndís Loftsdóttir í 8. sæti, Friðjón R. Friðjónsson í 9. sæti með 1.885 atkvæði, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir í 10. sæti með 1.822 atkvæði, Ragnar Önundarson í 11. sæti með rúm 1.500 atkvæði þar af tæplega 550 atkvæði í 1. sæti og Kjartan Örn Sigurðsson í 12. sæti með 1.461 atkv. Bjarni Benediktsson efstur  Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Jón Gunnarsson alþingismenn í 2. og 3. sæti og Vilhjálmur Bjarnason lektor í 4. sæti  Þrír nýliðar í landsmálapólitíkinni komust inn á lista yfir sjö efstu frambjóðendurna Morgunblaðið/Kristinn Prófkjörið Vilhjálmur Bjarnason lektor var kjörinn í 4. sæti á D-lista í SV-kjördæmi. FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Fast mánaðargjald fyrir aðgang að IP símkerfi Símavist hentar flestum gerðum fyrirtækja, óháð stærð og starfsemi. Með Símavist býðst fyrirtækjum að leigja IP símkerfi gegn föstu mánaðargjaldi sem ræðst af fjölda starfsmanna sem nota kerfið. Símkerfið er hýst í vélasölum Símans og fyrirtæki þurfa ekki að fjárfesta í vélbúnaði eða stýrikerfum. Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf í síma 800 4000 og sérfræðingar okkar finna hagkvæmustu lausnina fyrir þitt fyrirtæki. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, mun leiða lista flokksins í Suð- vesturkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Bjarni fékk 2.728 atkvæði í 1. sæti sem er 55,6% af 4.911 gildum atkvæðum. Alls greiddu 5.070 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fór fram á laugardaginn. Auðir seðlar og ógildir voru 159. Sextán einstaklingar buðu sig fram í próf- kjörinu. Ekki fengust upplýsingar á flokks- skrifstofunni um atkvæðafjölda annarra en þeirra sem enduðu í fyrstu sjö sætunum. Bjarni Benediktsson 0 500 1.00 0 1.50 0 2.0 00 2.5 00 3.0 00 Ragnheiður Ríkharðsdóttir Jón Gunnarsson Vilhjálmur Bjarnason Elín Hirst Óli Björn Kárason Karen Elísabet Halldórsdóttir 2.728 2.153 2.267 2.378 2.547 2.642 2.039 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti 1.-7. sæti Úrslit prófkjörsins Alls greiddu 5.070 atkvæði í prófkjörinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.