Morgunblaðið - 12.11.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.11.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 A N T O N & B E R G U R Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum á fund í hádeginu miðvikudaginn 14. nóvember, farið verður yfir helstu viðfangsefni þeirra sem fara fljótlega á lífeyri. • Hvað þarf að hafa í huga þegar taka lífeyris hefst? • Hvaða ávöxtunarleið á að velja þegar starfslok nálgast? Fundurinn verður haldinn í húsnæði sjóðsins í Borgartúni 25, 5. hæð. Skráðu þig á www.almenni.is Á LEIÐ Á LÍFEYRI? Prófkjör Samfylkingarinnar umhelgina enduðu sem athyglis- verð mæling á ríkisstjórninni. Tveir af þeim sem kepptu í próf- kjörunum höfðu verið settir út úr ríkisstjórninni, þeir Kristján Möller og Árni Páll Árnason, og báðir sigruðu í sínum prófkjörum.    Annar þeirrasigraði meira að segja eftirlæti forsætisráðherrans, Katrínu Júlíusdóttur, sem sérstaklega hafði verið sett til höfuðs honum af for- ystu flokksins. Mikið hafði verið lagt undir í því efni, meira að segja ráðherranámskeið í fjár- málaráðuneytinu, en ekkert dugði til. Svipaða sögu er að segja um aðra keppendur prófkjaranna. Þeim sem næstir stóðu forystu flokksins var refsað.    Fróðlegt verður að sjá nið-urstöðu í sambærilegum mæl- ingum hjá Vinstri grænum á næst- unni þar sem ýmsir sendisveinar forystu ríkisstjórnarinnar keppast um að halda sætum sínum eða jafnvel að komast í annarra sæti í öðrum kjördæmum. Þar hefur einnig mikið verið lagt undir í við- leitni við að losna við þá sem ekki hlýða þegjandi í einu og öllu.    Hvernig sem fer í þessum átök-um er líklegt að meðal af- leiðinga þeirra sé að ríkisstjórnin muni þurfa að grípa oftar til hækja sinna á þingi til að koma sérvisku- og furðumálum sínum í gegn.    Hvort hækjurnar ætla að styðjaríkisstjórnina möglunarlaust áfram á eftir að koma í ljós. Reynslan segir þó að þær geri allt til að koma í veg fyrir að mál rík- isstjórnarinnar falli. Hækjurnar fá aukið hlutverk STAKSTEINAR Veður víða um heim 11.11., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík -3 léttskýjað Akureyri -5 skýjað Kirkjubæjarkl. 0 snjókoma Vestmannaeyjar 4 skýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló 5 skúrir Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 6 alskýjað Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 7 skýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 6 heiðskírt London 10 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 7 léttskýjað Berlín 10 alskýjað Vín 10 skýjað Moskva -1 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 18 skúrir Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -7 snjókoma Montreal 2 skýjað New York 14 skýjað Chicago 17 léttskýjað Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:49 16:36 ÍSAFJÖRÐUR 10:12 16:23 SIGLUFJÖRÐUR 9:55 16:05 DJÚPIVOGUR 9:23 16:01 Íslenska þjóðin er tilbúin að nýta tækni í samskiptum við opinbera aðila en þó að innviðirnir séu til staðar eru stofn- anir ríkis og sveitarfélaga á eftir og nýta ekki tæknina sem skyldi, nýta ekki þau tæki- færi sem við blasa. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra á ráðstefnu um lýðræði á 21. öld sl. laugardag. „Allar þær upplýsingar sem hið opinbera býr yfir, öll skjöl og gögn, eiga að verða aðgengileg nema sérstakar aðstæður kalli á annað. Það á að heyra sögunni til að toga þurfi upplýsingar upp úr kerfinu. Síðan er það tregðan að gefa frá sér valdið. Hvorki var ég sáttur við afstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga né meirihluta Al- þingis þegar þessir aðilar samein- uðust um að þrengja lýðræð- istillögur sem ég hafði sett fram í frumvarpi um sveitarstjórnarlög síðastliðið haust,“ sagði Ögmundur ennfremur í ræðu sinni. Hann sagði að tími væri kominn til að setja lýðræði á oddinn, „koma þingræðinu fyrir á Þjóð- minjasafninu og setja í stjórn- arskrá ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslur. Til þess þarf einfaldan þingmeirihluta í tvígang og gæti verið komið í lög á næsta ári.“ Öll skjöl og gögn verði aðgengileg Ögmundur Jónasson „Þetta kom mjög skemmtilega á óvart“, segir Hrafnhildur Lin- net Runólfsdóttir, læknanemi á 3. ári við Háskóla Íslands, en hún vann á dögunum fyrstu verðlaun á Evrópuþingi lyf- lækna fyrir besta veggspjaldið. „Rannsóknarniður- stöður eru kynntar með veggspjöld- um og erindum,“ segir Hrafnhildur en hún var fyrsti höfundur að vegg- spjaldinu og tók við verðlaununum. Til gamans má geta þess að ljós- mynd Hrafnhildar af kristöllunum í þvagi birtist á forsíðu eins virtasta tímaritsins í nýrnalæknisfræði í mars á þessu ári. Á veggspjaldinu sem um ræðir voru niðurstöður rannsóknarhóps um svokallaðan APRT-skort kynntar, en það er sjaldgæfur sjúkdómur sem getur valdið nýrnasteinum og nýrnabilun. Á veggspjaldinu er sýnt hvernig kristallar sem myndast við APRT- skort hafa fallið út í nýrum og valdið skemmdum,“ segir Hrafnhildur. „Rannsóknarhópurinn fékk styrk til að rannsaka APRT-skort og erum við í samstarfi við tvo aðra hópa, frá hinni virtu stofnun Mayo Clinic í Minnesota og New York Univers- ity.“ Aðspurð segir hún töluverðan undirbúning liggja að baki viður- kenningunni. „Ég kom að verkefninu á síðasta ári og mín rannsóknarvinna hófst í raun vorið 2011,“ segir Hrafn- hildur en ásamt henni skipa rann- sóknarhópinn Viðar Örn Eðvarðsson barnanýrnalæknir, Runólfur Páls- son yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala Íslands, Sverrir Harð- arson sérfræðingur í meinafræði, Inger M. Sch. Ágústsdóttir hjúkrun- arfræðingur og Jón Jóhannes Jóns- son, yfirlæknir á erfða- og sameinda- læknisfræðieiningu Landspítala. Hlaut fyrstu verðlaun á Evrópuþingi lyflækna Forsíðumynd Kristallar sem myndast við APRT-skort.  Læknanemi á þriðja ári aðalhöfundur að verðlaunaveggspjaldi Hrafnhildur Runólfsdóttir Betur fór en á horfðist þegar eldur læstist í klæðningu húss sem hýsir starfsemi fyrirtækisins Ásbjörns Ólafssonar við Köllunarklettsveg í gær. Talsverður fjöldi slökkviliðs- manna var sendur á staðinn en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn vaktmanns Slökkviliðsins á höf- uðborgarsvæðinu. Eldsupptök má rekja til iðnaðarmanna sem voru við störf á þaki hússins. Eldur læstist í klæðningu þegar tjörupappi var bræddur á samskeyti á þakinu. Eldur læst- ist í klæðn- ingu húss Eldur Slökkviliðið mætti á vettvang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.