Morgunblaðið - 12.11.2012, Page 15

Morgunblaðið - 12.11.2012, Page 15
Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is Boddýhlutir í bíla FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is George Entwistle, útvarpsstjóri Breska ríkisútvarpsins, BBC, til- kynnti í fyrrakvöld afsögn sína eftir aðeins 54 daga í starfi. Afsögnin kemur í kjölfar tveggja hneykslis- mála sem bæði tengjast kynferðis- brotum gegn börnum. Entwistle las upp tilkynningu sína fyrir utan höfuðstöðvar BBC í London og í henni kom fram að út- varpsstjóranum þætti heiðarlegast að segja starfi sínu lausu eftir það sem á undan hefði gengið. „Það hef- ur verið mikill heiður að fá að gegna starfi útvarpsstjóra BBC, þó svo að starfstími minn hafi verið stuttur og að ég hafi sinnt starfinu í afar krefj- andi kringumstæðum,“ sagði Entw- istle. Vinsæll barnaþáttastjórnandi Annars vegar er um að ræða mál hins þekkta sjónvarpsmanns, Jimmy Savile, fyrrum starfsmanns BBC, en stofnunin hefur legið undir ámæli fyrir að hætta við sýningu á þætti um kynferðisbrot hans gegn börnum. Savile lést í fyrra en hann var meðal annars kynnir sjónvarps- þáttanna Jim’ll Fix It og Top of the Pops sem voru sýndir um árabil á BBC og nutu mikilla vinsælda. Hins vegar er um að ræða ásökun sem fram kom í fréttaskýringar- þættinum Newsnight nýlega þess efnis að hátt settur stjórnmálamað- ur hefði vanið komur sínar á barna- heimili í Wales og brotið gegn börn- um. Í kjölfarið var lávarðurinn McAlpine nafngreindur í þætti Newsnight. McAlpine hefur neitað sök og engar sannanir liggja fyrir um sannleiksgildi ásakananna. Vegna mikillar óánægju og fjölda- kvartana sáu forsvarsmenn BBC sig knúna til að biðjast afsökunar fyrir hönd þáttastjórnenda Newnight fyrir að hafa bendlað McAlpine ranglega við málið. Samkvæmt því sem fram kemur á vef fréttastofunnar AFP hefur stjórnarformaður BBC kallað eftir róttækum breytingum í starfshátt- um og skipulagi stofnunarinnar í kjölfar uppsagnar Entwistle. „Þörf er á stórtækri yfirhalningu innan BBC og verður hún að eiga sér stað án tafar,“ sagði stjórnarformaður- inn, Chris Patten, í samtali við fjöl- miðla í gær. Hann bætti við að hann myndi þó ekki segja af sér í kjölfar hneykslismálanna. Upplausn er sögð ríkja í höfuð- stöðvum BBC og reyna yfirmenn að endurvekja traust á fréttaflutningi fjölmiðilsins sem átt hefur í vök að verjast undanfarnar vikur. Útvarps- stjóri BBC segir af sér AFP Axlar ábyrgð Entwistle sagði upp í kjölfar tveggja hneykslismála.  Hneyksli skekur breska ríkisútvarpið BBC í krísu » Entwistle tolldi aðeins 54 daga í starfi, en hann segir af sér í kjölfar tveggja hneyksl- ismála. » Fréttastofa BBC keppist við að reyna að endurheimta trú- verðugleika sinn, sem beðið hefur hnekki í kjölfar atburð- anna » Margir telja þörf á gagngerri endurskoðun á rekstri og skipulagi BBC Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Gjaldþrot blasir við flugfélaginu SAS samkvæmt fregnum norrænna fjöl- miðla í gær. Sænsk yfirvöld funda nú með for- svarsmönnum fyrirtækisins til þess að leita leiða til áframhaldandi rekst- urs. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa hrunið í verði frá því að fréttir af yf- irvofandi gjaldþroti spurðust út í gærmorgun. Staðfestu þær þrálátan orðróm um að rekstur SAS hefði ver- ið á heljarþröm að undanförnu. Þær fregnir fengu byr undir báða vængi eftir að flugfélagið frestaði birtingu ársfjórðungsuppgjörs síðastliðinn mánudag. Samkvæmt því sem fram kemur á vef fréttastofunnar AFP fara sænsk stjórnvöld nú yfir málið með forsvars- mönnum flugfélagsins til að meta þau áhrif sem gjaldþrot gæti haft. Talið er að félagið þurfi 4,7 milljarða sænskra króna til að komast hjá gjaldþroti. Að sögn sænska dagblaðsins Da- gens Nyheter stendur endurskipu- lagning flugfélagsins yfir og hefur starfsmönnum fyrirtækisins verið til- kynnt að til að hægt eigi að vera að bjarga rekstrinum verði þeir að sætta sig við launalækkun, yfirvinnubann og stytt frí eða missa að öðrum kosti vinnuna. Flugfélagið hefur þurft að kljást við mikla rekstrarörðugleika undan- farin ár en há laun, lífeyrisgreiðslur og gamall flugfloti eru talin megin- ástæður þeirra. Starfsfólk flugfélagsins hefur þeg- ar tekið á sig launalækkun, en hún átti sér stað árið 2010. Í dag starfa um 20 þúsund manns hjá flugfélaginu. Skv. upplýsingum AFP hafa Dan- mörk, Noregur og Svíþjóð sótt um leyfi til Evrópusambandsins fyrir lánaveitingu sem tryggja mun áfram- haldandi rekstur félagsins. Ríkis- stjórnir landanna þriggja eiga sam- anlagt 50% hlut í fyrirtækinu. Vegna þrýstings frá yfirvöldum í Stokkhólmi hafa 5 af 6 stærstu bönkum landsins samþykkt að víkja til hliðar lánum að verðmæti 549 milljónum evra, gegn því skilyrði að skuldirnar verði rík- istryggðar. SAS á barmi gjaldþrots AFP Brotlending Hlutabréf í SAS hrundu í kjölfar frétta um mögulegt gjald- þrot. Framkvæmdastjóri SAS, Rickard Gustafson, er þögull um stöðu mála.  Kalla eftir hjálp Norðurlandaþjóðanna  20.000 starfsmenn myndu missa vinnuna ef flugfélagið verður gjaldþrota Stjórnvöld Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs eiga 50% hlutafjár fyrirtækisins Norðurlöndin til bjargar? » SAS á barmi gjaldþrots eftir langvarandi rekstrarvanda. » Stjórnvöld Danmerkur, Nor- egs og Sviþjóðar hafa sóst eft- ir samþykki Evrópusambands- ins fyrir lánum sem gera áframhaldandi rekstur SAS mögulegan » Talið er að félagið þurfi 4,7 milljarða sænskra króna til að komast hjá gjaldþroti. Nýlegum árásum á Ísrael verður mætt með meiri hörku en gert hefur verið síð- ustu misseri. Þetta sagði Ben- jamin Net- anyahu, forsætis- ráðherra Ísrael á blaðamanna- fundi í gær. Var- aði hann Palestínumenn við því að árásum á landið yrði svarað af fullri hörku. Hörð átök hafa nú geisað í um sólarhring á landamær- um Gazastrandarinnar en þau hóf- ust þegar palestínskir uppreisn- armenn sprengdu ísraelskan herjeppa austur af Gazaborg að- faranótt sunnudags. Í sprenging- unni slösuðust 4 ísraelskir her- menn, þar af einn lífshættulega. Ísraelar hófu loftárásir vegna þessa og létust 6 Palestínumenn í þeim, 4 almennir borgarar og 2 uppreisnarmenn. Ísraelski herinn segir að minnst 36 flugskeytum hafi verið skotið frá Gaza. Netanyahu sagði jafnframt að her sinn væri að berjast gegn hryðjuverka- samtökum á Gazaströndinni. Mæta árásum Palestínumanna af aukinni hörku Benjamin Netanyahu ÍSRAEL Niðurstöður for- kosninga í Slóv- eníu tóku óvænta stefnu í gær þeg- ar í ljós kom að sitjandi forseti landsins, Danilo Turk, hlaut ekki flest atkvæði í fyrri umferð for- setakosninga, en skoðanakannanir höfðu einróma spáð því að Turk myndi fá flest at- kvæði. Fram kemur á vef frétta- stofunnar AFP að 97% atkvæða hafi nú verið talin. Hlaut Turk 36% atkvæða en fyrrverandi forsætis- ráðherra Slóveníu, Borut Pahor 40%. Þriðji í röðinni var Milan Zver með 24%. Síðari umferð kosning- anna fer fram 2. desember næst- komandi á milli Turk og Pahor. Turk sagði í samtali við blaðamenn að hann væri öruggur um sigur í seinni umferðinni og kenndi slakri kjörsókn um úrslit þeirrar fyrri. Óvænt úrslit forkosninga Danilo Turk SLÓVENÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.