Morgunblaðið - 12.11.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.11.2012, Qupperneq 16
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is F orsvarsmenn tæplega 20 sveitarfélaga um land allt, þar sem atvinnu- leysið hefur verið hvað mest, koma saman til fundar á miðvikudaginn til að fara yf- ir þær skuldbindingar sem sveit- arfélögum verður væntanlega gert að taka á sig vegna fjölda atvinnulausra sem missa rétt sinn til atvinnuleys- isbóta á næsta ári. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í liðinni viku liggja fyrir efnis- legar tillögur um aðgerðir eftir við- ræður ríkisins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins en bráðabirgða- ákvæði um bótarétt atvinnuleitenda í fjögur ár rennur út í lok þessa árs. Í viðræðunum var rætt um þann möguleika að framlengja bráða- birgðaákvæðið í allt að sex mánuði en fallið var frá því skv. upplýsingum blaðsins. Þess í stað gera tillögurnar ráð fyrir að unnið verði að því að búa til störf handa sem flestum í þessum fjölmenna hópi sem eru að missa eða munu missa bótarétt sinn á næsta ári. Ákvæðið sjálft falli niður en grip- ið verði til vinnumarkaðsaðgerða sem yrðu niðurgreiddar af Atvinnuleys- istryggingasjóði. Þeim sem misst hafa bótarétt standi til boða starfstengd úrræði í sex mánuði á næsta ári sem verði með svipuðu sniði og átakið Vinnandi vegur. Jafnframt verði einstaklingum tryggður framfærslustyrkur í hálft ár, jafnhár atvinnuleysisbótum þeirra. Hér er mikið í húfi fyrir fjölda ein- staklinga sem hafa verið án atvinnu árum saman og eru að missa bótarétt sinn og þyrftu væntanlega margir hverjir á fjárhagsaðstoð sveitarfélag- anna að halda að óbreyttu. Um mitt þetta ár fengu rúmlega 1.400 ein- staklingar fjárhagsaðstoð hjá sveit- arfélögunum eingöngu vegna at- vinnuleysis, skv. könnun sem gerð var á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hafa sveitarfélögin gert ráð fyrir að kostnaður þeirra á næsta ári ef ekkert verður að gert vegna fjárhagsaðstoðar til þeirra sem eru atvinnulausir verði um 5,5 millj- arðar ef bráðabirgðaákvæðið verður ekki framlengt. Þótt efnislegar tillögur liggi nú fyr- ir hefur ekki verið gengið endanlega frá formlegu samkomulagi um að- gerðir sem grípa á til. Er m.a. beðið eftir fundi sveitarstjórnarmannanna í vikunni. Að því búnu ætti niðurstaðan að liggja fyrir. Skipt til helminga á milli sveitarfélaga og fyrirtækja Sveitarstjórnarmenn hafa áhyggj- ur af þeim skuldbindingum sem sveitarfélögunum er gert að axla og hversu mörg störf þeim er ætlað að skapa skv. samkomulaginu. Reiknað er með að hluta hópsins sem missir bótaréttinn standi til boða starfsend- urhæfing á vegum VIRK og er því samtals áætlað að búa þurfi til störf eða starfstengd úrræði fyrir um 2.200 atvinnuleitendur á næsta ári. Með þessu átaki er sveitarfélögum ætlað að finna úrræði og störf fyrir helming hópsins á móti fyrirtækjum sem taki hinn helminginn. Þetta hef- ur staðið í fulltrúum sveitarfélaganna sem hafa bent á að starfsmenn þeirra eru aðeins um 10% vinnumarkaðar- ins en á móti kemur að ef ekkert verður að gert eykst kostnaður þeirra vegna fjárhagsaðstoðar veru- lega. Skv. heimildum hefur verið laus- lega áætlað að kostnaður við þessar aðgerðir gæti numið ríflega tveimur milljörðum, sem hefði í för með sér að gera þyrfti verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir aðra um- ræðu. Útvega á störf fyrir 2.200 sem missa bætur Morgunblaðið/Golli Atvinnuleysi 120 til 170 einstaklingar bætast í hverjum mánuði við hóp þeirra sem fullnýtt hafa rétt sinn til atvinnuleysisbóta skv. nýlegri könnun. 16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fréttir afvaldamönn-um og hlið- arsporum þeirra eru ekki eins fjöl- breyttar og fréttir af stjörnum kvik- mynda eða íþrótta. Þó missti fyrirliði enska landsliðsins fyrirliðaband- ið fyrir að sænga hjá eiginkonu liðsfélaga síns. Kvikmyndastjörn- urnar eru á hinn bóginn taldar líklegar til að auka áhorf ef slíkar fréttir berast af þeim, sannar eða lognar. Dæmið er flóknara hjá valda- mönnum. Í Bandaríkjunum sagði yfirmaður CIA af sér á dögunum vegna afhjúpunar framhjáhalds hans með ævisöguritaranum, sem virðist raunar hafa verið úr sög- unni þegar upp komst. Það var bandaríska alríkislögreglan FBI sem hafði njósnað um leyni- lögregluforingjann, að vísu segja þeir þar að rannsóknin hafi í upp- hafi beinst að öðrum en leiðst að Petraeus. En David Petraeus var ekki að- eins forstjóri CIA. Hann var jafn- framt einn dáðasti af núlifandi hershöfðingjum ríkisins, heiðr- aður í bak og fyrir vegna árang- urs í Írak og Afganistan og naut trúnaðar og aðdáunar bæði G.W. Bush og Obama forseta. Var sagt að repúblikanar hefðu reynt að fá hann í forsetaframboð fyrir sig nú síðast, sem eins konar nýjan Eisenhower. En það og margt annað vekur spurningar um tví- skinnung og hræsni í dæmi Petraeusar hershöfðingja. Bílstjóri Eisenhowers á stríðs- árunum var talinn hafa verið í miklu nánara sambandi við hers- höðingjann, harðgiftan manninn, en bílstjórastarfið gerði kröfu til. Konan sú þótti hafa mikið að- dráttarafl og voru fleiri nafntog- aðir menn stríðsáranna taldir hafa fallið fyrir henni. Það gefur embætti forseta Bandaríkjanna ekki minnsta aflið að hann er persónulega æðsti yf- irmaður allra deilda bandaríska hersins, sem lengi hefur verið sá langvoldugasti í heimi. Og það vantar mikið upp á að forsetarnir hafi verið heilagir menn í þeim sökum sem urðu Petraeus að falli. Það varð þannig Eleanor Roose- velt mikið aukaáfall, skömmu eft- ir að hún spurði fráfall bónda síns, Franklins Delanos, er hún var upplýst um að gömul kærasta forsetans, frú Rutherfurd, hefði verið hjá honum þegar dauðann bar að. Og það vantaði raunar ekkert upp á umtalið um Eleanor sjálfa, þar sem náin aðstoðarkona hennar fékk úthlutað svefn- herbergi við hlið svefnherbergis forsetafrúarinnar í Hvíta húsinu. Hinn dýrkaði forseti John Kennedy sagði upp úr þurru við Harold Macmillan, að fengi hann ekki konu til sín á hverjum degi fengi hann höfuðverk. „Af hverju var hann að segja mér þetta?“ spurði gamli breski forsætisráð- herrann sjálfan sig og færði inn í dagbók sína. Yfirgengilegt kvennafar og framhjáhald forset- ans og raunar bræðra hans Ro- berts og Edwards hefur verið töluvert rætt á síðustu árum. En fjölmiðlar þögðu algjörlega um ósköpin í forsetatíð hans. Nú er umræða um yfirlýsingar fyrrverandi dómsmálaráðherra Sarkozys um að hún hafi verið í föstu sambandi við fjóra gifta menn í embættistíð sinni og hefur hún bent á einn þeirra sem föður barns síns sem kom undir á þess- um tíma. Sá neitar DNA-rann- sókn og kemst upp með það að frönskum lögum. Núverandi sam- býliskona Hollandes, forseta Frakklands, er sögð í fjölmiðlum sem gift kona hafa haldið sam- tímis við Hollande, einnig harð- giftan annan foringja sósíalista og um leið við háttsettan og auð- vitað harðgiftan valdamann úr röðum hægrimanna. Dominique Strauss-Kahn er sérstakur kapítuli. Hans yfirferð í slíkum málum og atferli er af þeirri stærðargráðu að útilokað er annað en að allir helstu menn heimalandsins, auk fjölmargra fjölmiðlamanna, hafi vitað um „veikleika hans“, sem hann virð- ist raunar hafa talið til styrkleika. Engu að síður var hann gerður að æðsta yfirmanni AGS og planið var að gera hann að forseta Frakklands á vegum sósíalista! Þegar Strauss-Kahn var loks sak- aður um að hafa, ofan á allt ann- að, tekið þátt í kynlífssvalli kann- ast hann við að hafa verið í þeim „boðum“ sem nefnd voru til sög- unnar. En hann sagðist ekki hafa mátt gera ráð fyrir að konufjöld- inn í kokteilboðinu væri gleðikon- ur. Vandinn var sá, sagði hann, að þær voru allar kviknaktar í boð- inu. Ef þær hefðu verið full- klæddar hefði hann getað þekkt þær úr sem slíkar! Edgar Hoover, yfirmaður FBI, njósnaði ekki eingöngu um meinta bandaríska kommúnista. Hann njósnaði einnig um kynlífs- athafnir margra bandaríska fyr- irmenna, auk Kennedy-bræðra, sem hann hafði þó sérstaka nautn af. Lyndon Johnson Bandaríkja- forseti sagðist sjálfur iðulega hafa haft þær skýrslur með sér í rúmið fremur en venjulegar kvöldbókmenntir. Johnson var sjálfur aðgangsharður og grófur framhjáhaldsmaður. Og margt gott má segja um Bandaríkja- forsetann nr. 42, en seint komast menn upp með að nefna hann til sögunnar sem fordæmi siða- vandra. Öll þessi dæmi af handahófi virðast sýna að David Petraeus er tekinn öðrum tökum en aðrir. Nema önnur öld hafi skyndilega runnið upp og Viktoría gamla, langalangamma Elísabetar Bretadrotningar og Haralds Nor- egskóngs, hafi aftur náð haldi á siðferðiskompásnum eins og í heimsveldinu forðum. Getur það verið? Hefur ný siðavendni- mælistika fundist? Kannski er þetta bara gamla góða hræsnin} Þúfa veltir vígamanni Þ að eru pólitísk tíðindi að Árni Páll Árnason skuli ná oddvitasætinu í forvali Samfylkingarinnar um helgina. Það vita allir að hann er ekki leiðitamur flokksforystunni. Enda var honum vikið úr ráðherrastóli á kjör- tímabilinu. Uppgjörið var milli hans og Katr- ínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra, náins sam- verkamanns Jóhönnu Sigurðardóttur. Og sigur Árna Páls má öðrum þræði túlka sem óánægju með forystuna og vegferð Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu sem er að líða. Í viðtali við Árna Pál og Katrínu í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins kom fram að hún vonaðist eftir endurnýjuðu umboði núverandi ríkisstjórnar, en Árni Páll kvaðst vilja svigrúm til að semja á bæði borð. Ef til vill lýsir þetta áherslumuninum hjá þessum tveim stjórn- málamönnum og jafnframt þeim hreyfingum sem takast á um völdin í flokknum. „Andófsmennirnir“ fá víðar fram- gang. Í öllum kjördæmum er tekist á um oddvitasætið ut- an einu, Norðausturkjördæmi. Þar fékk annar þingmaður sem vikið var úr ráðherrastóli, Kristján L. Möller, sterka kosningu. Það urðu líka tíðindi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson fengi afgerandi kosningu eða 55,54% atkvæða í fyrsta sætið, þá er það dræmari kosning en búist var við. En kannski þurfti það ekki að koma á óvart. Þegar Bjarni tók við foryst- unni fyrir tæpum fjórum árum hafði Þorsteinn Pálsson á orði að enginn formaður Sjálfstæðisflokksins hefði tekið við erfiðara búi. Það reyndust orð að sönnu. Á sínum stutta formannsferli hefur hann þrívegis gengið í gegnum harðan formannsslag við öfluga stjórnmálamenn. Hann á það sam- merkt með Jóhanni Hafstein og Geir Hall- grímssyni að unnið hefur verið skipulega gegn honum allan hans formannsferil. Og hann hefur verið í áskrift að neikvæðum fréttaflutningi DV, eins og gildir um fleiri stjórnmálamenn. Það getur verið kalt á toppnum, sagði Bjarni í viðtali á Mbl.is í gær. Og upp í hugann koma Selskapsvísur Bjarna Thorarensen, sem oft er vitnað til: Ekki er hollt að hafa ból hefðar uppi á jökultindi, af því þar er ekkert skjól uppi fyrir frosti, snjó né vindi. Nú er vonandi að hin pólitíska umræða verði mál- efnaleg. Og ástæða er til að binda vonir við nýja kynslóð stjórnmálamanna sem er að hasla sér völl. Í viðtalinu sagði Árni Páll að fjölbreyttur jafnaðarflokkur gæti „ekki leitt ríkisstjórn með því að draga fólk stöðugt í dilka og flokka í vini og óvini“. Og það er ljóst hvar áherslur hans liggja í formannsframboði: „Stjórnmál gærdagsins freista mín ekki. Það er heillandi verkefni að rjúfa vítahring niðurrifs og neikvæðni og skapa ný stjórnmál og nýtt verklag sem fólk trúir í raun að geti leyst úr þeim tröllauknu verk- efnum sem bíða.“ Pétur Blöndal Pistill Stjórnmál gærdagsins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Framlög til Vinnumálastofnunar eru skorin verulega niður á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu og eiga rekstrarútgjöld að drag- ast saman um 78,6 milljónir kr. Þetta hafa stjórnendur stofn- unarinnar gagnrýnt og má nú búast við að það verði amk. að einhverju leyti dregið til baka ef gengið verður frá samkomulag- inu vegna vinnumarkaðsaðgerð- anna á árinu 2013. Með því séu VMST ætluð mikil verkefni sem útilokað sé að sinna ef stofn- unin þarf að taka á sig allan þennan niðurskurð. Hætt við nið- urskurðinn? AUKIN VERKEFNI VMST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.