Morgunblaðið - 12.11.2012, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.11.2012, Qupperneq 17
Frændur eru frændum verstir Það hefur löngum verið Norð- mönnum tamt að telja allt norskt, sem finnst innan ís- lensks landsvæðis og lögsögu. Þannig hafa þeir sagt Snorra Sturluson vera norskan, þótt þeir hafi við- urkennt, að hann hafi fæðst á Ís- landi. Og nú er það makríllinn, sem þeir eru orðnir arfavitlausir út af, og komnir í hálfgert stríð við okkur fyrir að kasta eign okkar á, þó að hann sé farinn að koma sér upp hrygning- arstöðvum hér við land. Norskur skal allur makríll vera, hvað sem hver segir, og hvert sem hann syndir og festir ræður. Þeir gleyma því samt, bless- aðir, að allur fiskur í sjónum, líka makríllinn, á sig sjálfur og fer sínar eigin leiðir, hvað sem öllum landamærum líður, og engin leið að stöðva för þeirra landamæra í milli, hversu svo sem menn vildu. Að fara í slags- mál við okkur út af ferðum mak- rílsins inn í lögsögu okkar og telja okkur veiða hann í leyf- isleysi, er ekki aðeins ósvífni gagnvart okkur heldur hálf hlægilegt, verð ég að segja, og lýsir miklu betur hugarfari þeirra sjálfra en okkur, því að rétt eins og þeir nýta allan þann fisk, sem svamlar um innan þeirra lögsögu, þá þurfum við ekki að spyrja kóng eða prest um leyfi til að nýta þær fiskiteg- undir, sem eru innan okkar lög- sögu eða villast inn í hana og vilja vera þar. Þetta er því til háborinnar skammar ekki aðeins fyrir Norðmenn heldur líka aðr- ar þær frænd- og vinaþjóðir, sem taka undir með þeim, og sækja að okkur með frekju og yfirgangi og vilja beinlínis fara í stríð við okkur fyrir að vilja veiða og nýta þær fiskitegundir, sem í lögsögu okkar er að finna, og reyna að selja þær á erlend- um mörkuðum. Þeir ættu að skammast sín fyrir að gera slíkt gagnvart fullvalda þjóð, eins og þeir eigi fiskimiðin okkar og hafi ein- hverja heimild til að banna okkur að nýta þau og fiskinn þar. Ekki eru Skotar betri eftir málflutningi þeirra að dæma, og voga sér, líkt og þeir hjá ESB, að ásaka okkur að stunda rányrkju og ofveiði á höfunum. Saga fiskveiða á Ís- landsmiðum hefur sýnt og sann- að til þessa, að frá alda öðli hafa engir stundað rányrkju og of- veiði þar nema þær þjóðir, sem eru nú að ásaka okkur um það sama, og gera það enn á öðrum fiskimiðum, eftir því sem fréttir herma. Við höfum ekki verið hálfdrættingar hvað þá meira í þeim efnum. Því get ég aðeins sagt við þá, að margur heldur mig sig. Svo heimtar ESB, að við tökum þeim kvóta, sem þeir út- vega okkur. Þeir virðast greini- lega ekki vita, hvernig landhelg- isstríðin gengu fyrir sig, eða hvernig við erum í slíkum stríð- um þrátt fyrir ESB-væðinguna. Við erum heldur ekki komin inn í ESB ennþá, sem betur fer, og ættum því að verða fyrri til að stöðva þessar svokölluðu við- ræður, áður en þeir stöðva þær sjálfir út af makrílnum, sem þeir væru alveg til með að gera, ef við neitum þeim kvóta, sem þeir úthluta okkur, enda höfum við ekkert inn í ESB að gera á þess- um tímum. Í dag vantar okkur sárlega menn eins og Ólaf Jóhannesson og Lúðvík Jósefsson, sem hefðu ekki látið neinn vaða yfir sig eða þjóðina í svona málum. Það sýndi sig í þorskastríðunum forðum tíð. Viðbrögð þeirra þá segja mér, að þeir hefðu stöðvað ESB-viðræðurnar undir eins, slitið öll stjórnmálatengsl við ESB með því að kalla bæði við- ræðunefndina og allt starfsfólkið heim, og látið Norðmenn vita það, að ef þeir ætluðu að haga sér svo sem þeir gera nú við frændþjóðina, þá mættu þeir eiga von á því sama, ef þeir væru að sækjast eftir því, enda dugir fátt annað en harkan 7 í svona málum. Þeir hefðu heldur ekki látið einhverja erlenda ráð- gjafarstofnun, allra síst breska, ráðleggja okkur eitt eða annað í neinum deilumálum, þar sem hún gæti verið hlutdræg í mati sínu og átt hagsmuna að gæta heima fyrir og því ekki trausts verð þess vegna. Flestir stjórnmálamenn dags- ins í dag eiga að muna þessa tíma og standa betur með þjóð- inni í stað þess að vera með ein- hver smjaðurlæti við þetta fólk, sem sýnir okkur enga sanngirni eða miskunn, og halda að það gagnist í stríði sem þessu. Við eigum sama réttinn til að hóta ESB og Norðmönnum öllu hinu versta, eins og þeir okkur, ef þeir ætla að fara að vaða yfir okkur á skítugum skóm, og halda þessu áfram, þó að það sé kannske til of mikils mælst af núverandi forystu ríkisstjórn- arflokkanna, eins og þau hafa haldið á ESB-málunum til þessa, enda greinilega ekki fólk, sem vill sýna neina hörku á þessum sviðum, þótt sé meira en þörf á því nú. Makríldeilan virðist vera kom- in í þann hnút, að ég efast um, að Danir eða aðrir geti nokkuð hjálpað okkur í þeim efnum, þótt sjálfsagt sé að taka viljann fyrir verkið, en við höfum lengst af sigrað óvininn sjálf. Þá verðum við að byrja á því að hætta þess- um ESB-viðræðum, enda þær komnar út í tóma vitleysu fyrir löngu og langt frá því, sem lagt var upp með. Það er kominn tími til, að við förum að haga okkur eins og fólk á þessu sviði, og sanna fyrir þeim, að það sé enn í okkur víkingablóð. Nú er nóg komið af þessari endaleysu, sem hefur verið viðhöfð fram á þenn- an dag. Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur » Við þurfum ekki að spyrja kóng eða prest um leyfi til að nýta þær fiskiteg- undir, sem eru innan okkar lögsögu eða vill- ast inn í hana og vilja vera þar. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Höfundur er fræðimaður og félagi í Heimssýn. 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Einbeittir Boxið, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fór fram um helgina. Lið frá átta skólum leystu þrautir en markmiðið er að vekja áhuga á störfum sem krefjast tæknimenntunar. Kristinn Afnám gjaldeyrishaft- anna ætlar að reynast erfiðara en talið var. Að undanförnu hafa komið fram, m.a. í skrifum Morgunblaðsins, sjón- armið sem styðja þá skoðun að vandinn sé mun umfangsmeiri en áður var talið. Það verð- ur að segjast eins og er að það er ótækt að það skuli vera uppi óvissa um hver staðan sé og lítil von til þess að marktæk áætl- un um afnám hafta líti dagsins ljós á meðan svo er. Seðlabankinn á ekki að stýra Áhuga- og sinnuleysi ríkisstjórn- arinnar í þessu máli er furðulegt. Svo virðist sem ríkisstjórnin líti svo á að málið heyri undir Seðlabankann og þar með brjóti það gegn sjálfstæði bankans ef ríkisstjórnin skiptir sér af. Þetta sjónarmið mátti að minnsta kosti lesa úr svari forsætisráðherra þegar ég spurði hana á Alþingi hvort hún væri ekki reiðubúin til að lýsa því yfir að ekki yrði gengið frá nauðasamningum vegna þrotabúa gömlu bankanna nema með samþykki ríkisstjórnarinnar. Svar forsætisráðherra var á þá leið að hún vildi fara varlega í að taka fram fyrir hendurnar á Seðlabankanum. Ef um væri að ræða hefðbundin verkefni Seðlabankans þá ættu slík sjónarmið vissulega við, en afnám gjaldeyrishaft- anna er ekki verkefni sem Seðlabank- inn á að hafa forystu um, ríkisstjórnin verður að leiða málið. Því kom svar for- sætisráðherra mér á óvart og vakti áhyggjur mínar. Sleifarlag Því miður höfum við tapað tíma. Fyr- ir löngu hefði átt að liggja fyrir ná- kvæm staða þjóðarbúsins, og á grund- velli þeirrar niðurstöðu hefði þurft að ná samstöðu stjórnar og stjórnarand- stöðu um áætlun til að lyfta höftunum. Alþýðusambandið og samtök atvinnu- rekenda hefðu einnig þurft að koma að þeirri stefnumótun. Í framhaldinu hefði þurft að tryggja að öll efnahagsstefnan miðaði að því að auðvelda afnám haft- anna. Sama hvar í flokki menn standa þá getur enginn neitað því að tíminn hefur verið einstaklega illa nýttur, það hefur vantað pólitíska for- ystu í þessu máli allt kjör- tímabilið. Það er hægt að afnema höftin Þessu verðum við að breyta og það er ekki eftir neinu að bíða. Ég gef mér það að innan vébanda Seðlabankans sé verið að taka afstöðu til þeirra upp- lýsinga sem fram hafa kom- ið að undanförnu um stærð vandans og að bankinn muni upplýsa stjórnvöld í framhaldinu um stöðu mála. Þverpólitísk nefnd um afnám hafta sem hefur verið starfandi um langa hríð getur gagnast til að sam- rýma sjónarmið stjórnmálaflokkanna. En vegna mikilvægis málsins er nauð- synlegt að forystumenn flokkanna eigi með sér formlegt samstarf til að móta stefnuna. Jafnframt verður rík- isstjórnin að tryggja að efnahags- stefnan styðji við afnám hafta. Á meðal þess sem skiptir máli er að erlend fjár- festing vaxi þannig að gjaldeyrir komi inn í landið og styðji við krónuna. Hag- vöxtur þarf að aukast umtalsvert þann- ig að það sé fýsilegt að fjárfesta á Ís- landi og þar með dragi úr líkum á því að fjármunir Íslendinga flæði úr landi. Eyða þarf pólitískri óvissu um skatta og álögur þannig að þeir sem hér vilja fjárfesta geti treyst því að leikreglum sé ekki breytt í miðjum klíðum og rík- issjóði verður að skila með afgangi þannig að hægt sé að draga úr skuld- setningu hans á næstu árum. Þjóðarsátt Aðalatriðið er að afnám haftanna þarf að taka miklu fastari tökum en gert hefur verið hingað til. Forsætis- ráðherra verður að leiða málið, Seðla- bankinn er til aðstoðar, og náið sam- starf þarf að vera við stjórnarandstöðu og aðila vinnumarkaðarins. Þjóðarsátt er ofnotað orð, en mikilvægi þess að leysa þjóðina úr gjaldeyrishöftum er slíkt að um það þarf að ná þjóðarsátt. Það er ekki eftir neinu að bíða. Eftir Illuga Gunnarsson Illugi Gunnarsson Það vantar pólitíska forystu Höfundur er alþingismaður. » Áhuga- og sinnuleysi ríkisstjórnarinnar í þessu máli er furðulegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.