Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 19

Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 ✝ Jóhann Sig-urður Ein- varðsson var fæddur í Reykja- vík 10. ágúst 1938. Hann lést laugardaginn 3. nóvember á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar Jó- hanns voru hjónin Vigdís Jóhanns- dóttir húsmóðir, f. 1908 í Reykjavík, d. 1990, og Ein- varður Hallvarðsson starfs- mannastjóri Landsbanka Ís- lands, f. 1901 í Skutulsey á Mýrum, d. 1988. Systkini Jóhanns eru: 1) Hallvarður Helgi fyrrverandi ríkissaksóknari, f. 1931, maki Erla Magnúsdóttir húsmóðir, og 2) Sigríður Guðbjörg hjúkrunarfræðingur, f. 1947, maki Gunnar Björn Jónsson rekstrarhagfræðingur. Eiginkona Jóhanns er Guðný Gunnarsdóttir hús- móðir, f. 1942. Foreldrar maka: Guðríður Málfríður (Fríða) Helgadóttir versl- unarmaður, f. 1916, d. 1994 og Gunnar Ármannsson mál- ari og bókari, f. 1915, d. 1994. Börn Jóhanns og Guð- nýjar eru: 1) Gunnar fram- kvæmdastjóri og sölumaður, leið hans lá til Keflavíkur. Í Keflavík var Jóhann bæj- arstjóri frá árinu 1970 til árs- ins 1980. Jóhann varð alþing- ismaður 1979 fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjaneskjördæmi og sat á þingi til 1983 og síðan aftur árin 1987-1991 og 1994-1995. Þá var hann í bankaráði Út- vegsbanka Íslands 1985-1987 og sat Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna 1980 og 1990. Jóhann sat um árabil í stjórn Hitaveitu Suðurnesja og var formaður stjórnar 1975-1979. Hann var formaður stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkurlækn- ishéraðs 1970-1980 og síðar framkvæmdastjóri Sjúkra- húss Suðurnesja og Heilsu- gæslustöðvar Suðurnesja. Jó- hann kom víða við í félagsmálum, m.a. í hand- knattleiksforystunni og var í stjórn HSÍ 1974-1976, sat í stjórn fulltrúaráðs framsókn- arfélaganna í Keflavík og var formaður þess 1984-1986. Að auki sat Jóhann í ótal nefnd- um og stjórnum sem tengdust hans störfum og áhuga- málum. Jóhann var félagi í Lions- klúbbi Keflavíkur og einnig í Oddfellowstúkunni nr. 13 Nirði í Keflavík en þar var hann einn af stofnfélögum og síðar heiðursfélagi. Útförin fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju mánudag- inn 12. nóvember 2012 og hefst athöfnin kl. 15. Mögu- legt verður að fylgjast með útförinni í Stapa í Njarðvík. f. 1965. Maki hans er Fríða Krist- jánsdóttir, náms- ráðgjafi og kenn- ari. Synir þeirra eru Gabríel og Jó- hann Jökull. Elsti sonur Gunnars er Ari Kristinn. 2) Einvarður Jó- hannsson íþrótta- kennari, f. 1968. Maki hans er Alice Harpa Björgvinsdóttir, sálfræðingur. Börn þeirra eru Aþena Sif, Aríel Uni og Atlas Nói. Elsta dóttir Ein- varðs er Silja Líf. 3) Vigdís Jóhannsdóttir viðskiptafræð- ingur, f. 1977. Maki hennar er Birgir Örn Tryggvason, hljóðhönnuður og tónlist- armaður. Börn þeirra eru Ástrós Birta og Axel Ernir. Fyrir á Birgir Magdalenu Björk og Brynjar Karl. Jóhann lauk samvinnu- skólaprófi 1958 og hélt eftir það til Manchester á Eng- landi þar sem hann starfaði og stundaði nám í eitt ár. Eft- ir að heim var komið starfaði Jóhann sem bókari og síðar fulltrúi í fjármálaráðuneytinu til ársins 1966 þegar hann tók við stöðu bæjarstjóra á Ísafirði. Því starfi gegndi hann til ársins 1970 þegar „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma.“ (pred.) Það er merkilegt hvað dauð- inn kemur okkur alltaf jafn- mikið á óvart og óþægilega við okkur, jafnvel þótt við vissum í hvað stefndi. Í dag kveðjum við tengdaföður minn Jóhann Ein- varðsson. Það sem kemur upp í huga minn á þessari kveðju- stund er þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga hann að tengda- föður. Jói var mikil persóna með sterka og ríka nærværu. En fyrst og fremst var hann skarpgreindur, hreinskiptinn og hlýr maður sem hafði mikið að gefa fjölskyldunni. Hann var góður afi og örlátur á tíma sinn gagnvart barnabörnunum. Eins voru hann og Guðný með ein- dæmum dugleg að rækta sam- skiptin við okkur og barnabörn- in, bæði með heimsóknum og heimboðum. Þau ræktuðu garð- inn sinn vel. Ég á eftir að sakna þess að hlæja með Jóa því við höfðum oft líkan húmor sem hinir í fjölskyldunni deildu ekki alltaf með okkur og ég á margar góðar og ljúfar minn- ingar sem ég mun varðveita. Jói var sannarlega höfuð fjöl- skyldunnar, það var ávallt gott að leita til hans og maður kom alltaf að opnu húsi. Við fráfall hans myndast tómarúm sem ekki er hægt að fylla. Jói kveður of snemma og við munum sakna hans sárt. En hann hefur afrekað mikið í líf- inu, verið okkur fjölskyldunni góð og heilsteypt fyrirmynd, kennt börnum sínum góð lífs- gildi og það mun lifa með okkur áfram. Hvíl í friði, elsku Jói. Þín tengdadóttir, Fríða. Elsku Jóhann minn, eða „afi Jói“ eins og þú varst ætíð kall- aður á mínu heimili. Fyrir rúmri viku barst okkur sú fregn að þú hefðir kvatt þennan heim, allt of fljótt. Ég man þegar ég hitti þig fyrst. Þú fylltir út í rýmið, svo sterkur og mikill persónuleiki. Þú þoldir aldrei neitt vol og væl og vildir ganga beint til verks. Þar áttum við samleið. Þú hugsaðir vel um alla og sér- staklega þitt fólk. Þú hafðir mikinn húmor og það var ætíð gott og gaman að vera nálægt þér. Það er komið að kveðju- stund, „afi Jói“, þín verður sárt saknað. Minning um góðan mann lifir að eilífu. Þín tengdadóttir, Alice Harpa Björgvinsdóttir. Elsku afi Jói, við vildum að þú værir enn hjá okkur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson) Afabörnin þín, Ari Kristinn, Gabríel og Jóhann Jökull, Silja Líf, Aþena Sif, Aríel Uni og Atlas Nói, Magdalena Björk, Brynjar Karl, Ástrós Birta og Axel Ernir. Það var tilhlökkun þegar fara átti suður með sjó til að heimsækja Didda frænda, Guð- nýju og frændsystkini mín í Keflavík. Ég man eitt sinn þeg- ar við ókum þar í hlaðið á mosagrænni Cortinu. Diddi hafði þá líka keypt sér Cortinu sem var heldur íburðarmeiri, en einn galli var á þessum bíl- um sem pabbi var grunlaus um. Diddi tók á móti okkur vink- andi á tröppunum, heilsaði svo bróður sínum en sagðist þurfa að prófa svolítið því það væri upplagt að hafa afnot af öðrum bíl í Reykjavík. Síðan gekk hann að bílnum okkar og opn- aði hann með lyklinum að sín- um bíl. Skellihló síðan meðan pabbi horfði undrandi á þótt hann væri ýmsu vanur af uppá- tækjum bróður síns. Glettni og stríðni held ég að Diddi hafi fengið í vöggugjöf frá móður sinni og ömmu minni Vigdísi. Og eitthvað hefur þetta borist víðar. Mér er í barnsminni, þegar Diddi var bæjarstjóri í Kefla- vík, að það var sem hann þekkti alla þar í bæ. Það vakti athygli mína þá, að bæjarstjórinn skyldi þekkja til haga svo margra og hvað gera þyrfti til að leysa hin og þessi vandamál. Breytti þá ekki hvort á dag- skránni voru stórar fram- kvæmdir og atvinnumál, íþróttastarf, fjármál bæjarins eða hvort borð og stól vantaði í skólastofu. Þegar ég sagði á mér deili við einhvern Suðurnesjamann- inn var ég auðvitað spurður hvort ég væri ekki frændi Jó- hanns. Hann var hlaðinn lofi, ég beðinn fyrir bestu kveðjur og fór ekki fram hjá mér hversu vinsæll hann var og vel liðinn. Með það góða orðspor, þekkingu á bæjarmálum og ná- lægðina við fólkið, náði hann kjöri á Alþingi og sat þar 11 þing, eins og forseti þingsins minntist að honum látnum. Eitthvað segir mér að margir sem þangað veljast úr bæjar- málum, kunnugir aðstæðum fólks úr návígi, týnist síður í þoku hugmyndafræði heldur vilja koma hlutum í verk. Ég er viss um að nærvera Didda hef- ur gert þingstörfin krefjandi og ekki síður skemmtileg. Minningin um Didda kallar fram hversu rökfastur hann var og skarpgreindur, eldsnöggur að hugsa og átta sig á aðal- atriðum. Frá unglingsárum man ég að amma mín og afi höfðu oft þann hátt á að taka úr lás í hádeginu og hella upp á kaffi. Þar hittumst við stundum úr fjölskyldunni sem vorum á ferðinni, oft Sigga frænka, systir mín, við feðgar og fleiri. Svo kom Diddi, svipti upp hurðinni og heilsaði hátt þannig að glumdi í og amma mín missti næstum kaffikönnuna og allt bakkelsið í gólfið. En hún var þessu vön. Svo var sest niður í stofunni á Melhaganum og dægurmálin rædd í þaula. Diddi hafði oftar en ekki betur í rökræðum, en sló síðan öllu upp í grín og skellihló á sinn eftirminnilega hátt. Það voru sannarlega mannkostir að geta í senn rökrætt af þekkingu, veitt hnyttin og klók tilsvör, lokið málum með hlátri eða smá stríðni og þannig sýnt öllum hlýju og vináttu. Diddi var mikill fjölskyldu- maður og þau Guðný voru í mínum augum einstaklega sam- hent hjón og til fyrirmyndar. Hugur minn er hjá henni, Gunnari, Einvarði, Vigdísi og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minnig Didda frænda. Einar Karl. Merkur maður og góður vin- ur okkar Þorbjargar er látinn. Kynni okkar Jóhanns hófust er hann réðst sem bæjarstjóri í Keflavík og jafnframt formaður stjórnar Sjúkrahúss Keflavík- urlæknishéraðs árið 1969 en ég var ráðinn framkvæmdastjóri sjúkrahússins um áramótin 1970. Kristján Sigurðsson læknir kom sem yfirlæknir til sjúkrahússins um vorið 1970. Jóhann var svo ráðinn fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins 1992. Það er ekki ofsagt að það hófst þegar mikil uppbygging við sjúkrahúsið og þjónusta jókst enda mikil eining um efl- ingu sjúkrahússins. Fljótlega var gerð áætlun fyrir næstu ár og má segja að hún hafi gengið fram að mestu eins og raun ber vitni. Hér réði mestu órofin samstaða stjórnenda við Heil- brigðisstofnun Suðurnesja, eins og hún er nú nefnd, og einhuga stuðningur Suðurnesjamanna. Jóhann hafði þá náðargjöf að geta náð saman jákvæðum nið- urstöðum byggðum á ólíkum skoðunum og að geta komið málum í höfn án þess að ganga á hlut þeirra sem málin vörð- uðu. Þessir eiginleikar Jóhanns voru ómetanlegir í uppbygging- arstarfinu. Jóhann gegndi mörgum og ólíkum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Var al- þingismaður Reyknesinga fyrir Framsóknarflokkinn með hléum frá 1979 til 1994 og beitti sér sérstaklega fyrir framfara- málum okkar Suðurnesja- manna. Jóhann átti sæti í stjórn Hitaveitu Suðurnesja með hléum á árunum 1975 til 1992 og var formaður stjórnar 1975- 1979. Þá átti hann sæti í stjórn- um samtaka sveitarfélaga á Reykjanesi og samtaka Sveitarfélaga á Suðurnesjum en mikil og farsæl samvinna var með Suðurnesjamönnum á þessum tímum. Af mikilli fram- sýni var virkjað í Svartsengi og Hitaveitu Suðurnesja var kom- ið á fót að frumkvæði heima- manna í samvinnu við ríkið. Bylting varð hér um slóðir þeg- ar heitu vatn var komið inn á öll heimili frá virkjun okkar í Svartsengi. Samband okkar Þorbjargar við Jóhann og konu hans Guð- nýju og fjölskyldu er mjög ná- ið. Stöðugir fundir okkar um málefni sjúkrahúss og önnur framfaramál mótuðu vináttuna og virðing fyrir skoðunum hvor annars dýpkaði vinskapinn þótt afstaðan væri ekki ætíð sú sama til þjóðmála. Málefni nor- rænnar samvinnu voru okkur kær og minnisstæðar eru ferðir vinahjónanna um Ísland og er- lendis með vinum okkar frá Norðurlöndum. Næstum fjörutíu ára sam- vera okkar Þorbjargar með Jó- hanni og fjölskyldu hans hefur verið okkur mikils virði. Nú þegar við kveðjum mikilhæfan dreng sem lokið hefur ævistarfi sínu þökkum við fyrir að hafa notið samvistum með heiðurs- manninum Jóhanni. Eftir stendur Guðný og fjölskyldan sem við sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Eyjólfur Eysteinsson og Þorbjörg Pálsdóttir. Ég var staddur erlendis á heimleið er mér barst frétt um andlát góðvinar míns í marga áratugi, Jóhanns Einvarðsson- ar, og þrátt fyrir að ég vissi að hann hafði barist við alvarlegan sjúkdóm um alllangt skeið kom sorgarfréttin um brotthvarf hans samt á óvart. Vinátta okkar á sér djúpar rætur, feður okkar voru skóla- bræður í Flensborgarskóla og eldri bróðir hans, Hallvarður, og ég vorum bekkjarbræður í MR og samstúdentar 1952. Jó- hanni kynntist ég þó ekki fyrr en hann verður bæjarstjóri í Keflavík 1970 og hefur vinátta okkar, fjölskyldna okkar, eig- inkvenna og barna varað síðan. Jóhann er mér minnisstæður um margt, hann var frjálslegur í framkomu, áhugasamur um allt sem hann kom nálægt, átti létt með að tjá sig, gamansam- ur og sagði meiningu sína í flestum málum. Hann var áhugasamur um íþróttir og dyggur stuðningsmaður ein- staklinga og liða Keflvíkinga í öllum greinum þeirra og sótti íþróttaviðburði fram til þess síðasta. Hann hafði mikinn áhuga á golfi og fórum við sam- an í golf bæði innanlands og ut- an og er mér síðasta sumar einkar minnisstætt er við fór- um 2-3 morgna í viku saman í Leiruna allt fram í september. Jóhann var mjög áhugasamur um félagsmál og gegndi ábyrgðarstörfum í flestu sem hann kom nálægt, bæði at- vinnulega svo sem í stjórnum bæjarfélagsins, þingmennsku og stjórnum fyrirtækja, meðal annars í Hitaveitu Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Suður- nesja og var vinsæll meðal und- irmanna sinna. Þau félög sem við áttum samleið í eru Lionshreyfingin, sem var honum einkar kær og gegndi hann starfi umdæmis- stjóra hennar um tíma, svo og Oddfellowstúkan Njörður í Keflavík sem hann studdi og starfaði í af alúð allt frá stofn- un til síðasta dags. Það sem hér er upptalið er aðeins brot af þeim mörgu störfum sem hlóðust á Jóhann í gegnum tíðina og hann stund- aði af alúð, dugnaði, krafti og árangri en umfram allt er ég þakklátur fyrir það að hafa not- ið vináttu hans og fjölskyldu hans frá því að við hittumst og mun hans því verða sárlega saknað. Blessuð sé minning Jóhanns Einvarðssonar. Árni Þ. Þorgrímsson. Kveðja frá bekkjarsystkinum Enn er skarð höggvið í hóp okkar bekkjarsystkinanna, sem útskrifuðumst frá Bifröst vorið 1958. Við andlát Jóa Einvarðs, eins og hann var kallaður í okk- ar hópi, rifjast upp ótal atvik frá dvölinni í skólanum og síðan samfylgdinni gegnum tíðina. Við hófum nám við Sam- vinnuskólann á öðru starfsári hans í Bifröst. Dvölin þar á þessum tíma var mjög sérstök. Í raun var verið að móta nýjan skóla þótt byggt væri á göml- um grunni. Skólinn var fá- mennur og nemendur komu víða af landinu og á ýmsan hátt með ólíkan bakgrunn. Fámenn- ið gerði það að verkum að kynni og samskipti nemenda urðu mjög náin. Skólinn var að mörgu leyti líkur stóru heimili og á það lögðu skólastjórnend- ur á þeim tíma líka áherslu. Jó- hann var góður skólaþegn og mjög virkur bæði í leik og starfi í skólanum og segja má að helstu einkenni hans hafi, að mati okkar skólasystkina hans, verið félagslyndi, dugnaður og hreinskiptni. Jóhann starfaði í fjármálaráðuneytinu frá 1958- 1966 en þá tók hann við starfi bæjarstjóra á Ísafirði aðeins 28 ára. Við tók 14 ára starfsferill hans sem bæjarstjóri, fyrst 4 ár á Ísafirði og síðan 10 ár í Keflavík. Hann var vinsæll og vel liðinn í starfi. Vinsældirnar, sem Jóhann naut sem bæjarstjóri, leiddu til þess að hann tók að sér að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi í alþingis- kosningunum í desember 1979. Stjórnmálin á landsvísu urðu nú starfsvettvangur hans allt til ársins 1995. Hann sat ekki samfellt á þingi allan tímann en var aðstoðarmaður Alexanders Stefánssonar félagsmálaráð- herra 1983-1987. Jóhann var ekki maður pólitískra klækja- bragða og enn síður stundaði hann upphlaup og auglýsinga- mennsku sem reynst hefur mörgum stjórnmálamanninum vel til að afla a.m.k. stundarvin- sælda. Hann taldi sættir og samkomulag líklegra til árang- urs heldur en deilur og illindi og hagaði störfum sínum og málflutningi í samræmi við það. Jóhann var víða kallaður til for- ystu á sviði ýmissa félaga og samtaka samhliða bæjarstjóra- störfunum og þingmennskunni. Bekkurinn frá 1958 hefur haldið vel hópinn alla tíð. Á 50 ára útskriftarafmæli okkar fór- um við ásamt mökum okkar ferðina sem við fyrir hálfri öld slógum af vegna gjaldeyris- skorts. Jóhann hafði forystu um að undirbúa þá ferð og hrinda henni í framkvæmd. Með okkur í ferðinni var Snorri Þorsteinsson, kennarinn okkar frá Bifröst, ásamt Eygló eig- inkonu sinni sem féll frá nú í sömu vikunni og Jóhann. Bless- uð sé minning hennar. Í mörg ár höfum við bekkjarsystkinin hist mánaðarlega og nú seinni árin borðað hádegisverð saman. Jóhann minnti okkur alltaf með nokkurra daga fyrirvara á þessa samfundi. Þeir hafa verið okkur sem þá höfum sótt mikils virði. Þrátt fyrir erfið veikindi lét hann sig aldrei vanta í hóp- inn. Að leiðarlokum þökkum við og makar okkar Jóhanni margra áratuga samskipti og vináttu um leið og við sendum Guðnýju, börnum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Húnbogi Þorsteinsson. Jóhann Sigurður Einvarðsson  Fleiri minningargreinar um Jóhann Sigurð Einvarðs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Faðir minn, NAGUIB ZAGHLOUL, Hörðalandi 20, Reykjavík, lést mánudaginn 5. nóvember á Landspítalanum í Fossvogi. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13.00. Rut Róberts Zaghloul.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.