Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Garðar Faglærðir garðyrkjumenn geta bætt við sig verkefnum. Trjáklippingar, trjáfellingar, hellu- lagnir og viðhald garða. Ingvar s. 8608851 Jónas s. 6978588. Gisting Bókhald Þarftu aðstoð við reksturinn ? Við aðstoðum þig við: bókhaldið, launaútreikninga, virðisaukaskattsuppgjör, gerð ársreikninga, skattframtalið, samskipti við RSK. Ókeypis kynningartími Rekstur og skattskil sf. Suðurlandsbraut 16. Hvataferðir, fyrirtækjahittingur, óvissuferðir, ættarmót Frábær aðstaða fyrir hópa. Líka fjölskyldur. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Sími: 486 1500. Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Húsviðhald Múr- og lekaviðgerðir Sveppa- og örverueyðing Vistvæn efni notuð Húsaviðgerðir www.husco.is Vönduð vinna Áratuga reynsla Sími 555-1947 Gsm 894-0217 Kaupi silfur Vantar silfur til bæðslu og endurvinn- slu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - sími 551 6488. Listmunir Jólagjafir fyrir starfsfólk - heild- sala. Úrval af íslenskri list og hand- verksmunum jafnt fyrir smærri og stærri fyrirtæki. Pökkum inn og send- um. Gott verð og kaupum íslenskt! Ella Rósinkrans - verslunarmiðstöð- inni Glæsibæ, sími 695 0495. Óska eftir Smáauglýsingar Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga ✝ Jódís KristínJósefsdóttir fæddist 16. maí 1928, á Búrfelli í Hálsasveit. Hún lést aðfaranótt sunnudagsins 28. október 2012 á dvalarheimilinu Hlíð, 84 ára að aldri. Foreldrar henn- ar voru Jósef Sveinsson f. 30. júlí 1886, d. 1. júlí 1959 og Valgerður Þor- valdsdóttir f. 14. október 1896, d. 2. janúar 1956, bændur á Búr- felli í Hálsasveit og síðar að Lækjarkoti í Þverárhlíð og Fróðhúsum. Bræður Jódísar eru Sveinn f. 1926, Þorvaldur f. 1931 og Magnús f. 1932. Jódís giftist þann 10. júní 1950 Stefáni Ei- ríkssyni frá Lýtingsstöðum í Jódísar frá 1983 var Hjálmar Blomquist Júlíusson frá Dalvík f. 16. september 1924, d. 26. apr- íl 2002. Jódís hleypti heimdraganum 16 ára gömul og fór þá í vist á Snæfellsnesi og síðar vann hún á hótelinu í Borgarnesi. Þaðan fór hún í Skagfjörð að Varmalæk á skósmíðastofu Gunnars Jó- hannssonar og þar kynnist hún eiginmanni sínum Stefáni og flutti til Akureyrar 1948. Á Ak- ureyri vann hún ýmis störf, m.a. á Amtsbókasafninu á Akureyri. Í ársbyrjun 1962 hóf hún að starfa við hlið Stefáns, sem þá var orðinn umboðsmaður Morg- unblaðsins á Akureyri. Við and- lát Stefáns 1980 tók hún við sem umboðsmaður Morgunblaðsins og eftir að Morgunblaðið opnaði skrifstofu á Akureyri starfaði hún þar þangað til hún lauk starfsævinni. Margir minnast hennar í gömlu „Morgunblaðs- höllinni“ við Hafnarstræti. Útför hennar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 12. nóv- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13.30. Skagafirði f. 3. maí 1926, d. 3. mars 1980. Börn Jódísar og Stefáns eru Ei- ríkur f. 10. ágúst 1951 og Hulda fædd 13. maí 1955. Börn Eiríks eru Stefán f. 6. júní 1970, Edda Kristín f. 7. nóvember 1973, Hera f. 23. mars 1978, Halla, f. 19. nóvember 1979, Eiríkur Bekk f. 13. júlí 1983, Jódís Eva f. 9. apríl 1986, Hákon Daði f. 29. febrúar 1988 og Bergur Ár- mann f. 20. desember 1989. Börn Huldu eru Nökkvi Þor- steinsson f. 24. júní 1974 og Stef- án Darri Þorsteinsson f. 14. des- ember 1981. Sambýlismaður Huldu er Ståle Eriksen og búa þau í Noregi. Sambýlismaður Ég var þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera barn ungra for- eldra. Sú gæfa fólst einna helst í því að afi minn og amma léku lykilhlutverk í uppeldinu til að byrja með. Hjá þeim bjó ég fyrsta árið eða svo og hjá þeim var ég alltaf velkominn og tekið opnum örmum. Þau höfðu miklu að miðla; hlýju sinni og vænt- umþykju, íslenskri menningu, kvæðum og skáldskap og síðast en ekki síst lífsviðhorfi sínu, sem var hjá þeim í senn líkt og ólíkt. Því miður fékk ég ekki að njóta samfylgdar við afa minn nema í tæp tíu ár og í dag kveð ég ömmu Dísu. Hún er vænsta og besta manneskja sem ég hef kynnst. Hún kenndi mér margt og ekki í þeim skilningi að hún legði mér skýrar lífsreglur held- ur gerði hún það með hegðun sinni og framkomu. Hjá henni var enginn merkilegri en annar. Allir höfðu sitt hlutverk og þau voru öll mikilvæg. Framkoma hennar gagnvart öllum ein- kenndist af virðingu og hún gerði ekki lítið úr neinum. Hennar uppeldisaðferðir byggð- ust á trausti og hlýju samhliða jákvæðum og uppbyggilegum leiðbeiningum. Hún var bæði áhugasöm og hvetjandi og það var fastur liður í allri skóla- göngunni að hringja í hana og segja henni frá því hvernig gengi í skólanum og í öðru því sem maður tók sér fyrir hendur. Alltaf hlustaði hún af áhuga og fylgdi því eftir með hrósi og hvatningu þegar það átti við. Hún kom því líka að með sínum mildilegu aðferðum að það væri ekki skynsamlegt að ofmetnast eða líta of stórt á sig. Hún sagði mér eitt sinn að amma sín hefði sagt sér af litlu prófi, sem hollt væri að taka í hvert sinn sem maður héldi að maður væri um það bil að verða ómissandi. Þá skyldi maður taka bolla, fylla hann af vatni, stinga vísifingri ofan í bollann og taka hann síð- an upp. Sú hola sem eftir stæði í vatninu væri til marks um það hversu ómissandi maður væri. Minningarnar eru ótalmargar og góðar. Frá öllum ferðunum í Skagafjörðinn og víðar þar sem hún sagði frá öllu því sem fyrir augu bar, fór með vísur og kvæði og sagði sögur. Á þessum ferðum kenndi hún mér að meta margt, ekki bara íslenska nátt- úru og sveitir landsins heldur einnig Alfreð Clausen og Davíð Stefánsson svo fáeinir snillingar í menningarsögunni séu nefndir. Þegar dásemdin hann Bommi kom inn í líf hennar jókst fjörið til muna. Bæði voru þau ein- staklega lífsglöð og skemmtileg og áttu saman mörg gefandi og góð ár. Amma Dísa hafði nánast allt- af rétt fyrir sér, því hvað sem öllum ómissandi prófum líður þá skilur hún eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Mín stærsta lukka í lífinu var að fá að kynn- ast og alast upp með ömmu Dísu, sem ég kveð í dag með miklum söknuði. Stefán Eiríksson. Þín návist hressir sem hnjúkaþeyr hlý eins og sunnanvindur. Þú átt þá tryggð sem aldrei deyr þá elsku sem fastast bindur. Þessa vísu sendi amma Dísa mér í afmælisgjöf og vil ég gera hana að kveðjuorðum mínum til hennar því hún á vel við um okkar samband. Það eru yfir 40 ár síðan ég kynntist henni og Stebba, þau tóku mig ólétta menntaskólastelpuna upp á sína arma, bjuggu mér heimili ásamt Eika og síðar Stefáni þegar hann kom í heiminn. Eina sem Stebbi sagði þegar þessi viðbót- arpakki var fluttur inn: „Ef þetta verður strákur þá látið þið hann líklega heita Stefán“ og var það vissulega auðsótt mál. Síðan slitum við Eiki sam- vistum en ennþá bjuggum við Stefán hjá þeim þangað til stúd- entsprófið var yfirstaðið. Því við Dísa og Stebbi slitum ekki sam- vistum, ó nei. Hún sagði við mig núna síðast í sumar þegar ég kvaddi hana: „Mér finnst þú alltaf vera stelpan mín“ og ég var alltaf stelpan hennar öll þessi ár. Börnum mínum var hún sem amma og aldrei kölluð annað en amma Dísa hjá minni fjölskyldu og þar skiptu blóð- tengsl engu máli. Stebbi kvaddi allt of fljótt, en síðar hóf Dísa sambúð með kær- astanum sínum honum Bomma og áttu þau saman góðan tíma sem Dísa kallaði sumarauka eins og segir í vísunni sem hún orti til Bomma sem kvaddi árið 2002. Eitt ég segja ætla þér á ef viltu hlýða sumarauki eru mér ástúð þín og blíða. Minningarnar fljóta fram, þær ylja og gefa gleði. Heim- sóknir norður, sögustundir óteljandi, ferðalög um landið, Dísa „elskaði“ að keyra í bíl, eins og börnin segja í dag. Fyrir nokkrum árum ókum við frá Akureyri til Borgarness og á þeirri stundu óskað ég þess að hafa upptökutæki í bílnum. Hún þekkti til á nærri öllum bæjum sem við fórum framhjá. Í Skagafirði, þar sem þau Stebbi kynntust þekkti hún hverja þúfu og kunni sögur af ábúend- um, sama var í Húnavatnssýslu svo ég tali nú ekki um þegar við komum í hennar elskaða Borg- arfjörð, endalausar sögur frá æsku hennar og uppvexti, til- hugalífi og skemmtilegum sam- ferðamönnum. Hún var hafsjór af fróðleik og þvílíkt ógrynni sem hún kunni af ljóðum og vís- um. Dísa og Stebbi voru bæði mjög hagmælt og höfðu gaman af því að yrkjast á. Fyrir nokkr- um árum var Dísa í heimsókn hjá mér og þá skrifaði ég niður fullt af vísum sem þau og fleiri höfðu kastað fram og þuldi hún þetta allt blaðalaust. Meðal ann- ars þessa. Stebba fannst Dísa vera farin að fitna og sendi henni þessa vísu: Finn ég glöggt er dagur dvín drunga fyllist sálin er að breytast ástin mín á þér venusmálin. Dísa svaraði að bragði. Ef að breytast málin mín muntu gott af hljóta slíkt er eignaaukning þín og einungis til bóta. Mætti gamla máltækið mönnum öllum kenna að aldrei verður of mikið ummál góðra kvenna. Akureyri verður ekki söm eftir að amma Dísa er farin, við Lára dóttir mín minnust síðustu heimsóknar til hennar í sumar, með litla Stefán Hrafn hennar Láru, gleðinnar í augum hennar með litla Stefán í fanginu. Það er minning sem yljar og gleður. Þóra Þorsteinsdóttir. Vertu hjá mér, Dísa, meðan kvöldsins klukkur hringja og kaldir stormar næða um skóg og eyðisand; þá skal ég okkur bæði yfir djúpið dökka syngja heim í dalinn, þar sem ég ætla’ að byggja og nema land. Þannig hljómar upphafserindi ljóðsins Dalakofinn eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Lengi vel hélt ég að hann hefði ort þetta til hennar Dísu vinkonu móður minnar sem nú er látin. Ég hef alla ævi notið góðs af vináttu þeirra bæði í blíðu og stríðu. Myndir minn- inganna eru margar. Fyrsta heimsóknin til Dísu og fjöl- skyldu í Lundargötuna þá ný- flutt úr sveitinni til Akureyrar. Hlýlegt fasið hennar, brosið og glettnin sem bauð mig velkomna í ævintýralegt húsið þar sem borið var fram ristað brauð með ananasmarmelaði. Það heillaði sveitabarnið. Kvöld í stofunni í Hamarstígnum hjá Dísu og Stebba að horfa á fyrstu útsend- ingu íslenska sjónvarpsins á Ak- ureyri þar sem allir sátu eins og í leikhúsi. Mamma að tala við Dísu í símann með krossgátu fyrir framan sig. Sextíu ára af- mæli pabba þar sem Dísa og Stebbi komu fyrst og fóru síðust og lögðu þannig sitt af mörkum til að gera daginn enn skemmti- legri. Stebbi var umboðsmaður Morgunblaðsins á Akureyri. Dísa tók við því starfi eftir and- lát hans og vann mamma þá hjá henni. Það var gaman að heyra þær vinkonurnar hlæja saman að spaugilegum hliðum hvers- dagsins. Við andlát pabba var Dísa til staðar fyrir mömmu og okkur fjölskylduna og þær ásamt Bomma ferðuðust saman víða um land. Dísa vakti með mér heila sumarnótt við sjúkrabeð mömmu rétt fyrir andlát hennar þar sem hún rifjaði upp minn- ingar frá Skagafjarðarárum þeirra vinkvenna. Þétta faðm- lagið hennar og nálægð við and- lát mömmu var okkur mikill styrkur. Ég vil þakka fyrir að Dísa var alltaf til staðar fyrir mömmu í sorg og gleði og þann kærleik sem hún hefur sýnt mér og fjölskyldunni alla tíð. Dísa mín kæra þig kveð ég nú klökk vil bestu þakkir færa. Vinátta og styrkur sem veittir þú á vegferð áfram mun næra. (h.p.) Elsku Hulda og Eiki og fjöl- skyldur, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar frá mér og fjölskyldu minni. Helga Pálmadóttir. Jódís Kristín Jósefsdóttir ✝ Einar Krist-jánsson fæddist á Patreksfirði 15. desember 1950. Hann andaðist á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 2. nóvember 2012. Foreldrar hans voru þau Kristján Kristjánsson, f. 28. ágúst 1925, d. 4. maí 1999 og Anna Einarsdóttir, f. 2. september 1927, d. 25. apríl 2003. Einar var í miðið í þriggja systkina hópi. Systkini hans eru Kristján Júlíus Kristjánsson, f. 27. október 1955 og Sigrún Björk Gunnarsdóttir, f. 1. ágúst 1944. Árið 1975 giftist Einar Guð- björgu Sigfúsdóttur, f. 10. des- ember 1949. Foreldrar hennar eru Elín Ragnhildur Þorgeirs- dóttir, f. 2. nóv- ember 1928 og Sig- fús Einarsson, f. 2. júní 1917, d. 3. maí 1985. Saman eign- uðust þau einn son, Kristján Sigfús Ein- arsson, f. 30. júní 1979. Fyrir átti Guðbjörg dótturina Lilju Ragnhildi Ein- arsdóttur, f. 11. desember 1973. Einar ólst upp á Patreksfirði og gekk þar í Iðnskólann, síðar lærði hann húsasmíði í Tré- smiðju Hveragerðis. Hann vann lengst af við iðn sína hjá Tré- smiðjunni Mosfelli í Mosfellsbæ en gerðist seinna verktaki. Ein- ar átti við erfið veikindi að etja síðasta hluta ævi sinnar. Útför Einars fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 12. nóv- ember 2012, kl. 13. Nú er komið að kveðjustund kærs föður míns og mig langar að minnast hans í nokkrum orðum. Minningarnar sem ég á um hann eru margar, ljúfar og góðar. Hug- urinn sækir til baka, í dagana þegar ég var yngri og lífið lék við hann. Mínar fyrstu minningar um hann eru frá Merkjateignum og frá því hann og mamma voru að byggja húsið á Stórateignum, en það byggði hann frá grunni og gerði í mínum huga allt þar óað- finnanlega innan sem utan, enda flinkur smiður. Fallega eldhús- innréttingu, lagði parket, setti upp hurðir og að lokum smíðaði hann fallega innréttingu fyrir herbergið mitt. Og svo smám saman var það stóri garðurinn í kringum húsið, annað eins verk- efni sem hann leysti svo vel. Faðir minn hafði einnig gaman af veiði og að komast í góða ferð við fallegt vatn kunni hann svo sannarlega að meta, ég man eftir undirbúningi hans fyrir þessar ferðir, þá var svo gaman. Pabbi dundaði einnig mikið í bílskúrn- um og dyttaði að því sem þurfti, flest verkefni gast hann leyst svo ágætlega. En eins og svo oft eru vegir guðs órannsakanlegir og okkur ekki ætlað að skilja allt, og þann- ig var það nú í lífi pabba en ég trúi því að nú sé hann kominn á góðan stað þar sem lífið leikur við hann. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Lilja. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) (Höf. ókunnur.) Andrea og Hjalti Stefán. Einar Kristjánsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma, systir og fóstursystir, SÓLVEIG GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Kársnesbraut 96, Kópavogi, lést 7. nóvember í Skógarbæ. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 14. nóvember. Þorbjörn Tómasson, Guðjón Þorbjörnsson, Lilja Guðlaugsdóttir, Ragnar Karl Guðjónsson, Dorte Winge Sólveig Valerie Guðjónsdóttir, Þorbjörn Jindrich Guðjónsson, Þorbjörn Eiríksson, Guðlaugur Ísfeld Andreasen, Magnús Ísfeld Andreasen, Kristinn Breiðfjörð Eiríksson, Sigurlaug Sigurfinnsdóttir, Jón Eiríksson, Erla Sigurðardóttir, Kristrún Guðjónsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.