Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 22

Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Síðustu vikur hafa verið annasamar. Við hjónin ákváðum aðflytja okkur aðeins um set og milli gatna í grónu hverfi hér íKópavogi. Dagarnir undanfarið hafa því farið í alls konar stúss sem nú sér fyrir endann á. Það má segja að afmælisdagurinn marki upphaf í nýjum heimkynnum,“ segir Samúel Örn Erlingsson, sem er 53 ára í dag. Afmælisbarn dagsins þarf tæpast að kynna. Hann var fréttamað- ur RÚV í tuttugu ár og flutti þjóðinni fregnir af ýmsum íþrótta- viðburðum; bæði sárum úrslitum og sætum sigrum. Eru margar lýs- ingar hans fólki eftirminnilegar sakir einstakrar innlifunar í stemningu stundarinnar. Og tilþrifanna verður raunar enn vart í stöku þáttum sem Samúel gerir um hestamennsku og aflraunir. „Svo fannst mér vera kominn tími á önnur viðfangsefni. Var fyrst í Mosfellsbæ að kenna en færði mig svo yfir í Hörðuvallaskóla, sem er í Kórahverfinu hér í Kópavogi,“ segir Samúel, sem er íslensku- og umsjónarkennari í 10. bekk. „Starf kennara og fréttamanns er býsna líkt, allt snýst þetta um að miðla upplýsingum og segja hlutina skýrt,“ segir viðmælandi okkar. Hann er kvæntur Ástu B. Gunnlaugsdóttur og eiga þau tvær uppkomnar dætur, Gretu Mjöll og Hólmfríði Ósk, sem báðar eru við nám og því sem næst flognar úr hreiðrinu. sbs@mbl.is Samúel Örn Erlingsson er 53 ára í dag Morgunblaðið/Golli Brosandi „Þetta snýst um að miðla upplýsingum,“ segir Samúel Örn Erlingsson, kennari í Kópavogi – áður fréttamaður á RÚV. Upphaf í nýjum heimkynnum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Ingi Rúnar fæddist 9. febr- úar. Hann vó 16 merkur og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Dagný Geir- dal og Bergþór Haukdal Jónasson. Nýir borgarar Reykjavík Geir Thorberg fæddist 27. febrúar kl. 19.12. Hann vó 3.300 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Björg Thorberg Sigurðardóttir og Geir Hlöðver Ericsson. L eifur fæddist 12.11. 1932 á Saurum í Helgafellssveit og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1954 og búfræðikandidatsprófi 1957, fór síðan námsferð til Norðurlandanna á vegum OECD 1963 og til Austur- Þýskalands. Héraðsáðunautur í 27 ár Leifur var ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Austurlands 1957-59 og hjá Búnaðarsambandi Snæfell- inga 1959-84 og var þá búsettur í Stykkishólmi. Hann var auk þess framkvæmdastjóri Búnaðar- og ræktunarsambands sama svæðis. Leifur var forstöðumaður Stofn- lánadeildar landbúnaðarins 1984-97 og framkvæmdastjóri Lánasjóðs landbúnaðarins 1998-99 er hann fór á eftirlaun. Leifur var endurskoðandi Kaup- félags Stykkishólms 1959-66, sat í stjórn þess 1966-74 og var stjórn- arformaður 1969-73, sat í hrepps- nefnd í Stykkishólmi 1966-70 og 1974-78 og oddviti 1968-70, formað- ur Nýbýlanefndar Snæfellsnes- og Leifur Kr. Jóhannesson, fyrrv. héraðsráðunautur – 80 ára Glæsilegur hópur Leifur og María Steinunn með börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Venjulegur Íslendingur Með börnunum: Leifur og María, ásamt börnum sínum, Sigurborgu, Heið- rúnu, Eysteini, Jófríði og Jóhönnu Rún. María varð áttræð sl. laugardag. Verslun, Skútuvogi 11 • www.las.is • 510 8888 • Opið alla virka daga 8:00-18:00 og hurðapumpur Komum á staðinn og stillum hurðapumpur gegn vægu gjaldi Læsingar Inni/úti Læsingar ▪ húnar ▪ skrár ▪ rósettur ▪ sílindrar ▪ Hurðapumpur ersl , k t vo i .las.is ið al a virka a a : - : Við erum flutt í Skútuvog 11 „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.