Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 3

Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 3
BADMINTON Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það hafa sjálfsagt sjaldan sterkari badmin- tonspilarar sýnt kúnstir sínar í TBR-húsunum í Laugardal en í gær þegar Taívaninn Chou Tien Chen nældi sér í tvenn gullverðlaun á hinu árlega Iceland International-móti. Chou er í dag í 33. sæti á heimslistanum í einliðaleik karla og það var því ekki við öðru að búast en að hann ynni einliðaleikinn, sem þó var hörku- leikur, sem og tvenndarleikinn þar sem hann lék með Chiang Mei Hui. Taívanska parið mætti Helga Jóhannessyni og Elínu Þóru Elí- asdóttur úr TBR í úrslitaleik í gær og vann 21:16 og 21:9. „Það er engin skömm að því að tapa gegn þessu pari. Þau kunna alveg badminton, eru fljót og sterk og slá fast. Þetta gekk vel hjá okkur í byrjun leiks og við komum þeim kannski svolítið á óvart með því að spila þetta „pot-spil“. Við potuðum boltanum bara yfir netið, ofan í lausu holurnar, en þau voru svo búin að lesa í gegnum það þegar á leið,“ sagði Helgi en þau Elín byrjuðu leikinn afar vel og hefðu með smáheppni getað unnið fyrstu lot- una. Chou og Chiang höfðu slegið út Íslands- meistaraparið Atla Jóhannesson, bróður Helga, og Snjólaugu Jóhannsdóttur í undan- úrslitum jafnri viðureign, 21:18 og 21:17, en þess ber að geta að taívanska parið leggur áherslu á keppni í einliðaleik. Það er til marks um hve sterkt mót Iceland International er orðið að keppendur á borð við Chou skuli taka þátt en einnig má nefna þátt- töku þeirra Lee So Hee og Shin Seung Chan frá Suður-Kóreu sem eru heimsmeistarar í tví- liðaleik stúlkna 19 ára og yngri og lönduðu gullverðlaunum í gær. Sterkustu spilararnir hingað til „Ég held að við höfum verið að fá sterkustu spilarana sem við höfum fengið hingað til. Það er mjög gaman að sjá svona mikið af asískum spilurum, þaðan eru náttúrulega sterkustu spilararnir og það var frábært að fá til dæmis heimsmeistara unglinga í tvíliðaleik kvenna. Það gefur íþróttinni skemmtilegan svip hér á landi að fá svona sterka keppendur – að fólk fái að sjá hér á landi badminton eins og það gerist best,“ sagði Helgi sem er orðinn þrítugur og á í sínu safni samtals 16 Íslandsmeistaratitla í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Hann er fús til að færa þá fórn að eiga minni möguleika á gullverðlaunum á Iceland Int- ernational, líkt og aðrir íslenskir keppendur, gegn því að fá til landsins svo sterka spilara. Veitir yngri keppendum innblástur „Þetta er auðvitað dálítið á okkar kostnað að því leyti að við eigum minni möguleika á verð- launum en ég er viss um að það veitir yngri keppendum okkar innblástur að sjá svona góða spilara. Þau sjá hvernig þetta er og hvað þau þurfa að gera, og taka vonandi þessa helgi sem lærdóm,“ sagði Helgi sem hefur spilað með Elínu í rúm þrjú ár en Elín er aðeins tví- tug og á framtíðina fyrir sér í íþróttinni. „Hún er dugleg og stendur sig vel. Hún er fljót að læra og tekur vel leiðsögn þannig að mér fannst alveg upplagt að reyna að stíla upp á eitthvað með henni. Ég veit ekki hversu mik- ið ég held áfram í þessu en ég vona að hún geti nýtt þennan tíma sem við höfum spilað saman. Ég er sjálfur búinn að minnka talsvert við mig í þessu, kominn með fjölskyldu og svona, en þetta var samt vonandi ekki í síðasta skiptið sem ég keppi á þessu móti,“ sagði Helgi. Ragna Ingólfsdóttir, besta badmintonkona sem Ísland hefur átt, var áskrifandi að gull- verðlaunum á Iceland International-mótinu en hún lagði sem kunnugt er spaðann á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þar með vann enginn Íslendingur til gullverðlauna á mótinu í ár. Fyrrnefnd Chiang frá Taívan tók við af Rögnu og vann einliðaleik kvenna en Akvile Stapusaityte frá Litháen, sem tapaði fyrir Rögnu á ÓL en var talinn sterkust fyrir mótið, féll út í undanúrslitum. Í tvíliðaleik karla unnu Joe Morgan og Nic Strange frá Wales þá Martin Campbell og Pat- rick Machugh frá Skotlandi í úrslitum. Skot- arnir höfðu slegið út Helga og Magnús Inga Helgason í hörkuleik; 21:18, 20:22 og 21:15. Morgunblaðið/Kristinn Einbeitt Elín Þóra Elíasdóttir mundar hér spaðann í úrslitaleiknum í tvenndarleik á Iceland International-mótinu í badminton um helgina og Helgi Jóhannesson fylgist einbeittur með. Badminton úr besta flokki  Elín Þóra og Helgi stóðu í sterku pari á Iceland International  Mótið laðar að sífellt betri spilara  Enginn Íslendingur vann til gullverðlauna  Taívani tók við titlinum af Rögnu Ingólfsdóttur Iceland International » Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elías- dóttir unnu ein Íslendinga til verðlauna en þau fengu silfur í tvenndarleik. » Chou Tien Chen og Chiang Mei Hui frá Taívan unnu tvenndarleikinn sem og báða einliðaleiksflokkana. » Joe Morgan og Nic Strange frá Wales unnu tvíliðaleik karla og Lee So Hee og Shin Seung Chan frá S-Kóreu í kvenna. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Jón Arnór Stefánsson landsliðsmaður í körfuknattleik átti frábæran leik fyrir Zara- goza í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi er liðið vann góðan 15 stiga útisigur á Es- tudiantes, 83:68. Jón Arnór var stigahæstur í liði Zaragoza með 16 stig en hann hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum, nýtti bæði víta- skot sín og skoraði eina tveggja stiga körfu. Jón Arnór tók þar að auki 3 fráköst og átti eina stoðsendingu. Zaragoza náði góðu forskoti í 2. leikhluta sem liðið vann 29:15 og hélt því út leikinn. Liðið hefur nú unnið fjóra leiki af sjö líkt og Estudiantes og fleiri lið sem saman eru í 7.-12. sæti deildarinnar. Hauki Helga Pálssyni og félögum í Manresa gengur hins vegar allt í óhag og þeir skoruðu aðeins 47 stig gegn Barcelona í 42 stiga tapi um helgina. Manresa er á botni deildarinnar og enn án stiga. sindris@mbl.is Jón Arnór stiga- hæstur í útisigri Jón Arnór Stefánsson Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í danska úrvals- deildarliðinu Viborg fögnuðu langþráðum sigri í gær þegar þeir lögðu Århus að velli í spennuleik, 23:21, í 10. umferð. Viborg hafði leikið fimm leiki í röð í deildinni án sigurs, og tapað fjór- um þeirra, en liðið er nú með sex stig í 10. sæti af 14 í deildinni, tveimur stigum á eftir Århus. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Viborgar-liðins voru fagnaðarlæti leikmanna í leikslok gríðarleg þar sem menn féll- ust í faðma og kættust yfir að hafa innbyrt nauman sigur en Århus hafði minnkað muninn í eitt mark þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Línumaðurinn stæðilegi Orri Freyr Gíslason var ekki á meðal markaskorara hjá Viborg að þessu sinni. Bjerringbro-Silkeborg, lið Guðmundar Árna Ólafssonar, er efst Íslendingaliðanna í Danmörku en liðið vann Skjern 29:28 um helgina og er í 2. sæti með 17 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Kolding. Atli Ævar Ingólfsson, Anton Rúnarsson og félagar þeirra í SönderjyskE eru í 6. sæti með 10 stig, og Einar Ingi Hrafnsson og félagar í Mors-Thy sæti neðar. sindris@mbl.is Lærisveinar Óskars ærðust af fögnuði Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er úr leik á úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina í golfi eftir að hafa leikið samtals á höggi yfir pari á 72 holum í Murcia á Spáni. Birgir lék síðasta hringinn á laugardaginn á parinu. Hann spilaði jafnt og gott golf í mótinu og hafnaði í 35. sæti af 75 kylfingum. Hann hefði hins vegar þurft að vera jafn þeim sem enduðu í 18.-21. sæti til að komast áfram. Birgir lék hringina á 70, 73, 71 og 71 höggi en hefði þurft að komast undir 70 höggin á einum til tveimur hringjum til að komast áfram. Hann verður væntanlega tveimur til þremur höggum frá því að komast á þriðja og síðasta stigið því þegar upp var staðið vantaði hann fjögur högg upp á. Birgi gekk illa framan af á lokahringnum og var á þremur yfir pari eftir níu holur. Hann lagði ekki árar í bát og sneri skorinu við á seinni níu. Birgir keppir næst á 2. stigi úrtökumótanna fyrir PGA-mótaröðina og tímabilinu er því ekki lokið. kris@mbl.is Fjórum höggum frá því að komast áfram Birgir Leifur Hafþórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.