Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 12.11.2012, Síða 4
DÓMGÆSLA Kristján Jónsson kris@mbl.is Dómaraparið Gísli Hlynur Jóhanns- son og Hafsteinn Ingibergsson dæmdi tímamótaleik síðastliðinn laugardag fyrir framan 1.800 manns í Kaplakrika og í beinni sjónvarps- útsendingu þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mættust í N1-deild karla á laugardaginn. Þeir félagar eru orðnir óhemju reyndir og eru á sínu þrítugasta og fyrsta keppn- istímabili sem dómarar og hafa dæmt saman alla tíð. „Við höfum tekið þetta saman í gegnum tíðina og okkur reiknaðist til að þetta væri leikur númer 1.500. Á ári dæmum við í kringum fimmtíu leiki. Það hefur stundum verið minna en svo höfum við einnig farið upp í sextíu leiki eins og gerðist í hitteðfyrra. Þegar við byrjuðum þá dæmdum við gjarnan í mótum hjá yngri flokkum en þá var handbolti töluvert iðkaður í Keflavík. Ég myndi halda að meistaraflokksleik- irnir væru í kringum 1.300 talsins,“ sagði Gísli en þeir félagar eru báðir búsettir í Reykjanesbæ. Hvað eru mínúturnar margar? Gísli getur ekki neitað því að þessi tala sé nokkuð yfirþyrmandi. „Jú og maður fór að hugsa hversu mörgum mínútum er búið að eyða í þetta. Nú er tímabil númer 31 að byrja hjá okkur því við byrjuðum svo ungir, 16 og 17 ára,“ sagði Gísli og þótti vænt um að tímamótaleikurinn væri stór- leikur á milli Hafnarfjarðarliðanna . „Jú, það var rosagaman. Þetta eru náttúrlega skemmtilegustu leikirnir að dæma. Þá er fullt hús af fólki og hávaði og læti. Þá heyrir maður aldrei þegar gargað er á mann og adrenalínið er á fullu. Slíkir leikir eru skemmtilegri heldur en leikir sem maður dæmir með fjörutíu og fimmtíu áhorfendum. Þá heyrir maður alltaf í þessum eina áhorf- anda sem er að garga. Við þessar aðstæður er hins vegar adrenalínið á fullu og æðislega gaman,“ sagði Gísli ennfremur. Miðað við þær móttökur sem dómarar fá gjarnan hjá áhorfendum og þátttakendum í leikjunum þá veltir maður fyrir sér hvort það sé einhvers konar sjálfseyðingarhvöt að vera í dómgæslu í þrjá áratugi. Hvernig geta menn haldið svo lengi út í jafn vanþakklátu starfi? Hafa lent í hrakningum „Það er góð spurning. Ætli það sé ekki bara vegna þess að við höfum gaman af þessu. Langt er síðan við komumst yfir erfiðan hjalla. Auðvit- að höfum við lent í ýmsum hrakn- ingum í þessu starfi og hinum og þessum uppákomum. Við vorum eitt sinn skildir eftir á Akureyri sem dæmi. Útiliðið tapaði og þegar við komum út á flugvöll þá var leiguvél- in bara farin til baka með liðið en við sátum eftir. Við þurftum því að gista eina nótt á Akureyri,“ sagði Gísli og blaðamaður tapar baráttunni við hláturinn. Spurður hversu lengi þeir sjái fyr- ir sér að halda áfram dómgæslu þá segist Gísli reikna með því að það gæti orðið í nokkur ár í viðbót. „Við ætluðum að láta tímabil númer þrjá- tíu duga og hætta því eftir síðasta keppnistímabil. Við vorum ekki al- veg tilbúnir til þess þegar að því kom á þeim tímapunkti og nú geri ég ráð fyrir því að við tökum eitt til þrjú ár í viðbót. Ég er 47 ára og ég ætla ekki að dæma þegar ég er orð- inn fimmtugur. Þá er þetta orðið fínt. Þetta hefur haldið manni í hreyfingu því maður verður að fara í ræktina og svona til að geta dæmt. Það er jákvætt. Á meðan við höfum gaman af þessu þá höldum við ótrauðir áfram,“ sagði Gísli enn- fremur. Mikill vinskapur Gísli bendir á að merkilegt sé að Betra að dæma í fjölmenni  Dómaraparið Gísli og Hafsteinn hef- ur dæmt saman 1.500 handboltaleiki  Er á sínu 31. keppnistímabili Morgunblaðið/Kristinn Rökstuðningur Gísli Jóhannsson ræðir málin í leik FH og Hauka. Áminning Hafsteinn Ingi- bergsson gefur gult spjald í leik FH og Hauka. KÖRFUBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta var alveg rosalegt. Maður titraði alveg í langan tíma eftir leikinn og sofnaði með bros allan hringinn,“ sagði Salbjörg Sævarsdóttir leikmaður Njarðvíkur eftir magnaðan sigur á Fjölni, 95:94, í framlengdum leik í Dominos- deildinni í körfuknattleik á laugardag. Fjölnir virtist ætla að landa sigri en Sara Dögg Mar- geirsdóttir jafnaði metin með þriggja stiga körfu í blálok venjulegs leiktíma. Það voru jafnframt einu stig hennar í leiknum. „Hún kom bara ísköld inn af bekknum og „smellt’onum“. Hún er búin að vera að setja þessi skot niður í allan vetur,“ sagði Salbjörg sem lét ekki sitt eftir liggja og skoraði 16 stig auk þess að taka 12 fráköst og verja 4 skot. Frammistaða Lele Hardy hjá Njarðvík og Britney Jones hjá Fjölni skyggði þó á allt ann- að en Hardy skoraði 44 stig og tók 22 fráköst! „Hún er fáránlega góð. Það er bara ekki hægt að stoppa hana. Ég græt það ekkert,“ sagði Salbjörg og hló en ótrúlegt en satt þá var Jones með enn betra framlag því hún skoraði 46 stig, tók 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. „Hún er líka rosalega góð og í þessum leik þá hitti hún bara úr öllu. Það var gott að við skildum ná sigri þrátt fyrir það.“ Miklar breytingar urðu á liði Njarðvíkur frá því í vor er liðið varð Íslandsmeistari og óhætt að segja að nú sé teflt fram þrælungu liði, sér- staklega eftir að Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir ákvað að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. „Grindvíkingarnir þrír [Petrúnella Skúla- dóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir og Harpa Hall- grímsdóttir] fóru náttúrulega fyrir leiktíðina og nú er Ingibjörg hætt sem er mikið áfall enda er hún hrikalega góð. Núna er staðan því þannig að við Lele erum þær einu í liðinu sem ekki mega spila með unglingaflokki. Við erum því með mjög ungt lið en mér finnst hafa geng- ið vel þrátt fyrir það. Það kom smákafli sem gekk ekki nægilega vel en það hefur verið góð- ur andi í liðinu,“ sagði Salbjörg. Njarðvík er nú með 6 stig í 5. sæti en Fjölnir á botninum með 2 stig. „Þær [Fjölniskonur] eru með mjög gott lið og liðin í deildinni eru náttúrlega mjög jöfn núna þannig að þetta getur alltaf dottið hvor- um megin sem er. Við ætlum alla vega ekki að vera í neinni botnbaráttu. Við stefnum bara á að bæta núna við fleiri sigrum,“ sagði Sal- björg. Keflavík er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir 8 leiki en liðið vann Hauka 82:68. Grindavík vann KR 80:60 í fyrsta leik eftir að Guðmundur Bragason og Crystal Smith voru ráðin sem þjálfarar liðsins, og Snæfell vann Val 88:54. „Maður titraði í langan tíma eftir leikinn“  Njarðvík vann Fjölni í framlengdum leik  Keflavík með fullt hús stiga Frábær Lele Hardy fór gjörsamlega á kostum og skoraði 44 stig auk þess að taka 22 fráköst þegar Njarðvík marði sigur á Fjölni í framlengdum leik þar sem Hardy tryggði sigurinn. Dominos-deildin » Njarðvík vann Fjölni með dramatískum hætti , 95:94, eftir framlengdan leik og skildi Fjölni eftir á botni deildarinnar. » Keflavík er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir 8 leiki en liðið vann Hauka 82:68 um helgina. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 ÍBV vann stórsigur á Fylki, 30:15, í N1-deild kvenna í handbolta um helgina þar sem Simona Vintale skoraði sjö mörk fyrir Eyjakonur og Guðbjörg Guðmannsdóttir bætti öðrum sex við. Sigurinn lyfti ÍBV upp í annað sæti deildarinnar sem það getur notið um stund en Vals- konur, sem voru uppteknar í Evr- ópuverkefni þessa helgina, eru stigi á eftir ÍBV og eiga tvo leiki til góða. FH heldur áfram góðu gengi sínu í N1-deildinni en liðið er í fjórða sæti með tólf stig eftir sigur á Gróttu í Kaplakrika, 25:23. Grótta var yfir í hálf- leik, 12:11, og mikil spenna var í leiknum undir lokin. FH tryggði sér sigurinn með marki úr víta- kasti í síðustu sókn sinni en Grótta er í sjö- unda sæti með sjö stig. Aníta Mjöll Ægisdóttir fór á kostum fyrir FH og skoraði níu mörk en Sunna María Einarsdóttir skoraði sex mörk fyrir Gróttuna. Stjarnan átti ekki í vandræðum með Selfoss og vann stóran úti- sigur, 32:25. Munurinn var þó ekki nema fjögur mörk í hálfleik, 14:10. Hanna G. Stefánsdóttir skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna og Jóna Ragnarsdóttir bætti við sex mörk- um. Haukar unnu öruggan sigur á Aftureldingu, 29:19, en staðan í hálfleik var 17:16. Karen Sigurjóns- dóttir skoraði sjö mörk fyrir Hauka en Hekla Daðadóttir setti sex fyrir gestina. tomas@mbl.is ÍBV heldur öðru sætinu volgu fyrir Val Florentina Stanciu Það virðist ætla að reynast stórveldum körfuboltans á Íslandi erfitt að taka með sér keppnisbúninga til Ísafjarð- arbæjar en KR-ingar léku eftir klaufaskap Keflavíkur í síðasta mánuði og mættu búningalausir í leik sinn gegn KFÍ í Lengjubikarnum í gærkvöldi. KR vann þó leikinn, 96:82, eins og Keflavík og verða Ís- firðingar eflaust ekki svo gestrisnir aft- ur að lána varabúninga sína. Það hefur ekki boðað lukku hingað til. Í Hertz-hellinum í Breiðholti vann ÍR sigur á Þór frá Þorláks- höfn í framlengdum leik, 110:107, þar sem Isaac Miles skoraði 38 stig fyrir ÍR og Benjamin Curtis 31 stig fyrir Þór. Í öðrum leikjum vann Tinda- stóll sigur á 1. deildar liði Breiða- bliks, 87:77, þar sem George Val- entine skoraði 24 stig fyrir heimamenn og Keflvíkingar unnu annað lið úr 1. deild, Hauka, 90:79, á útivelli. Michael Craion skoraði 26 stig fyrir Keflavík og tók 18 fráköst. tomas@mbl.is KR vann í búningum KFÍ Helgi Már Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.