Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 5

Morgunblaðið - 12.11.2012, Side 5
sama parið dæmi jafnlengi saman. „Okkur finnst þetta hafa gengið ágætlega í gegnum tíðina. Við höfum dæmt saman í öll þessi ár og það er afrek út af fyrir sig að halda það út. Við erum mjög góðir vinir sem og okkar konur. Það stendur einnig upp úr eftir þessi ár. Í meist- araflokki hef ég líklega ekki dæmt nema fimm eða sex leiki með öðrum en Hafsteinn hefur gert meira af því. Ég dæmdi einnig í fótboltanum í tuttugu og fimm ár en hætti því fyr- ir sex árum síðan. Eitt tímabilið dæmdi ég fótboltaleik á Valbjarn- arvelli klukkan 14 á laugardegi. Hann var búinn um kl 16 og ég flautaði leik á í Garðabæ á milli Stjörnunnar og FH í handbolta klukkan 16:30. Þetta yrði nú ekki gert í dag,“ sagði Gísli og hló. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Í KAPLAKRIKA Kristján Jónsson kris@mbl.is Hafnarfjarðarslagurinn á milli FH og Hauka varð aldrei sú mikla rimma sem handboltaunnendur vonuðust eftir. Liðin mættust í N1-deildinni í Kaplakrika á laugardaginn en leik- urinn varð ekki sú skemmtun sem leikir þessara liða hafa oft verið, alla vega ekki fyrir okkur sem erum hlut- laus þegar kemur að ríg þessara fé- laga. Haukar náðu ágætu forskoti í fyrri hálfleik og bættu jafnt og þétt við það í síðari hálfleik. Niðurstaðan varð stórsigur Hauka 31:18 og stuðn- ingsmenn FH voru byrjaðir að yf- irgefa húsið þegar enn voru tíu mín- útur til leiksloka. Leikurinn markaði endurkomu Ás- björns Friðrikssonar í Kaplakrikann en hann hefur leikið í Svíþjóð í rúmt ár. Ásbjörn skilaði sínu og var marka- hæstur með 6 mörk og virðist vera í fínu formi. Ásbjörn og Logi Geirsson hafa bæst við leikmannahóp FH á síð- ustu vikum. Til lengri tíma litið mun það vafalaust styrkja lið þeirra til mikilla muna en skammtímaáhrifin eru kannski ekki eins góð. Það má velta því fyrir sér hvort innkoma þeirra hafi riðlað eitthvað sóknarleik FH. Því verður alla vega ekki á móti mælt að sóknarleikurinn var mjög stirður og FH-ingar grófu eiginlega sína eigin gröf í leiknum með því að tapa boltanum ítrekað í sókninni. Tvítugur varamarkvörður Varnarleikur Hauka var að sjálf- sögðu mjög góður eins og marka- skorið gefur til kynna og auðvitað hafði það sín áhrif á það hversu illa FH-ingum gekk að ógna marki Hauka. Þar stóð landsliðsmarkvörð- urinn Aron Rafn Eðvarðsson til að byrja með. Hann fann sig ekki og þá dúkkaði upp tvítugur markvörður, Einar Ólafur Vilmundarson. Hann var númer þrjú í goggunarröðinni í haust en Giedrius Morkunas slasaðist á dögunum og nú fékk Einar tækifær- ið. Hann spilaði í liðlega 45 mínútur og varði 14 skot. „Það er virkilega gaman að vera hérna í fullu húsi þegar FH og Hauk- ar eru að spila. Stemningin var brjál- uð og þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Einar þegar Morgunblaðið ræddi við hann að leiknum loknum. Hann sagðist ekki hafa reiknað með jafn afgerandi úrslitum og raun bar vitni. „FH-liðið er mjög sterkt enda bæði með góðan þjálfara og virkilega góða leikmenn. Þeir voru að fá Ás- björn aftur til sín og eru vel spilandi lið. Okkar leikur small saman í dag, vörnin var góð og sóknarleikurinn ag- aður.“ Flestir Haukanna á pari Einar var hógvær þegar talið barst að hans frammistöðu. „Við erum þrír markmennirnir og ég kom inn í þetta óvænt eftir að Morkunas lenti í vinnu- slysi. Þá verður maður að svara kall- inu og vera tilbúinn. Aron Rafn er frá- bær markmaður en var eitthvað slappur í dag og hefur verið und- anfarið. Vonandi hristir hann það af sér og við vinnum þetta saman,“ sagði Einar sem er á sínu öðru ári í meist- araflokki Hauka. Flestir leikmanna Hauka voru á pari í leiknum og leikur liðsins var ag- aður bæði í vörn og sókn. Margir leik- menn komu við sögu og lögðu allir sitt af mörkum. Þeir munu lifa á þessum úrslitum næstu vikurnar enda ekki á hverjum degi sem Haukar vinna þrettán marka sigur í Kaplakrika fyr- ir framan 1800 manns.  Á mbl.is/sport/handbolti er að finna myndbandsviðtöl við þá Ásbjörn Friðriksson úr FH og Stefán Rafn Sigurmannsson úr Haukum. Morgunblaðið/Kristinn Liðleiki Andri Berg Haraldsson FH sýnir Tjörva Þorgeirssyni Haukum hversu liðugur hann er. Grófu sína eigin gröf  FH-ingum tókst ekki að veita Haukum mótspyrnu í Hafnarfjarðarslagnum  Næsta auðveldur þrettán marka sigur Hauka í Kaplakrikanum 31:18 ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Rhein-Neckar Löwen er áfram með fullt hús stiga eftir ellefta sigurleikinn í röð á tímabilinu í þýsku 1. deildinni í handknattleik en Íslendingaliðin þrjú á toppi deildarinnar unnu öll sigra um helgina. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Löwen unnu Gummersbach á útivelli, 30:28, þar sem Alexander Petersson skoraði 5 mörk og var næstmarkahæstur. Sveinar Alfreðs Gíslasonar í meistaraliði Kiel eru stigi á eftir Löwen en þeir unnu N-Lübbecke í gær, 30:23, þar sem Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson 2. Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, vann svo Lemgo 21:19 og er áfram í 3. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppnum. Lemgo minnkaði muninn í eitt mark þegar rúm mínúta var til leiksloka en nær komst liðið ekki. sindris@mbl.is Þjálfaratríóið á sigurbraut Aron Pálmarsson Skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigur- geirsson sigraði báða andstæðinga sína um helgina þegar hann tók þátt í tveimur viðureignum með liði sínu SV Gros und Kleinkaliber Hannover í þýsku 2. deild- inni í skotfimi. Liðið tapaði fyrri viður- eigninni 3:2 en vann þá síðari með sama mun. Fimm skotmenn keppa fyrir hvort lið í hverri viðureign og er Ásgeir númer eitt í röðinni hjá sínu liði. Ásgeir og félagar eru nú efstir í norð- urhluta deildarinnar með vinningshlut- fallið 14:6 og í góðum málum í baráttunni um sæti í 1. deild en þangað stefnir liðið fullum fetum. sindris@mbl.is Ásgeir vann báða og Hannover í efsta sæti Morgunblaðið/Golli Mikilvægur Ásgeir Sigurgeirsson skilaði sínu fyrir Hannover um helgina en það dugði þó aðeins til sigurs í annarri af tveimur viðureignum liðsins. Íþróttahúsið Kaplakrika, úrvalsdeild karla, N1-deildin, laugardaginn 10. nóvember 2012. Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 3:4, 6:4, 6:7, 7:7, 7:13, 8:13, 8:14, 10:15, 11:17, 14:20, 14:27, 15:27, 15:30, 18:31. Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6/1, Ólafur Gústafsson 4, Ragnar Jóhanns- son 3, Einar Rafn Eiðsson 2/1, Bjarki Jónsson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Sigurður Ágústsson 1. Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 8 (þar af 2 aftur til mótherja), Sigurður Örn Arnarson 1. Utan vallar: 10 mínútur. (Ari Þorgeirs- son fékk rautt spjald fyrir brot). Mörk Haukar: Stefán Rafn Sig- urmannsson 10/1, Sveinn Þorgeirsson 5, Jón Þorbjörn Jóhannsson 4, Adam Haukur Bamruk 3, Elías Már Hall- dórsson 3, Gísli Jón Þórisson 2, Árni Steinn Steinþórsson 2, Egill Eiríksson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1. Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 14 (þar af 3 aftur til mótherja), Aron Rafn Eðvarðsson 1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson. Áhorfendur: 1.800. FH – Haukar 18:31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.