Morgunblaðið - 04.01.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.01.2013, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2013 Tenniskappinn Novak Djokovic frá Serbíu og sjö- þrautarkonan Jessia Ennis frá Bretlandi hafa ver- ið útnefnd íþróttakarl og íþróttakona ársins 2012 í Evrópu af Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna, AIPS. Það er Evrópudeild samtakanna, AIPS Eu- rope, sem stendur að kjörinu. Þetta er annað árið í röð sem Djokovic verður fyrir valinu en í fyrsta sinn sem Ennis hlýtur þessa viðurkenningu. Djokovic vann meðal annars sigur á opna ástr- alska mótinu og opna franska mótinu. Hann komst í úrslit á opna bandaríska mótinu og vann loka- mótið í ATP-mótaröðinni. Farah og Björgen í öðru sæti Í öðru sæti hjá körlunum varð breski hlauparinn Mo Farah, sem vann til tvennra gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London síðastliðið sumar og í þriðja sæti þýski ökuþórinn Sebastian Vettel, heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum. Ennis vann til gullverðlauna í sjöþraut á Ólymp- íuleikunum og varð í öðru sæti á HM innanhúss auk þess sem hún vann sigur á nokkrum mótum. Norska skíðagöngukonan Marit Björgen varð í öðru sæti á eftir Ennis og Viktoria Azarenka, tenniskona frá Hvíta-Rússlandi, hafnaði í þriðja sæti í kjörinu. Íþróttamenn ársins hjá AIPS frá árinu 2000 eru: 2012 Novak Djokovic, tennis 2011 Novak Djokovic, tennis 2010 Sebastian Vettel, kappakstur 2009 Roger Federer, tennis 2008 Rafael Nadal, tennis 2007 Roger Federer, tennis 2006 Roger Federer, tennis 2005 Roger Federer, tennis 2004 Roger Federer, tennis 2003 Michael Schumacher, kappakstur 2002 Michael Schumacher, kappakstur 2001 Michael Schumacher, kappakstur 2000 Pieter van Hoogenband, sund Íþróttakonur ársins hjá AIPS frá árinu 2000: 2012 Jessica Ennis, frjálsar 2011 Federica Pellegrini, sund 2010 Blanka Vlasic, frjálsar 2009 Blanka Vlasic, frjálsar 2008 Jelena Isinbajeva, frjálsar 2007 Justine Henin, tennis 2006 Justine Henin, tennis 2005 Jelena Isinbajeva, frjálsar 2004 Kelly Holmes, frjálsar 2003 Justine Henin, frjálsar 2002 Justine Henin, frjálsar 2001 Svetlana Khorkina, fimleikar 2000 Inge de Bruijn, sund gummih@mbl.is AFP Bestur Novak Djokovic var sigursæll í tennisheiminum árið 2012. Djokovic og Ennis íþrótta- fólk ársins hjá AIPS  Annað árið í röð hjá Serbanum en sú breska fær titilinn í fyrsta sinn AFP Best Jessica Ennis krækti í gullverðlaun í sjöþrautinni á Ólympíuleikunum. Skotland St. Johnstone – Dundee........................... 1:0 Aberdeen – Dundee United..................... 2:2 Celtic – Motherwell.................................. 1:0 St. Mirren – Kilmarnock ......................... 1:1 Hearts – Hibernian .................................. 0:0  Staðan: Celtic 43, Inverness 34, Mother- well 34, Hibernian 32, Aberdeen 31, St. Jo- hnstone 30, Kilmarnock 28, Dundee United 26, Hearts 26, St. Mirren 25, Ross County 21, Dundee 12. KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur Svíþjóð – Þýskaland............................ 20:26 Daniel Tellander 5, Jonathan Stenbäcken 4, Johan Jakobsson 3 – Patrick Wiencek 3, Kevin Schmidt 3/3, Adrian Pfahl 3. HANDBOLTI NBA-deildin Toronto – Portland............................. 102:79 Orlando – Chicago ................................ 94:96 Cleveland – Sacramento ...................... 94:97 Indiana – Washington.......................... 89:81 Boston – Memphis................................ 83:93 Miami – Dallas .................................. 119:109  Eftir framlengingu. Milwaukee – San Antonio ................ 110:117 Houston – New Orleans..................... 104:92 Oklahoma City – Brooklyn ................ 93:110 Utah – Minnesota ............................... 106:84 Phoenix – Philadelphia ........................ 95:89 Golden State – LA Clippers .............. 115:94 Staðan í Austurdeild: Miami Heat 30 22 8 73,3% New York Knicks 31 21 10 67,7% Atlanta Hawks 30 20 10 66,7% Indiana Pacers 32 19 13 59,4% Chicago Bulls 30 17 13 56,7% Milwaukee Bucks 30 16 14 53,3% Brooklyn Nets 32 17 15 53,1% Philadelphia 76ers 33 15 18 45,5% Boston Celtics 31 14 17 45,2% Toronto Raptors 32 12 20 37,5% Orlando Magic 32 12 20 37,5% Detroit Pistons 34 12 22 35,3% Charlotte Bobcats 31 8 23 25,8% Cleveland Cavs 33 7 26 21,2% Washington Wiz. 30 4 26 13,3% Staðan í Vesturdeild: Oklahoma Thunder 31 24 7 77,4% San Antonio Spurs 34 26 8 76,5% Los Angeles Clippers 33 25 8 75,8% Memphis Grizzlies 29 20 9 69,0% Golden St. Warriors 32 22 10 68,8% Houston Rockets 32 18 14 56,3% Denver Nuggets 33 18 15 54,5% Portland T-Blazers 31 16 15 51,6% Minnesota T-wolves 28 14 14 50,0% Utah Jazz 33 16 17 48,5% Los Angeles Lakers 31 15 16 48,4% Dallas Mavericks 33 13 20 39,4% Sacramento Kings 32 12 20 37,5% Phoenix Suns 33 12 21 36,4% New Orl. Hornets 32 7 25 21,9%  Átta efstu liðin í hvorri deild að loknum 82 umferðum fara í úrslitakeppnina þar sem leikin er útsláttarkeppni, fyrst um sig- ur í hvorri deild fyrir sig og síðan leika sig- urliðin tvö um meistaratitil NBA. KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Njarðvík: Njarðvík – Snæfell .............. 19.15 Hertzhellirinn: ÍR – Keflavík .............. 19.15 Grindavík: Grindavík – Tindastóll ...... 19.15 Ásgarður: Stjarnan – Fjölnir .............. 19.15 DHL-höllin: KR – KFÍ ........................ 19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. – Skallagrímur ... 19.15 KNATTSPYRNA Norðurlandsmótið, Kjarnafæðisdeildin: Boginn: Þór – KF ...................................... 20 Í KVÖLD! Helga María Vilhjálmsdóttir, landsliðskona á skíð- um, hafnaði í sjötta sæti á alþjóðlegu svigmóti í Oppdal í Noregi í gær. Hún var aðeins 0,52 sek- úndum á eftir sigurvegaranum, Maren Skjöld, og náði fjórða besta tíma í seinni ferð. Samanlagður tími Helgu var 1:48,17 mínútur. Fyrir þetta fékk hún 36,97 FIS-punkta, sem er frábær árangur samkvæmt frétt á vef Skíða- sambands Íslands og mikil bæting hjá henni, eða um 2,84 stig. Einar Kristinn Kristgeirsson, landsliðsmaður, keppti einnig á mótinu og varð í 14. sæti í karla- flokki, 3,63 sekúndum á eftir fyrsta manni. Samanlagður tími var 1:48,92 mínútur. Hann fékk 43,10 FIS-punkta sem er nokkuð frá hans besta en þó næstbesti árangur hans erlendis. Þau Helga og Einar keppa aftur í svigi í Oppdal í dag. vs@mbl.is Helga varð sjötta í Oppdal Helga María Vilhjálmsdóttir Srecko Katanec var í gær ráðinn þjálfari knattspyrnu- landsliðs Slóveníu, sem er næsti mótherji Íslands í und- ankeppni heimsmeistaramótsins. Fyrsti mótsleikur Kat- anec með lið Slóveníu verður gegn Íslandi 22. mars og svo aftur þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum 7. júní. Slóvenar fóru illa af stað í keppninni í haust, töpuðu þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum, og í kjölfarið var þjálfaranum, Slavisa Stojanovic, sagt upp störfum fyrir jól. Samherji Ásgeirs hjá Stuttgart Katanec er einn þekktasti knattspyrnumaður og síðan þjálfari Slóvena. Hann er 49 ára gamall og var lands- liðsmaður Júgóslavíu og síðan Slóveníu en hann var um skeið samherji Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Stuttgart í Þýskalandi. Hann þjálfaði áður lands- lið Slóveníu á árunum 1998 til 2002 og kom því bæði í lokakeppni EM 2000 og lokakeppni HM 2002, en þetta var frumraun Slóvena á báðum þessum mótum. Hann þjálfaði síðan Olympiacos í Grikklandi, landslið Makedóníu frá 2006 til 2009 og landslið Sameinuðu arabísku furstadæmanna frá 2009 til 2011 en var rekinn frá síðarnefnda lið- inu í september 2011 eftir tvo ósigra í röð í undankeppni HM. Fyrsti leikur Slóvena undir stjórn Katanec verður vináttulandsleikur gegn Bosníu sem fram fer í Koper í Slóveníu 6. febrúar. vs@mbl.is Katanec stýrir Slóvenum gegn Íslandi Srecko Katanec

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.