Morgunblaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 4
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Dominos-deild karla í körfuknatt-
leik hefst á ný í kvöld með sex
leikjum eða heilli umferð. Þórs-
arar frá Þorlákshöfn sátu í topp-
sæti deildarinnar yfir jól og ára-
mót og taka á móti Skallagrími í
kvöld.
„Við erum á svipuðu róli og í
fyrra. Í deildinni erum við aðeins
ofar en við vorum á sama tíma í
fyrra. Þá fórum við einnig í und-
anúrslit í Lengjubikarnum og
duttum út fyrir áramót í stóra bik-
arnum. Við getum sagt að þetta sé
á pari við það hvernig tímabilið í
fyrra þróaðist,“ sagði bakvörð-
urinn Guðmundur Jónsson, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, en
hann hefur skorað tæplega fjórtán
stig að meðaltali í deildaleikjum
Þórs í vetur.
Telur liðið betra en í fyrra
Þórsarar voru ekki uppteknir af
því að þeir væru nýliðar á síðasta
tímabili og fóru þá alla leið í úrslit
Íslandsmótsins en töpuðu þar fyrir
Grindvíkingum. Guðmundur segist
telja að Þór sé með betra lið á
þessu tímabili. „Við erum með
mjög svipað lið. Kosturinn er sá að
við erum reynslunni ríkari og
fæstir þessara stráka höfðu kynnst
því að komast í úrslitakeppnina
þar til í fyrra. Núna höfum við
reynsluna og höfum spilað einu ári
lengur saman. Við þekkjum betur
hver inn á annan og menn eru allt-
af að læra betur inn á sín hlutverk
innan liðsins. Í fyrra komu kaflar
þar sem menn voru að leita að
sínu hlutverki og þá gengu hlut-
irnir ekki alltaf upp. Þar af leið-
andi held ég að við séum betra lið
en í fyrra,“ útskýrði Guðmundur.
Heimavallarrétturinn getur
skipt miklu máli í jafnri deild
Áhuginn fyrir liðinu virðist vera
mikill í Þorlákshöfn því liðið fær
mikinn stuðning í heimaleikjum
sínum. Fyrir vikið er eftir miklu
að slægjast fyrir Þórsara þegar
heimavallarrétturinn í úr-
slitakeppninni er annars vegar.
„Deildin er hrikalega jöfn og
það eru allir að taka stig af öllum.
Heimavallarrétturinn í úr-
slitakeppninni myndi því gefa al-
veg rosalega mikið. Þó við séum
efstir eins og stendur þá töpuðum
við til dæmis fyrir Njarðvík í
fyrsta leik tímabilsins. Það er ekk-
ert gefið að vinna leikina í þessari
deild og það myndi hjálpa helling
að vera með heimaleikjaréttinn.
Með því að tapa einum leik er
hægt að detta niður um þrjú til
fjögur sæti. Menn þurfa að vera
vakandi fyrir því og reyna að
verja heimavöllinn eins og menn
geta,“ sagði Guðmundur og hann á
ekki von á því að auðvelt verði að
slíta sig frá þeim pakka sem hefur
myndast í efri hluta deildarinnar.
„Ég sé fyrir mér að það verði
sex lið sem muni skera sig aðeins
úr í efstu sætunum. Þar á eftir
koma væntanlega fjögur lið sem
munu berjast um tvö síðustu sætin
inn í úrslitakeppnina,“ sagði Guð-
mundur Jónsson við Morgunblaðið
en hann gekk í raðir Þórs frá
Njarðvík sumarið 2011.
Morgunblaðið/Kristinn
Lykilmaður Guðmundur Jónsson hefur tekið þátt í körfuboltaævintýrinu í Þorlákshöfn í hálft annað ár.
Kosturinn er sá að við
erum reynslunni ríkari
Þórsarar úr Þorlákshöfn á toppnum um jól og áramót Guðmundur segir
liðið á pari Körfuboltamenn af stað eftir jólafríið Skotið á tólf körfur í kvöld
Körfuboltinn
» Eftir 10 umferðir af 22 eru
Þór Þ. og Grindavík með 16
stig á toppnum, Snæfell 14,
Stjarnan 14, KR 12, Keflavík 10,
Njarðvík 8, Fjölnir 8, Skalla-
grímur 6, ÍR 6, KFÍ 4 og Tinda-
stóll 4 stig.
» Leikir kvöldsins, allir kl.
19.15, eru:
Njarðvík – Snæfell
ÍR – Keflavík
Grindavík – Tindastóll
Stjarnan – Fjölnir
KR – KFÍ
Þór Þ. – Skallagrímur
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2013
Leikmenn ítalska knattspyrnuliðs-
ins AC Milan, með Kevin Prince
Boateng í fararbroddi, gengu af
velli í gær þegar nokkrir þeirra
urðu fyrir kynþáttaníði frá áhorf-
endum í æfingaleik gegn D-
deildarliðinu Pro Patria.
Þegar 26 mínútur voru liðnar af
leiknum tók Boateng boltann
skyndilega upp, sparkaði honum
af krafti í átt að áhorfendum og
gekk síðan af velli. Samherjar
hans fylgdu honum og leiknum
var hætt.
Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum
hafði hópur áhorfenda viðhaft
ósæmilegt orðbragð þegar Boa-
teng, Sulley Muntari, Urby Em-
anuelson og M’baye Niang, leik-
menn AC Milan, voru með boltann.
Ítalska knattspyrnusambandið
tilkynnti strax í gær að málið yrði
rannsakað ofan í kjölinn. vs@mbl.is
Gengu af velli
vegna kyn-
þáttaníðs
Hollenska goðsögnin Johan Cruyff
hefur ákveðið að láta af störfum
sem þjálfari hins óopinbera lands-
liðs Katalóníu í knattspyrnu. Hann
hefur ekki í hyggju að halda áfram
í þjálfun en Cruyff, sem er 65 ára
gamall, lék á árum áður með Ajax
og Barcelona og tók síðan við þjálf-
un Barcelona og gerði liðið að
Spánarmeisturum fjögur ár í röð
frá 1991-94.
Síðustu þrjú árin hefur Cruyff
þjálfað Katalóníumenn en eftir vin-
áttuleik á móti Nígeríumönnum í
fyrrakvöld ákvað Hollendingurinn
að láta staðar numið.
„Ég hef enga trú á að ég taki að
mér þjálfun aftur. Ég hef haft gam-
an af þessu starfi og er stoltur að
hafa þjálfað landslið Katalóníu,“
sagði Cruyff en leikur Katalón-
íumanna og Nígeríu endaði með 1:1
jafntefli. Með Katalóníu, sem er eitt
af héruðum Spánar og með Barce-
lona sem höfuðstað, léku m.a. Xavi,
Carles Puyol og Bojan Krkic.
gummih@mbl.is
Cruyff hættir
hjá Katalóníu
Ert þú frjáls?
Handfrjáls höfuðtól
SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Dasan
Létt og þægilegt höfuðtól frá Dasan sem hægt er
að teng ja með USB við tölvu eða hefðbundnu síma-
tengi við borðsíma.
Jabra Pro 920 / 930 - þráðlaust
Þráðlaust DECT höfuðtól sem tengist nær öllum
gerðum símtækja og skiptiborða. Allt að 120m
drægni. Falleg og stílhrein hönnun.
USB 12.900 kr. Borðsíma eða USB - 33.900 kr.Borðsíma 9.900 kr.
Við bjóðum mikið úrval af handfrjálsum og
þráðlausum höfuðtólum. Kíktu til okkar, við
tökum vel á móti þér.
Kvennalið Vals í körfuknattleik
hefur fengið góðan liðsstyrk en
bandaríska körfuknattleikskonan
Jaleesa Butler er búin að semja við
Val og mun leysa Alberta Auguste
sem lék með liðinu fyrir áramót.
Butler er íslensku körfubolta-
áhugafólki vel kunnug en hún hef-
ur leikið með liðum Hamars og
Keflavíkur. Á síðustu leiktíð spilaði
hún með Keflavík þar sem hún
skoraði 20 stig að meðtali í leik.
Þjálfari Vals er Ágúst Björg-
vinsson en Butler lék undir hans
stjórn hjá Hamri.
gummih@mbl.is
Jaleesa Butler til liðs við Val