Morgunblaðið - 17.01.2013, Síða 2
Í SEVILLA
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Dönsku Evrópumeistararnir sem
margir telja að standi uppi sem heims-
meistarar í fyrsta sinn í sögunni reynd-
ust allt of stór biti fyrir Íslendinga þeg-
ar frændþjóðirnar mættust á
heimsmeistaramótinu í handknattleik í
Sevilla í gærkvöld. Frábært danskt lið
vann átta marka sigur, 36:28, og
tryggði sér með sigrinum sigurinn í
riðlinum en Íslendingar geta enn lent í
3., 4. eða 5. sæti riðilsins. Krafan er að
sjálfsögðu að íslenska liðið vinni sigur á
Katar og gangi það eftir og Danir komi
okkur til aðstoðar og vinni Makedón-
íumenn enda Íslendingar í 3. sæti.
Vinni hins vegar Makedóníumenn Dani
í lokaumferðinni bíða Frakkar íslenska
liðsins í 16-liða úrslitunum sem liðið í
fjórða sæti þarf að etja kappi við.
Gríðarlega öflugt vopnabúr Dana
Fyrri hálfleikurinn var lengi vel í
ágætu jafnvægi. Danir voru þó alltaf
skrefinu á undan en snemma leiks
mátti merkja að sá varnarleikur sem ís-
lenska liðið sýndi á móti Makedóníu var
ekki til staðar. Íslenska vörnin réð illa
við gríðarlega gott vopnabúr danska
liðsins þar sem hver fallbyssan á fætur
annarri þrumaði boltanum í íslenska
markið þar sem þeir Björgvin Gúst-
avsson og Aron Rafn Eðvarðsson voru
oftar en ekki varnarlausir með hálfgöt-
ótta vörn fyrir framan sig.
Klipptu Aron út
Sóknarleikurinn var hins töluvert
betri en í leikjunum á móti Rússum og
Makedóníumönnum. Aron Pálmarsson
hafði sig mikið í frammi í fyrri hálf-
leiknum þar sem hann mataði Kára
Kristján Kristjánsson með hverri
glæsisendingunni á fætur annarri. Ul-
rik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana,
Danirnir of
Íslendingar áttu engin svör við stórleik Ev
að detta út og komast ekki áfram í 16-liða ú
San Pablo-höllin í Sevilla, lokakeppni HM
karla, miðvikudaginn 16. janúar 2013.
Gangur leiksins: 1:0, 2:4, 5:8, 8:11,
11:13, 13:16, 13:18, 17:24, 22:29, 25:34,
28:36.
Mörk Íslands: Kári Kristján Kristjánsson
7, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Guðjón
Valur Sigurðsson 5/1, Ásgeir Örn Hall-
grímsson 3, Aron Pálmarsson 2, Ólafur
Gústafsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1,
Ernir Hrafn Arnarson 1, Þórir Ólafsson
1/1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8
(þar af 2 til mótherja). Aron Rafn Eð-
Ísland – Danm
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2013
Spennan fyrir lokaumferðina í A-
riðlinum á heimsmeistaramótinu í
handbolta er mikil og þar er ekkert
komið á hreint. Heims- og ólympíu-
meistarar Frakka sýndu klærnar í
gær og unnu Argentínu örugglega,
35:23, og eru með fullt hús stiga eða
átta talsins á toppi riðilsins.
Hornamennirnir Samuel Hon-
rubia og Michael Guigou voru at-
kvæðamestir Frakka í kvöld. Hon-
rubia skoraði sjö mörk en Guigou
sex. Omeyer varði tólf skot í mark-
inu og Daouda Karaboue fimm skot.
Federico Vieyra skoraði sex mörk
fyrir Argentínu.
Þjóðverjar, sem unnu auðveldan
29:21-sigur á Svartfjallalandi í gær,
geta enn náð efsta sætinu með sigri
gegn Frökkum á morgun, þó ekki
myndu margir veðja á það. Þjóð-
verjar dreifðu markaskorinu vel á
móti Svartfellingum en þar skoruðu
Christoph Theuerkauf og Dominik
Klein fjögur mörk hvor.
Þá unnu Brasilíumenn góðan
fimm marka sigur gegn Túnis, 27:22.
Hornamaðurinn Lucas Candido var
markahæstur hjá Brasilíu í leiknum
með fimm mörk en Kamel Alouini
skoraði sex mörk fyrir Túnis.
Staðan í riðlinum er mjög áhuga-
verð því liðin hafa skipst á að vinna
hvert annað. Frökkum nægir jafn-
tefli gegn Þjóðverjum til að vinna
riðilinn og má ætla að þeim takist
það.
Baráttan um næstu sæti er mikil.
Í lokaumferðinni mætir Argentína
liði Túnis, Brassar spila við Svart-
fellinga sem eru úr leik og þá eigast
við Þjóðverjar og Frakkar eins og
áður segir.
Svo gæti farið að Túnis, Brasilía
og Þýskaland endi öll með sex stig
en Túnis vann Þýskaland, Brasilía
vann Túnis og Þýskaland vann Bras-
ilíu. Innbyrðis markatala mun því
gilda.
Einnig dugar Argentínu að vinna
Túnis til að taka sæti þess í 16-liða
úrslitunum þannig að möguleikarnir
eru margir í A-riðli fyrir loka-
umferðina. tomas@mbl.is
Mikil barátta
í A-riðlinum
Fjögur lið berjast um þrjú sæti
AFP
Brot Zoran Roganovic, leikmaður Svartfjallalands, rífur í treyju Martins
Strobels, leikmanns Þýskalands, í leik liðanna á HM í handbolta í gær.
Keflavík heldur áfram sigurgöngu
sinni í úrvalsdeild kvenna í körfu-
knattleik, Dominos-deildinni. Liðið
vann í gær sinn 16. leik í deildinni
þegar það lagði KR, 75:66, eftir
framlengdan leik í Toyotahöllinni í
Keflavík. Staðan að loknum venju-
legum leiktíma var 64:64. Í fram-
lengingu tóku leikmenn Keflavíkur
öll völd á leikvellinum og unnu með
níu stiga mun.
KR-liðið var sterkara lengi fram-
an af leiknum og hafði m.a. 12 stiga
forskot í hálfleik, 39:27. Keflavík-
urliðið sótti í sig veðrið í þriðja leik-
hluta og minnkaði muninn í sex stig
að honum loknum, 52:46. Keflavík
komst fyrst yfir, 62:60.
Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 21
stig og tók 11 fráköst fyrir Keflavík-
urliðið og Jessica Ann Jenkins skor-
aði 19 stig og Pálína Gunnlaugs-
dóttir skoraði 17 stig. Shannon
McCallum skoraði 22 stig fyrir KR
og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skor-
aði 13 stig, tók 12 fráköst og átti
fimm stoðsendingar.
Snæfell heldur sínu striki í öðru
sæti úrvalsdeildarinnar, sex stigum
á eftir Keflavíkurliðinu. Snæfell
lagði Hauka, 77:65, í Stykkishólmi.
Leikurinn var framan af í járnum en
í þriðja leikhluta komust Snæfell-
ingar fram úr og tóku afgerandi for-
ystu í fjórða leikhluta. Kieraah Mar-
low skoraði 23 stig fyrir Snæfell og
tók auk þess níu fráköst. Rósa
Indriðadóttir skoraði 12 stig og
Helga Hjördís Björgvinsdóttir skor-
aði 11 stig. Siarre Evans var með 18
stig og 12 fráköst fyrir Hauka og
þær Margrét Rósa Hálfdánardóttir
og Gunnhildur Gunnarsdóttir skor-
uðu 13 stig hvor.
Íslandsmeistarar Njarðvíkur
höfðu hamskipti í hálfleik í viðureign
sinni við Grindavík. Fyrri hálfleikur
var jafn og voru Njarðvíkingar með
eins stig forskot að honum loknum
44:43. Í síðari hálfleik skildi leiðir og
Grindvíkingar áttu ekkert svar við
leik Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni,
lokatölur 99:70. Lele Hardy skoraði
29 stig og tók 18 fráköst, átti sex
stoðsendingar og stal boltanum sjö
sinnum. Salbjörg Sævarsdóttir skor-
aði 14 stig. Crystal Smith skoraði 30
stig fyrir Grindavík. iben@mbl.is
Keflavík sneri
við blaðinu
Meistararnir lögðu Grindavík
A-RIÐILL
Brasilía – Túnis.................................... 27:22
Lucas Candido 5, Felipe Borges 4, Fern-
ando Pacheco 4 - Kamel Alouini 6, Mosbah
Sanai 4, Abdelhak Ben Salah 4.
Þýskaland – Svartfjallaland .............. 29:21
Dominik Klein 4, Christoph Theuerkauf 4 –
Fahrudin Melic 7, Stevan Vujovic 4.
Argentína – Frakkland....................... 23:35
Pablo Simonet 8, Federico Vieyra 6, Franc-
isco Schiaffino 4 – Samuel Honrubia 7,
Michael Guigou 6, Nikola Karabatic 5.
Staðan:
Frakkland 4 4 0 0 124:92 6
Þýskaland 4 3 0 1 116:96 6
Túnis 4 2 0 2 101:105 4
Brasilía 4 2 0 2 96:102 4
Argentína 4 1 0 3 98:114 2
Svartfjallaland 4 0 0 4 92:116 0
Lokaumferð á morgun:
15.00 Argentína – Túnis
17.15 Frakkland – Þýskaland
19.45 Svartfjallaland – Brasilía
B-RIÐILL
Makedónía – Rússland ........................ 29:29
Kiril Lazarov 10, Stojanche Stoilov 5, Dej-
an Manaskov 4 – Sergei Gorbok 6, Daniil
Shishkarev 4, Pavel Atman 4, Konstantin
Igropulo 4.
Síle – Katar .......................................... 23:31
Rodrigo Salinas 7, Emil Feuchtmann 5, Es-
teban Salinas 4 – Sahbi Aziza 8, Bassel
Alrayes 6, Charafeddine Boumendjel 5.
Ísland – Danmörk................................ 28:36
Kári Kristján Kristjánsson 7, Snorri Steinn
Guðjónsson 6, Guðjón Valur Sigurðsson 5 –
Mikkel Hansen 7, Hans Lindberg 7, And-
ers Eggert 7.
Staðan:
Danmörk 4 4 0 0 151:106 6
Rússland 4 2 1 1 115:107 5
Makedónía 4 2 1 1 112:110 5
Ísland 4 2 0 2 114:107 4
Katar 4 1 0 3 110:127 2
Síle 4 0 0 4 97:142 0
Lokaumferð á morgun:
14.45 Rússland – Síle
17.00 ÍSLAND – Katar
19.15 Danmörk – Makedónía
C-RIÐILL
Staðan:
Serbía 3 3 0 0 95:70 6
Slóvenía 3 3 0 0 91:73 6
Pólland 3 2 0 1 76:61 4
Hvíta-Rússland 3 1 0 2 76:78 2
Suður-Kórea 3 0 0 3 69:91 0
Sádi-Arabía 3 0 0 3 56:90 0
Leikir í dag:
14.45 Slóvenía – Hvíta-Rússland
17.00 Sádi-Arabía – Suður-Kórea
19.15 Pólland – Serbía
Lokaumferð á laugardag:
14.45 Hvíta-Rússland – Sádi-Arabía
17.00 Pólland – Suður-Kórea
19.15 Serbía – Slóvenía
D-RIÐILL
Staðan:
Spánn 3 3 0 0 107:49 6
Króatía 3 3 0 0 97:54 6
Ungverjaland 3 2 0 1 96:66 4
Egyptaland 3 0 1 2 71:85 1
Alsír 3 0 1 2 58:82 1
Ástralía 3 0 0 3 37:130 0
Leikir í dag:
15.45 Ástralía – Alsír
18.00 Ungverjaland – Spánn
20.15 Króatía – Egyptaland
Lokaumferð á laugardag:
15.45 Egyptaland – Ástralía
18.00 Spánn – Króatía
20.15 Ungverjaland – Alsír
Framhaldið
Sextán liða úrslitin hefjast á sunnudag þeg-
ar liðin úr A- og B-riðlum leika sín á milli,
A1–B4, A2–B3, A3–B2 og A4–B1. Á mánu-
dag leika síðan liðin úr C- og D-riðlum sín á
milli á sama hátt, þ.e. C1–D4, C2–D3, C3–
D2 og C4–D1.
Noregur
A-deild kvenna:
Tertnes – Byåsen..................................25:29
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði ekki
mark fyrir Tertnes sem er í 4. sæti.
Danmörk
A-deild kvenna:
Esbjerg – Viborg ..................................28:25
Óskar Bjarni Óskarsson er þjálfari Vi-
borg sem situr í efsta sæti deildarinnar.
HM Í HAND-
BOLTA 2013
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Þorlákshöfn: Þór – ÍR...........................19.15
Stykkishólmur: Snæfell – Grindavík ...19.15
Toyotahöllin: Keflavík – Stjarnan .......19.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – KR ...........19.15
Njarðvík: Njarðvík – Skallagrímur .....19.15
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót karla, B-riðill:
Egilshöll: Fram – Víkingur .......................19
Egilshöll: Fylkir – Leiknir R ....................21
Fotbolti.net-mótið:
Reykjaneshöllin: Njarðvík – HK .........18.30
Í KVÖLD!