Morgunblaðið - 23.01.2013, Page 2

Morgunblaðið - 23.01.2013, Page 2
HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það er alltaf gaman að fá góðar við- urkenningar, ekki síst þegar þær koma manni á óvart,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, í hand- knattleik, sem valin var í gær besti leikmaður fyrri hluta úrvalsdeild- arinnar, N1-deildarinnar í handknatt- leik. Jenný, eins og hún er alltaf kölluð, hefur verið traust í marki Valsliðsins sem er efst og taplaust í deildinni það sem af er. Guðný Jenný segist ekki vera viss um að leiktímabilið til þessa sé endi- lega hennar besta en það hafi að mörgu leyti verið erfitt og krefjandi því í mörg horn hafi verið að líta. „Landsliðið tók þátt í Evrópumeist- aramótinu í byrjun desember og það kostaði mikla vinnu. Síðan hefur verið mikið að gera hjá Val. Þar af leiðandi hefur verið meira að gera hjá fram til þessa en stundum áður,“ segir Jenný sem er þrítug tveggja barna móðir en auk handknattleiksins þá vinnur hún hjá Opnum kerfum. „Þetta er ákveðið púsluspil en um leið forréttindi að vera á fullri ferð á fleiri en einum stað. Þess vegna ekki síst þykir mér vænt um að fá við- urkenningu af þessu tagi sem ég fékk í dag,“ segir Jenný. „Framundan er mikil vinna hjá okkur í Val. Við ætlum okkur að vinna alla titla sem í boði eru. Framundan er lokaspretturinn í deildinni, bik- arkeppnin og síðan úrslitakeppnin í vor. Við í Valsliðinu verðum að vera klárar í slaginn ef okkur á að takast að vinna titla í þeim mótum sem fram- undan eru. Það er alveg ljóst. Við fengum að finna fyrir því gegn Gróttu um síðustu helgi að það er enginn leik- ur léttur,“ segir Jenný og bætir við að hún merki miklar framfarir hjá stórum hópi stúlkna og kvenna á síð- ustu tveimur árum. Fyrir vikið megi eiga vona á jafnari og skemmtilegri keppni á lokaspretti N1-deildarinnar á næstu vikum. Var aldrei sátt við að hætta Jenný byrjaði að æfa handknattleik með Fjölni en fór síðan yfir í raðir ÍR- inga. Þá lék hún um nokkurra ára skeið með Haukum en fór síðan til Noregs og lék þar í fjögur ár í næst- efstu deild. Jenný var einn þriggja markvarða U20 ára landsliðsins sem tók þátt í lokakeppni HM í Kína í kringum aldamótin. Eftir Nor- egsdvölina tók Jenný sér hlé frá keppni og eignaðist tvö börn, dreng sem nú er sex ára og stúlku sem er fjögurra ára. „Ég var aldrei sátt við að hætta á sínum tíma og langaði bæði og vildi gera betur og ná lengra. Ég ákvað að stíga skrefið eftir að hafa eignast dótt- ur mína og byrja að æfa á nýjan leik. Tilviljun ein réði því að ég fór í Val og var varamarkvörður fyrsta veturinn, þá var Berglind Íris Hansdóttir að- almarkvörður. Hún fór út til Noregs um vorið og í framhaldinu töluðu for- ráðamenn Vals við mig og spurðu hvort ég væri tilbúin að leggja það á mig sem þyrfti til þess að vera að- almarkvörður. Ég sló til til vorið 2011 eftir að hafa um veturinn verið vara- markvörður,“ segir Jenný sem við- urkennir að það hafi verið gríðarleg vinna að koma sér aftur í svo gott leik- form að geta tekið við stöðu Berg- lindar. Var ekki í nokkru formi „Þegar ég byrjaði að æfa á ný 2010 var ég ekki í nokkru formi. En ég er einstaklega þrjósk og þegar ég bít eitthvað í mig þá er mér ekki svo auð- veldlega snúið. Þá tóku við brjálaðar æfingar með hlaupum, lyftingum og fleiru sem nauðsynlegt var til þess að hrista af sér spikið og koma sér í betra stand. Það tókst að lokum með mikilli vinnu, en vissulega slaka ég aldrei á. Það er alltaf eitthvað sem ég þarf að laga en ég reyndi að gera mitt besta og gera mitt,“ segir Jenný sem kom af fullum krafti fram á sjónarsviðið haustið 2011, ekki bara sem að- almarkvörður Vals heldur tók hún sæti í íslenska landsliðinu um leið. Hún var aðalmarkvörður Íslands á HM í Brasilíu fyrir rúmu ári og aftur á EM í Serbíu í desember. Jenný var að margra mati besti leikmaður ís- lenska landsliðsins á EM í Serbíu í fyrri hálfum öðrum mánuði og svo sannarlega besti markvörðurinn í N1- deildinni. „Segja má að undanfarin nærri tvö ár hafi verið eitt öskubuskuævintýri hjá mér. Það hefur verið gaman að þessu öllum saman. Viðurkenningar eins þessi sem ég fékk núna hvetja mig síðan enn frekar til dáða,“ segir Guðný Jenný Ásmundsdóttir, sem stefnir ótrauð áfram að því að standa vaktina í marki Vals og íslenska landsliðsins á næstu mánuðum. Eitt ösku- buskuævin- týri hjá mér Morgunblaðið/Golli Endurkoma Guðný Jenný Ásmundsdóttir lagði hart að sér til að komast aftur í toppform í handboltanum og hefur uppskorið vel með Val og landsliðinu.  Landsliðsmarkvörðurinn var hættur  Ekki sátt, vildi gera betur og ná lengra Guðný Jenný Ásmundsdóttir » Hún er þrítug og hefur verið aðalmarkvörður Vals og íslenska landsliðsins síðastliðið hálft annað ár. » Hún varð Íslandsmeistari með Val vorið 2010, aftur 2011 og á ný vorið 2012. Einnig bik- armeistari á síðasta ári. » Jenný var aðalmarkvörður ís- lenska landsliðsins á HM 2011 og á EM 2012. » Hún á tvö börn, sex ára dreng og fjögurra ára stúlku. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Fabio Capello, landsliðsþjálfari Rússa í knattspyrnu, tilkynnti í dag 26 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi sem fram fer á Marbella á Spáni 6. febrúar. Capello valdi ekki tvo leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni, þá Andrei Arshavin frá Arsenal og Pavel Pogrebnjak frá Reading, en þeir voru heldur ekki í síðasta hópi hans fyrir áramótin. Tveir nýliðar eru í hópnum, báðir leikmenn frá Terek Grozny, en það eru miðjumaðurinn Oleg Ivanov og framherjinn Igor Lebedenko. Ivanov hefur áður verið í hópnum, á EM 2008, án þess að spila. Rússneska liðið er á mikilli siglingu undir stjórn Capellos og vann fyrstu fjóra leiki sína í undankeppni HM í haust. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Igor Akinfejev (CSKA Moskva), Anton Shunin (Dinamo Moskva), Vladimir Gabulov (Anzhi) Varnarmenn: Alexander Anjukov (Zenit), Alexei Berezutskij (CSKA Moskva), Vasily Bere- zutskij (CSKA Moskva), Sergei Ignashevich (CSKA Moskva), Kirill Nababkin (CSKA Moskva), Andrei Jeshchenko (Anzhi), Vladimir Granat (Dinamo Moskva) Miðjumenn: Igor Denisov (Zenit), Roman Shirokov (Zenit), Vladimir Bistrov (Zenit), Viktor Faizulin (Zenit), Alan Dzagojev (CSKA Moskva), Denis Glushakov (Lokomotiv Moskva), Alexander Samedov (Lokomotiv Moskva), Dmitri Kombarov (Spartak Moskva), Juri Zhirkov (Anzhi), Oleg Ivanov (Terek Grozny), Alexander Riaz- antsev (Rubin Kazan) Framherjar: Alexander Kerzhakov (Zenit), Alexander Kokorin (Dinamo Moskva), Fjodor Smolov (Anzhi), Igor Lebedenko (Terek Grozny), Maxim Grigorjev (Lokomotiv Moskva) Arshavin og Pogrebnjak ekki í náðinni hjá Cappello Fótbolta.net-mót karla A-DEILD, 1. riðill: Stjarnan – Keflavík ................................. 2:3 Hörður Árnason, Atli Jóhannsson – Magn- ús Sverrir Þorsteinsson, Hörður Sveins- son, Jóhann Birnir Guðmundsson. Staðan: Keflavík 3 3 0 0 8:4 9 Selfoss 2 1 0 1 3:3 3 FH 2 1 0 1 3:4 3 Stjarnan 3 0 0 3 4:8 0  Keflvíkingar unnu þar með riðil eitt í A- deild með fullu húsi stiga. Þeir spila til úr- slita við sigurliðið í riðli tvö en þar geta Breiðablik, ÍA og ÍBV öll náð toppsætinu. England Deildabikar, undanúrslit, seinni leikur: Aston Villa – Bradford City ................... 2:1 Christian Benteke 24., Andreas Weimann 89. – James Hanson 55.  Bradford í úrslit, 4:3 samanlagt, og mæt- ir Swansea eða Chelsea. B-deild: Blackburn – Brighton .............................. 1:1 Staða efstu liða: Cardiff 28 19 3 6 50:30 60 Leicester 28 15 5 8 49:23 50 Hull 28 15 5 8 39:31 50 Cr. Palace 28 13 9 6 50:35 48 Middlesbro 28 15 2 11 47:39 47 Watford 27 14 4 9 53:37 46 Ítalía Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikur: Juventus – Lazio....................................... 1:1 Skotland Celtic – Dundee United ........................... 4:0  Efstu lið: Celtic 46, Inverness 37, Mot- herwell 37, Hibernian 33, Aberdeen 31, St. Johnstone 30, Dundee United 29. KNATTSPYRNA Símabikar kvenna Bikarkeppni HSÍ, 16-liða úrslit: Stjarnan – HK......................................... 32:34 Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnars- dóttir 7, Esther Ragnarsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 6, Kristín Clausen 5, Þór- hildur Gunnarsdóttir 4, Hanna Guðrún Stef- ánsdóttir 3, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 1. Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 11, Val- gerður Ýr Þorsteinsdóttir 8, Arna Björk Al- marsdóttir 7, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Gerður Arinbjarnar 2, Jóna Sigríður Hall- dórsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Nataly Sæ- unn Valencia 1. Haukar – Grótta ..................................... 22:24 Mörk Hauka: Karen Helga Díönudóttir 9, Gunnhildur Pétursdóttir 5, Viktoría Valdi- marsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 1, Áróra Eir Pálsdóttir 1, Herdís Hallsdóttir 1. Mörk Gróttu: Þórunn Friðriksdóttir 6, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Laufey Ásta Guð- mundsdóttir 4, Harpa Baldursdóttir 4, Sunna María Einarsdóttir 2, Arndís María Erlingsdóttir 2, Tinna Laxdal Gautadóttir 1. Danmörk Tvis Holstebro – Randers ......................32:29  Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Holstebro. Rut Jónsdóttir og Auður Jónsdóttir skoruðu ekki. HANDBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Grindavík: Grindavík – Snæfell........... 19.15 Toyotahöllin: Keflavík – Njarðvík ...... 19.15 Schenkerhöllin: Haukar – Valur ......... 19.15 DHL-höllin: KR – Fjölnir.................... 19.15 HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna, Símabikarinn: Fylkishöll: Fylkir – FH........................ 19.00 Grafarvogur: Fjölnir – Selfoss ............ 19.15 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Fylkir – Fram........................... 19 Egilshöll: Leiknir R. – Víkingur R .......... 21 Í KVÖLD! Forsetabikarinn Leikur um 17. sæti og Forsetabikar: Argentína – Alsír...................................23:29 Leikur um 19. sæti: Katar – Sádi-Arabía ..............................29:29  S-Arabía vann eftir vítakeppni. Leikur um 21. sæti: Svartfjallaland – Suður-Kórea.............27:30 Leikur um 23. sæti: Síle – Ástralía........................................ 32:23 8-liða úrslit í dag 17.15 Rússland – Slóvenía 18.00 Spánn – Þýskaland 19.45 Danmörk – Ungverjaland 20.30 Frakkland – Króatía HM Í HAND- BOLTA 2013 MARKVÖRÐUR: Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Val VINSTRA HORN: Dagný Skúladóttir, Val VINSTRI SKYTTA: Stella Sigurðardóttir, Fram MIÐJUMAÐUR: Simona Vintila, ÍBV HÆGRI SKYTTA: Þorgerður Anna Atladóttir, Val HÆGRA HORN: Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni LÍNUMAÐUR: Elísabet Gunnarsdóttir, Fram BESTI LEIKMAÐUR: Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Val BESTI ÞJÁLFARINN: Stefán Arnarson, Val Úrvalslið deildarinnar UPPGJÖR EFTIR FYRRI UMFERÐ N1-DEILDAR KVENNA Morgunblaðið/Eggert Bestur Stefán Arnarson er með Valsliðið á toppnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.