Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 4
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Körfuboltamaðurinn snjalli Justin
Shouse var á dögunum valinn
Íþróttamaður Garðabæjar en hann
hefur leikið við hvern sinn fingur í
búningi Stjörnunnar. Shouse fékk
íslenskan ríkisborgararétt árið
2011 og hefur verið búsettur hér
frá árinu 2005. Fyrst í Vík í Mýr-
dal, þá í Stykkishólmi og síðustu
fimm árin í Garðabænum. Morg-
unblaðið settist niður á dögunum
með þessum geðþekka íþrótta-
manni frá Pennsylvaniuríki í
Bandaríkjunum, þegar hann tók
við viðurkenningu fyrir að vera í
úrvalsliði í fyrri umferð í Dominos-
deildinni.
Shouse var fyrst spurður hvaða
þýðingu það hefði fyrir hann að
vera heiðraður af sveitarfélaginu.
„Það skiptir mig miklu máli að
vera fyrsti körfuboltamaðurinn
sem fær þennan heiður í Garðabæ.
Á þeim fimm árum sem ég hef bú-
ið í bænum hefur körfuboltinn vax-
ið jafnt og þétt. Þessi viður-
kenning er því ekki bara ætluð
mér heldur allri körfuboltahreyf-
ingunni í Garðabæ. Á þessum tíma
höfum við Jovan Zdravevski,
Fannar Freyr Helgason og Kjart-
an Atli Kjartansson verið virkir í
félaginu. Margir okkar eru mjög
virkir í samfélaginu og þessi vöxt-
ur í körfuknattleiksdeildinni á
örugglega sinn þátt í þessari við-
urkenningu. Um leið og ég fæ
hamingjuóskir frá bæjarbúum þá
vil ég einnig skila þakklæti til
þeirra fyrir að taka þátt í upp-
byggingunni. Inni á vellinum eru
einnig margir leikmenn sem stuðla
að því að ég lít vel út sem leik-
stjórnandi,“ sagði Shouse hógvær
og er greinilega spenntur fyrir
Justin Christopher Shouse
» Hann er 31 árs gamall, fæddur 16. september 1981, og leikur sem
bakvörður með Stjörnunni.
» Justin kom til Íslands frá þýska 3. deildarliðinu Bergheim sum-
arið 2005 og gerðist spilandi þjálfari 1. deildarliðs Drangs í Vík í
Mýrdal.
» Hann gekk síðan til liðs við Snæfell sumarið 2006 og lék í Stykk-
ishólmi í tvö ár. Hann samdi við Stjörnuna sumarið 2008 og hefur
spilað með Garðabæjarliðinu síðan.
» Justin er orðinn löglegur með landsliði Íslands en gaf ekki kost á
sér í liðið fyrir leiki þess í undankeppni EM.
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
uppgangi íþróttarinnar í bænum
en Garðabær var ekki beinlínis
þekktur sem körfuboltabær fyrir
nokkrum árum.
„Þegar maður kemur á nýjan
áfangastað þá vill maður gjarnan
að viðkomandi félag sé betra eftir
aðkomu manns að því. Með þessu
er ég þó ekki að ýja að því að ég
sé á förum heldur er ánægjulegt
að við skulum hafa bætt okkur
nánast á hverju ári. Við sjáum sig-
urhefð verða til í yngri flokkunum
og til að mynda varð 11. flokkur
Íslandsmeistari. Margir efnilegir
krakkar eru í yngri flokkunum og
það er ánægjulegt að sjá,“ sagði
Justin sem sjálfur kemur að þjálf-
un tveggja flokka hjá Stjörnunni
en hans aðalstarf er kennsla í Al-
þjóðaskólanum.
Velgengni Helm hjálpaði
Justin hugsar með hlýhug til
fyrsta áfangastaðarins á Íslandi.
„Fyrsta árið mitt í Evrópu spilaði
ég í Þýskalandi en ég hafði farið í
háskóla með Joshua Helm sem
spilaði bæði með KFÍ og KR.
Þjálfari háskólaliðsins er með
tengingu við Sigurð Hjörleifsson.
Fyrsta ár mitt í Evrópu var ekk-
ert í boði fyrir mig á Íslandi. Helm
fór hins vegar til Íslands og
frammistaða hans varð til þess að
Siggi skoðaði mig betur. Ég hafði
áhuga á því að prófa mig áfram í
þjálfun og fór til Víkur í Mýrdal
sem spilandi þjálfari en þar starf-
aði ég með Birni, bróður Sigga.
Það var skemmtilegt ár og
áhugavert að búa í fjögurhundruð
manna bæ. Erfitt er að biðja um
myndrænna umhverfi en í Vík á
milli tveggja fjalla, sjórinn í
hundrað metra fjarlægð og jökull-
inn sjáanlegur. Fallegur staður og
liðinu gekk ágætlega í 1. deildinni
miðað við lið frá litlum bæ. Fyrir
vikið fékk ég tækifæri til að spila
fyrir Geoff Kotila hjá Snæfelli og
var þar í tvö ár. Þar spilaði ég
með Nonna Mæju, Hlyni Bærings,
Sigga Þorvalds og Magna Haf-
steins svo einhverjir séu nefndir.
Við unnum bikarinn og fórum í úr-
slit Íslandsmótsins.“
Pressa frá landsliðsfyrirliða
Þar sem Justin hefur verið einn
besti leikmaður deildarinnar ár
eftir ár þá vaknar sú spurning
hvort landsliðið geti notað krafta
hans. Reyndar háttar þannig til að
íslenska landsliðið býr afskaplega
vel um þessar mundir þegar kem-
ur að bakvörðum en fjórir lyk-
ilmanna liðsins: Jón Arnór Stef-
ánsson, Jakob Örn Sigurðarson,
Pavel Ermolinskij og Logi Gunn-
arsson eru allir bakverðir.
„Mér var boðið að taka þátt í
landsliðsverkefninu í sumar og
freista þess að komast í liðið fyrir
undankeppni EM. Ég fór heim til
Bandaríkjanna í frí í lok maí og á
meðan ég var þar þá komu upp
veikindi í fjölskyldunni. Hlyn-
ur Bæringsson lagði hart að
mér að vera með landsliðinu
og ég gerði mér grein fyrir
því að þetta yrði einstakt
tækifæri fyrir mig. Ekki
bara að fá að mæta liðum á
borð við Svartfjallaland,
Serbíu og Ísrael heldur
einnig að fá að æfa og spila
með Jóni Arnóri, Jakobi og
þessum strákum. Ég hef
hins vegar látið körfubolt-
ann ganga fyrir í mörg ár
og ákvað í þessu tilfelli að
láta fjölskylduna ganga fyr-
ir. Ég velti því þó ennþá fyr-
ir mér hvers ég fór á mis
og Hlynur eykur á sektar-
kenndina hjá mér þegar ég
tala við hann. Ég ber gríð-
arlega virðingu fyrir hon-
um og það hefði verið frá-
bært að spila með honum
á ný,“ útskýrði Justin og
glotti þegar hann lýsti
þessum samskiptum sín-
um og Hlyns sem er
landsliðsfyrirliði. Justin
tekur einnig fram að
þessar vangaveltur sínar
séu með þeim fyrirvara
að hann hefði verið val-
inn í liðið en hann segir
það ekki vera sjálfgefið
vegna þess hve landsliðið
var vel mannað.
Gefur kost á
sér í landsliðið
Justin segist hafa metn-
að til þess að spila með
landsliðinu ef tækifærið
býðst. „Ég verð 32 ára í
september og geri mér
grein fyrir því að tækifær-
unum til að spila með landsliði
á þessum aldri fer fækkandi.
Það gerði einnig ákvörðunina
erfiða síðasta sumar. Ég hef
búið á Íslandi frá því 2005 og
er stoltur ríkisborgari. Ég
myndi vilja undirstrika það
með því að spila með lands-
liðinu ef tækifærið býðst og
ég fylgdist með leikjum
liðsins síðasta sumar. Ís-
land á hins vegar marga
leikmenn sem eru að
standa sig vel erlendis og
margir þeirra eru bak-
verðir. Það er því ekki
sjálfgefið að komast
í liðið,“ sagði Just-
in Shouse enn-
fremur í sam-
tali við
Morgun-
blaðið.
Snjall Snilli
Justins Shouse á
körfuboltavell-
inum hefur ekki
farið framhjá
Garðbæingum.
„Stoltur
ríkisborgari“
Justin Shouse heiðraður í
Garðabæ Fyrsti körfubolta-
maðurinn sem valinn er íþrótta-
maður ársins í sveitarfélaginu
Gaf frá sér möguleikann á landsliðssæti
af persónulegum ástæðum
Serbinn Novak Djokovic lét fimm tíma
slag við Stanislas Wawrinka tveimur dög-
um áður ekki trufla sig þegar hann mætti
Tékkanum Tomas Berdych í átta manna
úrslitum Opna ástralska mótsins í tennis í
gær. Berdych hugðist nýta sér þreytu
Djokovic en hafði ekki erindi sem erfiði.
Sá serbneski hafði næga orku og vann
leikinn sannfærandi, 6:1, 4:6, 6:1 og 6:4, á
tveimur og hálfum tíma.
„Eftir fimm tíma leik verður maður að
vinna vel í því að ná sér aftur. Ég geri allt
sem í mínu valdi stendur og er innan lög-
legra marka til að koma mér í stand á ný
eftir svona leiki, og það gengur upp,“
sagði Djokovic við fréttamenn eftir sig-
urinn.
Andstæðingur hans í undanúrslitum
verður David Ferrer frá Spáni sem vann
landa sinn Nicolas Almagro í löngum leik
í gær. Í dag spilar Roger Federer við Jo-
Wilfried Tsonga um sæti í undanúrslitum
og Andy Murray við Jeremy Chardy.
Í kvennaflokki eru Maria Sharapova
frá Rússlandi og Na Li frá Kína komnar í
undanúrslit og mætast þar en í dag skýr-
ist hverjar hinar tvær verða. Serena
Williams mætir Sloane Stephens og Vic-
toria Azaraenka mætir Svetlönu Kuz-
netsovu. vs@mbl.isAFP
Einbeittur Novak
Djokovic í leiknum
við Tomas Berdych
í Melbourne í gær.
Fimm tíma leikur
beit ekki á Djokovic
Mætir David Ferrer í undanúrslitunum