Morgunblaðið - 23.01.2013, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.01.2013, Qupperneq 1
FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég renni dálítið blint í sjóinn með þetta lið, fer eiginlega út í óvissuna, en ætla að láta reyna á hvort þetta sé eitthvað sem getur hentað mér,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, knattspyrnukona úr Val, við Morgunblaðið í gær. Hún var þá á leið til Karlstad í Svíþjóð þar sem hún æfir með úrvalsdeildarliðinu Mallbacken til næsta sunnudags. Mal- lbacken er komið í efstu deild á ný eftir sjö ára fjarveru og hefur styrkt sig í vetur með landsliðskonum frá Finnlandi og Skotlandi. „Þetta var í deiglunni fyrr í vetur en svo gerðist ekkert og ég skrifaði undir samning við Val, reyndar með fyrirvara um að geta farið út ef möguleikar opnuðust. Ég mun hins vegar ekki fara til Svíþjóðar bara til þess að fara út. Liðið þarf að henta mér og ég þarf að vera fullviss um að ég muni bæta mig með því að spila með því. Ef ekki, þá er ég í mjög góðu umhverfi hjá Val og það er ekki síður spennandi að spila þar aftur,“ sagði Kristín, sem skoraði 24 mörk í 22 leikjum fyrir Avaldsnes í Noregi á síðasta ári. Stórt stökk úr norsku B-deildinni „Það er örugglega stórt stökk að fara úr norsku B-deildinni í sænsku úrvalsdeildina, en það myndi ekki gefa mér mikið að fara í lið sem spilaði bara stífan varnarleik. Mér veitti þó kannski ekki af því að bæta mig aðeins á því sviði,“ sagði Kristín létt í lundu. Erla Steina Arnardóttir, fyrrverandi landsliðskona, spilaði með Mallbacken síð- asta þegar liðið lék í úrvalsdeildinni, árin 2005 og 2006. Kristín, sem er 28 ára gömul, varð markadrottning með Val árin 2009 og 2010 en hún gerði 23 mörk hvort ár fyrir sig. Hún hefur samtals gert 98 mörk í 115 deildaleikjum með Val og gert eitt mark í fimm A-landsleikjum en Kristín var í hópi Íslands í úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009. Morgunblaðið/Golli Svíþjóð Kristín Ýr Bjarnadóttir gæti bæst í hóp ís- lenskra leikmanna í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég fer út í óvissuna“  Kristín Ýr komin til sænska úrvalsdeildarliðsins Mallbacken og skoðar þar aðstæður  Vill ekki fara í lið sem spilar stífan varnarleik MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 ÍÞRÓTTIR Körfubolti Justin Shouse var útnefndur Íþróttamaður Garðabæjar á dögunum en hann fékk íslenskan ríkisborgararétt vorið 2011. Hann gaf frá sér möguleikann á landsliðssæti af persónulegum ástæðum. 4 Íþróttir mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir sænska landsliðinu í tvígang í vináttulandsleikjum hér á landi helgina 22.-24. mars næstkomandi. Leikirnir verða fyrsti liðurinn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir umspilsleikina tvo við Tékka sem fram fara í byrjun júní. Um leið verða þetta fyrstu leikir íslenska kvennalands- liðsins frá því að það tók þátt í lokakeppni EM í byrjun desember sl. Úrslitin í leikjunum við Tékka skera úr um hvor þjóðin tryggir sér keppnisrétt á heimsmeist- aramótinu sem fram fer í Serbíu í desember á þessu ári. Mikið verður í húfi og leikirnir þar af leiðandi komnir. Reiknað er með að Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálf- ari geti stillt upp sínu sterkasta liði í leikjunum við Svía. Sænska landsliðið fer einnig í umspilsleiki í vor og mætir Póllandi. Svíar höfnuðu í áttunda sæti á Evr- ópumeistaramótinu í Serbíu í desember sl. og hefur nokkrum sinnum á síðustu árum mætt íslenska landslið- inu í vináttuleikjum, síðast ytra í haust sem leið. Svíar unnu fyrri leikinn en þeim síðari lauk með jafntefli. Samhliða undankeppni U17 ára Leikir Íslands og Svíþjóðar fara fram sömu helgi og undankeppni U17 ára landsliða kvenna fer fram hér á landi. Þar glímir íslenska landsliðið í þeim aldursflokki við jafnaldra sína frá Hollandi, Lettlandi og Þýskalandi um keppnisrétt í lokakeppni EM sem fram fer í sumar. Tvö efstu liðin komast áfram í lokakeppnina sem fram fer í Póllandi 15.-25. ágúst í sumar. iben@mbl.is Tekið á Svíum í mars  Kærkominn undirbúningur fyrir HM-umspilsleiki gegn Tékkum  Reiknað með sterkasta liði Íslands í leikjunum Ljósmynd/Sebastian Tataru Mætir Svíum Rut Jónsdóttir er í lykilhlutverki í landsliðinu. Brynja Magnúsdóttir fór hamförum þegar HK sló Stjörnuna út úr Síma- bikar kvenna í handknattleik í gær- kvöldi. HK sigraði 34:32 og er komið í 8-liða úrslit keppninnar eins og Grótta sem fór til Hafnarfjarðar og sló Hauka út 24:22. Brynja skoraði 11 mörk fyrir HK og hefur á skömmum tíma skorað tutt- ugu og eitt mark gegn Stjörnunni því hún skoraði 10 mörk í deildarleik lið- anna fyrr í mánuðinum. Jóna Margrét Ragnarsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk en HK hafði yfir, 17:16, að loknum fyrri hálfleik. Grótta hafði fimm marka forskot, 12:7, í leikhléi á móti Haukum. Þórunn Friðriksdóttir var markahæst með sex mörk en Karen Helga Díönudóttir var með níu fyrir Hauka. Morgunblaðið/Ómar Markahæst Þórunn Friðriksdóttir var markahæst hjá Gróttu með sex mörk í sigurleiknum á móti Haukum. Garðbæingar ráða lítið við BrynjuVíðir Sigurðssonvs@mbl.is Rakel Logadóttir, knattspyrnukon- an reynda í Val, fer til æfinga með norska félaginu Medkila um næstu mánaðamót og gæti gengið til liðs við það fyrir komandi tímabil. „Ég verð hjá þeim í viku og spila tvo æfingaleiki gegn Bodö ásamt því að æfa með liðinu. Mig langar svo sem ekkert sérstaklega í 1. deildina en þetta er víst fínt lið. Ég ætla að taka mér góðan tíma til að ákveða mig,“ sagði Rakel við Morgunblaðið í gær. Hún var leikjahæsti leikmaður úr- valsdeildarinnar á síðasta tímabili og er fimmta leikjahæst í efstu deild hér á landi frá upphafi með 199 leiki, en í þeim hefur hún gert 90 mörk. Rakel, sem er 31 árs, hefur spilað 26 landsleiki fyrir Íslands hönd. Medkila hafnaði í öðru sæti B-deildarinnar í fyrra, á eftir Íslend- ingaliðinu Avaldsnes, en tapaði í um- spili um sæti í úrvalsdeildinni. Liðið, sem er frá Harstad í Norður-Noregi, hefur af og til spilað í efstu deild og einu sinni orðið bikarmeistari. Hrefna Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona, spilaði með liðinu tímabilið 2004. Rakel á leið til Medkila Morgunblaðið/Ernir Leikreynd Rakel hefur leikið 199 leiki fyrir Val í efstu deild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.