Morgunblaðið - 25.02.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Kæru vinir. Það er mikill heiður að fá að leiða þennan flokk okkar, lang- öflugasta og stærsta stjórnmála- flokkinn á Íslandi, inn í þessar mikil- vægu kosningar sem eru fram undan. Fyrir þetta traust er ég gríðarlega þakklátur hverju og einu ykkar hér inni. Sjálfstæðisstefnan er lifandi og hún þróast, þroskast með okkur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þakkarræðu í gær eftir að hann var endurkjörinn formaður á landsfundi. Greidd voru samtals 1.229 at- kvæði í formannskjörinu og voru auð og ógild atkvæði 39. Bjarni hlaut 939 atkvæði eða 78,9% gildra at- kvæða. Hanna Birna Kristjánsdóttir kom næst með 224 atkvæði eða 18,8% gildra atkvæða en hún var ekki í framboði til formanns. Séra Halldór Gunnarsson í Holti kom næstur með 19 atkvæði eða 1,6% gildra atkvæða en hann bauð sig fram gegn Bjarna. Aðrir fengu samtals 8 atkvæði. Bönd sem ekkert fær slitið Bjarni var fyrst kjörinn formaður flokksins í mars 2009 en hann er nú 43 ára. Formaðurinn sleit landsfundi með lokaræðu þar sem hann vék að því sem sameinaði sjálfstæðismenn. „Það stendur sem ég hef áður sagt hér í þessum stól á fyrri fundum að það tengja okkur sjálfstæðismenn svo sterk hugsjónabönd að engar kosningar, engin átök um málefni eða menn geta slitið þau í sundur … Við tökum með okkur ást okkar á ís- lensku þjóðinni og öllu því sem okk- ur er kærast. Við tökum líka með okkur löngunina til þess að gera bet- ur, létta byrðar þeirra sem þess þurfa með og líka að ýta undir orku og framtakssemi allra þeirra sem eru tilbúnir til þess að leggja hönd á plóg. Við erum hér með lausnir í þágu heimilanna. Við vitum hvað þarf að gera til að koma aftur krafti í atvinnulífið og við ætlum að passa upp á ríkisreksturinn þannig að hann verði ekki áfram rekinn í halla heldur að fjármunir okkar nýtist sem allra best í þágu allra Íslend- inga, okkar sameiginlegu fjár- munir,“ sagði Bjarni en yfirskrift 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins var „í þágu heimilanna“. Jafn margar konur og karlar Bjarni vék að endurnýjun í flokknum í ræðu í fyrradag og hvernig kannanir bendi til að Sjálf- stæðisflokkurinn fái 25 þingsæti í kosningunum. Þar af verði 14 nýir þingmenn, sjö karlar og jafn margar konur. Til samanburðar sé engin ný- liðun hjá Samfylkingunni eða VG en sáralítil nýliðun hjá Framsókn. Eftir formannskjörið fór fram kjör til varaformanns flokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir var ein í framboði og hlaut um 95% greiddra atkvæða. Alls voru 1.228 atkvæði greidd í kjörinu og voru auðir og ógildir seðlar 49. Hlaut Hanna Birna 1.120 atkvæði, aðrir 59. Hanna Birna þakkaði gestum landsfundar fyrir stuðninginn. „Ég veit varla hvað ég á að segja. Ég er hrikalega stolt og ofboðslega þakklát fyrir þennan mikla og af- dráttarlausa stuðning og þá miklu vináttu og kraft sem ég finn á þess- um fundi, sem ég held að skipti Sjálfstæðisflokkinn miklu máli, mjög miklu máli,“ sagði Hanna Birna í þakkarræðu og óskaði Bjarna til hamingju með formanns- kjörið. 2. varaformaður endurkjörinn Síðasta kjörið á landsfundinum í gær var kjör til 2. varaformanns. Kristján Þór Júlíusson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, voru í framboði en Kristán Þór var sitjandi 2. varafor- maður flokksins. Samtals voru greidd 1.208 atkvæði og voru auðir eða ógildir seðlar 21. Gild atkvæði voru 1.187 og fékk Kristján Þór 695 atkvæði, eða 58,6% gildra atkvæða, og Aldís 489 atkvæði, eða 41,2% at- kvæða. Aðrir fengu 3 atkvæði. „Ágætu félagar, kæru vinir. Fyrst af öllu vil ég þakka það traust sem þið sýnið mér til þess að gegna þessu embætti, til að takast á við þær skyldur og þá ábyrgð sem þessu fylgir. Ég hlakka til að vinna með ykkur og ég hlakka til að vinna fyrir ykkur og í mér brennur þrá eftir því að fá að ganga til átaka á komandi vori á grundvelli pólitíkur en ekki persónulegra árása á einstaka for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Kristján Þór og þakkaði Aldísi mótframboðið. Stóðu þá fundar- gestir upp og klöppuðu fyrir Aldísi. Bjarni endurkjörinn formaður  Hlaut 78,9% gildra atkvæða á landsfundi  Boðar lausnir fyrir heimilin komist flokkurinn til valda  Hanna Birna með yfirburðakosningu í varaformannssætið  Kristján Þór áfram 2. varaformaður Morgunblaðið/Ómar Í Laugardalshöll Fjölmenni var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Þetta var 41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem var stofnaður 1929. Morgunblaðið/Ómar Forystan Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður, Bjarni Benediktsson, formaður, og Kristján Þór Júlíusson, 2. varaformaður, þakka stuðninginn. Tómas Ingi Olrich var einn karla kjörinn formaður nefndar á landsfundi, nánar tiltekið utan- ríkismálanefndar með 575 at- kvæðum. Áslaug María Friðriks- dóttir var kosin form. allsherjar- og menntanefndar með 579 atkv. Þá var Bryndís Haralds- dóttir kjörin form. atvinnuvega- nefndar með 539 atkvæðum og Karen Elísabet Halldórsdóttir kosin form. efnahags- og við- skiptanefndar með 522 atkv. Þá var Erla Ósk Ásgeirsdóttir kosin formaður fjárlaganefndar með 703 atkv. Ennfremur var Katrín Helga Hallgrímsdóttir kosin formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með 649 atkv. og Margrét Björnsdóttir var kjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar með 488 atkv. og Kristín Heimisdóttir kosin formaður velferðar- nefndar með 377 atkv. Konur taka yfir nefndir MIKIL SÓKN KVENNA Tvær ályktanir vöktu mesta athygli á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Annars vegar ályktun utanríkismálanefndar um að viðræðum við Evrópusambandið skuli hætt og þær ekki hafnar að nýju nema með samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það þjóni hagsmunum Íslands betur að standa utan ESB. Gekk hún lengra en ályktun utanríkismálanefndar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins haustið 2011 þegar nefnd- armenn ályktuðu að það bæri að gera hlé á við- ræðunum og þær ekki hafnar á ný nema með undangengnu samþykki þjóðarinnar. Hags- munum Íslands sé betur borgið utan ESB. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, steig í pontu þegar ályktunin var til umræðu á laugardag og sagðist þá skilja hana svo að ekki yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja viðræður á ný nema til þess væri skýr meirhlutavilji hjá þjóðinni. Það gæti til dæmis gerst með því að í alþingiskosningum ynnu tveir flokkar sem hefðu skýra stefnu um að ganga í ESB. Slíkt væri skýr kosningasigur þeirrar stefnu sem gæfi þeim flokkum skýrt umboð til að hefja viðræður, að fengnu sam- þykki þjóðarinnar. „Hvað þýðir það að gera hlé? Ég hef ávallt skilið það svo að það væri hlé eins og aðrar þjóðir hafa gert, [að það sé] í raun og veru að stöðva viðræðurnar.“ Ályktað um skuldavanda heimilanna Þá var ályktað að landsfundur „mótmæli íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Ís- landi [þ.e. Timo Summa] í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar“. ESB skuli gert að loka Evrópu- stofu, kynningarstofu sambandsins hér. Hin ályktunin sem mesta athygli vakti varð- aði skuldavanda heimilanna en fram kom til- laga í efnahags- og viðskiptanefnd um niður- færslu á höfuðstól verðtryggðra og gengistryggðra lána. Er vikið að húsnæðis- málunum í samþykktri ályktun nefndarinnar. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta starfsári verði markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla líkt og verið hefur.“ Var því hafnað að fara í almennar afskriftir á verðtryggðum og gengistryggðum lánum. Loks má nefna tillögu sem borin var upp á laugardag um að við lagasetningu á Íslandi skuli ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við. Var tillagan sam- þykkt. Leitað var afbrigða til að kjósa um hana í gær og var hún þá felld með yfirburð- um. Viðræður við ESB verði stöðvaðar Morgunblaðið/Ómar Tvær kynslóðir Matthías Bjarnason og Björn Jón Bragason ræðast við á fundinum. Friðrik Sophusson bað gesti að klappa fyrir Matthíasi sem hefði setið landsfund frá stríðsárunum. Frið- rik bað gesti að klappa ekki of lengi, þá gæti Matthías farið að íhuga formannsframboð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.