Morgunblaðið - 25.02.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2013 Áform Steingríms J. Sigfússonarum að sýna um helgina hver réði í flokknum heppnuðust prýði- lega. Steingrímur hafði neyðst til að láta af formannsembætti vegna óvinsælda eftir margra ára svikafer- il, en hann ætlaði ekki að láta það hrekja sig frá völdum.    Nú hefur Stein-grímur með tveimur ótrúlegum aðgerðum sýnt hver ræður í raun.    Hann bjó þannigum hnútana að nánasti fylgis- maður hans, Björn Valur Gíslason, yrði kosinn varafor- maður, þvert ofan í stórtap Björns Vals í nýlegu prófkjöri.    Skýrara verður tæpast sagt aðSteingrímur ráði því sem hann vill í flokknum. Samt þótti honum þetta ekki nóg því hann lét sam- þykkja ályktun um Evrópumál, þvert á yfirlýstan vilja nýkjörins for- manns.    Vissulega var með naumindum aðSteingrími tækist að hirða varaformanninn og ákveða ESB- stefnuna, en með því að vera búinn að hrekja stóran hluta flokksmanna á brott og telja salinn rétt út tókst honum ætlunarverkið.    Og eftir situr að öllum er ljósthver ræður í flokknum og hver er upp á punt.    Spurningin er bara hvort kjörinnformaður mun láta þetta yfir sig ganga áfram með bros á vör eða hvort hún mun ætla að hafa eitthvað um flokkinn að segja. Ekkert bendir til annars en að puntið verði ofan á. Flokkseigandinn og formaðurinn STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 24.2., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 7 rigning Kirkjubæjarkl. 8 skýjað Vestmannaeyjar 8 skýjað Nuuk -12 upplýsingar bárust ek Þórshöfn 6 skýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 snjókoma Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki -2 heiðskírt Lúxemborg -1 snjókoma Brussel 0 snjókoma Dublin 5 léttskýjað Glasgow 6 léttskýjað London 2 skýjað París 1 skýjað Amsterdam 1 snjókoma Hamborg 1 slydda Berlín 1 þoka Vín 0 skúrir Moskva -2 heiðskírt Algarve 15 heiðskírt Madríd 7 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 8 léttskýjað Róm 7 skúrir Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -11 léttskýjað Montreal 0 snjókoma New York 5 alskýjað Chicago -4 léttskýjað Orlando 22 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:48 18:34 ÍSAFJÖRÐUR 8:59 18:33 SIGLUFJÖRÐUR 8:43 18:15 DJÚPIVOGUR 8:20 18:02 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS F í t o n / S Í A Þann 1. febrúar hækkuðu laun samkvæmt kjarasamningum VR. Almenn launahækkun er 3,25% en þeir sem fá greitt samkvæmt taxta hækka um 11.000 kr. Þessi hækkun tekur til launa frá og með febrúar og kemur því til útborgunar 1. mars. Munið launahækkunina! Íslenskum liðsmönnum vélhjólasamtaka hefur verið vísað úr landi í Noregi en þrettán Íslend- ingar og Danir voru handteknir í aðgerðum lög- reglu í Kjøkkelvik. Í frétt danska blaðsins Berg- ensavisen (BA) kemur fram að lögregla hafi leitað í félagsmiðstöð vélhjólasamtakanna Hog Riders. Blaðið hefur eftir vitnum að aðgerðir lögreglu hafi staðið yfir í nokkra klukkutíma og eitthvert magn eiturlyfja hafi fundist í húsnæðinu. Tore Salvesen, hjá lögreglunni í Bergen, segir í samtali við blaðið að á föstudag hafi lögregla einn- ig leitað í húsnæði vélhjólasamtakanna að eitur- lyfjum og á laugardag hafi fundist þar hlutir sem höfðu komið með ólöglegum hætti inn í landið. Þrettán liðsmenn Hog Riders, flestir frá Dan- mörku og Íslandi, hafi verið handteknir og þeim vísað úr landi í kjölfarið. Eins hafi Norðmaður verið handtekinn fyrir að hafa fíkniefni undir höndum. Að sögn Salvesen voru MC-liðarnir sam- vinnuþýðir og þurfti ekki að handjárna þá. Hann tekur fram að aðgerðin snúi ekki að vélhjóla- samtökunum sjálfum heldur að því að í húsnæðinu hafi verið að finna ólögleg efni. Lögmaður MC-samtakanna, Jørgen Riple, er ekki ánægður með aðgerðir lögreglu og segir að meðal þeirra sem hafi þurft að dúsa í fanga- geymslu lögreglu sé kona sem er kennari að mennt og hafi aldrei komið að neinu ólöglegu. Hann segir framkomu lögreglunnar óþolandi og það sé það sóun á almannafé að senda tuttugu lög- regluþjóna í aðgerð sem þessa til þess að eltast við nokkra lítra af ólöglegu áfengi. Íslenskum vélhjólamönnum vísað úr landi  Íslenskir vélhjólamenn meðal þrettán manna sem handteknir voru í Dan- mörku vegna ólöglegra efna  Lögmaður segir handtökuna sóun á almannafé Hjúkrunarfræð- ingar á Akureyri hafa óskað eftir sambærilegum samningi og gerð- ur var við hjúkr- unarfræðinga á Landspítalanum í Reykjavík nýver- ið. Stofnana- samninganefnd hjúkrunarfræð- inga fundaði fyrir helgi með fram- framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri um launakröfur starfs- mannanna. „Þetta var stuttur fundur hjá okk- ur þar sem við vorum aðeins að byrja að skoða málin og leggja línurnar,“ segir Þóra Ester Bragadóttir, en hún er í stofnanasamninganefndinni. Aðspurð segir Þóra að ekkert tilboð sé til staðar frá hendi nefndarinnar og aðeins sé hafinn undirbúningur að komandi viðræðum. „Við fengum þó jákvæð viðbrögð þegar við settum fram kröfur okkar um sambærilegan samning,“ bætir hún við. Boðað hef- ur verið til almenns félagsfundar hjúkrunarfræðinga á Akureyri á þriðjudaginn og þar mun samninga- nefndin kynna frekar niðurstöður fundarins sem haldinn var fyrir helgi. larahalla@mbl.is Viðræður hafnar á Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.