Morgunblaðið - 02.02.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 02.02.2013, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Reykjavíkurmót karla B-RIÐILL: Fram – Leiknir R. .................................... 1:0 Almarr Ormarsson 67. Víkingur R. – Fylkir................................ 1:0 Ívar Örn Jónsson 5. Lokastaðan: Víkingur R. 3 1 2 0 2:1 5 Leiknir R. 3 1 1 1 3:1 4 Fram 3 1 1 1 2:3 4 Fylkir 3 1 0 2 2:4 3  Víkingur R. og Leiknir R. fara í undan- úrslit og mæta tveimur efstu liðum A-riðils en úrslit í honum ráðast í dag. Ítalía A-DEILD: Roma – Cagliari........................................ 2:4 B-DEILD: Reggina – Verona.................................... 1:1  Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Ve- rona og átti þátt í marki liðsins. Spánn Valladolid – Athletic Bilbao..................... 2:2 Þýskaland A-DEILD: Werder Bremen – Hannover .................. 2:0 Staða efstu liða: Bayern M. 19 15 3 1 48:7 48 Leverkusen 19 11 4 4 36:23 37 Dortmund 19 10 6 3 43:20 36 E.Frankfurt 19 10 3 6 36:31 33 Mainz 19 9 3 7 27:21 30 Schalke 19 8 5 6 32:29 29 M’gladbach 19 7 8 4 27:27 29 Freiburg 19 7 7 5 24:18 28 Hamburger 19 8 4 7 22:24 28 Hannover 20 8 2 10 38:39 26 W.Bremen 20 7 4 9 32:37 25 B-DEILD: Aalen – Bochum....................................... 2:2  Hólmar Örn Eyjólfsson hjá Bochum var í leikbanni. Holland RKC Waalwijk – Heerenveen ................ 0:1  Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Heerenveen en var tekinn af velli á 58. mín- útu. Tyrkland Akhisar – Kayserispor............................ 1:2  Grétar Rafn Steinsson lék ekki með Kayserispor vegna meiðsla. KNATTSPYRNA Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2012 námu 842 milljónum króna samanborið við 777 milljónir króna á árinu 2011. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ en sambandið birti ársreikning sinn fyrir árið 2012 í gær. Ársþingið er síðan haldið næsta laugardag en þar verður stjórn KSÍ, með Geir Þorsteinsson sem formann, endurkjörin í heild sinni því engin mótframboð komu fram fyrir tilsettan tíma. Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af auknu framlagi frá UEFA. Rekstrarkostnaður KSÍ var um 795 milljónir króna og var nokkru hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Ástæður þess eru fyrst og fremst aukinn kostnaður við landsliðsverkefni sem voru fleiri á árinu en gert var ráð fyrir. Rekstrarhagnaður ársins nam tæpum 48 milljónum króna, en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 63 milljóna króna hagnaði. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er hagn- aður af starfsemi KSÍ ríflega 72 milljónir króna. Styrkir og framlög til aðild- arfélaga á árinu námu 72 millj- ónum króna vegna barna- og ung- lingastarfs, leyfiskerfis og fleira. Samþykkt áætlun gerði ráð fyrir styrkjum og framlögum að fjárhæð 77 milljónir króna. Að teknu tilliti til styrkja og framlaga til aðild- arfélaga nam hagnaður ársins því um hálfri milljón króna. Fjárhags- og eignastaða KSÍ er traust við áramót og lausafjárstaða góð. Handbært fé hækkar á milli ára og var nú í árslok um 473 milljónir króna. Eignir eru metnar á 892 milljónir króna. Eigið fé KSÍ var ríflega 228 milljónir króna í árslok. Rekstrarhagnaður KSÍ var 48 milljónir Geir Þorsteinsson Víkingur vann gríðarlega mik- ilvægan sigur á toppliði Stjörnunnar, 24:18, í 1. deild karla í handbolta en keppni þar hófst aftur á fimmtudag- inn. Með sigrinum náðu Vík- ingar að minnka bilið á milli sín og Stjörnunnar í tvö stig. Stjarnan er á toppnum með 19 stig, ÍBV í öðru með 18 og Vík- ingur í því þriðja með 17 stig eftir sigurinn í gærkvöldi. Leikurinn í Víkinni í gær var æsispennandi lengi vel. Jafnt var í hálfleik, 11:11, en það var undir lokin sem heimamenn sigu fram úr. Varnarleikur Víkinga lagði grunninn að sigr- inum en þá var Halldór Rúnarsson í miklu stuði í Sterkur sigur Víkings Egill Björgvinsson FÓTBOLTI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is „Þetta er mjög leiðinlegt og neyðir mig til að taka skref afturábak á mín- um ferli,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Morgunblaðið en sænska B-deild- arliðið GIF Sundsvall sem hann er á mála hjá hafnar hverju tilboðinu í hann á fætur öðru þrátt fyrir loforð um annað. Í viðtali við sænska fjölmiðla var Ari Freyr harðorður í garð forráða- manna Sundsvall og sagði þá vera búna að læsa sig inni og henda lykl- inum. Þeir virðast ætla að neyða Ara Frey til að spila í B-deildinni sem gæti haft stórfelld áhrif á hans feril, þá sér- staklega með landsliðinu. Svikin loforð Ari Freyr framlengdi samning sinn við Sundsvall fyrir rúmu ári þegar lið- ið vann sér inn sæti í efstu deild. Hann hefur spilað afbragðsvel fyrir liðið og ber nú fyrirliðabandið. Þegar hann samdi aftur vildi hann fá það í samn- inginn að hann mætti fara ef liðið félli sem og gerðist. „Þeir vildu það ekki en það var komist að samkomulagi um að þeir þyrftu að taka besta tilboðinu sem bærist í mig,“ segir Ari Freyr en Sundsvall getur í raun ákveðið hversu hátt „besta tilboðið“ þarf að vera og stýrir því ferlinu algjörlega. „Þeir vilja fá allt of mikið fyrir mig. Það er gaman að þeir skuli verðleggja mig of hátt og hafa trú á mér en þeir höfðu lofað að hjálpa mér. Þetta eru einhverjar 3-4 milljónir kannski sem þeir vilja fá fyrir mig sem er allt of mikið miðað við að við féllum,“ segir Ari Freyr. Arftakinn var í sigtinu Rúnar Már Sigurjónsson, leik- maður Vals, sem var einn besti leik- maður Pepsi-deildarinnar síðasta sumar, virtist vera ansi nálægt því að ganga í raðir Sundsvall en ekkert varð úr því. Með því að selja Ara og fá Rún- ar hefði sænska félagið auðveldlega getað fyllt skarðið en peningar virðast af skornum skammti hjá félaginu. „Þeir hefðu getað tekið Rúnar fyrir löngu en svo virðist sem fjárhags- staðan sé ekki sú besta,“ segir Ari Freyr sem útskýrir að einhverju leyti af hverju þeir vilja fá svona mikið fyr- ir fyrirliðann sinn. Halda kjafti og fara á æfingu Ari vill ólmur losna frá Sundsvall til að passa upp á framtíð sína með landsliðinu. „Það er mikilvægt fyrir mig að spila í efstu deild til að halda sætinu í landsliðinu þar sem ég hef staðið mig ágætlega,“ segir Ari Freyr sem er eðlilega hundóánægður með félagið sem hann hefur sýnt svo mikla tryggð. „Þetta er leiðinlegt því ég er búinn að vera tryggur félaginu í fimm ár og skrifa undir þrjá samninga. Ég hef farið upp um deild með því og niður tvisvar. Ég hef alltaf borið miklar til- finningar til Sundsvall en þegar svona gerist er maður fljótur að snúa blaðinu við,“ segir Ari Freyr sem sér þó ekki annað í stöðunni en að spila áfram með Sundsvall. „Svona getur þetta verið. Nú verður maður bara að halda kjafti og fara á æfingu og gera það sem maður er van- ur að gera. Vonandi get ég losnað í sumar,“ segir Ari Freyr Skúlason. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Landsliðið Ari Freyr Skúlason er orðinn fastamaður í landsliðshópi Lars Lagerbäck og hann vill ekki detta úr landsliðinu. Fimm ár af tryggð launuð með svikum  Ari Freyr Skúlason hefur áhyggjur af landsliðsferlinum 1. deild karla Fjölnir – Selfoss ....................................18:27 Víkingur – Stjarnan ..............................24:18 Staðan: Stjarnan 12 8 3 1 354:280 19 ÍBV 11 8 2 1 348:251 18 Víkingur 12 8 1 3 311:262 17 Selfoss 12 7 0 5 316:294 14 Grótta 12 6 0 6 328:316 12 Fjölnir 12 3 1 8 283:346 7 Þróttur 12 2 0 10 275:368 4 Fylkir 11 1 1 9 249:347 3 HANDBOLTI KFÍ – Tindastóll 92:85 Ísafjörður, Dominos-deild karla: Gangur leiksins: 6:9, 12:12, 16:15, 22:23, 28:23, 31:30, 38:36, 41:41, 51:45, 58:49, 62:52, 66:58, 70:63, 77:69, 82:74, 92:85. KFÍ: Damier Erik Pitts 33/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 20/5 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 19/6 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 17/15 fráköst, Hlynur Hreinsson 3. Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn. Tindastóll: Þröstur Leó Jóhannsson 25, Roburt Sallie 24/13 fráköst/6 stoðsending- ar/5 stolnir, George Valentine 12/11 frá- köst/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggós- son 10/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 5, Pétur Rúnar Birgisson 3, Sigtryggur Arn- ar Björnsson 3, Helgi F. Margeirsson 3. Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Krist- inn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson. Áhorfendur: 200 KR – Keflavík .................................... 85:100 Staðan: Grindavík 14 11 3 1362:1230 22 Þór Þ 14 10 4 1289:1168 20 Snæfell 14 10 4 1359:1215 20 Stjarnan 14 9 5 1317:1237 18 Keflavík 14 9 5 1272:1227 18 KR 14 8 6 1202:1191 16 Njarðvík 14 6 8 1222:1205 12 Skallagrímur 14 6 8 1167:1217 12 KFÍ 14 5 9 1216:1357 10 Fjölnir 14 4 10 1152:1282 8 Tindastóll 14 3 11 1117:1224 6 ÍR 14 3 11 1164:1286 6 1. deild karla Hamar – Reynir S. .............................109:88 Örn Sigurðarson 23/9 fráköst, Jerry Lewis Hollis 22/16 fráköst, Þorsteinn Már Ragn- arsson 19. – Reggie Dupree 34/6 fráköst, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 15. ÍA – FSu.................................................70:68 Hörður Kristján Nikulásson 28/4 fráköst, Kevin Jolley 14/8 fráköst/6 stolnir, Áskell Jónsson 10/6 fráköst. – Matthew Brunell 27/11 fráköst, Ari Gylfason 16/5 fráköst. Þór Ak. – Haukar...............................60:108 Bjarni Konráð Árnason 14, Sindri Dav- íðsson 8, Darco Milosevic 7/5 fráköst. – Terrence Watson 27/14 fráköst, Emil Barja 20/5 fráköst, Elvar Steinn Trausta- son 12. Staðan: Valur 11 11 0 1006:833 22 Haukar 12 9 3 1084:891 18 Hamar 11 8 3 998:875 16 Höttur 11 7 4 952:883 14 Þór Ak. 11 6 5 946:978 12 FSu 12 5 7 993:1036 10 Breiðablik 11 5 6 944:907 10 Augnablik 11 2 9 819:960 4 ÍA 12 2 10 867:996 4 Reynir S. 12 2 10 855:1105 4 Svíþjóð KFUM Nässjö – Sundsvall ................. 81:76  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 21 stig fyrir Sundsvall, Hlynur Bæringsson skor- aði fimm stig og tók tólf fráköst. Norrköping – Södertälje.....................78:71  Pavel Ermolinskij skoraði tvö stig og tók tíu fráköst fyrir Norrköping. NBA-deildin Oklahoma City – Memphis ............... 106:89 Golden State – Dallas ........................ 100:97 KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Austurberg: ÍR – Valur.......................... L16 Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Selfoss: Selfoss – HK ........................ L13.30 Mýrin: Stjarnan – Grótta.................. L13.30 Strandgata: Haukar – FH ..................... L16 Varmá: Afturelding – Fylkir ................. L16 1. deild karla: Vestmannaeyjar: ÍBV – Fylkir ........ L13.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Keflavík....... L15 Dalhús: Fjölnir – Haukar ................. L16.30 Grindavík: Grindavík – Valur ........... L16.30 Njarðvík: Njarðvík – KR................... S19.15 1. deild karla: Kórinn: Augnablik – Breiðablik ............ S18 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Fjölnir – Valur....................... L15 Egilshöll: ÍR – KR.................................. L17 Reykjavíkurmót kvenna: Egilshöll: KR – Fylkir ............................ S14 Egilshöll: Fjölnir – Valur ....................... S16 Egilshöll: HK/Víkingur – Þróttur R ..... S18 Fótbolta.net mót karla: Kórinn: Breiðablik – Keflavík .......... L13.30 Akraneshöllin: ÍA – FH ......................... L12 Kórinn: Stjarnan – Víkingur Ó.............. L12 Kórinn: HK – Tindastóll .......................... L9 Kórinn: Aftureld. – BÍ/Bolung.......... S17.15 Faxaflóamót kvenna: Fífan: Breiðablik – FH...................... L12.30 Schenkervöllur: Grindavík – Álftanes .. L15 Varmárvöllur: Afturelding – ÍBV.......... S14 Norðurlandsmót karla, Kjarnafæðismót: Boginn: Völsungur – KA ........................ S15 Boginn: Þór – Dalvík/Reynir ................. S17 SKAUTAR Norðurlandamótið í listhlaupi á skautum heldur áfram í Egilshöll. Í dag keppa drengir kl. 12, stúlkur kl. 13.20, unglinga- flokkur pilta kl. 16.30 og karlaflokkur kl. 18. Á morgun er unglingaflokkur stúlkna kl. 10.10 og kvennaflokkur kl. 13.20. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára fer fram í Laugardalshöllinni. Keppt er í dag og á morgun kl. 10 til 16.30. FIMLEIKAR Þrepamót FSÍ fer fram í Versölum í Kópa- vogi, kl. 9-13 og 15-19 í dag og kl. 15-18 á morgun. ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla: Akureyri: SA Víkingar – SR............. L19.30 UM HELGINA!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.