Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 ÍÞRÓTTIR Danmörk Eyjólfur Héðinsson færir sig um set í dönsku úrvalsdeildinni í sumar. Lýkur tímabilinu með Sönder- jyskE og spilar tvisvar gegn væntanlegum samherjum í Midjtylland. Telur skiptin vera skref upp á við 4 Íþróttir mbl.is Ljósmynd/morsthy.dk Mors-Thy Einar Ingi Hrafnsson er í 8. sæti með sínu liði í dönsku úrvalsdeildinni. HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég hef vitað það í langan tíma að ég verð ekki hjá Mors-Thy að loknuyfirstandandi keppnistímabili. Það hefur í raun legið fyrir allt keppnistímabili. Hvað tekur við í vor er ekki ljóst ennþá,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, handknattleiksmaður hjá danska úrvalsdeildarliðinu Mors-Thy, um þær fregnir sem spurðust út í gær að hann fengi ekki nýjan samning hjá félaginu þegar núverandi samningur rennur út við lok leiktíðar í vor. Eiginkona Einars Inga, landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir, hefur sagt upp samningi sín- um hjá Team Tvis Holstebro sem hún hefur leikið með undanfarin tvö ár við góðan orðstír. „Hún nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sín- um við félagið og sagði samningi sínum upp fyrir nokkru og losnar frá félaginu í vor þegar keppn- istímabilinu lýkur. Það gengur ekkert að búa í sitthvoru landinu,“ segir Einar Ingi sem reiknar ekki með að vera áfram í Danmörku. „Segja má að við séum á byrjunarreit í augnablikinu.“ Laun lækkuð um helming „Það verður algjör uppstokkun hjá Mors-Thy í vor. Félagið hefur úr minna að spila en áður og meðal annars hafa allir leikmenn verið beðnir um að lækka sín laun um helming ef þeir vildu fá nýj- an samning. Það er nokkuð sem menn eru ekki til- búnir til. Ljóst er að minnsta kosti fimm leikmenn yfirgefa liðið í vor auk þess sem nýr þjálfari tekur við stjórnartaumunum,“ sagði Einar Ingi enn- fremur en hann hefur verið á mála hjá félaginu tvö síðustu árin en var þar áður í tvö ár hjá Nordhorn í þýsku 2. deildinni. „Síðan er alltaf gott að breyta til, ekki síst þar sem okkur hefur ekki gengið eins vel og fyrra og stemningin er allt önnur í kringum liðið.“ Einar Ingi en Mors-Thy-liðið hefur farið illa af stað eftir HM-hléið og m.a. tapað fyrir nágranna- liðinu Viborg sem er í fallsæti. „Nú er bara að berjast á lokasprettinum og tryggja liðinu sæti í úrslitakeppninni í vor. Það er markmið okkar í augnablikinu,“ sagði Einar Ingi. Horfir til Þýskalands „Það er ekkert sem liggur fyrir í Danmörku. Ég er bara að skoða málin og eins og staðan er nú get ég fullyrt að við verðum ekki áfram í Danmörku,“ segir Einar Ingi sem hefur augastað á Þýskalandi. Einar Ingi segir að stefna þeirra beggja sé að vera áfram úti, en það sé hinsvegar ekkert lögmál að vera áfram úti bara til þess að vera úti. „Það þarf skemmtilegt að bjóðast og ég hef fulla trú á að eitthvað hlaupi á snærið hjá okkur. Við erum alls ekkert að fara á taugum yfir stöðunni. Hins- vegar er alveg ljóst að flest félög hafa úr minna að spila en áður. Það er ekki bara hart í ári á Íslandi,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson. Hjónin yfirgefa Dani  Þórey hefur sagt upp samningnum við Tvis Holstebro  Einar hættir hjá Mors-Thy  Þýskaland í sigtinu en ekkert lögmál að vera áfram erlendis Ljósmynd/Sebastian Tataru Tvis Holstebro Þórey Rósa Stefánsdóttir er í 2. sæti með sínu liði í dönsku úrvalsdeildinni. Kylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum hófu í gær leik á öðru móti ársins á eGolf-mótaröð- inni en þeir eru á meðal keppenda á Oldfield Open- mótinu sem fram fer í Suður- Karólínu í Bandaríkjunum. Þeir Birgir Leifur og Ólafur Björn léku vel á fyrsta hringnum en þeir léku hann á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins og eru á meðal fremstu manna. Bandaríkjamaðurinn Brent Witch- er er með forystu en hann lék á 66 höggum eða sex höggum undir parinu og í öðru sæti er Kanada- maðurinn Cam Burke en hann lék hringinn á 65 höggum. Birgir Leifur fékk fimm fugla á fyrsta hringnum og einn skolla en hann lék 12 holur á parinu. Ólafur Björn fékk einn örn, fimm fugla og þrjá skolla en níu holur lék hann á pari. Þeir félagar kepptu á Palmetto Hall Championship-mótinu um síð- ustu helgi og þar varð Birgir í 34. sæti en Ólafur endaði í 62. sæti. Báðir munu þeir taka þátt í tveimur mótum til viðbótar á eGolf-móta- röðinni og þeir hyggjast síðan fara í úrtökumót fyrir kanadísku atvinnu- mótaröðina í apríl að því er fram kemurá kylfingur.is gummih@mbl.is Birgir Leifur og Ólafur léku vel Ólafur Björn Loftsson spennan magnast! N1-deildir karla og kvenna Haukar–ÍBV Strandgata | Kl. 13:30 Lau. 23. feb. | N1-deild kvenna Selfoss–Grótta Selfoss | Kl. 13:30 Lau. 23. feb. | N1-deild kvenna FH–Valur Kaplakriki | Kl. 13:30 Lau. 23. feb. | N1-deild kvenna HK–Fylkir Digranes | Kl. 13:00 Lau. 23. feb. | N1-deild kvenna Afturelding–Fram Varmá | Kl. 19:30 Þri. 26. feb. | N1-deild kvenna FH–ÍR Kaplakriki | Kl. 19:30 Fim. 21. feb. | N1-deild karla Valur–HK Vodafonehöllin | Kl. 19:30 Fim. 21. feb. | N1-deild karla Fram–Afturelding Framhús | Kl. 19:30 Fim. 21. feb. | N1-deild karla Haukar–Akureyri Schenkerhöllin | Kl. 18:00 Fim. 21. feb. | N1-deild karla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.