Morgunblaðið - 21.02.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 21.02.2013, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 Landsliðsmaðurinn Arnór Smárason gerir ráð fyrir því að yfirgefa danska úrvalsdeildarliðið Esbjerg þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar. Fram kemur á vefmiðl- inum bold.dk að Arnór hafi átt þann möguleika að fara í láni til danskra úrvalsdeildarliða í janúar en hann hafi tekið þá ákvörðun að klára samning sinn við Esbjerg. Arnór kom til Esbjerg frá hollenska liðinu Heerenveen ár- ið 2010 og frá þeim tíma hefur hann spilað 57 leiki með danska liðinu og hefur í þeim skorað 10 mörk. Arnór, sem er 24 ára gamall, hefur verið óheppinn með meiðsli og hefur misst töluvert úr vegna þeirra og á þessu tímabili hefur hann aðeins komið við sögu í 7 leikjum af 20. „Eins og þetta lítur út núna þá fer ég frá Esbjerg í sumar. Það er næstum því öruggt en maður skyldi aldrei segja aldrei. Ég er hrifinn af hollenska boltanum og kannski fer ég aftur þangað en ég er líka ánægður í Danmörku og það kem- ur vel til greina að vera hér áfram,“ segir Arnór við bold.dk. gummih@mbl.is Arnór býst við að fara frá Esbjerg Arnór Smárason Á HLÍÐARENDA Kristján Jónsson kris@mbl.is Nýkrýndir bikarmeistarar Keflavíkur geta ekki bókað sigur í Dominos-deild kvenna þrátt fyrir mikla velgengni í vetur. Keflavík er í efsta sæti deild- arinnar en tapaði þriðja leik sínum í vetur í gærkvöldi fyrir Haukum á úti- velli, 67:58. Snæfell, sem er í 2. sæti, vann hins vegar góðan útisigur á Val, 60:46, og minnkaði forskot Keflavíkur niður í fjögur stig. Gæðin í leik Vals og Snæfells voru svo sem ekki mikil. Það verður bara að segjast eins og er. Ástæðurnar fyrir því eru sjálfsagt fyrst og fremst tvær. Annars vegar spennufall hjá Val, sem spilaði bikarúrslitaleik fyrir aðeins fjórum dögum, og hins vegar smáryð hjá Snæfelli, sem var að koma úr tveggja vikna leikjapásu. Leikurinn var hins vegar jafn og spennan því fyr- ir hendi fram í síðasta leikhlutann. Það er styrkleikamerki hjá Snæfelli að hafa unnið sigur á móti öflugu liði á útivelli þrátt fyrir að liðið hafi ekki fundið sig í sókninni. Snæfell hefur sýnt styrk í allan vetur og liðið hlýtur að vera til alls líklegt þegar til tíðinda dregur á Íslandsmótinu. Byrjunarliðið er mjög sterkt með blöndu af reynd- um leikmönnum og yngri leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Þjálf- arinn, Ingi Þór Steinþórsson, þekkir auk þess leiðina að titlum. Alda Leif Jónsdóttir og Kieraah Marlow voru stigahæstar í gær með 14 stig hvor en Berglind Gunnarsdóttir tók við sér í síðasta leikhlutanum. Hún gerði í raun gæfumuninn því hún skoraði átta stig á þeim kafla sem Snæfell seig fram úr snemma í síðasta leikhlutanum. Valsliðið þarf á næstunni að finna lausnir á því vandamáli sem upp er komið vegna meiðsla Guðbjargar Sverrisdóttur sem ekki verður með á ný fyrr en í lok árs. Þórunn Bjarna- dóttir mun sjálfsagt bera hitann og þungann af því en hún gaf átta stoð- sendingar í gærkvöldi. Þar til síðasta laugardag var Valur það lið sem hafði spilað best á nýju ári. Nú er spurn- ingin hvernig liðið vinnur úr þeim áföllum sem það hefur orðið fyrir; annars vegar að tapa bikarúrslita- leiknum og hins vegar því að missa Guðbjörgu út tímabilið. Jaleesa Butler mætti grimm til leiks eftir slaka frammistöðu í sókninni í bikarúrslit- unum. Hún skoraði 23 stig gegn Snæ- felli og tók 15 fráköst. Lið Hauka virðist hafa sérstakt lag á því að vinna Keflavík. Liðið sló Keflavík út úr úrslitakeppninni í fyrra 3:0 og hefur nú tvívegis unnið Keflavík í deildinni í vetur. Keflavík hafði yf- irhöndina framan af leiknum í gær- kvöldi en Haukar sneru leiknum sér í hag í þriðja leikhluta. María Lind Sig- urðardóttir átti virkilega góðan leik en hún skoraði 16 stig og varði sex skot. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 24 stig fyrir Keflavík og stal boltanum átta sinnum. Keflavík lék án Birnu Val- garðsdóttur. Fjölnir er í erfiðum málum á botni deildarinnar eftir tap fyrir Njarðvík á heimavelli eftir framlengingu, 89:94. Britney Jones braut 50 stiga múrinn og skoraði 52 stig fyrir Fjölni. Lele Hardy daðraði aftur við fjórfalda tvennu hjá Njarðvík, 30 stig, 20 frá- köst, átta stoðsendingar og átta stoln- ir. Ekki hefur farið mjög mikið fyrir KR-liðinu í vetur miðað við að það sit- ur í þriðja sæti deildarinnar. KR vann Grindavík í gær, 59:47, og Shannon McCallum átti enn einn stórleikinn en hún gerði 25 stig. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frákast Berglind Gunnarsdóttir í baráttunni undir körfunni en hún skoraði 10 stig fyrir Snæfell í síðasta leikhlutanum. Snæfell á möguleika á efsta sætinu  Vann Val á útivelli  Keflavík tapaði aftur fyrir Haukum Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, fyrri leikir: AC Milan – Barcelona ............................. 2:0 Kevin-Prince Boateng 56., Sulley Muntari 81. Galatasaray – Schalke ............................ 1:1 Burak Yilmaz 12. – Jermaine Jones 45. England B-DEILD: Leeds – Blackpool .................................... 2:0 Staða efstu liða: Cardiff 32 21 4 7 53:33 67 Hull 33 19 5 9 45:33 62 Watford 33 18 5 10 66:42 59 Cr.Palace 33 16 10 7 60:41 58 Leicester 31 16 5 10 53:28 53 Middlesbro 33 16 3 14 51:50 51 Belgía Charleroi – Cercle Brugge..................... 2:1  Arnar Þór Viðarsson lék allan tímann fyrir Cercle Brugge. KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu B-RIÐILL: Constanta – Kiel .................................. 25:28  Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálm- arsson voru ekki á meðal markaskorara hjá Kiel. Alfreð Gíslason þjálfar liðið.  Kiel 16, Veszprém 16, Atlético Madrid 10, Celje Lasko 6, Sävehof 4, Constanta 4. Þýskaland A-DEILD: Wetzlar – RN Löwen........................... 23:29  Kári Kristján Kristjánsson skoraði ekki fyrir Wetzlar en Fannar Þór Friðgeirsson skoraði eitt mark.  Alexander Petersson skoraði sex mörk fyrir Löwen og Stefán Rafn Sigurmanns- son þrjú. Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar liðið. Magdeburg – N-Lübbecke................. 29:29  Björgvin Páll Gústavsson er markvörð- ur Magdeburg. Gummersbach – Göppingen................ 27:26 Staðan: RN Löwen 21 18 2 1 592:519 38 Kiel 20 17 1 2 663:511 35 Flensburg 20 15 2 3 625:516 32 Füchse Berlin 21 15 2 4 613:552 32 Hamburg 21 14 2 5 639:589 30 H.Burgdorf 21 14 1 6 640:622 29 Wetzlar 22 11 2 9 635:626 24 Magdeburg 21 11 1 9 619:583 23 Melsungen 21 10 3 8 605:598 23 Lemgo 21 10 0 11 578:589 20 Göppingen 21 7 2 12 580:583 16 N-Lübbecke 22 7 2 13 622:636 16 Balingen 21 7 1 13 586:626 15 Gummersbach 21 5 2 14 555:640 12 Neuhausen 21 5 1 15 557:647 11 Minden 20 4 3 13 528:594 11 Grosswallstadt 20 3 1 16 505:563 7 Essen 21 0 2 19 519:667 2 B-DEILD: Friesenheim – Bietigheim.................. 28:31  Árni Þór Sigtryggsson skoraði þrjú mörk fyrir Friesenheim. Danmörk Bjerr.-Silkeb. – Nordsjælland ........... 31:23  Guðmundur Árni Ólafsson skoraði ekki fyrir fyrir Bjerringbro-Silkeborg. Tvis Holstebro – Mors-Thy ............... 30:21  Einar Ingi Hrafnsson skoraði eitt mark fyrir Mors-Thy. Noregur Follo – Nötteröy .................................. 27:26  Hreiðar Levý Guðmundsson ver mark Nötteröy. Arendal – Elverum.............................. 28:28 Sigurður Ari Stefánsson var ekki í leik- mannahópi Elverum. Svíþjóð Guif – VästeråsIrsta............................ 27:23  Haukur Andrésson lék ekki með Guifen Heimir Óli Heimisson skoraði þrjú mörk. Kristján Andrésson þjálfar liðið. HANDBOLTI Haukar – Keflavík 67:58 Schenkerhöllin, Dominos-deild kvenna. Gangur leiksins: 2:2, 4:5, 8:10, 8:12, 11:20, 15:29, 19:31, 26:35, 34:43, 40:46, 48:48, 48:49, 55:52, 57:56, 62:58, 67:58. Haukar: Siarre Evans 21/19 fráköst/3 varin skot, María Lind Sigurðardóttir 16/7 frá- köst/6 varin skot, Margrét Rósa Hálfdan- ardóttir 9/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveins- dóttir 8/7 fráköst/3 varin skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/6 fráköst, Dagbjört Sam- úelsdóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 3. Fráköst: 38 í vörn, 10 í sókn. Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 24/8 frá- köst/8 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 12/ 11 fráköst/5 stoðsendingar, Jessica Ann Jenkins 12/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 4/7 fráköst, Sara Rún Hin- riksdóttir 4/8 fráköst, Ingunn Embla Krist- ínardóttir 2/4 fráköst. Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn. KR – Grindavík 59:47 DHL-höllin, Dominos-deild kvenna. Gangur leiksins: 4:6, 6:9, 10:13, 10:15, 17:23, 25:23, 27:26, 34:26, 36:29, 39:33, 41:37, 44:41, 44:44, 47:44, 55:46, 59:47. KR: Shannon McCallum 25/13 fráköst, Sig- rún Sjöfn Ámundadóttir 11/10 fráköst, Helga Einarsdóttir 8/5 fráköst, Björg Guð- rún Einarsdóttir 7, Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir 5/16 fráköst, Anna M. Ævarsdóttir 3. Fráköst: 27 í vörn, 21 í sókn. Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 19, Crys- tal Smith 9, Helga Rut Hallgrímsdóttir 9/11 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/5 fráköst. Fráköst: 19 í vörn, 7 í sókn. Fjölnir – Njarðvík 95:101 Dalhús, Dominos-deild kvenna. Gangur leiksins: 7:3, 10:7, 14:13, 16:17, 19:22, 26:22, 32:26, 37:32, 37:38, 45:42, 49:49, 53:54, 58:58, 60:66, 67:71, 78:78, 89:84, 89:94. Fjölnir: Britney Jones 52/18 fráköst, Berg- dís Ragnarsdóttir 17/9 fráköst/5 varin skot, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 7, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5/6 fráköst, Telma María Jónsdóttir 3, Birna Eiríksdóttir 3, Eyrún Líf Sigurðardóttir 3, Hrund Jó- hannsdóttir 2, Eva María Emilsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/4 fráköst. Fráköst: 43 í vörn, 9 í sókn. Njarðvík: Lele Hardy 30/20 fráköst/8 stoð- sendingar/8 stolnir, Marín Hrund Magnús- dóttir 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9/6 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 8, Ína María Einarsdóttir 7, Emelía Ósk Grétarsdóttir 7/4 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 7, Sara Dögg Margeirs- dóttir 7, Salbjörg Sævarsdóttir 4/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 3/5 stoðsendingar. Fráköst: 35 í vörn, 15 í sókn. Valur – Snæfell 46:60 Vodafonehöllin, Dominos-deild kvenna. Gangur leiksins: 7:3, 10:7, 14:9, 14:11, 15:20, 20:24, 26:26, 30:29, 30:36, 34:39, 38:42, 42:46, 42:54, 44:56, 44:58, 46:60. Valur: Jaleesa Butler 23/15 fráköst, Ragna Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Kristrún Sig- urjónsdóttir 8/4 fráköst, Unnur Ásgeirs- dóttir 3/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2. Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn. Snæfell: Alda Leif Jónsdóttir 14/6 fráköst, Kieraah Marlow 14/12 fráköst/5 stoðsend- ingar/5 varin skot, Hildur Björg Kjartans- dóttir 11/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 8/11 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Indriðadóttir 3. Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn. Staðan: Keflavík 22 19 3 1723:1485 38 Snæfell 22 17 5 1571:1346 34 KR 22 14 8 1488:1443 28 Valur 22 12 10 1467:1408 24 Haukar 22 10 12 1513:1546 20 Njarðvík 22 7 15 1533:1719 14 Grindavík 22 6 16 1505:1645 12 Fjölnir 22 3 19 1532:1740 6 NBA-deildin Washington – Toronto........................... 88:96 Orlando – Charlotte............................. 92:105 Brooklyn – Milwaukee ...................... 113:111  Eftir framlengingu. Detroit – Memphis............................... 91:105 New Orleans – Chicago ......................... 87:96 Denver – Boston..................................... 97:90 Utah – Golden State .......................... 115:101 Sacramento – San Antonio................ 102:108 Portland – Phoenix .............................. 98:102 KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Schenkerhöllin: Haukar – Akureyri ........ 18 Kaplakriki: FH – ÍR............................. 19.30 Framhús: Fram – Afturelding ............ 19.30 Vodafonehöllin: Valur – HK ................ 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Hertzhellirinn: ÍR – Stjarnan ............. 19.15 Njarðvík: Njarðvík – KR ..................... 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Fjölnir ....... 19.15 Grindavík: Grindavík – Skallagr. ........ 19.15 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna: Egilshöll: Þróttur R. – Valur.................... 19 Egilshöll: HK/Víkingur – KR................... 21 Í KVÖLD! Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson lét ekki meiðsli á ökkla og í öxl hafa áhrif á sig þegar Rhein-Neckar Lö- wen vann góðan útisigur á Wetzlar, 29:23, í þýsku A- deildinni í handknattleik í gærkvöld. Alexander, sem sneri sig á ökkla í leik með Löwen um síðustu helgi, skoraði sex mörk og Stefán Rafn Sig- urmannsson skoraði þrjú. Markahæstur í liði Rhein- Neckar Löwen var sænski landsliðsmaðurinn Kim Ekdahl með átta mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú af mörkum Löwen sem með sigrinum náði þriggja stiga forskoti á Kiel í toppsæti deildarinnar en Þýskalandsmeistaranir í Kiel eiga leik til góða. Fannar Friðgeirsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar en Kári Kristján Kristjánsson komst ekki á blað. Björgvin Páll Gústavsson og félagar hans í Magdeburg gerðu jafntefli við Lübbecke á heimavelli, 29:29, og Magdeburg um miðja deild. gummi- h@mbl.is Alexander með 6 í sigurleik Alexander Petersson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.