Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég er afar ánægður með að þetta skuli vera í höfn. Mér líður mjög vel hérna í Danmörku, úrvalsdeildin hér hentar mér mjög vel og það er gott að vera kominn með samning til ársloka 2015 hjá spennandi félagi eins og Midtjylland,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, knattspyrnumaður hjá SönderjyskE í Danmörku, við Morgunblaðið í gær. Eyjólfur hefur gengið frá samn- ingi við Midtjylland til hálfs þriðja árs og flytur sig um set í sumar. Hann lýkur þó yfirstandandi tíma- bili með SönderjyskE, sem er ein- mitt í hatrammri baráttu við Midt- jylland í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar. Eitt stig skilur liðin að í 8. og 9. sætinu en sex neðri liðin í deildinni eru nánast í einum hnapp og tvö þau neðstu falla í vor. Þrettán umferðum af 33 er ólokið í deildinni sem hefst aftur 2. mars eftir vetrarfríið og lýkur 19. maí. Lokakaflinn verður skrýtinn „Það verður kannski dálítið skrýtið að spila þennan lokakafla, eftir að vera búinn að semja við annað félag, ekki síst vegna þess að við eigum eftir að mæta Midtjyll- and tvisvar í vor. En ég má ekkert hugsa um það, ég er leikmaður Sön- derjyskE til sumarsins og einbeiti mér að því að hjálpa liðinu að halda sér í deildinni. En með framtíðina í huga er fínt að vera búinn að ganga frá málum um að vera áfram hérna í Danmörku,“ sagði Eyjólfur sem kom til SönderjyskE frá GAIS í Svíþjóð árið 2010. Hann samdi við Midtjylland fyrr í þessum mánuði en um áramót var hálft ár eftir af samningnum við SönderjyskE og þá mátti Eyjólfur ræða við önnur félög. „Ég fór og hitti þjálfara og fram- kvæmdastjóra Midtjylland tvisvar og eftir þá fundi var ég mjög spenntur fyrir því að fara til félags- ins. Midtjylland er bara 14 ára gamalt félag og var stofnað úr nokkrum liðum á miðju Jótlandi, með heimavöll í Herning og æf- ingaaðstöðu í Ikast. Svo eru ein 150-160 lítil félög og barna- og ung- lingalið á svæðinu sem eru undir regnhlíf félagsins. Uppeldisstarfið er eitt það besta í Danmörku og í haust þegar liðið vann Young Boys í Sviss, 2:0 á útivelli í Evrópudeild- inni, voru níu uppaldir leikmenn í liðinu.“ Þó aðeins eitt sæti og eitt stig skilji að Midtjylland og Sönder- jyskE þessa dagana telur Eyjólfur að hann taki með þessum skiptum skref upp á við. Mun stærra félag „Já, ég held að það sé ekki spurn- ing. Í sögulegu samhengi er Midt- jylland mun stærra félag. Það hefur á undanförnum árum oft verið í öðru og þriðja sæti úrvalsdeild- arinnar, farið tvisvar í bikarúrslit og spilar reglulega í Evrópukeppni. Völlurinn og umgjörðin öll eru mun stærri en hjá okkur í SönderjyskE. Liðið endaði í þriðja sætinu í fyrra en hefur lent í vandamálum með meiðsli leikmanna í vetur og átt í basli í deildinni af þeim sökum.“ Markahæstur en misst af mörgum leikjum Eyjólfur er markahæsti leik- maður SönderjyskE á yfirstand- andi tímabili með 6 mörk í deildinni en hefur þó aðeins náð að spila 11 af 20 deildaleikjum liðsins. „Ég meiddist í mjöðm í ágúst, fékk slæmt högg, og var frá í þrjá mánuði. Svo kom ég aftur inní liðið í nóvember og desember og gekk mjög vel, skoraði 5 mörk í síðustu 7 leikjunum. Í gær komum við úr æf- ingaferð í Tyrklandi og þar tóku því miður meiðslin sig upp að nýju og ég er að fara í rannsókn útaf þeim núna í vikunni. En ég er bjartsýnn á að verða kominn á fulla ferð á ný áður en við mætum Midtjylland 2. mars,“ sagði Eyjólfur Héðinsson. Hann verður annar Íslending- urinn til að klæðast búningi Midt- jylland en Guðmundur Viðar Mete lék með félaginu um skamma hríð sem lánsmaður frá Malmö árið 2001. Ljósmynd/hangaardfotografi.dk Marksækinn Eyjólfur Héðinsson á fullri ferð í leik með SönderjyskE. Hann er markahæsti leikmaður liðsins í vetur og á eftir að spila allt að þrettán deildaleiki með liðinu áður en kemur að skiptunum til Midtjylland í sumar. Mun stærra í sögu- legu samhengi  Eyjólfur Héðinsson til Midtjylland í sumar  Mætir nýja liðinu tvisvar með SönderjyskE í vor  Spennandi skipti Íslenskir fótboltamenn í Danmörku Kaupmannahöfn Randers Árósar Esbjerg Silkeborg Vejle Herning Staða liða í dönsku úrvalsdeildinni FC Köbenhavn 47 Nordsjælland 35 AaB 32 OB 31 Randers 31 AGF 30 Horsens 23 Midtjylland 22 SönderjyskE 21 Esbjerg 19 Silkeborg 18 Bröndby 17 * Spila með unglinga- og varaliðum Haderslev Eyjólfur flytur sig frá SönderjyskE til Midtjylland í sumar. SönderjyskE Eyjólfur Héðinsson Hallgrímur Jónasson FC Köbenhavn Ragnar Sigurðsson Rúrik Gíslason Sölvi Geir Ottesen AGF Oliver Sigurjónsson * Orri Sigurður Ómarsson * Arnar Aðalgeirsson * Randers Theódór Elmar Bjarnason Elfar Freyr Helgason Silkeborg Bjarni Þór Viðarsson Esbjerg Arnór Smárason Vejle-Kolding (B-deild) Davíð Þór Viðarsson Eyjólfur Héðinsson » Hann er 28 ára gamall, fæddur á nýársdag 1985, og er uppalinn ÍR-ingur. » Eyjólfur lék með meist- araflokki ÍR í tvö ár en síðan með Fylki í úrvalsdeildinni frá 2003 til 2006. » Hann fór til Gautaborgar og lék með GAIS í sænsku úrvals- deildinni í fjögur ár en hefur frá sumrinu 2010 spilað með SönderjyskE í Danmörku. » Eyjólfur hefur leikið 5 A- landsleiki og 19 leiki með yngri landsliðum Íslands. Háþrýstidælur Teg: K 3.500 120 bör max 460 ltr/klst Teg: K 7.400 160 bör max 600 ltr/klst Þegar gerðar eru hámarkskröfur F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is makes a difference

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.