Morgunblaðið - 21.03.2013, Side 2

Morgunblaðið - 21.03.2013, Side 2
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist reikna með því að fyrirtækinu verði lagðar til 40 millj- ónir dollara á ári eða sem samsvarar fimm milljörðum króna til að fjár- magna rannsóknir. Lyfjarisinn Am- gen keypti fyrirtækið í lok síðasta árs. Hann segir erfitt að slá því föstu hve lengi þessi háttur verði hafður á, en sér fyrir sér að svona verði þetta næstu tíu árin. Rannsóknir fyrirtæk- isins kalli á fjárfestingu í ýmsum tækjum, til að mynda tölvum og bún- aði til að geyma og greina upplýs- ingar. „Þegar kemur að innflutningi á erlendum gjaldeyri erum við mjög stór aðili,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. 580 milljónir til landsins í febrúar Íslensk erfðagreining kom með 580 milljónir króna í gegnum fjárfesting- arleið Seðlabankans í febrúar með því að gefa út skuldabréf. Á síðasta ári fór fyrirtækið tvisvar fjárfestingarleiðina og kom með 5,5 milljarða króna til landsins, líkt og Morgunblaðið hefur greint frá. Eignarhald fyrirtækisins var þá með öðrum hætti en um er að ræða fjármagn sem kemur frá eig- endum. Þá áttu bandarískir fjárfest- ingarsjóðir félagið að mestu, en þeir keyptu fyrirtækið árið 2010. Fjárfestingarleið Seðlabankans gengur út á að fjárfestar komi með er- lendan gjaldeyri til landsins, skipti honum í krónur og fjárfesti hér til lengri tíma, en gulrótin fyrir fjár- magnseigendur er að krónurnar eru um 20% ódýrari en ef þær hefðu verið keyptar með hefðbundnum hætti. Þessi leið er liður í því að reyna að leysa hinn svokallaða aflandskrónu- vanda, svo hægt sé að aflétta gjald- eyrishöftunum. Bandaríska líftækni- og lyfja- framleiðslufyrirtækið Amgen keypt Íslenska erfðagreiningu fyrir 415 milljónir dollara eða 52 milljarða króna í desember. Íslenska fyrirtækið var þá að mestu í eigu erlendra fjár- festa, en 15 starfsmenn áttu lítinn hlut í fyrirtækinu, þar á meðal Kári Stefánsson. Fyrirtækið var að mestu í eigu tveggja bandarískra áhættu- fjárfestingasjóða, Polaris Ventures og ARCH Venture Partners, þekktra fjárfesta í Bandaríkjunum á sviði líf- tækni. Amgen er meðal stærstu líf- tæknifyrirtækja í heimi með um 17 þúsund starfsmenn. Íslensk erfða- greining er rekið sem dótturfyrirtæki Amgen á Íslandi. Heildartekjur Am- gen árið 2011 námu tæplega tvö þús- und milljörðum íslenskra króna, þar af var 400 milljörðum varið í rann- sóknar- og þróunarstarf. Kaupin tryggja fjármögnun ÍE Þegar tilkynnt var um kaupin sagði Kári við Morgunblaðið að kaupin leiddu til þess að búið væri að tryggja fjármögnun Íslenskrar erfðagrein- ingar um fyrirsjáanlega framtíð. Það mundi laða til sín erlendan gjaldeyri. Kaupin væru mjög jákvæð fyrir ís- lenskt samfélag. Hann tekur í sama streng nú í samtali við Morgunblaðið og nefnir að kaupin séu einhver já- kvæðustu tíðindin úr íslensku efn- hagslífi eftir bankahrun. Sean Harper, yfirmaður rann- sókna og þróunar hjá Amgen, sagði við Morgunblaðið að ráðist hefði verið í kaupin vegna þeirrar þekkingar sem Íslensk erfðagreining byggi yfir. Litið væri á kaupin sem langtímafjárfest- ingu og þeim fylgdi mikil samlegð. Ís- lensk erfðagreining er sögð hafa sér- stöðu í rannsóknum í mannerfðafræði í heiminum. Morgunblaðið hefur sagt frá því að fyrirtækið hafi tvisvar áður nýtt sér þessa leið. Það gaf út 413 milljón króna skuldabréf í nóvember á síðasta ári og 5,1 milljarð í febrúar það ár. 40 milljónir dollara verði lagðar árlega í rannsóknir ÍE Morgunblaðið/Kristinn Bandarískur risi Amgen Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Sean Harper, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Amgen. Amgen keypti Íslenska erfðagreiningu fyrir 415 milljónir dollara.  Fyrirtækið kom með 580 milljónir til landsins í febrúar í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans Hefur þrisvar farið fjárfestingarleiðina »Íslensk erfðagreining kom með 580 milljónir til landsins í febrúar í gegnum fjárfestingarleið Seðlabank- ans. »Amgen keypt Íslenska erfðagreiningu fyrir 415 millj- ónir dollara eða 52 milljarða króna í desember, að mestu af erlendum fjárfestum sem keyptu fyrirtækið árið 2010. »Á síðasta ári kom Íslensk erfðagreining með 5,5 millj- arða króna í gegnum fjár- festingarleiðina. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2013 2 VIÐSKIPTI Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 160,4 milljörðum króna á árinu 2012 en var 153,9 millj- arðar árið 2011. Aflaverð- mætið hefur því aukist um 6,6 milljarða eða um 4,3% á milli ára. Þetta kom fram í tölum Hagstof- unna í gær. Aflaverðmæti botnfisks var 96,5 milljarðar, þorskafla 49,5 millj- arðar, ýsu 12,2 milljarðar, karfa 14,5 milljarðar og ufsa 9,4 millj- arðar króna. Aflaverðmæti 160 milljarðar Þýski bifreiðaframleiðandinn Volkswagen greindi frá því í gær, að fyrirtækið hygðist innkalla 384,181 bíl í Kína vegna galla í gír- kössum þeirra. Breska ríkisútvarpið, BBC greindi frá því í gær, að í síðustu viku hefði kínverska ríkissjón- varpið sýnt kínverska Volkswagen- eigendur sem greindu frá því að þeir hefðu skyndilega upplifað ákveðna hraðaaukningu í bílum sín- um, jafnframt því sem vélarnar hefðu misst kraft. Volkswagen framleiðandinn út- skýrði að beinskipting í gírkössum Volkswagen bílanna gæti orðið fyr- ir straumrofi og þeir misst þannig kraft. Ökumenn misstu þó ekki stjórn á bílunum og gætu stöðvað þá. Kína er stærsta einstaka mark- aðssvæði Volkswagen. Innköllunin mun hefjast þann 2. apríl næstkom- andi og í yfirlýsingu frá Volkswag- en í gær kom fram að meðal teg- unda sem yrðu innkallaðar í Kína væru Volkswagen Passat, Volkswagen Bora, Volkswagen To- uran og Volkswagen Golf. Volkswagen er í samstarfi við tvö kínversk bílaframleiðslufyrirtæki í Kína, SAIC Motor og FAW Group. Volkswagen seldi 2,8 milljónir bíla í Kína í fyrra og áform eru uppi um að selja fjórar milljónir á ári. Volkswagen innkallar 384 þúsund bíla í Kína  Stærsta innköllun í sögu Volkswagen í Kína  Framleiðslugalli í gírkassa AFP Innköllun Volkswagen innkallar 384 þúsund bíla í Kína. Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-.// +01.,0 +,,.-2 ,+.223 ,+.-34 +0.-+- +4,.32 +.4+/3 +33.-0 +/,.45 +,-.0/ +01.2- +,,.04 ,+.35, ,+./52 +0.-2, +44.,5 +.4,12 +30.+- +/,.20 ,,,.5+53 +,/.,/ +0+.,+ +,4.,0 ,+.01/ ,+.2++ +0./,0 +44./+ +.4,5/ +30.2+ +/4.,5 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að halda vöxtum bankans óbreyttum eða í 7%. Fyrstu mælingar á hagvexti síðasta árs sýna minni vöxt en spáð var í febrúar síðastliðnum, segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Hagvöxtur á árinu 2011 hefur aftur á móti verið endurmetinn til hækkunar. Áfram eru horfur á hægum efnahagsbata. Verðbólga reyndist töluvert meiri í febrúar en reiknað hafði verið með. Á móti vegur hækkun á gengi krónu í febrúar. Halda stýrivöxt- um óbreyttum Vélstjóri Ísfélag Vestmannaeyja hf. óskar eftir að ráða vélstjóra í frystihús félagsins á Þórshöfn. Helstu verkefni: • Almenn vélstjórn og eftirlit með vélbúnaði • Umsjón með frystikerfi og vinnslubúnaði í frystihúsi • Þátttaka í viðhald og nýframkvæmdum • Umsjón með lager og innkaupum Hæfni og menntun: • Reynsla af vélstjórn nauðsynleg • Vélstjóramenntun er æskileg • Hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfileikar og snyrtimennska • Rík ábyrgðarkennd Í frystihúsi félagsins á Þórshöfn er rekinn öflug vinnsla á uppsjávarfiski og bolfiski. Ítarleg starfsferilsskrá skal fylgja umsóknum. Umsóknir skulu sendast á siggeir@isfelag.is. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Nánari upplýsingar veitir Siggeir Stefánsson framleiðslustjóri í síma 894-2608.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.