Morgunblaðið - 21.03.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.03.2013, Qupperneq 4
ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? SAGA CLASS Úrvalsþægindi, gott rými og fyrsta flokks þjónusta. Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir: ■ Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. ■ Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. ■ Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. ■ Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 62 68 8 0 2 /2 01 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2013 4 VIÐSKIPTI BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Uppgangurinn í Asíu hefur áhrif víða. Í vest- urhluta Ástralíu hefur námavinnsla ýtt undir meiri velmegun en þar hefur áður þekkst. Gina Rinehart er í hópi þeirra, sem mest hafa hagnast á uppsveiflunni. Hún er eigandi fyr- irtækisins Hancock Prospecting og hefur veg- ur hennar farið vaxandi á umliðnum árum. Ár- ið 2010 var hún ríkasta kona Ástralíu samkvæmt vikulega viðskiptablaðinu BRW, árið 2011 var hún ríkasti maður Ástralíu og 2012 ríkasta kona heims. Var auður hennar þá metinn á hartnær 30 milljarða dollara (3.788 milljarða króna). Rinehart býr í Perth, höfuðborg Vestur- Ástralíuríkis. Hún er 58 ára ekkja og á fjögur börn, forðast fjölmiðla og sést sjaldan op- inberlega. Hún er mjög viðkvæm fyrir um- fjöllun um sig og hún er ekki lítil. Í grein um hana eftir William Finnegan í vikuritinu New Yorker segir að Ástralar séu með Rinehart á heilanum ef marka megi allt það blek, klukku- tíma í ljósvakamiðlum, pláss á vefsíðum, texta popplaga og umræðu á krám, sem snýst um hana. Þar segir að hún sé viðkvæmust fyrir tvennu, annars vegar að hún sé kölluð erfingi auðæfa sinna, hins vegar að arfleifð föður hennar, Lang Hancock, sé ekki metin að verð- leikum. Hancock hóf starfsævi sína sem bóndi, asbestnámamaður og málmleitarmaður í Pil- bara í norðvesturhluta Ástralíu. Dag einn var hann á flugi á afskekktum slóðum í úrhelli, að því er sagan segir, og sá þá hvernig ryðrauður litur kom fram á blautum klettaveggjum. Lit- urinn var vísbending um járn. Hancock sneri aftur og varð þessi fundur upphafið að vel- gengni hans. Náin feðgin sem sinnaðist Gina var hans eina barn og feðginin voru mjög náin framan af. Hún fékk frá honum áhugann á námavinnslu og Pilbara. Gina giftist tvisvar, eignaðist tvö börn með fyrri manninum og tvö með þeim síðari, Frank Rinehart, bandarísk- um lögmanni, sem var 37 árum eldri en hún og hafði verið sviptur lögmannsréttindum í Bandaríkjunum fyrir skattsvik. Lang Han- cock mun hafa verið tortrygginn í garð tengdasonarins frá upphafi og talið að hann ásældist fyrirtæki sitt. Ekki skánaði sam- bandið milli feðginanna þegar Hope Hancock, móðir Ginu, lést og faðir hennar tók saman við Rose Lacson, unga heimilishjálp frá Filipps- eyjum sem Gina hafði ráðið. Hancock kvænt- ist Larson, reisti henni höll, sem hann nefndi Prix d’Amour. Brúðkaupsferðin var heims- reisa í einkaþotunni hans. Árið 1990 lést Frank Rinehart og tveimur árum síðar var Lang Hancock allur. Við tók 11 ára þref um eignir Hancocks milli Ginu og stjúpmóður hennar. Reyndi Gina meðal ann- ars að færa sönnur á að hún hefði verið völd að dauða föður síns. Fjölmiðlar veltu sér upp úr málinu og var ekkert smáatriði of ómerki- legt til að smjatta mætti á því. Að lokum fékk Rose að halda nokkrum eignum, en Rinehart fékk öll yfirráð yfir Hancock Prospecting þar sem arðgreiðslurnar streymdu inn. Fyrirtækið er ekki stórt. Þar starfa um 40 manns. Fyrir utan að taka á móti arð- greiðslum fyrir námaréttindi leitar það að málmum, nær í námaréttindi og gerir samn- inga um vinnslu. Þegar faðir Ginu Rinehart lést var fyrirtækið metið á 75 milljónir dollara. Að auki voru réttargreiðslur frá Rio Tinto frá því að faðir hennar fann járnæðarnar í úrhell- inu. Með aukinni framleiðslu og hækkandi járnverði hafa þær greiðslur vaxið verulega. Þá erfði Rinehart eða náði sér í réttindi til umfangsmikillar málmvinnslu í Pilbara, sem talin eru ná til margra milljarða tonna af vinn- anlegu járngrýti. Hún á öll hlutabréfin í fyr- irtækinu. 2011 var gerður listi yfir tíu um- fangsmestu námaverkefnin í bígerð og voru þrjú þeirra á vegum Rinehart. Réttinn til tveggja af þessum námaverk- efnum seldi hún indversku fyrirtæki. Því þriðja ætlar hún að fylgja eftir sjálf. Þar er um að ræða námu, sem hún er nú að undirbúa í Roy Hill í Pilbara og ætlar að reka og láta draum föður síns rætast. Talið er að náman muni gefa af sér í tuttugu ár. Samkvæmt nýj- asta lista Forbes er Rinehart nú sjötta ríkasta kona heims og ræður því verð á járni, sem hefur lækkað þótt nú sé það á uppleið á ný. Gangi fyrirætlanir hennar í Roy Hill eftir gæti hún hins vegar orðið ríkasti maður heims þar sem hún á öll hlutabréfin í Hancock Prospect- ing. Finnegan segir í New Yorker að vissu- lega hafi hún notið arfs síns, en hún hafi margfaldað verðmæti hans með því að leggja hart að sér og vera útsjónarsöm auk þess að njóta sögulegra aðstæðna. Karlkyns erfingjar auðugra feðra sinna þurfi ekki að hlusta á sama söng og hún, segir hann hins vegar og bendir á Lachlan Murdoch, son fjölmiðla- kóngsins Rupert Murdochs, sem dæmi. Börnin fara í mál við móður sína Finnegan lýsir því að erfitt sé að fá fólk til að ræða Rinehart. Hún sigi lögfræðingum á hvern þann, sem baktali hana og fyrrverandi starfsmenn eru látnir skrifa undir þagn- arsamkomulag þess efnis að þeir muni aldrei ræða hana eða fyrirtækið við fjölmiðla. Það hlýtur því að vera erfitt fyrir hana að horfa upp á þá umfjöllun, sem verið hefur um deilur hennar við börn sín um fjölskylduauð- inn. Um þessar mundir er hún í sátt við yngstu dóttur sína, en á í átökum við hin börn- in þrjú, sem hafa stefnt móður sinni til að fá yfirráð yfir sjóði, sem afi þeirra stofnaði fyrir þau í nafni ömmu þeirra. Lang fyrirskipaði að Rinehart skyldi stjórna sjóðnum þar til yngsta barnabarnið yrði 25 ára. Í sjóðnum eru tæp- lega 24% af Hancock Prospecting að andvirði nokkrir milljarðar dollara. Rinehart framlengdi hins vegar umboðið til 2068, að sögn af skattaástæðum. Þá verður elsti sonur hennar, John, 92 ára gamall. Son- urinn var svo reiður að hann fór og fékk útrás í fjölmiðlum. Síðan hefur ýmislegt óþægilegt komið í ljós í kringum málaferlin og verið slegið upp í fjölmiðlum. Ríkidæmi járnfrúarinnar  Gina Rinehart var í fyrra metin auðugasta kona heims og gæti orðið ríkasti maður heims gangi námaáætlanir eftir  Uppgangurinn í Asíu undirstaða velmegunar kringum námavinnslu í Ástralíu  Reynir að forðast fjölmiðla en er á allra vörum  Margfaldaði arfinn eftir föður sinn AFP Auður og völd Gina Rinehart talar á fundi í Perth 2010. Hún var í fyrra sögð auðugusta kona heims og gæti orðið mesti auðkýfingur heims gangi fyrirætlanir hennar um námavinnslu eftir. Gina Rinehart getur verið ómyrk í máli. Í viðtali í fyrra sagði hún að það væri „engin einokun á að verða millj- ónamæringur“ og bætti við: „Ef þú öfundar þá sem eiga meiri peninga, ekki sitja og kvarta, gerðu eitthvað til að eignast sjálf meiri peninga, eyddu minni tíma í að drekka, reykja eða stunda félagslíf og meiri tíma í að vinna.“ 2010 ætlaði Verkamannaflokkurinn að setja ofurskatt á námagróða. Ri- nehart og félagar hennar settu af stað fordæmalausa fjölmiðlaherferð gegn skattinum. Hægri armur flokks- ins lét Kevin Rudd forsætisráðherra fara og í hans stað kom Julia Gillard, sem útþynnti skattinn svo að enn hafa tvö stærstu námafélög landsins ekki borgað krónu. Rinehart byrjaði 2010 að fjárfesta í fjölmiðlum og á nú tæp 20% í Fairfax Media, næst stærsta fjölmiðlafyrirtæki Ástralíu á eftir Newscorp, sem er í eigu Ruperts Murdochs. Eyddu minni tíma í að drekka og reykja AUÐKÝFINGUR ÁVARPAR ÞÁ SEM ÖFUNDA MILLJÓNAMÆRINGA Járnnám í Ástralíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.