Morgunblaðið - 21.03.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 21.03.2013, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2013 10 Við bjóðum upp á ALHLIÐA LAUSNIR Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Kerfisveggir frá DEKO• Felliveggir• Stofnanahurðir• Skrifstofuhúsgögn• Alhliða sérsmíði• fyrir fyrirtæki Framtíðin er á netinu Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Reksturinn hjá leikjafyrirtækinu Plain Vanilla var ekki alltaf dans á rósum. Þegar virtist fokið í flest skjól gripu aðstandendur fyrirtækisins til ævintýralegs örþrifaráðs, héldu af stað til Kaliforníu og tókst á undra- verðan hátt að tryggja rekstrinum fjármögnun að jafnvirði um 150 milljónir króna. Í dag er mikill uppgangur hjá Plain Vanilla sem m.a. á í samstarfi við stór kvikmyndaver í Hollywood og sló nýverið í gegn með leik um Twilight-seríuna. Þorsteinn Baldur Friðriksson segir söguna: „Ég sný aftur til Ís- lands árið 2010 eftir nám í Bretlandi, áhugasamur um að stofna fyrirtæki sem gæti átt erindi við alþjóðlega markaði. Spjaldtölvur og snjallsímar voru þegar orðin mál málanna á þessum tíma og spennandi markaður fyrir fyrirtæki hvar sem er í heim- inum. Úr varð að Plain Vanilla var stofnað og fyrsta verkefnið varð leik- urinn „The Moogies“. Ris og fall Moogies The Moogies leit dagsins ljós árið 2011 en leikurinn var einkum hugs- aður fyrir yngsta aldurshópinn. Framan af gekk leikurinn vel á markaði. „Mikið af orku og fjár- munum hafði farið í að gera þennan leik og viðtökurnar voru góðar. Við störfuðum með góðu útgáfufyrirtæki og vorum á forsíðu app-búðarinnar í um tvær vikur. En svo gerist það að við hverfum af forsíðunni hjá Apple og þá gjörsamlega hrynur salan. Það var þá sem við lærðum dýrmæta lexíu um hversu margir eru um hit- una í þessum heimi, hversu miklu máli sýnileikinn skiptir og hversu of- boðslega erfitt það getur verið að ná til neytenda um leið og leikur dettur út af topp-tíu listum app-verslana,“ segir Þorsteinn. Það var á þessum tímapunkti sem aðstandendur Plain Vanilla urðu annaðhvort að duga eða drepast. „Við fórum að velta fyrir okkur nýj- um möguleikum og leituðum m.a. að leikjalausn sem gæti verið skalanleg. Ákveðið var að búa til spurninga- leikja-umhverfi fyrir snjallsíma þar sem fólk getur keppt á móti öðrum í rauntíma. Þetta reyndist vera alveg ný nálgun því þó að mikið sé af spurningaleikjum þar sem leikmað- urinn keppir á móti sjálfum sér hefur snjallsíma- og spjaldtölvuheiminn vantað spurningaleiki þar sem leik- maðurinn fær lifandi andstæðing til að etja kappi við.“ Vogun vinnur Þorsteinn segir félagana hafa leitað að fjármagni fyrir reksturinn hér á landi en gengið mjög treglega. „En okkur fannst hugmyndin góð og sáum að núna var ekkert annað í stöðunni en að leggja allt undir eða loka sjoppunni. Sú fífldjarfa hug- mynd kviknaði að við þyrftum ein- faldlega að komast í hjarta tækni- heimsins í Sílíkondal til að láta hlutina gerast. Það var fyrir u.þ.b. ári að við keyptum þrjá þriggja mán- aða flugmiða til San Francisco undir sjálfan mig og tvo forritara. Þessa þrjá mánuði ætluðum við að nota til að klára að forrita leikinn okkar og afla fjármagns.“ 150 milljónir króna á þremur mánuðum er heldur betur góður ár- angur og myndu margir frumkvöðlar á Íslandi prísa sig sæla að geta krækt í mun minni upphæð á mun lengri tíma. Þorsteinn segir tímann í Kaliforníu þó hafa verið erfiðan og hafi það bæði kallað á mikla vinnu og mikla heppni að ná í áhugasama fjár- festa. „Ég hélt fyrst að við værum með svo góða hugmynd að Sílíkon- dalur myndi hreinlega leggja út rauða dregilinn fyrir okkur en sú varð ekki raunin. Mjög margir eru um hituna, erfitt að standa upp úr og ég hugsa að ég hafi átt um 200-300 fundi með fjárfestum þegar allt er talið. Stundum þurfti maður hrein- lega að svindla sér inn á fundi eða rekast „óvart“ á fólk á förnum vegi til að komast að.“ Að baki fjármögnun Plain Van- illa standa nú 20 fjárfestingarfyr- irtæki héðan og þaðan: frá Singapúr, London, Kína, New York og svo auð- vitað Sílíkondal. „Við héldum hróð- ugir heim, gátum byrjað að ráða fólk, erum núna með 11 manns í vinnu og mörg járn í eldinum. Dvölin í Kali- forníu var einnig notuð til að selja vöruna og gerðum við samninga við kvikmyndaverin um leiki eins og Standa mun betur að vígi með annan fótinn í San Francisco  Lögðu af stað til Sílíkondals upp á von og óvon og tókst að afla um 150 milljóna  Umgjörðin utan um fjárfestingu í sprota-hugbúnaðarfyrirtækjum mun betri í Kaliforníu en á Íslandi og hugarfarið allt annað  Fjárfestar hafa mikinn áhuga á nýju verkefni sem tvinnar saman leiki og samfélagsvef Morgunblaðið/Rósa Braga Erfiði „Mjög margir eru um hituna, erfitt að standa upp úr og ég hugsa að ég hafi átt um 200-300 fundi með fjárfestum þegar allt er talið. Stundum þurfti maður hreinlega að svindla sér inn á fundi eða rek- ast „óvart“ á fólk á förnum vegi til að komast að,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson um það þegar hann hélt ásamt tveimur forriturum í óvissuerð til Sílíkondals til að bjarga fjármögnun fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.