Morgunblaðið - 21.03.2013, Side 11

Morgunblaðið - 21.03.2013, Side 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2013 Twilight-spurningaleikinn. Gekk það verkefni hreint ótrúlega vel og erum við þegar komnir með hátt í milljón skráða notendur í kerfinu okkar.“ Samfélagsvefur í fæðingu Í gegnum þróunarvinnuna segir Þor- steinn að Plain Vanilla hafi uppgötv- að nýja möguleika og verður spurn- ingaleiks-grunnurinn þróaður í áhugaverða átt. „Næsta skref er að búa til n.k. samfélagsvef sem byggist á því að tengja fólk í gegnum sameig- inleg áhugamál. Hugsunin er sú að í nútímasamfélagi rekumst við mörg á þann þröskuld að eiga erfitt með að kynnast nýju fólki og geta leikir í kringum sameiginleg áhugamál ver- ið góður ísbrjótur. Þannig gæti t.d. áhugamaður um knattspyrnu notað snjallsímaleiki frá Plain Vanilla til að leika við og komast í kynni við fólk í sínu næsta nágrenni – eða í öðrum löndum ef því er að skipta – sem deil- ir áhuganum á fótbolta,“ útskýrir Þorsteinn. „Þessi nýstárlega nálgun á samfélagsnet hefur skapað mikinn spenning meðal fjárfesta í Banda- ríkjunum og erum við nú þegar langt komnir með tryggja enn meira fjár- magn til þess að standa undir slíku verkefni.“ Plain Vanilla náði mjög góðum ár- angri við að afla fjármagns í Kali- forníu og segir Þorsteinn ekki úti- lokað að fleiri íslensk hugbúnaðarfyrirtæki geti notað sömu aðferð til að sækja sér bak- hjarla. Hann segir einn helsta veikleika íslenska hugbún- aðargeirans hvað aðgangur sprotafyrirtækja að fjármagni er erfiður. Það geri Bandaríkin líka að meira spennandi stað að þar virðist annað hugarfar meðal fjár- festa og einnig að allt annað form er á því hvernig peningar eru lagðir inn í sprotarekstur. Þorsteinn útskýrir: „Við fund- um það greinilega hér á Íslandi að áhugi fjárfesta minnkaði hratt þegar við sögðum þeim frá að okkar fyrsti leikur hefði ekki sleg- ið í gegn. Á meðan það að eiga misheppnuð verkefni að baki er neikvætt á Íslandi er það jákvætt í Bandaríkjunum og má nánast segja að fjárfestar vilja helst ekki veita frumkvöðlum peninga nema þeir eigi a.m.k. nokkur mistök að baki. Á fundum með íslenskum aðilum var Moogies-leikurinn feimnismál og veikleiki en á fund- um í Kaliforníu var Moogies verð- mæt reynsla og styrkleiki til að vera stoltur af.“ Hvað fær fjárfestirinn? Þá segir Þorsteinn að vestanhafs sé grunnfjármögnun sprotafyr- irtækja í hugbúnaðargeira nær öll með sama sniði og umgjörðin mjög skýr, skilvirk og sniðug fyrir alla sem að rekstrinum koma. „Á Íslandi er það vaninn að fjárfestar leggja fram fjármagn sem hlutafé og vilja fá í staðinn ákveðna pró- sentu, ákveðinn eignarhlut í rekstrinum. Þar strax kemur upp mikill vandi við að reikna út virði fyrirtækisins. Ef íslenskum fjár- festi væri boðið að leggja fram 100 milljónir í sprotarekstur yrði hreinlega hlegið að því ef honum yrði boðinn 20% hlutur í staðinn enda með því verið að segja að splunkunýtt sprotafyrirtæki með 2-3 starfsmenn sé í raun 500 milljóna virði. Það sem vill þá gerast er að eignarhlutur frum- kvöðlanna verður oft að engu, minna svigrúm verður eftir til að laða að fleiri fjárfesta á seinni stigum og góðar hugmyndir kom- ast ekki á flug,“ segir Þorsteinn. „Í Bandaríkjunum er svona starf- semi fjármögnuð með s.k. „seed round“ og þar er öllu verðmati á sprotafyrirtækinu frestað. Pen- ingarnir eru teknir inn sem breyt- anleg skuld sem síðan breytist í hlutafé með ákveðnum afslátt- arkjörum þegar reksturinn er kominn almennilega á legg. Þeir sem voru fyrstir inn fá þá betri kjör og fá þannig meira fyrir sinn snúð en þeir sem lögðu til fjár- magn á seinni stigum.“ Umgjörðin öll er líka einfaldari í Bandaríkjunum. „Maður fær kannski 15-20 mínútna fund með hverjum fjárfesti og þarf heldur betur að kunna að koma hug- myndinni til skila og vekja áhuga. En svarið fæst líka oft strax á fundinum eða í síðasta lagi næsta dag. Þegar sótt er um styrk í íslenskum nýsköpunarsjóði er það ferli sem reikna má með að taki marga mánuði þar til loks að endanleg niðurstaða liggur fyrir.“ Ísland verður að breytast REYKJAVÍK OG SÍLÍKONDALUR EINS OG SVART OG HVÍTT Plús Stærðfræðileikur Plain Vanilla þykir vel heppnaður. Það eitt að vera Íslendingur dugir ekki til að heilla fjár- festana í Kaliforníu upp úr skónum. Þorsteinn segir hugbúnaðarheiminn vestanhafs ekki tengja Ísland neitt sérstaklega við framúrskarandi forritun eða frum- kvöðlastarfssemi. „Á fyrstu fundunum reyndi ég þenn- an vinkil: að tala um Ísland, tungumálið og náttúruna, en það var ekkert að virka og áherslan færðist fljótt al- farið yfir á viðskiptahugmyndina.“ Íslendingar segir Þorsteinn að hafi þó þann styrk- leika að geta oft leitað til annarra Íslendinga í útlönd- um um aðstoð og ráð. „Það hjálpar okkur á vissan hátt hvað við höldum sjálf að við séum, frábær og sækjumst þess vegna eftir því að umgangast aðra Íslendinga“ segir Þorsteinn og hlær. „Við komumst fljótt í samband við marga Íslendinga á svæðinu sem voru boðnir og búnir að leggja okkur hjálparhönd, aðstoðuðu okkur við að komast í samband við rétta fólkið og fá boltann til að rúlla.“ Þorsteinn ráðleggur öðrum hugbúnaðarfyrirtækjum að fara ekki sömu leið nema með góðri aðstoð. „Ef ég hefði vitað hvað þetta ætti eftir að verða erfitt og áhættusamt hefði ég sennilega ekki þorað að taka stökkið á sínum tíma. Að miklu leyti vorum við heppnir að komast í samband við rétta fólkið sem svo kom okk- ur að hjá réttu fjárfestunum og fyrirtækjunum. Þeir sem vilja freista gæfunnar í Sílikondal ættu a.m.k. að finna einhvern sem hefur reynslu af þessum heimi til að greiða brautina þegar komið er á staðinn.“ Komast upp með ýmisegt með íslensku klíkunni ORÐSPOR ÍSLENSKRA FORRITARA NÆR EKKI ALLA LEIÐ TIL VENICE BEACH Vampírur Skjáskot af Twilight leiknum. AWorld of Service Við erum í hádegismat Við bjóðumupp á hollan og góðan hádegisverð alla virka daga fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Þrjá daga vikunnar bjóðum við að auki upp á grænmetisrétt – til að mæta þörfum semflestra. Skoðaðumatarmálin hjá þér og vertu í samband við veitingasvið ISS. www.iss.is - sími 5 800 600. ”Hádegið er hápunktur dagsins hjá okkur” Skipholt 17 - 105 Reykjavík Sími 588 4699 Fax 588 4696 www.oba.is oba@oba.is Þjónusta til frambúðar..... olivetti Lita-fjölnotatækið D-COLOR MF2604EN Kr. 281.900 Með Olivetti d-Color MF2604EN fjölnota- tækinu má prenta, ljósrita, skanna og senda fax, allt með sama tækinu. Sérlega hentugt fyrir deild innan fyrirtækis. Hagvæmt í rekstri MARS TILBOÐ kr. 249.74 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.