Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Ómar Noregur Gunnar Magnússon verður allavega eitt ár til viðbótar í Noregi. HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Þetta var einföld ákvörðun, ekki síst þar sem það er alltaf auðveldara að taka ákvörðun um að vera um kyrrt með fjölskyldu en að flytja sig um set,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari norska handknattleiksliðsins Kristian- sund HK sem hefur skrifað undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framhaldi að ári liðnu ef áhugi verður fyrir hendi. Gunnar hef- ur fundið fyrir áhuga frá öðrum fé- lögum og m.a. hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að úrvalsdeildarliðið Bodö hafi átti í alvarlegum viðræðum við Gunnar í vetur. Gunnar hefur þjálfað liðið síðustu þrjú árin. Á þeim tíma hefur það flust upp úr 2. deild upp í toppbaráttu í 1. deild og ekki er loku fyrir það skotið að Kristiansund HK fari alla leið upp í úrvalsdeild í vor. Auðveldar landsliðsvinnuna „Ég er heldur ekki búinn með það verkefni sem ég tók að mér hjá félag- inu fyrir þremur árum. Mig langar að ljúka því að koma liðinu upp í úrvals- deild áður en ég ræ á önnur mið,“ sagði Gunnar sem heldur einnig áfram að vera aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands en við því starfi tók hann í haust. „Það má segja að það auðveldi mér einnig að vinna með landsliðinu að vera hjá liði sem er í 1. deild. Hjá Kristiansund hef ég góðan tíma til þess að sinna starfi mínu með landslið- inu. Forráðamenn félagsins eru afar liðlegir við mig í þeim efnum,“ sagði Gunnar. Kristiansund er sem stendur í fjórða sæti deildar en keppni er afar jöfn og hörð á milli þeirra sem eru nú í öðru til sjötta sæti, aðeins munar þremur stigum á liðinu í öðru sæti og því sjötta. „Við verðum að vinna alla þá leiki sem við eigum eftir auk þess að treysta á hagstæð úrslit í leikjum annarra liða til þess að fara upp í úr- valsdeildina í vor. Að sjálfsögðu mun- um við leggja allt í sölurnar til þess að tryggja okkur sæti í úrvalsdeildinni en takist það verður enginn heimsendir. Þá höldum við áfram að byggja upp og komum sterkari til leiks á næstu leik- tíð,“ segir Gunnar sem reiknar með að styrkja liðið í sumar, hvort sem það fer upp í úrvalsdeildina eða situr eftir. Fjórir Íslendingar í liðinu Fjórir íslenskir handknattleiks- menn hafa leikið með Kristiansund í vetur, Birkir Fannar Bragason, mark- vörður, Jónatan Þór Magnússon, Pét- ur Pálsson og Sigurgeir Árni Æg- isson. Gunnar segist ekki eiga von á öðru en að þeir haldi allir áfram að leika með liðinu. Fimmti Íslending- urinn, Ragnar Hjaltested, hefur hins- vegar ekkert verið með í vetur vegna hnémeiðsla. „Ragnar hefur verið mjög óheppinn og verður sennilega að leggja skóna á hilluna vegna brjó- skeyðingar í hné,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Kristiansund HK. „Var einföld ákvörðun“  Gunnar Magnússon samdi til eins árs við Kristiansund með möguleika á framlengingu  Langar að ljúka við verkið og koma liðinu í úrvalsdeildina KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is „Þetta er svo sem engin óskastaða að vera í en eins og Miðjan söng þá verður maður að vera tilbúinn að deyja fyrir klúbbinn þegar leitað er til manns,“ sagði Finnur Freyr Stef- ánsson, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Finnur þjálfar kvennalið KR í körfuboltanum en er nú einnig orðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs KR, og kannski rúmlega það, því Helgi Már Magnússon er spilandi þjálfari hjá karlaliðinu. „Það vildi sjálfsagt enginn að málin þróuðust á þennan veg en ár- angur karlaliðsins hefur ekki verið eftir væntingum. Menn virðast því hafa ákveðið að grípa í taumana af þeim sökum,“ bætti Finnur við. Hann mun stjórna æfingum hjá KR meðal annars til þess að Helgi geti betur einbeitt sér að spilamennsk- unni. „Ég kem inn í þetta og stýri æf- ingunum. Helgi hefur ekki náð að finna sig sem spilandi þjálfari og mitt hlutverk er að minnka hans ábyrgð í þessu daglega amstri og á æfingum og í leikstjórn í leikjum. Hann verður hins vegar áfram að- alþjálfari liðsins og áfram verður farið eftir hans áherslum. Ég mun koma að mínum áherslum að ein- hverju leyti að en við reynum að byggja á því sem vel var gert fyrir og reyna að bæta við.“ Finnur hefur starfað nokkuð lengi hjá KR og hefur til að mynda þjálfað yngra flokka hjá félaginu í mörg ár og hefur auk þess verið með leikmenn á séræfingum. „Það er svo sem fordæmi fyrir þessu hjá KR að þjálfari sé með aðkomu að báðum meistaraflokksliðunum. Ég er reyndar í aðeins annarri stöðu en Hrafn Kristjánsson var í þegar hann var aðalþjálfari beggja liða. Ég er aðalþjálfari kvennaliðsins en kem að karlaliðinu sem aðstoð- arþjálfari. Í þessari viku á kvenna- liðið leik á morgun (í kvöld) og karlaliðið á leik á fimmtudag (á morgun) og þá mun ég sleppa æf- ingunni hjá körlunum á morgun (í kvöld) og einbeita mér að kvenna- leiknum. Það er mikill skilningur á minni aðstöðu hjá báðum liðum og ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem stelpurnar hafa sýnt þessu. Þær skilja þetta og vita að ég með mitt KR-hjarta gat einfaldlega ekki sagt nei þegar klúbburinn leitaði til mín og bað mig um þetta. Eins og við höfum sett þetta upp þá ætti þetta ekki að hafa nein áhrif á stelp- urnar enda eru markmið okkar skýr. Ég kem náttúrlega bara inn í þetta hjá karlaliðinu á lokasprett- inum og geri eins og ég get til að hjálpa félaginu mínu. Það kemur í ljós hvort ég get gert eitthvað til að bæta leik liðsins. Eins og staðan er núna þá er aðkoma mín að karlalið- inu bara fram á vorið en maður veit svo sem aldrei hvað gerist,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í samtali við Morgunblaðið. „Engin óskastaða að vera í“ Finnur Freyr Stefánsson Þjálfun tveggja liða » Fordæmi eru fyrir því hjá KR að sami þjálfari sé með bæði meistaraflokksliðin en það gerði Hrafn Kristjánsson tíma- bilið 2010 – 2011. » Þrír kunnir þjálfarar þjálfa tvö meistaraflokkslið í vetur en það eru þeir Ágúst Björg- vinsson Val, Ingi Þór Stein- þórsson Snæfelli og Sigurður Ingimundarson Keflavík.  Finnur Freyr Stefánsson sagði KR-hjartað ekki hafa leyft sér að segja nei  Skilningur á hans stöðu hjá báðum meistaraflokksliðunum  Finnur vitnar í Miðjuna, stuðningsmannakjarna KR MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 ÍÞRÓTTIR United úr leik Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Real Madrid á heimavelli í gærkvöldi. Portúgalinn Nani sá rautt í seinni hálfleik fyrir afar litlar sakir. 3 Íþróttir mbl.is Katrín Jóns- dóttir, fyrirliði íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, hefur leikið alla 32 leiki Íslands í Algarve- bikarnum frá upphafi. Hún er í íslenska liðinu sem mætir Ól- ympíumeisturum Bandaríkjanna á fyrsta leikdegi mótsins í Portúgal á morgun. Katrín var 18 ára gömul þegar hún var í íslenska liðinu sem tók fyrst þátt í mótinu fyrir sautján ár- um, árið 1996, og aftur árið eftir. Hún lék alla átta leiki Íslands í mótinu þessi tvö ár og er eini nú- verandi leikmaður landsliðsins sem þá var í liðinu. Ísland mætti aftur í Algarve- bikarinn eftir tíu ára hlé, árið 2007, og hefur verið fastagestur þar síð- an. Á undanförnum sex árum hefur Katrín leikið alla 24 leiki Íslands og þeir eru því orðnir 32 samtals hjá henni í þessu sterka móti. Katrín er langleikjahæsta lands- liðskona Íslands með 122 leiki að baki. Leikir hennar á Algarve eru því rúmlega fjórðungur af öllum hennar landsleikjum. Edda Garð- arsdóttir gæti orðið önnur í röðinni til að ná 100 leikjum. Hún hefur spilað 97 landsleiki og gæti því leikið 100. landsleikinn á mánudag- inn kemur þegar Ísland mætir Kína.  Nánar um Algarve-bikarinn á bls. 2. vs@mbl.is Katrín hefur spilað alla á Algarve Katrín Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.