Morgunblaðið - 06.03.2013, Síða 3

Morgunblaðið - 06.03.2013, Síða 3
FÓTBOLTI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Þeir ríflega 76.000 áhorfendur sem borguðu morð fjár fyrir aðgöngumiða og flugu jafnvel langt að til að sjá stór- leik Manchester United og Real Ma- drid í seinni leik liðanna í Meist- aradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi voru illa sviknir eftir 56 mínútur þegar tyrkneskur dómari leiksins, Cüneyt Cakir, eyðilagði leikinn. Cakir rak þá Portúgalann Nani af velli með rautt spjald fyrir afar litlar sakir en Nani sparkaði óviljandi í Ál- varo Arbeloa, leikmann Real Madrid, án þess að hafa hugmynd um að Spán- verjinn væri fyrir aftan hann. Manchester United hafði skömmu áður komist yfir, 1:0, og var í fínni stöðu en José Mourinho, þjálfari Real Madrid, var snöggur að bregðast við. Hann setti inná Króatann Luka Mo- dric sem þrumaði boltanum í stöngina og inn á 67. mínútu og tveimur mín- útum síðar skoraði Cristiano Ronaldo á sínum gamla heimavelli eftir þunga sókn gestanna. Á einu augabragði snerist leikurinn. Manchester United þurfti allt í einu að skora tvisvar sinnum til að komast áfram en var manni undir eftir glóru- lausan dóm Tyrkjans. Heimamenn fengu færi Leikurinn var að spilast vel fyrir Manchester United áður en Nani var rekinn af velli og hélt liðið aftur af öfl- ugum sóknarlotum Real Madrid. Skot Cristianos Ronaldos drifu ekki einu sinni á markið því þau voru stöðvuð af miðvörðum heimamanna. Þrátt fyrir að vera manni færri fékk United sæg af færum, sérstaklega undir lok leiksins. Robin van Persie, Nemanja Vidic, Michael Carrick og Wayne Rooney fengu allir tækifæri til að skora en alltaf var Diego López fyr- ir í marki gestanna. Sá stóð sig frábær- lega í þessum tveimur leikjum og ekki saknar Real Ikers Casillas þessa dag- ana. Real Madrid spilaði frábærlega úr stöðunni sem það komst í eftir að Nani var rekinn af velli en tyrkneski dóm- arinn þarf að taka það á sig að eyði- leggja það sem hefði átt að vera 90 mínútur af stórkostlegu einvígi tveggja af stærstu liðum heims. Mætti ekki á blaðamannafund Eins og stundum áður þegar honum líkar ekki hvernig er farið með hann og hans menn mætti Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, ekki á blaðamannafund. Mike Phelan, aðstoðarmaður Fergusons, mætti í hans stað og byrjaði á að segja: „Ég var að yfirgefa niðurbrotinn búningsklefa og niðurbrotinn knatt- spyrnustjóra. Þess vegna sé ég um fjölmiðlana í kvöld.“ Leikmenn Manchester United gengu einnig niðurlútir í gegnum blaðamannasvæðið og töluðu ekki við nokkurn mann. „Við megum ekkert segja,“ sagði Nani áður en hann fór út í rútu. „Við vorum að gera allt rétt og kom- umst í góða stöðu þegar við skorum. En svo breyttist leikurinn algjörlega. Þetta var hreint ótrúleg ákvörðun en við urðum að halda áfram. Að spila tíu gegn Real Madrid er mjög erfitt en við erum svekktir með að hafa þurft að spila tíu,“ sagði Mike Phelan. Öruggt í Dortmund Í leiknum sem gleymdist í gærkvöldi vegna allrar umræðunnar um stórleik- inn á Old Trafford vann Dortmund öruggan sigur á úkraínska liðinu Shak- htar Donetsk, 3:0, á heimavelli. Þýska liðið vann samanlagt, 5:2, og fer áfram í átta liða úrslitin eins og Real Madrid. Felipe Satana, Mario Götze og Jakub Blaszczykowski skoruðu mörk heima- manna. Leikurinn eyðilagður AFP Rauða spjaldið Nani gengur ósáttur af velli eftir rauða spjaldið sem hann fékk en José Mourinho, þjálfari Real Madrid, réttir fram hönd til að hugga landa sinn.  Real Madrid vann Man. United og er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar  Nani fékk rautt spjald fyrir litlar sakir  United-menn töluðu ekki við neinn ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 Ítalska A-deildarliðið Pescara sem landsliðsmað- urinn Birkir Bjarnason leikur með réð í gær Cristian Bucchi þjálfara liðsins en hann tekur við starfinu af Cristiano Bergodi sem var rekinn á sunnudaginn. Pescara hefur gengið afleitlega undanfarnar vikur en liðið hefur aðeins halað inn eitt stig í síðustu átta umferðum. Bergodi var annar þjálfari Pescara á tímabilinu og Bucchi verður sá þriðji. Bucchi er þó ekki með næga þjálfaramenntun og því ekki tilskilin leyfi til að þjálfa í efstu deild en hann fékk því aðeins 30 daga starfsleyfi. Bucchi lék ellefu leiki með Pescara sem lánsmaður seinni hluta tímabils- ins 2010/11 en lagði skóna á hilluna eftir það. Hann er 36 ára gamall. Hans bíður ærið verkefni því Pesc- ara er á botni deildarinnar með 21 stig, fimm stig frá öruggu sæti.    Karl Sigurðs-son lands- liðsþjálfari í strandblaki hefur valið karla- og kvennalið Íslands sem keppa í greininni á Smá- þjóðaleikunum í Lúxemborg í lok maí. Kvennaliðið skipa þær Laufey Björk Sigmundsdóttir úr HK og Lilja Jónsdóttir úr Stjörnunni en karlaliðið skipa Stjörnumennirnir Emil Gunnarsson og Eiríkur Ragn- ar Eiríksson. Liðin æfa í Sporthús- inu í Kópavogi en þar hafa verið settir upp strandblakvellir innan- húss, sem gera íslensku keppend- unum kleift að æfa íþróttina allan ársins hring.    Bjarki Guðjónsson frá Akureyri,Arnar Ingi Kristgeirsson frá Reykjavík og María Eva Eyjólfs- dóttir frá Reykjavík unnu öll tvö- falda sigra á bikarmóti Skíða- sambands Íslands fyrir 14-15 ára ungmenni sem haldið var á Dalvík um síðustu helgi. Bjarki sigraði í stórsvigi og svigi 14 ára pilta, Arnar Ingi í stórsvigi og svigi 15 ára pilta og María Eva í stórsvigi og svigi 15 ára stúlkna. Hólmfríður Dóra Frið- geirsdóttir frá Reykjavík sigraði í stórsvigi 14 ára stúlkna og Andrea Björk Birkisdóttir frá Dalvík sigraði í svigi 14 ára stúlkna.    Jernej Leskovar, knattspyrnu-maður frá Slóveníu, hefur samið við Víkinga frá Ólafsvík, nýliðana í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, og leikur með þeim í sumar. Þetta kem- ur fram á heimasíðu Víkings. Les- kovar, sem er 24 ára gamall, getur leikið bæði á vinstri kantinum og fremstur á miðjunni. Hann kemur frá B-deildarliðinu Simer Sampion Celje í heimalandi sínu en hann hef- ur leikið með því liði frá 2010. Fólk folk@mbl.is Íslendingaliðið Guif tapaði afar óvænt fyrir næstneðsta liði deildarinnar, HK Varanäs, 25:28, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Línumaðurinn öflugi Heimir Óli Heimisson skoraði eitt mark fyrir Guif en Haukur Andr- ésson er enn frá vegna meiðsla. Tapið kemur sér afskaplega illa fyrir Guif sem er í harðri baráttu við Sävehof og Lugi HF um deildarmeistaratitilinn. Lugi er efst í deildinni með 40 stig eftir 30 leiki, Sävehof er í öðru sæti með 38 stig eftir 39 leiki og Guif í þriðja sæti með 37 stig eftir 29 leiki. Óvænt úrslit urðu einnig á mánudagskvöldið en þá tapaði Lugi fyrir Ólafi Guðmundssyni og samherjum í Kristianstad 23:25 á heimavelli toppliðsins. tomas@mbl.is Óvænt tap hjá Guif Heimir Óli Heimisson Stuðningsmenn norska knattspyrnufélagsins Start tóku þátt í að fjármagna kaupin á Matt- híasi Vilhjálmssyni og samninginn sem gerð- ur var við hann í vetur, samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun um hann í Nett- avisen. Þar er rætt við Matthías, þjálfara liðs- ins, Mons Ivar Mjelde, og samherja hans, Espen Hoff, og skýrt frá því að hjá Start sé Ísfirðingurinn kallaður „leikmaður fólksins.“ Ástæðan sé sú að stuðningsmenn liðsins hafi ásamt minni styrktaraðilum gert félaginu kleift að fá hann í raðir Start í vetur en Matt- hías var í láni hjá félaginu á síðasta ári, frá FH, og skoraði þá 18 mörk fyrir liðið í B-deildinni. „Ég get skorað mikið í þessari deild og tel að ég eigi talsvert inni,“ sagði Matthías meðal ann- ars í samtali við Nettavisen. vs@mbl.is „Leikmaður fólksins“ Matthías Vilhjálmsson Danska handknattleiksliðið GOG, sem Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsmaður leikur með, hefur tryggt sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni á nýjan leik eftir nokkurra ára fjarveru. GOG vann Stoholm, 33:15, um liðna helgi og hefur þar með unnið 21 af 22 leikjum sínum í 1. deildinni á keppnistímabilinu. Liðið hefur sjö stiga forskot í efsta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir og þar af leiðandi er GOG öruggt um að hreppa efsta sætið þegar upp verður staðið þótt liðið tapaði leikjunum sem það á eftir. GOG, sem hefur bækistöðvar á Svendborg á Fjóni og er eitt sigursælasta handknattleikslið Danmerkur síð- ustu áratugi, varð gjaldþrota í byrjun árs 2010 en þá var það í úr- valsdeild. Snorri Steinn skrifaði undir þriggja ára samning við GOG á síðasta hausti. iben@mbl.is GOG í úrvalsdeildina Snorri Steinn Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.